Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Qupperneq 26
34 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990. Þess vegna gjaldþrot Ástæðan fyrir því að ég þeysist fram á ritvöllinn er sú að svara nokkrum spurningum er lagðar voru fyir mig í DV þ. 19. júlí sl. af framkvæmdastjóra G-samtakanna, Guðbimi Jónssyni. Ég þakka hon- um greinarkom hans og ætla ég að hefja mál mitt á því aö leiðrétta þann misskilning er Guðbjöm tel- ur fuUyrðingar. Eða svo túlka ég grein hans. Vera kann að ég mis- túlki hana og bið ég þá forláts á því. Mæli ég um og legg nú á: í fyrsta lagi - þó ég hafi skrifað grein um gjaldþrot - hef ég ekki mikinn áhuga á gjaldþroti hér á landi. Gjalþrot er flókin lögfræðileg aðíor og hef ég nóg annað með minn tíma að gera en að „pæla“ í gegnum sUk fræði. Aftur hef ég mikinn áhuga á knattspyrnu og þá sérstaklega velgengni Vals í Hörpu- deildinni ásamt því að sinna fjöl- skyldunni og lesa góðar bækur um allt annað en gjaldþrot. í öðru lagi vU ég upplýsa Guð- bjöm um það að viðskiptatækni- nám er ekki tæmandi brunnur á sviði viðskipta- og hagfræði. En hvað varðar ummæU mín um gjaldþrotamál, sem Guðbjöm deiUr á, þá em þau byggð á þeirri þekk- ingu sem ég hef aflað mér með lestri rita, er fjalla um þessi mál, tekin saman af lögfróðum kunn- áttumönnum, dómum sem falUð hafa og staðreyndum úr hvers- dagsUfmu, sem ég þekki tU, en ekki sleggjudómum eins og Guðbjörn orðar það. Með fullri virðingu fyrir þeim sem lent hafa í þessari óskemmtUegu reynslu tek ég mér það leyfi að birta ekki þær heimild- KjaUarinn Ronald M. Kristjánsson prentari ir hér. Ég fjallaði á sínum tíma um þá sem teknir hafa verið til gjald- þrotaskipta sakir óráðsíu og vangá í fjármálum. Ef þessir einstakling- ar hefðu hagað málum sínum öðru- vísi hefði aldrei til þessarar aðfarar komið. Gjaldþrotaskipti í þessum málum var hægt að sjá fyrir og engu líkara en stefnan hafi verið vísvitandi tek- in á gjaldþrot en ekki að vankunn- átta í fjármálum hafi ráðið þar ferð- inni. TU eru fjölmargar leiðir sem leiða til gjaldþrots, eins og áður hefur komið fram, en hér á landi er, að ég tel, aðalorsökin sú að bú hrökkva ekki fyrir skuldum þ.e.a.s. vanefni skuldunautar er forsenda gjaldþrotaskipta. Kröfum lánar- drottna er teflt i tvísýnu og skuld- ari verður því að vera ógjaldfær. í þriðja lagi, hvað hvatningarorð sjálfstæðismanna varðar, en ég reikna með því aö Guðbjörn sé að tala um Sjálfstæðisflokkinn er hann talar um stærsta stjómmála- flokk landsins, þá er ég því miður ekki í forsvari þar. En ef þeir hvetja fólk til að fjárfesta í eigin húsnæði tel ég að þeir eigi við þá sem hafa efni á því en ekki að fólk eigi að taka þessi hvatningarorð svo bók- staflega að allt stefni í óefni síðar. í fjórða lagi voru skrif mín ekki meiðandi fullyrðingar, að mínum dómi, heldur staðreynd sem hægt er að byggja á. Þeir sem tóku grein mína sér- staklega til sín annaðhvort mis- skildu hana eða tóku það of nærri sér að þurfa að horfast í augu við staðreyndir. Greinin fjallaði jú um ákveðinn hóp, ekki satt? Ef gjald- þrot er ekki í sumum tilfellum hægt að kenna þrotamanni sjálfum um, hvers vegna eru þá til dómar er fjalla um gjaldþrot sem brot á 250. gr. hegningarlega, 4. hð, svo dæmi sé tekið? Útreikningar lána Varðandi útreikninga þá sem Guðbjöm tók sem dæmi í grein sinni. Er ástæðan fyrir hækkunun- um sú að verið er að nota óraun- hæfar vísitölur við ákveðnar for- sendur. í raun ætti alls ekki að nota vísitölu til að lántaki geti