Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
15
Völdin og þjóðarsáttin
Þjóöarsáttin hefir nú sannað aö
hún er tseki til aö halda niöri laun-
um í landinu. Lög á samninga ríkis-
ins við BHMR eru til aö leiðrétta
mistök ríkisstjórnarinnar, segir
formaöur Alþýðuflokksins. Hvílík-
ur vitnisburður!
Og formaöur vinnuveitenda segir
aö hann hafi kraflst.þess aö bráða-
birgðalögin yrðu sett af því aö þau
voru ekki í takt viö samninga sem
hann geröi allöngu seinna. Hvílíkir
tímar, hvílíkir siöir, stundi Cicero
fyrir meira en tveimur árþúsund-
um.
Þjóöarsáttin var gjörð í einingu
andans og bandi friðarins af út-
gerðarstjóra aö vestan og Alþýðu-
sambandsforseta aö sunnan. Þessi
gjörningur virðist hafa verið meö
þeim hætti að aðrir og fyrri gjörn-
ingar launþega væru ógildir. Um
það er auðvitað ekkert að segja.
Ríkið, það er eg, sagði Lúðvík íjórt-
ándi sællar minningar og ríkti
lengur en nokkur annar þjóðhöfð-
ingi sem vitað er um.
Ríkið erum við, segja útgerðar-
forstjórinn og forseti eríiðisvinnu-
manna í landinu. Okkar lög eru
ykkar lög, okkar samningar ykkar
samningar. (Til að forðast mis-
skilning vil eg taka strax fram að
stéttarfélag það sem eg er í er ekki
aðili að samningi BHMR við ríkið.)
Eðli valdsins
Um nokkurra ára skeið átti eg
sæti á Alþingi og fékk reyndar eina
þingsályktunartillögu samþykkta.
Sú tillaga var hvorki þess eðlis að
hún ylli ríkisjóði milljarða útgjöld-
um né legði heilar atvinnugreinar
í rúst, svo hún vakti litla sem enga
athygli, þótt nokkrir þingmenn
teldu það merki um „ítarlega um-
fjöllun" að leggja til örlitlar breyt-
ingar á orðalagi.
Þessi tillaga fjallaði um að fela
ríkisstjórninni að hafa frumkvæði
að því að láta rannsaka vald á ís-
landi. Hugmynd mín var sú að láta
kanna, eftir því kostur er á, hvar
raunveruleg völd liggja í landi, -
hvaða aðilar fari með þau, og í
krafti hvers þeir geti beitt áhrifum
KjaUarinn
Haraldur Ólafsson
dósent
sínum og aðstöðu til valda.
Norðmenn hafa látið gera ítar-
lega könnun á völdum þar í landi
og nýlega hafa sænskir vísinda-
menn birt bráðabirgðaniðurstöður
um skiptingu valds þar í landi.
Eg held að atburðir síðustu vikna
ættu að vekja menn til umhugsun-
ar um eðli valds á íslandi, hverjir
fara þar með raunveruleg völd og
hvernig þeir beita þeim. Með valdi
er auðvitað ekki aðeins átt við þá
sem í krafti embætta, eða eru kosn-
ir í trúnaðarstöður, stjórnmála-
menn og ráðherrar og aðrir slíkir,
fara með tiltekin völd, heldur ekki
síður þá sem hafa völd og áhrif
óbeint.
Undir þá flokkast t.d. fjölmiðlar,
félagasamtök, launaþegafélög,
þrýstihópar, stéttir o.s.frv. Dómar-
ar og ýmsir forstöðumenn stofnana
hafa oft mikil völd. Einstakhngar
geta stundum hafa talsverö völd
þótt þeir gegni ekki neinu valda-
starfi, einungis vegna áhrifa sinna
á skoðanamyndun meðal þjóðar-
innar.
Óljóst og frumstætt
valdakerfi
Öll þessi BHMR-deila sýnir glöggt
hve margt er enn óljóst í valda-
kerfi landsins og hve frumstætt það
er. Úrskurður félagsdóms um
samning ríkisins og BHMR var
ótvíræður að því leyti að hann tók
tillit til þess sem stóð í samningn-
um en ekki þess sem ríkisstjórnin
taldi að ætti að lesa úr honum og
þróun mála síðan hann var gerður.
Dómurinn taldi ekki aðra samn-
inga hafa ómerkt þann samning
sem honum var falið að fjalla um.
„Þjóðarsáttin" var alls ekki gerð
af BHMR. Vald þeirra að vestan og
sunnan náði einfaldlega ekki til
allra þeirra sem þeir vildu ráða
yfir. Það er bráðnauðsynlegt að
hver og einn viti takmörk sín og
enginn á að geta tekið sér meira
vald en honum ber samkvæmt lög-
um og samskiptareglum í þjóðfé-
laginu.
Þetta mál er líka fróðlegt fyrir þá
sök að það sýnir hvernig einstök
samtök telja ekkert athugavert við
það að krefjast laga sem nemi úr
gildi samninga annarra félaga.
