Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 8
24
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990.
PV-LISTÍNN
1. (5) The Abyss
2. (1) When Harry Met Sally
3. (2) Ghostbusters II
4. (3) Dead Calm
5. (-) Johnny Handsome
6. (4) Erik the Viking
7. (-) Young Einstein
8. (6) Dead Bang
9. (-) The Package
10. (7) Licence to Kill
DV-listinn tekur fremur lítilli
breytingu þessa vikuna. Djúpið
nær þó 1. sætinu en þau Harry og
Sally eru ekki langt á eftir.
Nýjar myndir eru tvær: Annars
vegar mynd með Mickey Rourke
sem fjallar um glæpamann sem á
erfltt með að flýja fortíðina þrátt
fyrir nýtt andlit. Hin er með Gene
Hackman og segir frá miklu sam-
særi um að myrða helstu valda-
menn heims. Þó að margir hugsi
um HM þessar vikurnar þá er nóg
til á leigunum ef menn hafa hug á
að sjá einhveijar myndir á milli
leikja.
Síðbúinn heimsendir
MIRACLE MILE
Útgefandi: Skifan.
Leikstjóri og handritshöfundur: Steve
De Jarnatt. Framleiðandi: John Daly og
Derek Gibson. Aðalhlutverk: Anthony
-
Edwards og Mare Winningham.
Bresk. 1988. 112 mín. Bönnuð yngri en
16 ára.
Stundum eru kvikmyndagerðar-
menn sérlega seinheppnir með
efnivið sinn. Þó að Oliver Stone
hafi lánast að koma Wall Street í
kvikmyndahúsin skömmu eftir
verðfalhð á veröbréfamörkuðun-
um þá lánast slík timasetning ekki
alltaf. Hér hefur verið veðjað á
kjarnorkustríð um leið og hernað-
arbandalögin voru að byrja að
skrúfa í sundur atómsprengjur sín-
ar. Auðvitað á maður ekki að nota
svona gegn myndunum en því er
ekki að neita að þetta skiptir máli.
Þessi mynd veldur nokkrum von-
brigöum því þrátt fyrir vel upp-
byggða byrjun og góða hugmynd
þá líður hún út í hefbundinn tíma-
hraksfarsa þar sem allt leysist upp
í lokin. Einstaka atriði eru forvitni-
leg en sem heild nær myndin sér
ekki á strik. - Og í lokin spyr mað-
ur sig: Lesa þessir menn ekki blöð-
in?
-SMJ
'á'M
Myrkraverk við Dauðafljót
RIVER OF DEATH
Útgefandi: Háskólabió.
Aðalhlutverk: Michael Dudikoff, Robert
Vaughn, Donald Pleasence og Herbert
Lom.
Bandarisk, 1989 - sýningartími 91 min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Alistair MacLean er látinn en af
einhverjum furðulegum ástæðum
koma enn út bækur eftir hann. í
byrjun þóttu bækur MacLeans
meirháttar spennulestur en hug-
myndaauðgi hans þvarr með árun-
um og voru síðustu bækur hans
slakar en seldust út á nafn hans.
Þannig er einnig farið með kvik-
myndir sem gerðar hafa verið eftir
bókum hans. í fyrstu var um meiri-
háttar myndir að ræða, kvikmynd-
ir á borð við Byssurnar í Navarone
og Arnarborgina. Myndir sem ekk-
ert var til sparað að gera þær sem
bestar úr garði. Með prunum hefur
minna og minna verið lagt í mynd-
irnar og er sú nýjasta, River of
Death, ekkert annað en sæmileg
B-mynd og til aö fullkomna þann
stimpil er í aðalhlutverki Michael
Dudikoff sem eingöngu hefur leikið
í þannig myndum.
River of Death fjallar um hataðan
nasistalækni sem tekur sér ból-
festu í frumskógum Amazon. Leið-
sögumaður einn kemst að því hvar
hann býr og þegar þaö fréttist eru
allt í einu margir aðilar sem hafa
áhuga á að kosta ferð inn í frum-
skóginn. Á endanum fara allir sem
áhuga hafa á og fer fyrir þeim öll-
um eins og í vísunni þekktu, 'Tólf
litlir negrastrákar, allir hverfa þeir
einn af öðrum þar til einn stendur
uppi....
Ekki skil ég hvernig hægt er að
gera óskiljanlegan söguþráð þegar
ritverk er fyrir hendi til að skrifa
upp úr, en handritshöfundum að
River of Death hefur tekist aö gera
handritið þannig úr garði að ekki
er nokkur leið að fá botn í persón-
urnar og Michael Dudikoff verður
áreiðanlega áfram í B-myndum eft-
ir frammistöðu sína hér.
-HK
Hom í hom
FIELD OF DREAMS
Útgefandi: Arnarborg.
Leikstjóri: Phil Alden Robinson. Hand-
rit: James Horner. Aðalhlutverk: Kevin
Kostner, Amy Madigan, James Earl
Jones, Burt Lancaster, Ray Lotta.
Bandarisk. 1989. 106 mín. Öllum leyfð.
Það er hljómar hálfeinkennilega
fyrir okkur íslendinga að setjast
niður yfir mynd um hornabolta
sem er álíka amerískt fyrirbæri og
hamborgarinn. íþróttamyndir af
einu eða öðru tagi eru sívinsælt
viðfangsefni í Bandaríkjunum og
áhuginn berst oft út fyrir landstein-
ana. En hornabolti, það er eiginlega
of langt gengið!
Hér er sagt frá því þegar ungur
bóndi fer að heyra raddir úti á akri
sem hvetja hann til að byggja
hornaboltavöll. Bóndinn gerir það
og heldur áfram að heyra raddir.
Fljótlega fara allir að telja hann
ruglaðan en hornaboltamenn að
handan fara að leggja leið sína á
Af góðum og
vondum gæjum
THE GOOD, THE BAD AND THE UGLY
Útgefandi: Steinar.
Leikstjóri og handritshöfundur: Sergio
Leone. Aðalhlutverk: Clint Eastwood,
Lee Van Cliff, Aldo Guiffre, Mario Brega
og Eli Wallach.
Ítölsk/bandarísk. 1966.155 mín. Bönnuð
yngri en 16 ára.
Aö sumra áliti urðu spagetti-
vestrarnir til að breyta ímynd
vestranna og fresta dauða þeirra
um 10 ár. Hvort það er rétt skal
ósagt látið en víst er að vestrarnir
eiga erfitt uppdráttar um þessar
mundir. Það eru helst „unglinga-
vestrarnir" Young Guns eitt og tvö
(eða hvað það nú heitir) sem sýna
lit en reyndar fmnst mörgum hörð-
um vestraaðdáendum að heldur
leggist lítiö fyrir vestrann í þeim
meðförum.
Afskipti Sergio Leone af vestran-
um eru nokkuð merkileg og vissu-
iega uröu forvitnilegar breytingar
á honum. Hinar gömlu hetjur
vestranna, sem John Wayne, Alan
Ladd og fleiri túlkuðu svo sannfær-
andi, hurfu en við tóku kaldrifjaðir
einfarar sem oft á tíðum var erfitt
að fá samúð með. Upp úr þessu
andrúmslofti spratt Clint Eastwood
sem síðar færði þessa sömu per-
sónu inn á götur stórborganna í
nafni Dirty Harry.
Um þessa mynd er í sjálfu sér
fátt að segja. Hún hlýtur fyrst og
fremst aö höfða til vestraaðdáenda ,
(sem enn eru ótrúlega margir) og
sem söguleg upprifiun er útkoma
hennar ákaflega kærkomin. Að
sjálfsögðu er hægt að finna henni
margt til foráttu, svo sem furðulega
lengd og snubbótta persónusköp-
un, en það verða smáatriði því
myndin endist vel eins og flestir
völlinn og að lokum skýrist hvað
þetta allt saman gengur út á.
Myndin er í raun að segja frá
samviskubiti manns sem var ekki
eins og góður við fóður sinn og
hann hefði viljað. Samviskubitið
nagar hann en „yfirnáttúrulegir"
hlutir koma til hjálpar. í bakgrunni
er því þokkalegasta frásögn sem
því miður virkar oft fremur væmin
á okkur Mörlandana.
Persónusköpun er þó þokkaleg
og sérstaklega fyrir tilverknað Ja-
mes Earl Jones sem er mjög sann-
færandi í hlutverki rithöfundarins
sem hatar hlutverk sitt. Sömuleiðis
tekst Kostner að vekja samúð með
bóndanum heyrnargóða en sneglu-
leg framkoma Amy Madigan er
fremur þreytandi þó hún skaði
þessa mynd lítið sem ekkert.
Það er erfitt að setja sig inn í
heim h'ornaboltaleikarans en ef
horft er framhjá því sést í þessari
mynd þokkalega blæbrigðaríkur
heimur venjulegs fólks með sam-
viskubit.
-SMJ
Munaðarlaus risaeðla
LAND BEFORE TIME
Útgefandi: Laugarásbíó.
Leikstjóri: Don Bluth.
Raddir: Pat Hingle, Helen Shaver,
Gabriel Damon og Will Ryan.
Bandarisk, 1988-sýningartími 69mín.
Leyfö öllum aldurshópum.
Mikill uppgangur hefur verið í
teiknimyndum á síðustu árum og
einn þeirra sem hafa átt hvað mest-
an þátt í þeim uppgangi er Don
Bluth, sem hóf feril sinn hjá Disney
fyrirtækinu, en fór síðan út í sjálf-
stæðan rekstur undir verndar-
væng engra annarra en George
Lucas og Steven Spielberg. Árang-
urinn lét ekki á sér standa. Fyrstu
tvær myndir hans, An American
Tail og Land Before Time, hafa
rutt leiðina fyrir öðrum teikni-
myndum sem streyma nú á mark-
aðinn hver af annarri og njóta mik-
illa vinsælda.
Land Before Time er hugljúf saga
af munaðarlausri risaeðlu í leit að
fyrirheitna landinu. Mynd þessi er
að vissu leyti meira fyrir börn en
fullorðnir hafa örugglega gaman
af og sjálfsagt er erfitt að finna betri
fulltrúa fyrir vel heppnaöa teikni-
mynd en þessa skemmtilegu mynd.
-HK
DEAD BANG
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: John Frankenheimer.
Aðallleikarar: Don Johnson, Penelope
Anne Miller, William Forsythe og Bob
Balaban.
Bandarísk, 1989 - sýningartími 109 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Það er erfitt að skýra af hveiju
John Frankenheimer leikstjóri,
sem var einn af fáum sem bar uppi
heiður bandarískra kvikmynda á
sjöunda áratugnum, skuh hafa
dottið svo kirfilega niður í meðal-
mennskuna að hann virðist ekki
eiga sér viðreisnar von.
Undanfarin ár hefur Franken-
heimer sent frá sér nokkrar saka-
málamyndir sem rétt ná að vera í
meðallagi og eru í órafjarlægð frá
myndum á borð við The Young
Savages, Birdman of Alcatraz, The
Manchurian Candidate, All Fall
Down, Seven Days in May, Seconds
og The Iceman Cometh, myndir
sem urðu til þess að hann varð á
sjöunda áratugnum og fyrri hluta
þess áttunda sá bandaríkur leik-
stjóri sem mest spennandi var að
fylgjast með.
Dead Bang fyllir hóp meðal-
mynda Frankenheimers. í aðal-
hlutverki höfum við Don Johnson
í sínu fyrsta stóra hlutverki eftir
að þáttaröðin Miami Vice hætti.
Leikur hann lögreglumanninn
Jerry Beck sem vægt til orða tekið
er ekki í andlegu jafnvægi. Kemur
þar til að honum hefúr verið mein-
að að hitta tvö börn sín. Hann læt-
ur skapvonsku sina bitna á starf-
inu og fær útrás fyrir hana í leit
að lögreglumorðingja einum. í
þeirri leit kemst hann að alþjóðlegu
samsæri nýnasista og fer að starfa
með FBI. Á þeim bæ eru þeir ekki
beint hrifnir af samstarílnu, en
frumlegar aðferðir Becks bera
samt meiri árangur en aðferöir FBI
manna.
Dead Bang er fyrst ög fremst af-
þreying og sæmileg sem slík. Eng-
inn frumleiki er fyrir hendi, allt
hefur sést áður og er leikur Don
Johnson frekar ósannfærandi.
Frankenheimer leikstýrir eins og
undanfarin ár með hangandi hendi
og hefur sjálfsagt hirt þykkt launa-
umslag að vinnu lokinni og snúið
sér aö næsta verkefni og næsta
launaumslagi.
Eltingaleikur