Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990. 9 Útlönd Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar: Mun lýsa inn- limun Kuwait ómerka - segja stjomarerindrekar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun lýsa innlimun Kuwait 1 írak ógilda, að sögn erlendra stjórnarer- indreka. Stjórnarerindrekarnir segja að fulltrúar aðildarríkja ráðsins muni samþykkja ályktun þar sem segir að í ljósi alþjóðalaga og reglna hafi innlimunin, sem tilkynnt var í útvarpi í írak í gær, engan lagalegan grundvöll. „Inrriimun Kuwait í frak, í hvaða mynd sem er eða undir hvaða yfirvarpi sem er, á sér enga lagalega stoð og er ógiid óg ómerk,“ segir í drögum að ályktun ráðsins. Sendiherra Kuwait, Mohammed Abulhasan, kveðst fullviss um að atkvæðagreiðsla fulltrúa hinna fimmtán aðildarríkja ráðsins um ólögmæti innlimunar Kuwait verði einróma og án mótatkvæða. Þar með er ljóst að hann telur víst að fulltrúi Yemen, sem hefur setið hjá við at- kvæðagreiðslur Öryggisráðsins, muni ljá ályktuninni atkvæði sitt. Talsmaður sendinefndar Kuwait hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að nefndarmenn vildu að ráðið lýsti innlimunina ómerka og hvetti þjóðir heims til að viðurkenna ekki lepp- stjórn íraka í Kuwait. Öryggisráðið kom saman til fundar síðast á mánudag. Þá náðist sam- staða meirihluta aðildarríkjanna að beita íraka efnahagslegum þvingun- um. Þrettán af fimmtán aðildarþjóð- um samþykktu refsiaðgerðirnar en fulltrúar tveggja sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Reuter Sendinefnd Kuwait hjá Sameinuðu þjóðunum vill að Öryggisráðið hvetji ríki heims til að viðurkenna ekki lepp- stjórn íraka í Kuwait. Á þessari mynd má sjá Saddam Hussein írakforseta ásamt forsætisráðherra leppstjórnarinn- ar, Ala Hussein Aii. Simamynd Reuter Leiðtogar arabaríkja boða til nýs f undar Leiðtogar arabaríkja munu koma saman til fundar í Kaíró í dag til að reyna að leysa deil- una fyrir botni Persaflóa á friðsamlegan hátt. Forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, hefur hvatt íraksforseta, Saddam Hussein, til þess að mæta. Ekki er ljóst hvort hann lætur verða af því. Innrás íraka í Kuwait kom leiðtogum araba- ríkja algjörlega í opna skjöldu og vissu þeir ekki fyrst hvernig þeir ættu að bregðast við. Flestir þeirra hafa nú fordæmt innrásina og innlimun Kuwaits í írak. Að minnsta kosti fimmtán leiðtogar hafa sagst ætla aö koma á fundinn í Kaíró og fyrstur á staðinn var Gaddafi Líbýuleiðtogi. Á með- an mótmæltu líbýskir. námsmenn í Trípólí flutningum bandarískra hermanna til Saudi- Arabíu. Castro Kúbuleiðtogi hvatti í gær leiðtoga ara- baríkja til aö fara samningaleiðinga. í bréfi, sem hann sendi þeim, gagnrýndi Castro ákvörðun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um harðar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn írak og kvaðst óttast aö þær drægju úr friðsamlegri lausn deil- unnar. Yfirvöld á Kúbu studdu aftur á móti ályktun Öryggisráðsins þar sem innrásin í Kuwaitvarfordæmd Reuter Forsefi Egyptalands, Hosni Mubarak, hefur hvatt Iraksforseta, Saddam Hussein, til þess að mæta á boðaðan fund leiðtoga Arabaríkja. Simamynd Reuter Jórdanía snýr _ bakivið íraksforseta Hussein Jórdaníukonungur, einn nánasti bandamaður Saddams Hussein Iraksforseta, hafhaði í gær innlimun Kuwaits í írak. Sagði Jórdaníukonungur að emirinn af Kuwait væri enn réttmætur leið- togi landsins. Þessi ummæli lét Hussein Jórd- aniukonungur falla aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að írösk yfirvöld tilkynntu að þau hefðu innlimað Kuwait í írak. Kvaðst konungurinn myndu sitja neyðar- fund leiðtoga arabaríkja í Kaíró sem fram á að fara i dag. Konung- urinn sagöist ekki vita hver myndi verða fulltrúi Kuwaits á leiötoga- fundinum né hvort Saddam myndi sitja fundinn. Aðspurður hvort yftrvöld i Jórd- aníu myndu hlíta samþykkt Sam- einuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn irak sagði konungurinn aö stjórn sín væri að kanna máliö. Undanfama viku hefur orðið vart við mikinn stuðning við írak meðal jórdanskra stjórnmálamanna og fjölmiðla. Yfir fimm þúsund Jórd- anir hafa boðist til að berjast fyrir Hussein Jórdaníukonungur viður- kennir ekki innlimun Kuwaits i írak. Simamynd Reuter irak. Margir Jórdanir hafa spurt hver§ vegna umheimurinn hafi ekki brugðist jafnharkalega viö hernámi Israela á arabísku landi og innrás ísraela í Líbanon 1982 eins og við innrás íraka í Kuwait. Reuter ' Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israeis, og ráðgjafar hans taka hótun íraksforseta alvarlega. Simamynd Reuter Saddam Hussein hótarísrael Háttsettur ráðgjafi Yitzhaks Sham- ir, forsætisráöherra ísraels, sagði í morgun að ísraelar yrðu aö búa sig undir efnavopnaárás íraka á hverri stundu. Saddam Hussein íraksfprseti hótaði því í gær að ráðast á ísrael ef Bandaríkin gripu til hernaðarað- gerða gegn írak. Ráðgjafi Shamirs, Ben Aharon, kvaðst telja að með hótuninni væri Saddam Hussein að reyna að vinna stuðning annarra arabaríkja. Hins vegar gæti enginn sagt fyrir um hvemig íraksforseti myndi bregðast- við aukinni spennu vegna liðsflutn- inga Bandaríkjamanna til Persaflóa. Ben Aharon sagði einnig að of snemmt væri að lýsa yfir neyðar- ástandi en forsætisráðherranum bærust stöðugt upplýsingar frá varn- armálaráðuneytinu og ísraelsku leyniþjónustunni. Ben Aharon bætti því við að ísrael- ar hygðust ekki ráðast á neitt araba- ríki en þeir sæju hins vegar ástæðu til hernaðaraðgerða ef íraskir her- menn færu inn í Jórdaníu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.