stað- ið í skilum. Gengisbreytingar Alltaf er verið að fella gengi til að fá „hærra“ fiskverð. Afleiðing- amar eru þær að rekstrarkostnað- ur útgerðarinnar eykst í réttu hlut- falli við gengisbreytingar. Þannig er um hliðstæða blekkingu að ræða, að gera í skóna sem skamm- góðan vermi. Vona ég að þessi stutta greinar- gerð mín leiði Guðbjörn sín fyrstu skref um völundarhús íslenskra efnahagsmála sem meira að segja undirritaður ratar ekki um, efins um það að stjórnvöld geri það held- ur. Það er ekki úr vegi að koma því að hér varðandi þau gjaldþrotamál, sem í gangi eru ásamt ýmsum skattsvikamálum, að ef lánastofn- anir í eigu ríkisins fá ekki sitt út úr þeim lendir það á skattgreiðend- um. Þær sem ekki eru í eigu ríkis- ins standa uppi með tap og skerta eiginfjárstöðu sem gæti leitt til gjaldþrota. Það er því spá mín að skatthlutfall hækki um næstu ára- mót um a.m.k. 2% ásamt öðrum aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að jafna upp tapiö. Fasteignakaup- endur hafl þetta í huga. Ábyrgðin Um ábyrgð lánveitenda vil ég ekki fjölyrða annað en það að lán- veiting er samningur tveggja eða fleiri aðila. Lántaki lofar að endur- greiða væntanlegt lán upp á ákveðnum tíma með ákveðnum skilmálum sem hann á að kynna sér. Hann sættir sig við þá skilmála að öllu leyti, annars er hann ekki að skuldbinda sig (skrifa upp á). Ekki er óeðlilegt að lánveitandi óski tryggingar fyrir láninu og fari fram á að ábyrgðarmaður sem á fasteign gangist í ábyrgð fyrir lán- taka. Lánastofnanir eru ekki eins og sumir virðast halda góðgerðar- eða líknarstofnanir. Sá sem tekur þá áhættu að gerast ábyrgðarmað- ur sættir sig við að greiða fyrir lán- taka ef til vanskila kemur og óbeint er hann reiðubúinn að leggja jafn- vel aleigu sína í sölurnar. Margar sorglegar sögur eru til um það að ábyrgðarmenn hafi verið gerðir gjaldþrota, bara fyrir það eitt að sakir góðmennsku lánuðu þeir nafn sitt. Þess vegna ætti enginn að skrifa upp á lán hjá öðrum ef hann er ekki fær um að borga hugs- anlegar kröfur ef lántaki bregst. Ábyrgðarmaðurinn er að segja óbeinum orðum við lánveitanda: „Ef lántaki borgar ekki og ég get það ekki heldur máttu fáT íbúðina mína og selja hana á nauðungar- uppboði til að þú fáir þína peninga aftur.“ Hverjum er svo um að kenna: lánveitanda, lántaka eða ábyrgðarmanni? Ronald M. Kristjánsson „Sá sem tekur þá áhættu að gerast ábyrgðarmaður sættir sig við að greiða fyrir lántaka ef til vanskila kemur og óbeint er hann reiðubúinn að leggja jafnvel aleigu sína í sölurnar.“ Lagasetning án samhengis Á undanfórnum árum hefur lög- gjafinn gert fjölmargar breytingar á gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Við slíkar breytingar virðist það frekar orðin regla en undantekning að ákvæði breyting- arlaganna séu látin gilda aftur fyr- ir sig, það er fyrir útgáfudag lag- anna. Fyrir skattgreiðendur, bæði ein- staklinga og lögaðila, er þetta að sjálfsögðu óþolandi, þar sem þeir geta í engu treyst því að skyn- samlegar skattalegar ráðstafanir þeirra á hverjum tíma haldi þegar að álagningu kemur. Nýleg breyting Þann 28. desember 1989 voru gef- in út lög númer 117 um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignar- skatt. Megininnihald þessara laga er að í stað vaxtaafsláttar, sem ein- staklingar hafa notið á undanfórn- um árum, éru teknar upp svokall- aðar vaxtabætur. í sumum tilvikum breyta þessi lög verulega vaxafrádrætti ein- staklinga vegna lána sem tekin hafa verið og nýtt til öflunar