Það er í sjálfu sér furðulegt að
verða vitni að því að þjóðarsáttin
marglofaða skuli snúast upp í
samningsrof og lög sem svipta
launþega umsömdum launum. Og
hvað er í raun hægt að segja um
verkalýðsforingja sem beinlínis
heimta bráðabirgðalög til að koma
„Það er eitthvað að í landi þar sem
góðæri og hagstætt verð á útflutnings-
vörum er talin mesta hætta sem yfir
þjóðinni vofir.“
„Rikið erum við, segja útgerðarforstjórinn og forseti erfiðisvinnumanna
í landinu," segir m.a. í greininni. - Einar Oddur Kristjánsson, formaður
VSÍ, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ.
í veg fyrir að samningar séu haldn-
ir. Um þá menn er ekkert hægt að
segja. Þeir eru ekki til umræðu.
Eg tel að launafólk í þessu landi
verði að gera sér ljóst að „þjóðar-
sáttin“ á ekki og getur ekki einung-
is verið spurning um frystingu
kaupgjalds og þaðan af síður um
frystingu hlutfalls kaupgjalds milli
atyinnuhópa.
Á sama tíma og margs konar
launaskrið á sér stað hjá einkafyr-
irtækjum þá eru laun opinberra
starfsmanna látin standa í stað, lík-
lega um aldur og ævi, ef hin sam-
virka forysta atvinnurekenda og
verkamanna fær að ráða.
Skilisér tilfólksins
Það er vissulega mikilvægt að
verðbólga hjaðni, en það má ekki
gera með því einu að láta launafólk
borga brúsann. Haldi svo fram sem
horfir mun launafólk, í hvaða at-
vinnustétt sem er, hvort sem það
eru verkamenn eða háskólafólk,
bílstjórar eða prófessorar, sjómenn
eða hjúkrunarfræðingar rísa upp
og krefjast þess að hinar miklu
þjóðartekjur, einhverjar hinar
mestu í heimi, skili sér til fólksins
í landinu, alls fjöldans sem skapar
þessi verðmæti, en sé ekki tæki
stjórnmálamanna og hagsmuna-
potara til að tryggja völd sín.
Það er eitthvað að í landi þar sem
góðæri og hagstætt verð á útflutn-
ingsvörum er talin mesta hætta
sem yfir þjóðinna vofir.
Verðbólgan er ekki afleiðing of
hárra launa alls þorra
landsmanna. Þar koma margir
fleiri þættir við sögu. Þættir sem
ríkisstjórnir hafa í litlu sem engu
sinnt á undanfórnum árum. Það
er enginn vafi á því að haldist ríkj-
andi ástand við muni æ fleiri sjá
réttmæti þess sem hagfræöingar
eins og t.d. Þorvaldur Gylfason
hafa um þessi mál að segja.
Stjórnmálastarfsemi næstu ára
mun snúast um hvort hér á að festa
fátæktarríki í sessi eða hvort við
ætlum að halda uppi svipuðum
kjörum og tíðkast í nágrannaríkj-
um okkar. Og það verður ekki síst
barátta um mennta- og menningar-
stig þessarar þjóðar.
Lög á saminga BHMR munu engu
breyta um það. Það er brýnt að láta
kanna rækilega hvernig háttað er
völdum í þessu landi, hverjir með
þau fara og hvort sum hagsmuna-
samtök hafa óeðlilega mikil áhrif.
Haraldur Ólafsson
Andlega vanheilir
Ég sit ekki uppi í Öskjuhlíð og
hlusta á fuglakvak og flugnasuð
heldur sit ég uppi við Úlfljótsvatn
í sumarbústað í grenjandi rign-
ingu. Það hæfir ágætlega hugs-
unum mínum því ég er að hugsa
um það sem hefur verið ritað og
rætt um Sæbraut 2, meðferðar-
heimili einhverfra unglinga, ekki
barna.
Eflaust verða þeir alltaf eins og
börn, sama hversu gamlir þeir
verða, þótt líkamlegur kynþroski
fylgi árunum. Ég er að hugsa um
það hvað hægt sé að brjóta á mann-
réttindum fólks og enginn gerir
neitt. Finnst mér allt þetta mál vera
talsmönnum meðferðarheimilisins
til lítils sóma
Meðferðarheimili
á röngum stað
Ég get ekki ímyndað mér að allir
þeir sem eru andsnúnir staðsetn-
ingu heimihsins vilji ekki ungling-
unum og aðstandendum þeirra allt
það besta. Það hafa veriö lagðir
miklir fjármunir í þetta hús við
endurbætur og breytingar frá því
það var keypt í upphafi.
Nú stendur til að gera ennþá
meira: heitur pottur, ný einangrun
í allt húsið og e.t.v. skyggð gler í
glugga hússins. Væri ekki nær að
setjá þennan pening í nýtt húsnæði
sem hentar þeim? Málið er mjög
einfalt
Meðferðarheimilið er á röngum
stað. Það er ekki hægt að fela það
eða loka augunum fyrir því hvern-
Kjallariim
Sunneva G. Snæhólm
húsmóðir í Kópavogi
ig unglingarnir haga sér í sínum
sjúka heimi. Það er ekki við þá að
sakast heldur stjórnendur þeirra
mála því meðferðarheimilið er allt-
of nálægt næstu húsum, bæði
þeirra vegna og nágranna þeirra
vegna.
