Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
íþróttir
stúfar
Körfuknattlelkssam-
band íslands hefur
ákveöiö aö reyna að
bæta við 2. deild karla
fyrir keppnistímabilið sem hefst
í haust en hingað til hefur aðeins
verið keppt í úrvalsdeild og 1.
deild. 2. deildinni verður skipt
eftir landstjórðungum, það er i
Vesturlandsriðil, Norðurlands-
riöil, Austurlandsriöil, Suöur-
landsriðil, Reykjavíkurriðil og
Reykjanesriðil. Keppnisfyrir-
komulagið verður í fjölliðamóts-
forrai eða svonefndum túrnering-
um sem fram fara um helgar og
leika þá allir við alla. Leiknar
verða þrjár umferðir, ein fyrir
áramót og tvær eftir áramót. Það
liö sem bestum árangri nær úr
þessum mótum kemst i úrslita-
fjölliðamót þar sem sigurvegarar
úr riðlunum leika um sæti í 1.
deild. Frestur til aö skila inn þátt-
tökutilkynningum til skrifstofu
KKÍ rennur út 3. september og
er þátttökugjald krónur 10.000.
FH-ingar endurvekja
körfuknattleiksdeildina
Nokkir knattspyrnumenn i
meistaraílokki FH hafa ákveðið
að endurvekja körfuknattleiks-
deild FH og senda liö til þátttöku
í 2. deild karla á íslandsmótinu í
haust. FH-ingar kepptu í körfu-
knattleik fyrir nokkrum árum og
léku þá með liðinu kappar eins
og Einar Bollason og Viðar Hall-
dórsson.
Meistaramót yngri
kynslóðarinnar i frjálsum
Meistaramót íslands
12-14 ára veröur hald-
iö um næstu helgi á
Selfossvelli og verður
mótið í umsjá HSK. Mótið hefst á
laugardaginn kl. 10 og verður
fram haldið á sunnudeginum og
hefst keppni þá einnig kl 10. Sömu
helgi verður meistaramót 15-18
ára haldiö á Valbjamarvelli og
er það i umsjá Ármanns. Mótið
hefst á laugardaginn kl. 14 og kl.
11 á sunnudaginn. Mikil gróska
er nú hjá yngri flokkum og má
búast við spennandi keppni í
mörgum greinum.
Olapade vann
ílOOmhlaupi
Ágætur árangur náðist í nokkr-
um greinum á frjalsíþróttamóti í
Malmö i Svíþjóð í fyrrakvöld. í
100 metra hlaupi sigraði Nígeríu-
maðurinn Olapade Adeniken á
10,10 sekúndum. Annar í hlaup-
inu varð Leroy Burreh á 10,12
sek. en hann hefur verið ó-
sígrandi undanfarið og sigraði
Carl Lewis fyrir skömmu á frið-
arleikunum. Þegar Olapade kom
í mark henti hann sér yfir mark-
línuna og féll kylliflatur á hlaupa-
brautina. í fyrstu var haldið að
hann væri viöbeinsbrotinn en
svo var þó ekki. Heimsmethafinn
í kúluvarpi, Randy Barnes frá
Bandaríkjunum, sigraði með
yfirburðum í kúluvarpi þegar
hann kastaði 22,84 metra. Heike
Drechsler vann einn sigur í lang-
stökki þegar hún stökk 7,26
metra. Bretinn Tom McKean var
fyrstur í mark í 800 meta hlaupi
á tímanum 1:45,36 mínútur.
Óvænt úrslit urðu í hástökki
karla en þar sigraði Bandaríkja-
maðurinn Hollos Conway, stökk
2,38 metra, en Svíinn Patrick Sjö-
berg varð að láta sér lynda 3.
sætið pieð 2,26 metra. í 800 metra
hlaupi kvenna varð Austur-
þýska stúlkan Ellen Kiessling
fyrst í mark, hljóp á tímanum
2:01,39 mínútur. Marlane Ottey
vann auöveldan sigur í 100 metra
hlaupi og fékk tímann 11,04 sek-
úndur.
Norska knattspyman:
Brann lá
á heimavelli
- liðið tapaði fyrir nágrönnunum, Fyliingen
Brann, lið þeirra Ólafs og Teits
Þórðarsona, tapaði um helgina fyrir
Fyllingen, 2-3, á heimavelli sínum í
1. deild norsku knattspymunnar.
Geysileg stemmning var á meðal 16
þúsund áhorfenda sem horfðu á leik-
inn enda eru bæði liðin frá Bergen.
Vorum betri
aðilinn í leiknum
„Það var ansi slæmt að tapa þessum
leik því við vomm mun betri aðilinn
í leiknum. Staðan var 1-0 okkur í vil
í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks
skoruðu þeir tvö ódýr mörk sem
markvörðurinn hefði átt að koma í
veg fyrir. Við náðum að jafna leik-
inn, 2-2, og áttum mörg færi til að
gera út um leikinn en á síðustu mín-
útunni fékk Fyllingen dæmda_víta-
spymu sem þeir nýttu,“ sagði Ólafur
Þórðarson í samtah við DV.
