Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1990. íþróttir ▼ Kynbótadómar yíir 277 hrossum á Hellu: „Það voru engin takmörk fyrir því sem var sýnt“ - segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur um kynbótahrossin • Gassi frá Vorsabæ, hæst dæmdi stóðhesturinn í ár. Knapi Eiríkur Guð- mundsson. DV-mynd Eiríkur Jónsson Eftir sex daga kynbótadóma á Hellu í vikunni sem leið voru hæst dæmdu gripimir sýndir í gær. Alls voru sýnd 277 kynbótahross en dóm- um er ekki lokið að fullu því að nokk- ur hross verða sýnd í dag, hross sem ekki gátu mætt af ýmsum ástæðum. 31 kynbótahross kemst á landsmót. Upphaflega átti að dæma kynbóta- hross frá þriðjudegi til föstudags en vegna mikillar þátttöku var ákveðið að bæta við mánudegi og laugardegi. Aldrei fyrr hafa svo mörg kynbóta- hross verið dæmd á einu móti. Um- fang mótsins var slíkt að yfirhtssýn- ing kynbótahrossa hófst klukkan 9.00 á sunnudagsmorgni. HH Escort árg. ’87,1,3 CL, ekinn 65.000, verð 540.000. Honda Accord EX 2,0, árg. '87, ek- inn 50.000, sérlega fallegur bíll, verð 1.180.000. Toyota LandCrusier árg. '86, ekinn 70.000, upph., loftlæs., 35" dekk, sérsm. loftkerfi m/þrýstikút, fallegur bíll, verö 2.300.000. BMW 316 árg. ’88, 5 gíra, vínr., ekinn aðeins 19.000, sem nýr, verð 1.100.000. Subaru turbo Coupé árg. ’87, ek. 40.000, rafm. i rúðum, toppl., krómf., skipti á Pajero jeppa, helst ’89-'90, staðgreiðsla á milli. Okkur vantar bíla á skrá strax, kaupendur bíða. Bifreiðasala íslands Bíldshöfða 8 sími 675200 Margir af „hejtari” stóðhestunum voru dæmdir og sýndir og var geysi- legur áhugi á þessu móti meðal hestamanna. Mótið er haldið í samstarfi við hestamannafélagið Geysi jafnframt gæðingakeppni og kappreiðum. Að loknu mótinu verður tekiö til við að hanna svæðið upp á nýtt vegna fjórðungsmóts sunnlenskra hesta- manna sem verður haldið á Hehu árið 1991. Sextán hryssur á landsmót 217 hryssur voru fulldæmdar og komust 104 þeirra í ættbók eöa 48%, sem þykir nokkuð gott ef tillit er tek- ið til þess að mörg hrossanna voru afburðaslök. Kristinn Hugason hrossaræktairáðunautur sagöi: „Það voru engin takmörk fyrir þvi sem var sýnt.“ 13 hryssur komust í 1. verðlaun en 16 fara á landsmót. Hæst dæmdu hryssurnar í flokki sex vetra hryssna og eldri eru: Fjóla frá Haga með 8,18 í aðaleinkunn, Pera frá Varmalæk með 8,11, Fluga frá Valshamri með 8,03, Hlökk frá Laugarvatni með 8,03, Sandra frá Hala með 8,03, Fluga frá Arnarhóli með 8,02, Gola frá Gerðum með 8,02, Smáhildur frá Skarði með 8,01, Framtíð frá Skaröi með 8,00 og Freyja frá Víðivöllum með 8,00. í flokki fimm vetra hryssna fengu þrjár hryssur 1. verðlaun: Aldís frá Meðalfelh 8,03, Hildur frá Garðabæ 8,00 og Kleó frá Meðalfelli 8,00. Gassi fékk hæstu einkunn ársins Mikill fjöldi, sextíu stóðhestar, var leiddur í dóm og komust 26 í ættbók. 