Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 11
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990. 11 DV Útlönd Breytt staða Sameinuðu þjóðanna 1 breyttum heimi? Gætu nú gegnt sínu upprunalega hlutverki Frá fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 6. þessa mánaóar. Þá samþykkti meirihluti ráðsins að beita íraka víðtækum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Kuwait. Símamynd Reuter Snögg viðbrögð Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna við innrás íraka í Kuwait hafa vakið vonir um að nú loks geti Sameinuðu þjóðirnar gegnt því hlutverki sem stofnendur þeirra höfðu í huga fyrir rúmum fjórum áratugum. „Sameinuöu þjóðirnar eiga nú raunhæfan möguleika á að gegna því hlutverki sem þeim var upprunalega ætlað, það er að segja ef stórveldin eru samhuga," sagði einn háttsettur sendiherra. Þessi ummæli komu í kjölfar fordæmingar meirihluta Ör- yggisráðs Sameinuöu þjóðanna á innrás íraka í Kuwait og samþykktar víðtækra refsiaðgerða gegn íröskum stjórnvöldum. Kalda stríðið búið Embættismenn Sameinuðu þjóö- anna vonast til að endalok kalda stríðsins þýði að nú geti stofnunin snúið sér að upprunalegum mark- miðum, ekki einungis að varðveita friðinn heldur einnig að kljást við mörg önnur erfið verkefni, s.s. um- hverfisvemd, fíkniefnavandann og fátækt þróunarlandanna. Sameinuðu þjóðirnar, sem stofn- settar vom í kjölfar síðari heims- styrjaldarinnar, voru settar á lagg- irnar á þeim forsendum og grund- vallarhugsun að bandamenn myndu sameinast til aö varðveita friðinn. En mörgum voru enn í fersku minni vonbrigöin þegar forveri Sameinuðu þjóðanna, Þjóðabandalagið, stóð vanmáttugt frammi fyrir nasisma Þýskalands, fasisma Ítalíu og her- veldisstefnu Japans. Og blekið hafði vart þornað á stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna þegar sundmng þjóða heims og skipting þeirra í tvær blokkir - annars vegar þær þjóðir sem hlynntar voru kommúnisma og hins vegar þær sem börðust gegn honum - gerði það að verkum að enn á ný var stofnunin vígvöllur hugmyndafræðilegra skoð- anaskipta. í næstum hverri deilu, hverjum ágreiningi, mátti reikna með ákveðinni skiptingu: ef Banda- ríkin og hinn vestræni heimur studdu annan deiluaðilann léðu Sov- étríkin hinum stuðning sinn. Jafnvel umsóknir um aðild að þessum fjöl- þjóða samtökum urðu efni í harðorð skoðanaskipti milli þessara tveggja blokka. Oft reyndist þörf á málamiðl- un til að gæta jafnvægis i fjölda aðild- arríkja hliðhollum annarri hvorri blokkinni. Skjót viðbrögð Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna við innrás íraka í Kuwait og hvernig samtökin hafa tekið á málinu hafa vakið aðdáun margra. Aðeins ör- fáum klukkustundum eftir að íra- skar hersveitir réðust yfir landa- mærin við Kuwait komu fulltrúar hinna fimmtán þjóða, sem sæti eiga í Öryggisráðinu, saman, fordæmdu innrásina og kröfðust tafarlauss og skilyröislauss brottflutnings íraska hersins. Það er ekki einungis að full- trúar allra þeirra fimm ríkja, sem hafa neitunarvald í ráðinu - Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin - hafi verið sammála heldur tóku hin, að Yemen undan- skildu, einnig undir fordæminguna. Yemen sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. Örfáum dögum síðar, þegar lepp- stjórn íraka hafði verið sett á lagg- irnar í Kuwait, hittust fulltrúar aö- ildarríkja Öryggisráðsins aftur til að ræða innrásina. Engin merki voru sjáanleg sem bentu til þess aö írakar hygðust draga herlið sitt til baka í bráö og að auki höfðu þeir skipað stofnun alþýðuhers ,til að styðja við bakið á nýju leppstjórninni. Að þessu sinni tók ráðið af skarið og samþykkti víðtækar efnahagsleg- ar refsiaðgerðir gegn írak. Refsiað- gerðirnar voru samþykktar með þrettán atkvæðum gegn engu, tveir sátu hins vegar hjá. Þessar refsiað- gerðir fela meðal annars í sér vopna- sölubann sem og bann við innflutn- ingi á olíu frá írak og Kuwait. Það er einungis Öryggisráðið af öllum stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem getur samþykkt aðgerðir sem aðildarríkjunum er skylt að hlíta. Og það er ekki oft sem Öryggisráðið samþykkir slikar refsiaðgerðir, þetta er einungis í þriðja sinn frá stofnun Sameinuðu þjóðanna að slíkt gerist. Risaveldin hafa unnið samhent í þessu máli. Áður en fulltrúar Örygg- isráðsins funduðu gáfu utanríkisráð- herrar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna út sameiginlega yfirlýsingu um deiluna fyrir botni Persaflóa þar sem innrásin var fordæmd. Að auki sam- þykktu bæði ríkin refsiaðgerðir gegn Irak. Jafnvel Kína lét ekki sitt eftir hggja og tók þátt í samþykkt meiri- hluta ráðsins. Aðeins tvö ríki, Yemen og Kúba, sátu hjá við atkvæða- greiðsluna um refsiaögerðir. Breyttur heimur En jafnvel þó Sameinuðu þjóðirnar geti loksins snúið sér að því hlut- verki sem þeim var upprunalega ætlað ber að hafa í huga að heimur- inn er alls ekki eins og hann var við stofnun samtakanna árið 1945. Að- eins fimmtíu og eitt ríki stofnuðu þessi fjölþjóðasamtök en nú eru aö- ildarríkin orðin 159. Mörg þeirra rúmlega eitt hundrað ríkja, sem bæst hafa í hópinn, eru þjóðir sem hlotið hafa sjálfstæði á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Marg- ar þessara þjóða óttast að þíðan í samskiptum 'austurs og vesturs sé á þeirra kostnað og að hin nýja skipan heimsmála þýði að þau missi pólitísk VÖld SÍn Og áhrif. Reuter 4 Skilafrestur er til 1. september UOSMYNDASAMKEPPNI OG FERÐAMÁLAÁRS EVRÓPU m I KROASKRII STOI A ISLANDS FLUGLEIÐIR iðfangsefni keppninnar er ferðalög og útivist og verða myndirnar að tengjast því efni á einhvern hátt. Þær geta verið bæði svarthvítar og í lit eða litskyggnur af ferðalögum og útivist innanlands sem utan. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir bestu myndirnar. 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flugleiðum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þrjár nætur. 2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo til áætlunar- staða Flugleiða innanlands. 3. Dvöl á Edduhóteli, Ferðaskrifstofu íslands, að eigin vali fyrir tvo, gisting og morgun- verður í fimm nætur. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbílum BSÍ. 5. Heigarferð fyrir tvo í Þórsmörk með Ferða- skrifstofu BSÍ og Austurleið. 6. -10. Bókaverðlaun. enda skal myndirnar til DV fyrir 1. september og merkja þær: Ljósmyndasamkeppni, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Með myndunum skal fylgja lokað umslag með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þátttakenda. Sú mynd, sem verður í fyrsta sæti í þessari ljósmyndakeppni, mun taka þátt í sérstakri keppni á vegum Ferðamálaárs Evrópu 1990 í Grikklandi seint á þessu ári. Þar munu ellefu Evrópuþjóðir auk íslands keppa um bestu myndina um ferðalög og útivist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.