Hef átt við
meiðsli að stríða
„Ég hef átt við langvarandi meiðsli
að stríða í hné og há meiðslin mér
nokkuð. Ég mun að öllum líkindum
gangast undir uppskurð eftir lok
keppnistímabilsins," sagði Ólafur
sem ekki náði að skora í leiknum.
Önnur úrslit í 1. deild norsku knatt-
spyrnunnar urðu þannig:
Rosenborg-Moss...............4-0
Start-Molde..................2-0
Tromso-Kongsvinger...........3-1
Viking-VIF Fotbcdl...........1-2
• Staðaefstuliðaídeildinnierþessi:
Tromso........14 9 2 3 26-15 29
Molde.........14 9 2 3 18-11 29
Rosenborg.....14 7 4 3 35-18 25
Viking........14 7 3 4 23-15 24
Brann.........14 6 5 3 21-14 23
Start.........14 7 1 6 29-20 22
Fyllingen.....14 5 5 4 18-17 20
Brann tapaði
fyrirTottenham
í fyrrakvöld lék Brann æfmgleik
gegn Guðna Bergssyni og félögum
hans í Tottenham. Tottenham sigraði
í leiknum, 0-1, og var markið skorað
um miðjan síðari hálfleik og var
David Howell þar af verki. Ólafur og
Guðni léku báðir með liðum sínum
og að sögn Ólafs átti Guðni góðan
leik í hði Tottenham, lék í stöðu
hægri bakvarðar. Um 5 þúsund
manns fylgdust með leiknum.
-GH
Agæt aðsókn
í maraþonið
-hlaupið verður 19. ágúst
Nú styttist óðum í Reykjavíkur-
maraþonhlaupið en það verður
sunnudaginn 19. ágúst. Fyrsta al-
þjóðlega Reykjavíkurmaraþonið var
haldið árið 1984 og voru þá þátttak-
endur 214 en síöan hefur þeim farið
fjölgandi með hveiju árinu. Skráning
í hlaupið er nú í fullum gangi og lýk-
ur 15. ágúst. Hlaupaleiðirnar, sem
keppt er í, eru þrjár. Fullt maraþon-
hlaup, sem er 42,5 kílómetrar, hálf-
maraþon, sem er 21 kílómetri, og
skemmtiskokk sem er 7 kílómetrar.
„Skráning hefur gengið ágætlega
en íslendingar eru seinir að taka við
sér og síðustu vikuna fyrir hlaupið
skrá flestir sig. í fyrra voru keppend-
ur 1.250 en við erum aö gæla við að
þeir vprði um 1.500 og þar af um 300
útlendingar. Það er alltaf töluvert
spurst fyrir um Reykjavíkurmara-
þonið af erlendum keppendum og
þeir erlendu keppendur sem keppt
hafa segja að það sé mjög gott að
hlaupa hérlendis vegna loftsins og
ennfremur að hlaupaleiðimar séu
góðar,“ sagði Jakob Bragi Hannes-
son, framkvæmdastjóri Reykjavík-
urmaraþonsins, í samtali við DV.
Þrír sterkir hlauparar
boðað komu sína
„Þrír sterkir hlauparar hafa þegar
boðað komu sína í hlaupið. Dan-
merkurmeistarinn i maraþoni karla
árið 1989 mun keppa en hann á best
2 klukkustundir og 22 mínútur. Þá
mun stúlka frá Norður-írlandi taka
þátt í hlaupinu og auk þess hefur
breskur hlaupari boðaö komu sína
en hann á best 2 klukkustundir og
18 mínútur. Þá erum við að vinna í
því að fá hingað til lands fimm sov-
éska maraþonhlaupara. Það em
margir keppendur sem búa sig vel
undir hlaupið og til að mynda hafa
um 50 manns verið í stöðugum æf-
ingum hjá æfingastöðinni Mætti
undir stjórn reyndra þjálfara," sagði
Jakob.
íslandsmót í hálfmaraþoni
í leiðinni
Samhliða keppninni í hálfmaraþon-
inu verður keppt um íslandsmeist-
aratitil í karla- og kvennaflokki í
hlaupinu og verða vegleg verðlaun
veitt fyrir þrjú efstu sætin í báðum
flokkum. Þá verður sú nýjung að
keppt verður í sveitakeppni í hálf-
maraþoni en í fyrra var aðeins um
slíka keppni að ræða í skemmtis-
kokkinu. Hveija sveit skipa þrír
keppendur og samanlagður tími
þeirra ræður úrslitunum og verða
bikarar veittir þeim sem sigra.