13 þeirra fengu 1. verðlaun og 15 komast á landsmót. Stóðhestar í flokki sex vetra og eldri voru 25 og fengu 11 þeirra 1. verðlaun. Efstur er Gassi frá Vorsabæ með 8,49 í aðaleinkunn sem er hæsta einkunn stóðhests til þessa á árinu. Gassi fékk 8,38 fyrir bygg- ingu og 8,60 fyrir hæfileika sem voru hæstu einkunnir í hvorum flokki á mótinu. Otur frá Sauðárkróki fékk 7,98 fyr- ir byggingu, 8,56 fyrir hæfileika og 8,27 í aðaleinkunn. Baldur frá Bakka fékk 7,88 fyrir byggingu, 8,26 fyrir hæfileika og 8,07 í aðaleinkunn. Platon frá Sauðárkróki fékk 7,98 fyrir byggingu, 8,26 fyrir hæfileika og 8,06 í aðaleinkunn. Kolgrímur frá Kjarnholtum fékk 7,98 fyrir byggingu, 8,13 fyrir hæfi- leika og 8,05 í aðaleinkunn. Amor frá Keldudal fékk 8,08 fyrir byggingu, 7,97 fyrir hæfileika og 8,02 í aöaleinkunn. Funi frá Skálá fékk 7,90 fyrir bygg- ingu, 8,14 fyrir hæfileika og 8,02 í aðaleinkunn. Glaður frá Sauðár- króki fékk 7,93 fyrir byggingu, 8,11 fyrir hæfileika og 8,02 í aðaleinkunn. Sikill frá Stóra Hofi fékk 7,80 fyrir byggingu, 8,20 fyrir hæfileika og 8,00 í aðaleinkunn. í flokki fimm vetra stóðhesta fengu þessir 1. verölaun: Piltur frá Sperðli 8,03 fyrir bygg- ingu, 8,50 fyrir hæfileika og 8,26 í aðaleinkunn. Sörh frá Búlandi 8,03 fyrir bygg- ingu, 8,24 fyrir hæfileika og 8,13 í aðaleinkunn. Hjörtur frá Tjörn 7,80 fyrir bygg- ingu, 8,31 fyrir hæfileika og 8,06 í aðaleinkunn. Léttir frá Flugumýri 7,80 fyrir byggingu, 8,21 fyrir hæfileika og 8,01 í aðaleinkunn. Enginn fjögurra vetra stóðhest- anna náði 1. verðlaunum en þar stóð efstur Trostan frá Kjartansstöðum með 7,90 fyrir byggingu, 7,83 fyrir hæfileika og 7,86 í aðaleinkunn. Hörð barátta í gæðinga- keppninni Fjórir efstu gæðingarnirí gæðinga- keppni Geysis fara á landsmótið í hvern flokk gæðingakeppninnar, Eftirtaldir hestar og knapar keppa á landsmótinu: í A-flokki: Kristinn Guðnason með Fána (8,66), Aðalsteinn Aðalsteins- son með Smáhildi (8,54), Albert Jóns- son með Penna og Borghildur Krist- insdóttir með Hlekk. í B-flokki: Rúna Einarsdóttir með Dimmu (8,74), Kristjón Kristjánsson með Hnokka (8,65), Guðjón Steinars- son með Storm (8,21) og Unn Krog- hen með Vöku. í barnaflokki: Sigríður Kristins- dóttir með Fiölu (8,54), Rafn Bergs- son á Funa (8,08), Erlendur Einars- son með Hörpu (8,23) og Pétur Snær á Byr (8,29). í eldri flokki unghnga: ísleifur Jón- asson á Toppi (8,15), Gísh Valmunds- son á Dohar (8,21), Þórunn Sigþórs- dóttir á Andvara (8,02) og Sara Ást- þórsdóttir á Sölva (8,23). Einkimnamet á vígslumóti Mótssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ var vígt á laugardaginn. Að vísu hefur félagið notað svæðið undanfarin ár en nú gafst kjörið tækifæri á 40 ára af- mæhsárinu. Félagsmenn í Herði eru tæplega fjögur hundruð og senda fjóra keppendur í hvern flokk gæöingakeppninnar á lands- mót. Það var Gísli Jónsson í Arnar- holti og Kristján Þorgeirsson póst- ur sem vígðu svæðið. Kristján er orðinn rúmlega sjötugur en keppti í B-flokki og 150 metra skeiði þrátt fyrir það og stóð sig vel. Gæðingar Harðar eru margir og einkunnimar voru háar. Tæplega sjötíu gæðingar voru sýndir í A- og B-flokki. I A-flokki setti Muni Sveinbjörns Ragnarssonar, sem Trausti Þór Guðmundsson sýndi, innanfélagsmet, fékk 9,02 í ein- kunn. í bamaflokki setti Guðmar Þór Pétursson íslandsmet í bama- flokki því að hann fékk 8,78 í ein- kunn er hann sýndi Limbó. Hann sýndi reyndar þrjá hesta í bama- flokki og var með þá í efstu þremur sætunum en fær einungis að fara með einn hest á landsmótið. Þeir fjórir hestar, sem fara á landsmót og keppa í A-flokki, eru Muni (9,02), sem Trausti Þór Guö- mundsson sýndi, Þorri (8,54) Erl- ings Sigurðssonar, sem einnig var knapi, Kvistur (8,48), sem Trausti Þ. Guðmundsson sýndi, og Martröð (8,41) Sigurðar N. Birgissonar, sem einnig var knapi. í B-flokki keppa Pjakkur (8,79), sem Ragnar Olafsson sýndi, en Pjakkur var einnig vahnn fegursti gæðingur mótsins, Stígur (8,47), Lúthers Guðmundssonar, sem sýndi hann sjálfur, þá Evan (8,42), sem Snorri Dal Sveinsson sýndi og Stígandi (8,40) sem Garðar Hreins- son sýndi. í unghngaflokki keppa Berglind Árnadóttir á Rífandi gangi (8,64), Theodóra Mathiesen á Hvin (8,73), Gunnar Þorsteinsson á Sóma (8,36), og Kristín B. Óskarsdóttir á Blesa (8,26) í barnaflokki keppa Guðmar Pét- ursson á Limbó (8,78), Sölvi Sig- urðsson á Geysi (8,53), Sveinbjörn Sveinbjömsson á Hvelh (8,51) og Magnea Rós Axelsdóttir á Drottn- ingu (8,42) Stóðhesturinn Dökkvi meóal gæðinga Stíganda Nú er oröið ljóst hvaöa gæðingar keppa á landsmótinu fyrir Stíganda á Sauðárkróki. í A-flokki sýnir Ei- ríkur Guðmundsson Blæ (8,48) Sveins Guðmundssonar og Jóhann Skúlason sýnir Prins (8,26) sinn. í B-flokki sýnir Jónas Sigurjóns- son Glampa (8,28) sinn og Björn Jónsson sýnir stóðhestinn Dökkva frá Fagranesi (8,15) Jóns Eiríksson- ar. í unglingakeppninni keppa Anna Sif Ingimarsdóttir á Glampa (8,16) og Ingi B. Kristjánsson á Flugu (8,01). í barnaflokki keppa Anna Gísla- dóttir á Gösla (8,36) og Inga V. Magnúsdóttir á Blæ (8,17). Nótt valin í kynbóta- sýninguna í Skagafirði fór fram úrtaka nýlega fyrir þá tvo gæðinga sem Léttfeti fær aö senda í hvern flokk gæð- ingakeppninnar. í A-flokki keppa Leistur (8,44) Ástu Sigurbjörns- dóttur, sem Ingimar Ingimarsson sýnir, og Þróttur (8,43) sem Erhng Sigurðsson sýnir. Að vísu var Nótt (8,47), sem Jóhann Þorsteins- son á og sýnir, efst en hún mun keppa sem kynbótahross á lands- mótinu. í B-flokki keppa Flosi (8,40) Þó- rólfs Péturssonar og Önnu Jóhann- esdóttur, sem Hafliði Hahdórsson sýnir, og Sýn (8,18) Skapta Stein- bjömssonar og Hildar Claessen sem Skapti sýnir. Reynir og afkvæmi sýna fjóra Gæðingakeppni Faxa var haldin nýlega. Jafnframt var um úrtöku fyrir landsmót að ræða. í A-flokki keppa sigurvegarinn Tvistur (8,63), sem Reynir Aðalsteinsson á og sýn- ir, og Sörli Sigursteins Sigursteins- sonar sem Olh Amble sýnir. í B-flokki keppa sigurvegarinn Andvari (8,33) feðganna Aðalsteins Reynissonar og Reynis Aðalsteins- sonar, sem Reynir sýnir, og Svipur Jóhannesar Guðmundssonar sem Gísh Gíslason sýnir. Þess má geta aö þeir Sörli og Svipur voru ekki sýndir í gæðingakeppninm þar sem þeir voru sigurvegar hjá Faxa í fyrrasumar og máttu ekki keppa nú en þeir kepptu í úrtöku og kom- ust þannig á landsmótið. í barnaflokki keppa sigurvegar- inn Katrín Á. Ólafsdóttir (8,26) á Roða og Einar Reynisson (8,24) á Hreinum og beinum en í unglinga- flokki sigurvegarinn Gunnar Reynisson (8,33) á Ormi og Jónas B. Ólafsson (8,04) á Hamri. Reynir Aðalsteinsson og af- kvæmi hans verða því atkvæða- mikil í gæðingakeppninni á lands- mótinu. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.