Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1990. 23 Iþróttir • Veðurguðirnir léku við keppendur meðan á Flugleiðamótinu í Vestmannaeyjum stóð. Keppendur voru alls 99 og voru leiknar 36 holur. DV-mynd Ómar Ragnhildur og Björgvin unnu gotfmót í Eyjum - spennandi keppni 99 þátttakenda Berglind Ómaisdóttir, DV, Eyjum; Hið árlega Flugleiðamót Golf- klúbbs Vestmannaeyja fór fram á dögunum og voru þátttakendur 99 og voru leiknar 36 holur. Keppnin var jöfh og spennandi allt að síð- ustu holu en í lokin stóðu Björgvin Sigurbergsson, Golfklúbbi Reykja- víkur, í karlaflokki, og íslands- meistarinn, Ragnhildur Sigurðar- dóttir, í kvennaflokki, uppi sem sig- urvegarar. í keppni með forgjöf var Gústaf Þórarinsson efstur, fór holumar á 133 höggum. Næstur honum kom Ársæll Ámason, GV, og í þriðja sæti var Sæbjörn Guðmundsson, GK, á 137 höggum. í stigamótinu, þar sem keppt var án forgjafar var keppnin æsispennandi og skildi aðeins eitt högg að þrjá efstu menn. Björgvin Sigurbergsson, GK, varð á endanum í efsta sæti með 146 högg. Á hæla honum kom Jón Haukur Guðlaugsspn, GK, á 147 höggum og Gylfi Garðarsson í því þriðja á 148 höggum. • Ótvíræður sigurvegari í kvennaflokki varð Ragnhildur Sig- urðardóttir, GR, bæði með og án forgjafar. Með forgjöf fór hún hol- urnar á 138 höggum, næst kom Kristín Einarsdóttir, GV, á 148 höggum og Sjöfn Guðmundsdóttir í því þriðja á 149. Án forgjafar fór Ragnhildur hringinn á 156 höggum, önnur varð Þórdís Geirsdóttir, GK, á 165 höggum og Sjöfn Guðjóns- dóttir í þvi þriðja á 177 höggum. Flugleiðir gáfu öll verðlaun og fengu sigurvegarar bikara og skildi að launum. Auk þess voru veitt ferðaverölaun inannanlands fyrir að vera næst holu. Þau hlutu Sturla Bergsson, GV, Ragnhildur Sigurð- ardóttir og Hjalti Atlason. Aðstæður í Vestmannaeyjum til golfiðkunar eru nú eins og best verður á kosið. Völlurinn var mjög góður og ennfremur veðrið alla mótsdagana, sérstaklega á sunnu- deginum en þá var sól og bhða all- an daginn. Suður-Kórea leikur nú öðru sinni í úrshtakeppni HM. Áður náðu Kóreubúarnir svo langt árið 1954 en þá fengu þeir á sig sextán mörk í tveimur leikjum. í þetta skiptið má búast við betri árangri því hð Suður-Kóreu hefur farið mjög batnandi á undanfomum ámm og er tvímælalaust það besta í Asíu um þessar mundir. HM-hópur Suður-Kóreu er þann- ig skipaður (númer, aldur); Markverðir: 1 KimPung-joo,Daewoo.......28 19 Jeong Gi-dong, Pohang....29 21 Choi In-young, Hyundai...28 Varnarmenn: 2 ParkKyung-hoon.Pohang....29 3 Choi Kang-hee, Hyundai...31 4 Yoon Deuk-yeo, Hyundai...29 5 ChungYong-hwan,Daewoo....30 13 Chung Jong-soo, Yukong...29 15 Cho Min-kook, Goldstar....27 17 Gu Sang-bum, Goldstar.....26 20 HongMyung-bo,K.Univ.......21 Miðjumenn: 7 Noh Soo-jin, Yukong.......28 8 ChungHae-won.Daewoo.......30 9 Hwang Bo-kwan, Yukong.....25 10 Lee Sang-yoon, Ilhwa......21 12 Lee Hung-sil, Pohang......28 16 Kim Joo-sung, Daewoo......24 22 Lee Young-jin, Goldstar...26 Framherjar: 6 Lee Tae-ho, Daewoo........29 11 Byon Byung-joo, Hyundai...29 14 Choi Soon-ho, Goldstar....28 18 HwangSeon-hong,Konkook..,21 Þjálfari Suður-Kóreu er Lee Hoe- taik, 43 ára gamall, sem var talinn besti sóknarmaður í Asíu um miðj- an áttunda áratuginn. Hann tók við landsliðinu eftir ólympíuleikana 1988. Sigríður kosin formaður hjá BSÍ Á dögunum fór fram 24. ársþing Badmintonsambands íslands. Fór þingið fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hæst bar umræða um reglur varð- andi deildakeppnina og önnur mót. Magnús S. Jónsson, sem verið hef- ur formaður Badmintonsambands- ins undanfarin 3 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var nýr formað- ur kosinn og kom það í hlut Sigríðar Jónsdóttur að taka við af Magnúsi. Aðrir í stjórn BSÍ eru: Sigríður M. Jónsdóttir varaformaöur, Sigfús Ægir Árnason gjaldkeri, Friðrik Þ. Halldórsson meðstjómandi, og Jó- hannes Helgason meðstjórnandi. -SK V Kvennalistakonur Fundur um umhverfismál á Laugavegi 17 í kvöld kl. 20.30 Munið vorþingið Vorþingið verður 22.-24. júní í Garðalundi í Garðabœ. Nánari upplýsingar í fréttabréfinu. Skráið ykkur sem fyrst. Síminn er: 91-13725 Kvennalistinn L LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í efni og vinnu við smíði stálmastra fyrir fjarskiptaloftnet og stálturna fyrir 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL-12. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 12. júní 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000,- Um er að ræða heitgalvanhúðað stál, ca. 225 tonn, að meðtöldum boltum, róm og skífum. Verklok éru 1. mars 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 20. ágúst 1990 kl. 13.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavik 7. júní 1990. Heimsmeistara- keppnin íknattspyrnu 1990 ERUM AÐ SELJA SÍÐUSTU PAKKANA Nú styttist óðum í heimsmeistarakeppnina á Ítaiíu 1990. Fjöldi knattspyrnuáhugamanna ætla ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara og eftirspurn verið mjög mikil. Ef þú ætlar að vera meðal þeirra sem fara á heimsmeistarakeppnina skaltu bóka sem fyrst. PAKKAR SEM INNIHALDA UNDANÚRSLIT OG ÚRSLITALEIK. 12 PAKKAR ÓSELDÍR. PAKKAR SEM ÍNNIHALDA AÐRA LEIKI. 18 PAKKAR ÓSELDIR. Hafðu samband sem fyrst, bæklingar á skrifstofunni ásamt nánari upplýsingum. HAMRABORG 1-3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI641522 RAWÍS x raiiiA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.