Verða með uppákomur
í Kringlunni
Skipuleggjendur Reykjavíkurmara-
þonsins ætla að verða með hinar
ýmsu uppákomur í Kringlunni síð-
ustu vikuna fyrir hlaupið. Þar verð-
ur til að mynda efnt til keppni á sér-
stöku hlaupabretti og sérfræðingar
gefa keppendum góð ráð fyrir mara-
þoniö. Fólk er hvatt til að mæta á
þessar uppákomur og upplagt er að
skrá sig í hlaupið í leiðinni. Einnig
er hægt að láta skrá sig á ferðaskrif-
stofunni Úrvali og Útsýn, Pósthús-
stræti 13 og Álfabakka 16, skrifstofu
Frjálsíþróttasambandsins í Laugar-
dal og verslunum Sportvals á
Hlemmi og í Kringlunni.
• Allir þeir sem ljúka hlaupinu fá
fallega peninga til eignar til minning-
ar um Reykjavíkurmaraþonið.
-GH
• Leroy Burrell, bandaríski spretthlauparinn, sigraði glæsilega i 100 m hlaupi á alþ
i gær. Burrell, sem vann Carl Lewis í Seattle á dögunum, hefur heldur betur komi
taklega eftir sigurinn á Lewis. í gær hljóp hann 100 metrana á 9,96 sekúndum en i
á 10,04 sekúndum.
Blikastúlkur siwi
Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna
í gærkvöldi. Breiðablik sigraði Þór fyrir
norðan, 1-0.
„Þetta var mjög erfiður leikur," sagði
Sigurður Hannesson, þjálfari Blika-
stúlkna, í samtah við DV eftir leikinn.
„Breiðabhksliðið átti slæman leik en
Þórsstúlkumar börðust vel. Þórsarar
eru með mjög vaxandi Uð sem kemur til
með að vera í toppbaráttunni á næsta
ári,“ sagði Sigurður.
Leikurinn var jafn allan tímann en
Hörðbarátl
1. deildar s
- aukakeppni 4 liða hefst á fósl
Á síðasta ársþingi Handknattleiks- keppnistímabiU og markahæsti leik-
sambands íslands var ákveðiö að fjölga maður liðsins, Magnús Sigurðsson, er
liðunum í l. deild karla úr 10 í 12. genginn til liðs við Stjömunna.
Keppni þeirra fjögurra liða um tvö laus Nokkrar breytingar eru á Gróttulið-
sæti í deildinni hefst á morgun og lýk- inu. Sovéski þjálfarinn Veleric Mutag-
ur 19. ágúst, arov er orðimi þjálfari liðsins í stað
Þau Uð, sem munu heyja aukakeppn- Árna Indriðasonar og liðið hefur feng-
ina, eru liðin sem urðu í tveimur iö sovéskan leikmann, Stepanov Vlad-
neðstu sætunum í 1. deild karla á síð- imir Alexvech, til Uðs við sig. Hann er
asta keppnistímabiU, Grótta og HK, 34 ára vinstri handar skytta. Að ööra
auk Uðanna sem höfnuðu í 3. og 4. leyti er GróttuUðið óbreytt frá síðasta
sæti í 2. deildar keppninni, Haukar og keppnistímabili að undanskildum Sig-
Þór frá Akureyri. tryggi Albertssyni og Willum Þór Þórs-
Liðin hafa æft stíft á undanfórnum .syni.
vikum og hefur nokkur liðsauki borist Þórsarar frá Akureyri, sem höfnuðu
sumum þeirra. Haukar hafa til aö í4.sætií2.deildásíðastakeppnistima-
mynda fengið til liðs við sig tékkneska bili, tefla fram nær óbreyttu liði frá
landsUösmanninn Peter Bamruk, síðsta keppnistímabiU. Félagið hefur
Steinar Birgisson, fyrrum landsUðs- ráðið Danann Jan Larsen sem þjáU'ara
mann og leíkmann með Runar í Nor- fyrir meistaraflokk auk þess sem hann
egi, og Magnús Árnason, sem lék í hefur yfirumsjón með þjálfun yngri
marki FH, svo einhverjir séu nefnd- flokka og er hann ráðinn til þriggja
Liði HK hefur einnig borist liðsauki. Larsen þjálfaði lið KA veturinn 1982
Magnús Ingi Stefánsson er kominn til 1983. Aö sögn formanns handknatt-
heim frá Noregi en hann lék í marki leiksdeildar Þórs, Odds Halldórssonar,
HK áður en hann hélt utan. Þá er nýr þá reyndu þeir að útvega sér leikmann
þjálfari tekinn við störfum hjá HK en frá Póllandi fyrir milUgöngu Ðodgans
það er Tékkinn Rudolv Havlik sem Kowalcyks auk þess sem þeir reyndu
þjálfaði félagiö fyrir nokkrum árum. fyrir sér í Sovétríkjunum en þaö gekk
Sonur HavUks, Robert Havlik, mun ekki upp að sögn Odds.
leika með liðinu auk þess sem Erlend- Fyrsta umferðin hefst á fostudags-
ur Daviðsson hefur skipt yfir í HK úr kvöld en þá leika Haukar og Þór AK í
Víkingi. Aðalskytta HK á síðasta íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst