Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Side 1
Sjónvarp á föstudögum: Leyniskjöl Piglets - framhaldsmyndaflokkur um njósnastarfsemi Þeir eru orðnir allnokkrir fram- haldsmyndaflokkarnir þar sem skyggnst hefur verið inn í heim al- þjóðlegrar njósnastarfsemi og eink- um hafa sjónvarpsáhorfendur fengið nasaþef af starfsháttum bresku Nicholas Lyndhurst leikur aðalhlut- verkið í Leyniskjölum Piglets. leyniþjónustunnar. Flest hefur þetta efni verið þrungið alvöru enda svo sem ekki ástæða til að hafa slík al- vörumál í flimtingum, eða hvað? Á morgun kl. 19.20 hefst í Sjónvarpinu framhaldsmyndaflokkur þar sem reynt er að hta á spaugilegu hhðarn- ar á njósnastarfseminni og þykir tak- ast býsna vel. Hér segir frá Peter nokkrum Chap- man, háskólakennara í rafeinda- fræði, sem bresku leyniþjónustunni MI5 tekst að fá til liðs við sig með eftirgangsmunum í því skyni að kenna njósnurum sínum að með- höndla hátæknibúnað. Næsti yfir- maður Chapmans, Maurice Drumm- ond, og forstöðumaður deildarinnar fullvissa hann um að ekki þurfi að tefla á tvær hættur í þessu starfi. En annað reynist koma á daginn. Með hverjum deginum sem líður færist Chapman nær hringiðu njósnastarf- seminnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Chapman með öllu óheimilt að trúa nokkrum fyrir því sem hann fæst við, þar með talinni eiginkonu sinni, Söru, og það er ekki til þess fallið að bæta heimilislífið. -GRS Stöð 2 á föstudag: Sjálfstæði Önnur bíómynda Stöðvar 2 á fóstu- dagskvöldið ber heitiö Sjálfstæði (In- dépendence) og er hér á ferð banda- rísk sjónvarpsmynd. Sam Hatch er gerður að lögreglu- stjóra í bæ einum í villta vestrinu eftir að hafa sallað niður nokkra bófa. íbúar bæjarins standa í þakkar- skuld við Hatch og þeir telja reyndar að lögreglumerkið sé best komið á brjósti hans. Hatch hafði nokkru áð- ur komið til bæjarins en áður ýmis- legt á daga hans drifið. Megnið af fyrri fjölskyldu hans hafði verið þurrkað út af bófagengi. Hatch er kominn með nýja konu og hefur haf- ið nýtt líf en minningarnar naga hann stöðugt. Eftir að Hatch er gerð- ur að lögreglustjóra virðist allt ætla að ganga eins og í sögu en þá birtast skúrkarnir sem sök áttu á dauða nokkurra fjölskyldumeðhma Hatch og hann sér sig knúinn til að ríða móti þeim einn síns liðs til að jafna gamla reikninga. Aðalhlutverk leika John Bennett Perry, Isabella Hoffman og Sandy McPeak. Leikstjóri er John Patter- son. -GRS Sam Hatch á eftir aö jafna gamla reikninga úr fortiðinni Sjónvarp á sunnudag: Debra Vanderlinde Á sunnudag kl. 22.35 verður sýnd upptaka sem Sjónvarpið gerði á Listahátíð í Reykjavik 1988 þegar sópransöngkonan Debra Vander- hnde söng á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit íslands í Háskólabíó und- ir stjórn Gilberts Levine. Á efnis- skránni var m.a. Exultate. Jubilate eftir Wolfgang Amadeus Mozart og aría Ófelíu úr óperunni Hamlet eftir Abroise Thomas. Debra Vanderhnde býr í New York, hún stundaði nám við Denison há- skólann og Eastman tónhstarháskól- ann. Hún söng fyrst á sviði árið 1979 en hefur síðan sungið í óperuhúsum og haldið hljómleika víða um heim. Af þekktustu hlutverkum hennar má nefna Papagenu í Töfraflautunni eftir Mozart og Frasquita í Carmen eftir Bizet. Debra Vanderlinde hefur sungið inn á fjölmargar hljómplötur og komið fram í útvarpi og sjónvarpi víðaumheim. -GRS ÍA og Valur leika til úrslita I bikarkeppni KSI. Sjónvarp á sunnudag: ÍAogValurí úrslitum bikar- keppni KSÍ Sunnudaginn 19. ágúst leika IA og Valur til úrslita í kvennaflokki í bikarkeppni KSÍ og hefst leikur- inn klukkan 14.00. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelh og mun Sjónvarpið sýna leikinn í beinni útsendingu og að viku hðinni verða sjónvarpsmenn aftur á ferðinni þegar úrslitaleikurinn í karaflokki fer fram en þá mætast erkifjend- urnir KR og Valur. Þetta er jafn- framt í fyrsta skipti sem báðir úr- -bein útsending shtaleikirnir í bikarkeppninni eru sýndir beint. í kvennaflokki eru það Skaga- stúlkurnar sem eru handhafar bik- arsins en þær sigruðu Þór frá Ak- ureyri í fyrra, 2-1, en það eru Vals- stúlkur sem hafa oftast sigraði í bikarkeppninni eða ahs fimm sinn- um frá því keppnin var sett á lag- girnar árið 1981. Fyrstu þijú árin vann Breiðablik en þá tóku Vals- stúlkumar við og unnu keppnina fimm ár í röð. I fyrra náöu Skaga- stúlkurnar síðan að brjóta á bak aftur einveldi Valsara. ÍÁ og Valur hafa fjórum sinnum áður mæst í úrshtaleik þessarar keppni og Vals- stúlkur hafa ávaht farið með sigur af hólmi. í undanúrshtum léku fé- lögin við Akureyrarhðin KA og Þór. ÍA vann KA, 2-1, og Valur vann Þór, 1-0. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.