Það er ekki verið að hugsa um
velferð unghnganna að hafa þá í
svona þröngu útirými. Ef hugsað
er um velferð fólksins, sem býr
einnig við Sæbraut með bömunum
sínum og barnabörnum, þá er um-
hugsunin og tillitssemin engin við
það. Það á að venjast þessum
óhljóðum og ágangi á heinúli sín.
Ég hef búið í 30 ár við Þingholts-
braut og er það ca 10 mín. gangur
frá Kópavogshæli þar sem ég bý.
Er ég vön í gegnum árin aö sjá og
hitta sjúklingana frá hælinu. Hef
ég glaðst yflr því hvað mikið hefur
verið gert fyrir þessa sjúklinga síð-
ustu árin, frá því sem það var. Þeir
virðast ánægðir, betur klæddir og
öll hugsun um þá til fyrirmyndar.
- Þeir rölta hér fram hjá með
gæslumönnum og veifa manni og
bjóða góðan daginn.
Þessir vanheilu einstaklingar eru
allt önnur tilfelli en á Sæbrautinni
sem ekki má líta af eða sleppa af
hendi.
Foreldrar fái sjálfir að dæma
Ég er hrædd um að heyrðist í
okkur, eða næstu íbúum hæhsins,
ef vaðið væri inn í garðana okkar
og jafnvel legið á gluggum eða ber
vistmaður færi inn á heimili eða
gerði stykki sín á götuna. Efast ég
um að barnaverndarnefnd Kópa-
vogs léti það líðast að vistmenn frá
hælinu „sýndu sig“ og hlypu úti
berir þar sem fullt er af börnum.
Faðir skrifar í Morgunblaðið með
miklum ofsa og talar um „fjand-
skap“ og „aðdróttanir" í garð dótt-
ur sinnar o.fl. sem vistuð eru á
Sæbraut. Hann segir einnig „að það
sé bæði hollt og gott fyrir börn“ að
kynnast einhverfum unglingum.
Því er ég ekki sammála, ekki svona
mikið sjúkum tilfellum sem þessir
einhverfu unglingar eru. Faöirinn
getur ekki með skrifum breytt stað-
reyndum um hegðun unghnganna
á meðferðarheimilinu við Sæbraut.
Foreldrar heilbrigðra barna
verða sjálfir að fá að dæma fyrir
sig og sín börn, hvað þeir telja
„hoht“ fyrir þau. Faðirinn segir
ennfremur að ungir bræður Siggu,
dóttur hans, „séu hinir ánægðustu
með Siggu. Mér hefur sýnst að þeir
séu frekar stoltir en hitt af því að
eiga svona stórskrýtna systur“.
Þetta er einkennilega til orða tekið
hjá manni sem á vanheilt barn.
Það hlýtur að vera stór kross að
bera að eignast vanheilt barn,
verða að sætta sig við það og lifa
við það. Foreldrar þessara veiku
barna og börnin sjálf eiga aö fá aha
þá aðstoð sem hægt er að veita. -
En það eru takmörk fyrir öllu. Það
er ekki hægt að traðka á rétti ann-
arra foreldra, heimilum þeirra og
börnum þess vegna.
Reynt að breiða yfir
Maður kemur fram í sjónvarpi
sem talsmaður umsjónarfélags ein-
hverfra. Talar hann um fordóma
og vanþekkingu fólks. Ég held að
hann hljóti að beina þessum orðum
að sjálfum sér. Um allt þetta „lítil-
ræði“, sem sést hefur frá vistmönn-
um, er breitt yfir á allan hátt og
því sleppt sem kemur sér illa fyrir
stofnunina.
Hann segir orðrétt: „Einn strákur
á vistheimilinu sést berrassaður
uppi í rúmi og stelpur, sem búa í
nágrenninu, verða vitni að þessu.“
- Það veit víst enginn um hvaða
„stelpur i nágrenninu" hann talar
með svona miklum skilningi.
Ef hann er að tala um þessar 6
litlu stelpur, sem ég þekki til og búa
í götunni, eru þær allar undir 12
ára aldri. Það væri býsna erfitt fyr-
ir þær að sjá einhvern „uppi í
rúmi“ á annarri hæð hússins, enda
halda börnin sig eins langt frá Sæ-
braut 2 og hægt er.
Hitt er annað mál að þær og aðr-
ir geta séð þá berrassaða í gluggum
annarrar hæðar með athæfi sem
atti ekki að líðast, t.d. kynferðis-
legt.
Það er nauðsynlegt fyrir öll félög,
sem beijast fyrir málefnum þeirra
sem minna mega sín, að gera það
heiðarlega og ofstækislaust. Þetta
hefur ekki verið stórmannleg fram-
koma fram að þessu.
Sunneva G. Snæhólm
„Það er ekki hægt að fela það eða loka
augunum fyrir því hvernig unglingarn-
ir haga sér í sínum sjúka heimi.“