Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 6
FÖSTUÐAGUR 22. JÚNÍ 1990- 22 Hvað finnst gagnrýnendum DV um myndir í bíóhúsum BÍÓBORGIN: ásta vekur ekki upp samúöarvott Shirley Valentine *★ Ekið með Daisy ★★★ Helgi hjá Bernie ★★★'/2 Stórkostleg stúlka ★★'/» néþurrt. GE Losnar ekki alveg við leikritakeim- Ljúf kvikmynd um samband aldr- Fyndinn gálgahúmor og almennt Létt og skemmtileg mynd þrátt fyr- innognærekkiaðhafafulláhrif. aðrar gyðingakonu og bilstjóra virðingarleysi. Ekki allra tesopi. ir ófrumlegt handrit. Julia Roberts Gauragangur í Iöggunni ★★'/2 GE hennar. Góður leikur bjargar GE er frábær. Einnig sýnd í Bíóhöll- Forðast flestar lögguklisjur, smell- myndinni frá að vera langdregin. inni. HK inogvelleikin. GE yinstri fóturinn ★★★★ HK Ski Patrol 'h Ótrúlega góður leikur Daniel Day Góð skíðaatriði bjarga ekki fífla- Kynlíf, lygar og myndbönd ★*★ Tango og Cash ★★'/* Lewis í hlutverki fjölfatlaðs manns REGNBOGINN: gangi aulalegra persóna. Athyglisvert og sterkt tilfinn- Lögguklisja út í gegn, en kröftug- gleymistengumsemmyndinasér. Að leikslokum ★*★ GE ingadrama. McDowell og Spader lega gerð, sérstaklega tæknilega HK Rourke fer á kostum sem algjör ffábær. séð. GE aumingi. Clapton á frábæra tónlist. STJÖRNUBÍÓ GE Paradísarbíóið ★★★'/2 Góð mynd þrátt fyrir gallað hand- Stálblóm ★★ HÁSKÓLABÍÓ: Það líður öllum vel eftir að hafa séð rit. PÁ Áhrifamikill leikur, sérstaklega BÍÓHÖLLIN: Siðanefnd lögreglunnar ★★★ '/% þessa einlægu og skemmtilegu hjá Roberts og Fields. Gott drama Hrellirinn ★★ Óvenjuáhrifamikil, spennandi og mynd. HK Hjólabrettagengið ★★ en á köflum átakanlega væmið. „Iðnaöarhryllir í tæpu meðallagi. óvægin. Gere frábært fúlmenni. _ Ágæt saga, frábært brettaflug. PA Greinilega sú fyrsta í röð nokkurra GE LAUGARÁSBÍÓ GE framhaldsmynda um Horace Pin- Töfrasteinnixm *'/% Pottormur í pabbaleit ★★ kerhinndrápsglaða.“ PÁ. Látum’ða flakka ★★★ Eltingaleikur samansettur úr ýms- Úrvalsdeildin ★% Hin fullkomna íjölskyldumynd, Bráðfyndinogstútfullafspennandi um velþekktum klisjum og það er Óskiljanlegur leikur og ómerkileg sem er frumleg fyrstu mínúturnar Utangarösunglingar *1/í persónum. Veðreiðar verða aldrei viturlegt að láta misgóða leikara saga. Fyrir áhugamenn einungis. en verður svo ósköp venjuleg. Raunasaga óspennandi unglings- samar. GE ekkihafameiraaðsegja. GE. GE HK Laugarásbíó: Alltaf í gærkvöldi frumsýndi Laugar- ásbíó mynd Steven Spielbergs, Allt- af (Always). Myndin telst vera grín- og ástarsaga og segir frá hópi ungra flugmanna sem elska að taka áhættu. Atvinna þeirra er að berj- ast við skógarelda Kaliforníu úr lofti og flugmennirnir eru sífellt að hætta lífi sínu í þeirri baráttu. Aðalforsprakkinn í hópnum er Pete (Richard Dreyfuss) og hann ferst en hann á eitt hlutverk eftir á jörðinni áður en hann getur öðl- ast frið og það verður hann að framkvæma „afturgenginn“. Aðalhlutverkin leika Richard Dreyfuss, Holly Hunter, John Go- odman og Audrey Hepburn. Bíóhöllin: Síðasta ferðin Tom Hanks fer með aðalhlut- verkið í Síðustu ferðinni (Joe Vers- us The Volcano) sem Bíóhöllin hef- ur tekið til sýninga. Hanks, sem þarf vart að kynna fyrir áhuga- mönnum um kvikmyndir, fer með hlutverk Joe nokkurs Banks. Joe þessi hefur átt við einhverja erf- iðleika að stríða að undanfórnu eða öllu heldur undanfarin átta ár. Joe hafði lífið í hendi sér, góða vinnu og var vel metinn, en nú er öldin önnur. Vinnan er leiöinleg, skrif- stofan illa upplyst og meira að segja Tom Hanks er í hlutverki Joe Banks sem er kominn í hundana. kaffið er vont. í stuttu máli sagt að þá er Joe Banks kominn í hund- ana. Ekki er þó öll nótt úti enn. Einn góðan veðurdag ákveður Banks að heimsækja lækninn, Dr. Ellison, og þá dregur til tíðinda. Myndin greinir frá baráttu litla mannsins við risann og segir frá því hvernig hann kemur aftur til lífsins á ferð sinni umhverfis hálf- an hnöttinn. Nokkrir þekktir leik- arar koma við sögu í myndinni auk Hanks. Þar má nefna Meg Ryan, sem bregður fyrir í nokkrum hlut- verkum, og Lloyd Bridges. Leik- stjóri er John Patrick Shanley. Flint lögreglufulltrúi (Mel Smith) þjarmar hér aö Henry Wilt (Griff Rhys Jones). Háskólabíó: Raunir Wilts Háskólabíó hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina Wilt eða Raunir WOts eins og hún kallast á ís- lensku. Myndin fjallar um Henry Wilt (Griff Rhys Jones) sem er kennari við tækniskóla. Wilt glímir við vanþakkláta nemendur á degi hverjum og öllum umsóknum hans um stöðtlhækkanir innan skólans er vísað á bug. Utan skólaveggj- anna er ásetningur Wilts að koma konu sinni fyrir kattarnef og um framkvæmd málsins ræðir hann gjarnan við hund sinn á kvöld- göngum. Um síðir hverfur eiginkona Wilts og þá beinist grunurinn að honum. Atburðarásinni tengist plastdúkka nokkur sem flækir Wilt í ótrúle- gustu hluti. Rannsókn málsins er falin Flint lögreglufulltrúa (Mel Smith) og hann er sannfærður um að Wiít sé kaldriíjaður morðingi. Þeir Griff Rhys Jones og Mel Smith, sem fara með aðalhlutverk- in í þessari mynd, eru vel þekktir í Bretlandi fyrir samstarf sitt sem hefur fætt af sér marga grínþætti fyrir sjónvarp. Mel Smith var enn- fremur leikstjóri myndarinnar The Tall Guy en Jeff Goldblum lék eitt aðalhlutverkanna í þeirri mynd. Regnboginn: Seinheppnir bjargvættir Richard Dreyfuss leikur afturgenginn flugmann i Alltaf. Bíóborgin: Uppgjörið Bíóborgin býður þessa dagana upp á myndina Uppgjörið (In co- untry). Þar er viðfangsefnið Víet- namstríðið og afleiðingar þess. í myndinni segir frá fjölskyldu í Kentucky sem berst við að græða sár sem myndaðist með Víetnam- stríðinu. Emily Lloyd fer með annað aðal- hlutverka í þessari mynd en hún leikur stúlku sem orðið hefur fyrir því áfalli aö missa fóður sinn í Víet- nam. Bruce Willis er í hinu aðal- hlutverkinu en hann leikur fyrrum hermann úr Víetnam sem jafn- framt er frændi Samönthu Hughes (Emily Lloyd). Leikstjóri myndarinnar er Nor- man Jewison en hann hefur hlotið 45 óskarsútnefningar á ferli sínum. í Seinheppnum bjargvættum segir frá tveimur félögum sem hafa undanfarna tvo áratugi dvalist í paradís einhvers staðar í óbyggð- um Ameríku. Dag einn fá þeir vitn- eskju um að heimurinn sé í hættu og þeir ákveöa að láta máliö til sín taka. Félagarnir ákveða að halda til New York til að skakka leikinn en þeir uppgötva fljótlega að margt hefur breyst frá tímum hippanna og m.a. eru nú fyrrum félagar þeirra orönir svokallaðir uppar. Aðalhlutverkin eru í höndum Cheech Marin, Eric Roberts, Julie Hagerty og Robert Carradine. Hesus (Cheech Marin) og Fred (Eric Roberts) uppgötva að margt hefur breyst frá hippatímabilinu. Bruce Willis og Emily Lloyd leika skyldmenni í Uppgjörinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.