Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. 23 íþróttir helgarinnar: Sextán liða úrslit HM um helgina - Artic Open golfmótið hefst á Akureyri í kvöld Frá leik Costa Rica og Svia í fyrrakvöld en Costa Rica tryggði sér áfram í keppninni með sigri í leiknum. Costa Rica mætir Tékkum í 16 liða úrslitunum á laugardag en þá hefst úrslitakeppnin. Knattspyrna veröur í fyrirrúmi um-helgina. Ekkert veröur leikið í 1. deild íslandsmóts karla en tveir leikir veröa á dagskrá í 1. deild kvenna. Þá verða fjölmargir leikir í neðri deildunum. Þá má ekki gleyma beinum útsendingum frá HM-keppninni en á morgun hefjast leikir í 16 liða úrslitunum. Heil umferð í 2. og 3. deild Heil umferð verður leikm í 2. deildinni í kvöld. Efsta liðið, Fylk- ir, sækir Selfyssinga heim, ÍR-ingar taka á móti Víði á Valbjarnarvelli, Keflvíkingar fá Breiöablik í heim- sókn, Leiftur og Grindavík leika í Ólafsvík og loks taka Siglfirðingar á móti Tindastól fyrir norðan. Allir þessir leikir hefiast klukkan 20. Þá verður einnig heil umferð á dagskrá í 3. deild í kvöld klukkan 20. Þróttur úr Reykjavík, efsta hð deildarinnar heimsækir Dalvík- inga, TBA og Haukar mætast á Akureyri, ÍK og Þróttur Neskaup- stað leika í Kópavogi, Einherji mætir BÍ á Vopnaíirði og loks keppa Völsungur og Reynir frá Árskógströnd á Húsavík. í 4. deild verða fjölmargir leikir yfir helgina. í kvöld leika UMSE-B og SM á Laugalandsvelli. Á morg- un veröa síðan 17 leikir á dagskrá og hefjast allir leikirnir klukkan 13. í A-riðh leika Grótta og Njarð- vík á Seltjamarnesi, Reynir og Fjölnir í Sandgerði og Ármann og Snæfeh. í B-riðli mætast Víkverjar og Hafnir á gervigrasinu, Aftureld- ing tekur á móti Augnabliki og Ægir fær Víking frá Ólafsvík í heimsókn í Þorlákshöfn. í C-riðlin- um leika Leiknir og Léttir í Breið- holti, Hveragerði og Stokkseyri fyr- ir austan fjall og Skallagrímur og Árvakur í Borgarnesi. Á Hvamms- tanga leik í D-riðh Kormákur og Geislinn og Neisti mætir Þrymi á Hofsósi. í E-riðli leika Narfi og HSÞ-B í Hrísey og Austri fær Magna í heimsókn á Raufarhöfn. í F-riðlinum mætast toppliðin Hött- ur og Sindri á Egilsstöðum, Valur og KSH á Reyðarfirði, Huginn og Nesti frá Djúpavogi leika á Seyðis- firði og loks mætast Stjarnan og Austri frá Eskifiröi. í 1. deild kvenna leika ÍA og Val- ur á Akranesi klukkan 17 og á sunnudag leika KA-stúlkurnar í Kópavogi á móti Breiðabliki og hefst sá leikur klukkan 14. Fjórir HM-leikir yfir helgina Fjórir leikir fara fram í HM- keppninni á Ítalíu yfir helgina. Riðlakeppninni er nú lokið en á morgun heQast 16 liða úrslitin. All- ir leikirnir í úrslitakeppninni verða sýndir beint í RÚV. Nánar er fjallað um niðurröðun leikjanna er á íþróttasíðum blaðsins í dag. ■v Arctic Open mótið á Akureyri um helgina Arctic Open mótið í golfi fer fram á Akureyri um helgina. Mótið, sem nú er haldið í 5. skipti, hefst í kvöld klukkan 20 og er stfnt að því aö allir keppendur verði að leika golf um miðnættið. Á morgun hefst síð- an keppni klukkan 13. Yfir 30 erlendir keppendur frá Bandaríkjunum, Englandi, Ástral- íu og Þýskalandi taka þátt í mót- inu. Mótið er 36 holur, með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun verða veitt í einstaklingskeppni og einnig fyrir bestan árangur sveita sem 4 menn skipa. Þá verða glæsileg aukaverðlaun, yfir milljón króna bifreið, handa þeim sem fer holu í höggi. Þess má geta að margir er- lendir blaðamenn sækja mótið. Þá verður einnig opið mót á Sel- fossi á sunnudag sem ber heitið „Áfram stelpur“. Keppnisrétt eiga allar konur 50 ára og eldri og ræst verður út frá golfskálanum á Sel- fossi frá klukkan 11 til 13. -RR Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir unnar í kol, pastel og olíu í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Árbæjarsafn sími 84412 Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Kaffihús safnsins, Dillonshús, er opiö á sama tíma og safnið. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni. Ásgríms stendur yfir sýning á myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýn- ingunni eru 25 verk, aðallega vatnshta- myndir en einnig nokkur olíumálverk. Opið um helgar og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16. FÍM-salurinn Garðastræti Guðbjörg Hjartardóttir opnar málverka- sýningu laugardaginn 23. júní kl. 14. Guðbjörg hefur tekið þátt í samsýningum og hélt einkasýningu í Hafnargalleríi sumarið ’87. Á sýningunni eru olíumál- verk sem unnin eru á undanförnum tveimur árum. Sýningin stendur til 10. júlí. FÍM-salurinn er opinn frá kl. 14-18 dag hvern. Gallerí8 Austurstræti 8 Þar eru sýnd og seld verk eftir um það bil 60 höfunda, olíu-, vatnslita- og grafík- verk, teikningar, keramik, glerverk, silf- urskartgripir, höggmyndir, vefnaður og bækur um íslenska list. Opið alla daga kl. 10-18, nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið daglega kl. 14-18. Grafík-gallerí Borg Síðumúla 32 Þar er nú blandað upphengi: grafíkmynd- ir eftir um það bil 50 höfunda, litlar vatns- lita- og pastelmyndir og stærri olíumál- verk eftir marga af kunnustu listamönn- um þjóðarinnar. Gallerí List Skipholti 50 Til sölu verk eftir þekkta íslenska lista- menn. Opið á afgreiðslutíma verslana. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Listahátíöarsýning Gallerís Sævars Karls er myndlistarsýning Eddu Jóns- dóttur. Sýningin nefnist Vörður og sýnir hún vatnslitamyndir og smáskúlptúra úr gleri, grásteini og pappamassa - hug- leiðingar listamannsins um vörðuna sem vegvísi. Sýningin stendur til 24. júni og er opin á verslunartíma, kl. 9-18. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í Hafnarborg stendur nú yfir sýningin Einfarar í íslenskri myndlist. Á sýning- unni eru rúmlega eitt hundrað verk eftir fimmtán listamenn. Sýningin stendur til 24. júní og er opin kl. 14-19 alla daga nema þriöjudaga. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fostudaga og laugar- daga. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Að Kjarvalsstöðum stendur nú yfir í öllu húsinu yfirlitssýning á íslenskri högg- myndalist fram til ársins 1950. Á sýning- unni eru verk eftir Einar Jónsson, Ás- mund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guömund frá Miðdal, Ríkarð Jónsson, Magnús Á. Árnason, Nínu Sæmundsson og Martein Guömundsson. Sýningin er framlag Kjarvalsstaða til Listahátíðar 1990. Kjarvalsstaöir eru opnir daglega frá kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagaröurinn er opinn daglega kl. 11-17. Mokkakaffi Skólayörðustíg Ásta Árnadóttir sýnir vatnslitamyndir. Sýningin-stendur til 20 júlí. Mokkakaffi er opið virka daga kl. 10-23.30 og á sunnu- dögum kl. 14-23.30. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Sýning í Odda nýja hugvísindahúsinu er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur aö safninu er ókeypis. Listasafn ASÍ v/Grensásveg Þar stendur yfir sýning á grafíklist frá Frakklandi. Listasafn ASÍ og sendiráð Frakklands standa að þessari sýningu. Á sýningunni eru myndir eftir úölda þekktra myndlistarmanna af ýmsu þjóð- erni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-19 og um helgar frá kl. 14-19. Lokað á mánudögum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Mynd júnímánaðar er olíumálverkið Le Pianotaure, málaö árið 1937 af franska myndlistarmanninum André Masson (1896-1987). í listasafninu stendur nú yfir sýning á 52 málverkum og teikningum Massons, sem er einn þekktasti súrreal- isti Frakka, en sýningunni lýkur þann 15. júlí. Leiðsögnin mynd mánaðarins fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13.30-13.45. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 20-22. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði - sími 52502 Opiö laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eða eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. SPRON Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum eftir Katrínu Ágústsdóttur. Myndefniö sækir Katrín aðallega í húsaþyrpingar, t.d. í Reykjavík, og íslenskt landslag. Á sýningunni er myndefnið nokkuð úr Breiðholtshverfinu og umhverfi þess, svo og nokkrar landslagsmyndir. Sýningin, sem er sölusýning, mun standa yfir til 31. ágúst nk. og er opin frá fóstudegi til mánudags frá kl. 9.15-16. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og' sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriöjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Sýning í Bóka- safni Kópavogs Nú stendur yfir í Bókasafni Kópavogs sýning á málverkum eftir Mattheu Jóns- dóttur listmálara. Matthea hefur haldið 13 einkasýningar, auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þá hefur hún nokkrum sinnum hlotið verðlaun fyrir verk sín á alþjóðasýningum, m.a. í Frakklandi og Belgíu. Matthea hlaut starfslaun Menntamálaráðs á sl. ári. Sýn- ingin stendur til 25. júní og er opin á af- greiðslutíma safnsins kl. 10-22 virka daga. Listmálarafélagið opnar Listhús Listmálarafélagiö hefur opnað Listhús að Vesturgötu 17. Sýnd eru málverk eftir 8 listmálara, þá Braga Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Hafstein Austmann. Jó- hannes Geir Jónsson, Jóhannes Jóhann- esson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíösson og Valtý Pétursson. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga. Myntsafnið á Akureyri Aðalstræti 58 - sími 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Guðjón Bjarnason sýnir í Kringlunni Guðjón Bjarnason sýnir í boði ÁTVR í forsal verslunarinnar í Kringlunni. Sýn- ingin er liður í þeirri stefnu ÁTVR að efla og styrkja íslenska myndlist og myndlistarmenn. Á sýningunni eru 12 málverk, unnin á tré með ýmsum að- ferðum í Bandaríkjunum og hérlendis á sl. ári. Málverkasýning í Garðabæ Gunnar I. Guðjónsson sýnir olíumálverk, bæði ný af nálinni og frá ýmsum tímum á ferli Gunnars, í nýjum listasal að Þernunesi 4, Arnarnesi, Garðabæ. Sýn- ingin er opin daglega kl. 16-22 til 24. júní. Málverkasýning I Þrastar- lundi. Þessa dagana sýnir Edwin Kaaber mál- verk í Þrastarlundi, Þrastaskógi. Mynd- irnar eru flestar unnar úr akrýl og gvassi. Þetta er fjórða einkasýning Edwins og stendur til 7. júlí. Slunkaríki fsafirði Þar stendur yfir sýning á verkum Söru Jóhönnu Vilbergs. Sara hélt sina fyrstu einkasýningu í Slunkariki fyrir 5 árum og hefur síðan tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Sara sýnir olíumál- verk, unnin á striga eða masónít, málað- ar á þessu ári og síðasta. Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.