íbúð- arhúsnæðis til eigin nota, þannig verða t.d. einstaklingar, sem gert hafa upp skuld umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs (eða skuldabréfa), fyrir lækkun á vaxta- frádrætti frá því sem verið hefði miöað við fyrri ákvæði laganna. Einstaklingur, sem gerði slíka skuld upp á árinu 1989 í þeirri trú aö hann hefði af því ákveðið skatta- legt hagræði, lendir síðan í þeirri „ógæfu“ að lögunum er breytt í lok ársins og endurgreiðslan, sem ráð var fyrir gert við álagningu 1990, skilar sér ekki. Hversu mikil þessi lækkun er fer eftir því hversu há lánin eru sem gerð voru upp og hve langt er liðið frá lántökunni. Ljóst er að við end- árinu 1990 vegna tekna á árinu 1989 og eigna í lok þess árs. í öllum þessum skrípaleik er þó athyglisverðast það ákvæði um vaxtaafslátt sem fellt er úr gildi. Umrætt ákvæði er að flnna í lögum frá 29. desember 1987. í þeim lögum er sérstakt ákvæði til bráðabirgða sem á að tryggja þeim sem keypt hafa eða hafið byggingu íbúðar- húsnæðis til eigin nota á árinu 1987 eða fyrr rétt á sérstökum skattaf- slætti, vaxtaafslætti, í allt aö sex ár taliö frá og með álagningarárinu 1988. Frá þessari lagasetningu náðu að líða tvö ár þangað til þeim var breytt. Rétturinn, sem átti að tryggja að yrði fyrir hendi í sex ár, entist í tvö ár. Verst er þó að hann var tekinn af eitt ár aftur fyrir sig, „Rétturinn, sem átti að tryggja að yrði fyrir hendi 1 sex ár, entist í tvö ár. Verst er þó að hann var tekinn af eitt ár aftur fyrir sig.. “ KjaUariiui Ragnar Jóh.Jónsson fulltrúi anlega álagningu og greiðslu skatta getur þetta numið hundruðum þús- unda í sumum tilvikum. Furðuleg vinnubrögð 15. grein fyrmefndra laga frá 28. desember sl. er gott dæmi um þá afturvirkni sem löggjafmn leyfir sér að viðhafa. í fyrstu málsgrein segir að lögin taki gildi og komi til framkvæmda 1. janúar 1990, sem er alveg eins og vera ber, það er að þau taka gildi skömmu eftir út- gáfu þeirra. Hins vegar segir í ann- arri málsgrein að þó skulu ákvæði níu greina af fjórtán koma til fram- kvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts og ákvörðun bóta á þannig að þeir sem gerðu skynsam- ar ráðstafanir á árinu 1989 og það í góðri trú missa ekki aðeins ákveð- ið skattalegt hagræði sem þeir sáu fyrir sér, þeir hafa einnig skert möguleika sína til að fá greiddar vaxtabætur á komandi árum. Það er að segja að því gefnu að lögin eigi fyrir sér einhvem lífaldur. Eftir höfðinu dansa limirnir Verulegur skortur á fyrirhyggju er og hefur verið til margra ára eitt aðaleinkenni íslensks efna- hagslífs. Ekki geta slíkar breyting- ar á lögum og vinnubrögð löggjaf- ans, eins og hér hefur verið lýst, hvatt til fyrirhyggju - þegar ákveð- Greinarhöfundur spyr: Er hægt að treysta þvi að hlutabréfakaup einstakl- inga séu dregin frá skattskyldum tekjum ársins? in ráðstöfun er skynsamleg einn daginn en kolvitlaus annan daginn og það versta er að enginn veit það fyrr en mörgum mánuðum síðar, eða kannski ekki fyrr en á næsta ári. Sem dæmi má nefna að sam- kvæmt „núgildandi" ákvæðum skattalaga er heimilt að telja til frá- dráttar keypt hlutabréf í svokölluð- um almenningshlutafélögum (upp að ákveðnu marki). Er þá hægt að treysta því í ljósi reynslunnar að einstaklingur, sem kaupir hluta- bréf í shku fyrirtæki í dag, fái kaup- in dregin frá skattskyldum tekjum ársins? Eða er ekkert öraggt í þess- um efnum fyrr en við endanlega álágningu á miðju næsta ári? Ragnar Jóhann Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.