Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1990. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1990. 21 Skóbúðin hættir að Snorrabraut 3816. júní. Lokaútsala Strigaskór frá kr. 300,- Leðurskór frá kr. 900,- Nauðungaruppboð þriðja og síðasta sala á bújörðinni Litlu-Tungu II, Holtahreppi, þinglýstur eigandi Vilhjálmur Þórarinsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 11. júní 1990 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Magnús Norðdahl hdl. Uppboðshaldarinn Rangárvallasýslu. Fundarboð Hluthafafundur verður haldinn í íslenska útvarps- félaginu hf. mánudaginn 18. júní 1990 kl. 16.00 að Hótel Loftleiðum. Fundarefni: 1. Tillaga að samruna Islenska útvarpsfélagsins hf, og íslenska sjónvarpsfélagsins hf. (Stöð 2). 2. Önnur mál. Ofangreind tillaga, drög að samningi milli félaganna, reikningsyfirlit beggja félaganna og drög að upphafs- reikningi þessfélags sem við tekur liggja fyrir hluthöf- um til skoðunar á skrifstofu íslenska útvarpsfélagsins hf., Sigtúni 7, Reykjavík. Stjórn íslenska útvarpsfélagsins hf. HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR Tvær stöður heilbrigðisfulltrúa við Hellbrigðiseftirlit Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Önnur staðan er vegna afleysinga og veitist frá 1. ágúst 1990 til jafnlengdar 1991. Hin staðan er ótímabundin og veitist frá sama tíma. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heil- brigðiseftirliti, dýralækningum, líffræði, efnafræði, umhverfisfræði (mengunarvarnarsvið) eða hafa sam- bærilega menntun. Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavík- ursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 1. júlí nk. en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins veitir nánari upplýsingar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Iþróttir Iþróttir Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal, á neðangreindum tíma: Þykkvibær II, Kirkjubæjarhreppi, þinglýstur eigandi Óskar Þorleiisson, fimmtudaginn 14. júní kl. 14.00. Upp- boðsbeiðendur eru Byggingarsjóður ríkisins, Búnaðarbanki íslands og Kristinn Hallgrímsson hdl. UPPBOÐSHALDARIVESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU VÍK í MÝRDAL & JÚNÍ 1990. ________SIGURDUR GUNNABSSON, SETTUR Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal, á neðangreindum tíma: Sigtún 8, Vík í Mýrdal, þinglýstur eigandi Sigurjón Rútsson, fimmtudag- inn 14. júní kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Jón Eiríksson hdl. Skaganesl, Mýrdalshreppi, þinglýstur eigandi ríkissjóður, ábúandi Páll Ric- hardson, fimmtudaginn 14. júní kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Bygg- ingarsjóður ríkisins og Ólafur Axels- son hrl. UPPBOÐSHALDARl VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU VÍK í MÝRDAL 8. JÚNÍ 1990. SIGURÐUR GUNNARSSON, SETTUR Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalinni fasteign: Víkurbraut 21, Vík í Mýrdal, þinglýst- ur eigandi þrotabú Nýland hf., mið- vikudaginn 13. júní kl. 15.00. Upp: boðsbeiðandi er Ingimundur Einars- son, bústjóri þrotabúsins. UPPBOÐSHALDARIVESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU VÍK í MÝRDAL 8. JÚNÍ1990. SIGURÐUR GUNNARSSON, SETTUR A-rlðill: Ítalía - Austurríki......„...1-0 (1-0 Salvatore Schillaci 78. Ahorf- endur 72,303) Tékkóslóvakía - Bandaríkin ...5-1 (1-0 Tomas Skuhravy 24., 2-0 Mic- hal Bilek 38. (vití), 3-0 Ivan Hasek 51., 3-1 Paul Caligiuri 61., 4-1 Tom- as Skuhravy 79., 5-1 Milan Luhovy 90. Ahorfendur 33,266.) Næstu leikir: 14.6. Ítalía-Bandaríkin 15.6. Austurríki - Tékkóslóvakía B-riðill: Kamerún - Argentina........1-0 0-0 Francoís Omam-Biyik 66. Ahorfendur 73,780) Rúmenía - Sovétríkin.......2-0 (1-0 Marius Lacatus 40.., 2-0 Mar- ius Lacatus 55. (víti). Ahorfendur 42,907) Næstu leikir: 13.6. Argentína - Sovétríkin 14.6. Kamerún-Rúmenia C-riðill: Brasilía - Svíþjóð.........2-1 (1-0 Careca 40., 2-0 Car.eca 63., 2-1 Tomas Brolín 78. Áhorfendur 62,000) Næstu leikir: 11.6. Costa Rica - Skotland 16.6. Brasilía - Costa Rica 16.6. Sviþjóð - Skotland D-riðill: Kólombía - Furstadæmin......2-0 (1-0 Bemardo Redin 50., 2-0 Carios Valderrama 87. Ahorfendur 30.791) V-Þýskaland - Júgósiavia...4-1 (1-0 Lothar Mattháus 29., 2-0 Jíirgen Klinsmann 40., 2-1 Davor Jozic 55., 3-1 Lothár Metthaus 63., 4-1 Rudi Völler 70. Ahorfendur 74,765) Næstu leikir: 14.6. Júgóslavía-Kólombía 15.6. V.Þýskaland - Furstadæm- in E-rlðill: Fyrstu léikir: 12.6. Belgía - Suöur-Kórea 13.6. úruguay - Spánn F-riðill: Fyrstu leikir: 11.6. England-írland 12.6. Holland-Egyptaland Markahæstir á HM Careca, Brasilíu.............2 Marius Lacatus, Rumeníu......2 Lothar Matthaus, V-Þýsk......2 Tomas Skuhravy, Tékkósl......2 Argentínumenn tefla væntan- lega fram tveimur reyndum köppum þegar þeir mæta Sovét- mönnum á miðvikudag. Ricardo Giusti og Julio Olarticoechea, sem báðir voru i heimsmeistara- liðinu 1986, koma líklega inn í byrjunarliðið en þeir sátu á vara- mannabekknum gegn Kamerún. Giusti er 33 ára en Olarticoechea 31 árs. Tvær aðferðirtil að stöðva Rúmena Valeri Neporaniachi, hixm so- véski þjálfari Kamerún, sagði í gaer að hann ætti í pokahominu tvær leiðir til að sigrast á Rúmen- um þegar þjóðimar mætast á fimmtudag. Aðra myndi hann nota ef Rúmenar lékju eins og gegn Sovétmönnum en hina ef þeir breyttu leik sínum. Nepomn- iachi vildi að sjálfsögðu ekki láta uppi hveijar ráöageröir hans væru. „Við verðum að vera raun- sæir, Argentína, Rúmenía og Sovétríkin eru með betri lið en við þannig að við þurfum aö lesa leik þeirra vel og frnna réttu leíð- imar til að spila gegn þeim,“ sagði Sovétmaðurinn. Kanar áhugalitlir Bandaríkjamenn fylgjast litt með frammistöðu landsliðs síns á ítal- íu, enda margar íþróttagreinar þeim hugstæöari en knattspyrn- an. Aöeins tvö kapalkerfi í landinu sýndu leikinn gegn Tékkum en stóru sjónvarps- stöðvarnar einbeittu sér aö körfubolta og homabolta og nefndu ekki hrakfarirnar á Ítalíu. Heimsmeistarakeppnin í knattspymu: Sóknarleikur er dagskipun þjálfaranna - Vestur-Þjóðverjar og Tékkar 1 markaham í gær • Rudi Völler hefur betur I baráttu við Tomislav Ivkovic, markvörð Júgó- slava, og skorar fjórða mark Vestur-Þjóðverja I gærkvöldi. Eftir rólega byrjun, sex mörk í fyrstu fjórum leikjum heims- meistarakeppninnar á Ítalíu, opnuðust flóðgáttirnar í gær. Fjórtán mörk voru skoruð í þremur leikjum og þau hefðu getað orðið mun fleiri ef til dæmis Brasilíumenn hefðu nýtt betur færi sín gegn Svíum og Tékkar ekki látið markvörð Bandaríkjanna verja frá sér vítaspyrnu. Sóknarleikur er greinilega dagskipun flestra þjálfaranna, ekki varnarleikur eins og margir óttuðust fyrir keppnina, og þar fara Vestur-Þjóðverjar fremstir í flokki. Þeir léku grimma sóknar- knattspyrnu gegn Júgóslövum í gærkvöldi og unnu glæsilegan sigur, 4-1. Rúmenar sýndu snúldartakta gegn Sovétmönnum og ítalar hefðu hæglega getað skorað fjögur til fimm mörk hjá Aust- urríkismönnum en urðu að láta eitt duga. - nú tel ég öruggt að við komumst áfram í keppninni," sagði Marius Lacatus, rúmenski sóknarmaðurinn sem sló í gegn þegar Rúmenar lögðu Sovétmenn að velli, 2-6, í B-riðlinum í Bari á laugardaginn. Lacatus skoraði bæði mörk Rúm- ena, það fyrra með hörkuskoti og það síðara úr umdeildri vítaspyrnu. Hann var óheppinn að bæta ekki við marki eða mörkum en eftir síðara markið réðu Rúmenar lögum og lof- um á vellinum og hefðu getað unnið stærri sigur. „Ég var óstyrkur í byrjun en síðan náði ég mér á strik og fór að leika fyrir áhorfendur,“ sagði Lacatus sem er einn fljótasti knattspymumaður heims og auk þess mjög leikinn og útsjónarsamur. Hingað til hefur hon- um ekki gengið of vel að skora fyrir rúmenska landsliðið en breytti því á réttum tíma. „Ég er ánægður með þær viðtökur sem mitt lið fékk í leiknum. Ég hef oft sagt að ég óttast enga andstæð- inga, aðeins hvort mínir menn nái sér á strik,“ sgði Emerich Jenei, þjálfari Rúmena, kampakátur á blaðamannafundi eftir leikinn. „Lacatus hefur skorað mörg mörk, sérstaklega fyrir Steaua, en fyrra mark hans hér í Bari er það mikil- vægasta sem hann hefur gert,“ sagði Jenei. Rúmenar léku án stjörnu sinnar, Gheorghe Hagi, sem var í leikbanni. „Við töpuðum vegna þess að við gerðum fleiri mistök en Rúmenarnir. Fyrra mark sitt gerði Lacatus eftir keðju mistaka hjá mínum mönnum, meðal annars hjá Dasajev mark- verði,“ sagði Valeri Lobanovski, þjálfari Sovétmanna, en uppi eru raddir um að hann setji Dasajev úr liði sínu fyrir leikinn gegn Argentínu á miðvikudag. „Andrúmsloftið hjá okkur er þrúg- andi, allir riija upp leikinn aftur og aftur og reyna að átta sig á hvað fór úrskeiðis," sagði Gennadi Logofet, talsmaður sovéska liðsins, í gær. „Ósigurinn er engum einum að kenna en Rats, Kuznetsov og Khi- diatullin léku sérstaklega illa,“ sagði Logofet. Sovétmenn hófu undirbún- ing fyrir leikinn gegn Argentínu í Napólí í morgun en raddir eru uppi um að Lobanovski geri einar fimm breytingar á liði sínu fyrir þann slag. Mattháus var í aðalhlutverki Það var fyrirliði Vestur-Þjóðverja, Lothar Matthaus, sem lék stærsta hlutverkið í 4-1 sigrinum á Júgóslöv- um í Mílanó í gærkvöldi. Hann skor- aði tvö glæsileg mörk með hörku- skotum og Júgóslavar, kallaðir „Brasilíumenn Evrópu“ fyrir keppn- ina, áttu aldrei möguleika í leiknum. Mattháus skoraöi fyrst og síðan skallaði Júrgen Klinsmann í mark Júgóslava eftir sendingu frá Andreas Brehme, 2-0. í síðari hálfleik minnk- aði Davor Jozic muninn í 2-1 en Matthaus svaraði jafnharðan og Rudi Völler skoraði síðan fjórða markið eftir mistök hjá Tomislav Ivkovic í marki Júgóslava. Mattháus og Brehme, sem báðir léku mjög vel, voru svo sannarlega á heimavelli í leiknum því þeir leika báðir með Inter Mílanó. Brasilíumenn á réttri leið Brasilíumenn sýndu gegn Svíum í E-riðlinum í Tórínó í gærkvöldi aö þeir eru með heilsteyptara lið en oft áður. Varnarleikur og markvarsla eru í betra lagi en á undanfórnum heimsmeistaramótum og þeir sýndu á köflum þá knattspyrnu sem Brasil- íumenn eru frægir fyrir. Careca kom Brasilíu í 2-0 með tveimur mörkum en hann og sér- staklega Muller fóru illa með mörg góð færi í leiknum. Svíar tóku vel við sér undir lokin eftir laglegt mark frá hinum tvítuga Thomasi Brolin ogvoru ekki fjarri því að jafna metin. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með að hafa náð í tvö stig og ég held að enginn efist um að við verðskuld- uðum þau,“ sagði Sebastiao Lazar- oni, þjálfari Brasilíu, eftir leikinn. „Svíar voru með góða liðsheild, jafna leikmenn, en Brolin var okkur þó erfiðastur,“ sagði Lazaroni. Olle Nordin, þjálfari Svía, lýsti yfir vonbrigðum með úrslitin en var ekki óánægður með leik sinna manna. „Við hefðum þó átt að sækja meira í fyrri hálfleiknum því viö gátum komið Brasilíumönnum úr jafnvægi með því seinni part leiksins. En bras- ilíska liðiö er mjög gott og það þarf að leika frábærlega til að sigra þaö í þessari keppni," sagði Olle Nordin. Lacatus sló í gegn gegn Sovétmönnum „Þetta var óhemjumikilvægur sigur Svíinn Roland Nilsson og Brasilíumaðurinn Careca hafa báðir augastað á knettinum. Careca gerði útslagið I leiknum þvi hann gerði bæði mörk Brasilíu. Símamynd Reuter Fyrsti HM-sigur Kólumbíu Kólumbíumenn sigruðu lið Samein- uðu arabísku furstadæmanna, 2-0, í fyrsta leik D-riðilsins í Bologna á laugardaginn. Kólumbía var betri aðilinn allan tímann en gekk illa að brjóta niður sterka vörn Arabanna sem síðan voru hættulegir í skyndisóknum og tvívegis nálægt þvi að skora. Bernardo Redin skoraði fyrra markið með skalla í byrjun síðari hálfleiks og Carlos Valderrama, besti leikmaður Kólumbíu, innsiglaði síð- an sigurinn með marki rétt fyrir leikslok. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíu- manna í úrslitakeppni HM en í eina skiptið sem þeir komust áður svo langt, fyrir 28 árum, unnu þeir ekki leik. Yfirburðir ítala en aðeins eitt mark ítalar höfðu mikla yfirburði í leik sínum við Austurríkismenn í A-riðl- inum í Róm á laugardaginn. En þrátt fyrir að sýna allar sínar bestu hliðar úti á vellinum gekk þeim bölvanlega uppi við markið - gerðu allt nema að skora. Markstangirnar og Klaus Lindenberger, markvörður Austur- ríkis, héldu markatölunni jafnri í 78 mínútur. Þá skoraði nýliðinn Salvatore Schillaci, sem aðeins fjórum mínút- um áður kom inn á sem varamaður, meö skalla eftir sendingu frá Gianluca Vialli og 1-0 urðu lokatöl- urnar. Schillaci lék þarna sinn ann- an landsleik fyrir Ítalíu. „Þetta var ótrúlegt. Ég stökk upp á milli tveggja hávaxinna Austurríkjs- manna og hélt að ég myndi aldrei ná boltanum," sagði Schillaci sem skoraði 15 mörk fyrir Juventus síð- asta vetur en ekkert þeirra með skalla! „Það er frábært að byrja heims- meistarakeppni á sigri. Við erum gestgjafar og því hvílir á okkur mik- il ábyrgð að leika vel. Liðið á eftir aö slípast betur eftir því sem líður á keppnina en þó að okkur hefði ekki tekist að sigra hefði ég ekki getað kvartað yfir því hvernig það lét,“ sagöi Azeglio Vicini, hinn aldni þjálf- ari ítala, eftir leikinn. „Það er engin skömm að tapa fyrir ítölum, þeir voru mjög sannfærandi og réðu gangi leiksins. En mér fannst við vera búnir að ná tökum á þeim þegar á leið og taldi okkur eiga mikla möguleika á jafntefli," sagði Josef Hickersberger, þjálfari Austurríkis- manna. Létt hjáTékkum Bandaríkjamenn eiga enn langt í land til aö ógna stórþjóðum í knatt- spyrnunni. Það sást best í gær þegar þeir steinlágu fyrir Tékkum í Flór- ens, 5-1. Sigur Tékka var aldrei í hættu eftir að Skuhravy og Bilek skoruðu í fyrri hálfleik og Hasek snemma í síðari hálfleik. Eric Wynalda hjá Bandaríkjunum var rekinn af velli fyrir kjaftbrúk en þó náði Paul Caliguiri að minnka muninn í 3-1. En Skuhravy og Luhovy bættu við mörkum og Bilek lét meira að segja Tony Meola, mark- vörð bandaríska liðsins, verja frá sér vítaspyrnu undir lokin. -VS • Silviu Lung, markvörður og fyririiði Rúmena, fagnar sigrinum á Sovétmönnum. • Bernardo Redin fagnar eftir að hafa skorað fyrra mark Kólumbíu gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Andre Kana-Biyik og Benjamin Massing frá • I Kamerún eru fyrstu leikmennimir sem reknir eru út af í opnunarleik HM í 52 ár. Síðast gerðist það þegar Þjóðverjinn Hans Pesser var rek- inn út af i leik gegn Sviss árið 1938. Spjaldagleði dómara er mjög umdeild Dómararnir á HM fengu ströng fyrirmæli frá Alþjóða knatt- spyrnusambandinu um að koma í veg fyrir grófan leik í keppninni á Ítalíu. Mörgum þykir þeir hafa tylgt þeim fyrirmælum á óvæg- inn hátt, sérstaklega Frakkinn Michel Vautrot sem rak út af tvo, leikmenn Kamerún og bókaði fjóra aðra í opnunarleiknum gegn Argentínu. Jack Charlton, lands- liðseinvaldur íra, sagði að þessi stefha væri ekki að sínu skapi - dómaramir væru of taugatrekkt- ir fyrir vikið. Spjaid eftír fjórar mínútur Enski dómarinn George Court- ney var buinn aö lyfta gula spjaldinu eftir íjórar mínútur í leik Kólombíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann áminnti þá Eisa Meer, leikmann arabíska liðsins, og gerði síðan það sama við tvíburabróður hans, Ibrahim Meer, síöar í leikn- um. í leik Ítalíu og Austurríkis fór gula spjaldið á loft eftir 5 mín- útur, það fékk Andreas Herzog í Uði Austurríkis fyrir grófan leik. Það sama henti Vestur-Þjóðveij- ann Andreas Brehme eftir 7 mín- útur í leiknum við Júgóslavíu. Dómurum hótað brottrekstri Dómararnir eru undir mikilli pressu því Joao Havelange, for- seti FIFA, sagði áður en keppnin hófst að dómarar, sem ekki færu að fyrirmælum sambandsins, yrðu sendir heim. Þeir ættu að koma i veg fyrir að leikmenn væru sparkaöir niöur aftan frá og önnur gróf brot. Leikmenn Kamerún snemma i háttinn Leikmönnum Kamerún var hald- in veisla eftir sigurinn á Argent- ínu á fóstudagskvöldið. Þeir feng- u stórsteikur og annað ljúfmetí og máttu meira að segja skála í kampavíni. En sovéski þjálfarinn þeirra, Valeri Nepomniachi, sendi þá í rúmið fyrir miðnætti og beint á æfingu snemma á laug- ardagsmorguninn. Sovétmaður- inn kom þó mjög á óvart um kvöldið, tók niður alvarlegu grí- muna og réð sér varla fyrir fögn- uði yfir urslitunum. Austurríkismaður fékk hjartaáfall Siegfried Kandl, 33 ára gamall Áusturríkismaður, hné niður þegar Italir skoruðu sigurmark sitt gegn Austurriki á ólympíu- leikvanginum í Róm á laugardag- inn. Hann fékk hjartaáfall og ligg- ur á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Róm en er úr lífshættu. Preud’homme má leika með sólgleraugu MichelPreud’homme, markvörð- ur Belga, hefur- fengið leyfi hjá FIFA til að vera með sérstaka gerð af sólgleraugum í markinu. Fyrir hvern leik fyrir sig verður þó viðkomandi dómari að leggja blessun sína yfir notkun gler- augnanna. Belgar síðastir Belgar mættu síðastir til leiks á Ítalíu, hö þeirra kom ekki fyrr en á laugardag, en það mætír Suð- ur-Kóreu i fyrsta leik E-riöils á morgun. Þjálfari Suöur-Kóreu er bjartsýnn fyrir þann leik, segist stefha að sigri þar og jafntefli gegn Uruguay eða Spáni, og það myndi duga til að komast áfram í keppiúnni. VATNS -LÁSAR, -LOK, -R0FAR, FLORIDANA HVAÐ? Aðeins 100% hreinan Floridana safa í (• umbúðum! Munið orðaleitina! ) Scaníool .i i i Vandaðar súluborvélar 3 stærðir Verð frá 12.213,- + VSK. Greiðslukjör MARKAÐSÞJÓNUSTAN Skipholti 19 3. hæð | (fyrir ofon Rodíóbúdino) ■ tl\ sími: 2 6911 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.