Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1990, Blaðsíða 5
20 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1990. FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1990.. 21 Messur Guðsþjónustur Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta fellur miður vegna safnaðarferðar Árbæjarsafnaðar um Rangárvelli. Brottfór frá Árbæjarkirkju kl. 9. Leiðsögumaður í ferðinni verður Jón Böðvarsson. Messað verður að Breiðabólstað í Fljótshlíð kl. 14. Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prédikar. Kirkjukórar Árbæjarkirkju og Breiðabólstaðarkirkju syngja Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdar verða systurnar Eva Dís og Anna María Jóhannesdætur frá Lúx- emborg, Teigageröi 1, Reykjavík. Alt- arisganga. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Organ- leikari Marteinn Hunger Friðriks- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Fríkirkjan 1 Reykjavík: Guðsþjón- usta kl. 14. Miðvikudagur 5. sept.: kl. 7.30 morgunandakt. Cesil Haralds- son Landakotsspitali: Messa kl. 13. Org- anleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Bjömsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.30 í umsjón Ragnheiðar Sverr- isdóttur djákna. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Bæn fyrir friði. Altarisganga. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbæ- naguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Föstudagur: Indlandsvinir, fundur kl. 20.30 í safnaðarsal. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbæn- ir em í kirkjunni á miðvikudögum ki. 18. Prestamir. Hjallaprestakall: Guðsþjónusta í messuheimili Hjallasóknar í Digra- nesskóla kl. 11. Sr. Ólafur Jóhanns- son. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór kirkj- unnar syngur. Molakaffi eftir stund- ina. Sóknarprestur. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Heitt á könnunni eftir guðsþjón- ustuna. Orgelleikari Ronald V. Turn- er. Fimmtudagur 6. sept. Kyrrðar- stund í hádeginu. Orgelleikur, fyrir- bænir, altarisganga. Léttur hádegis- veröur eftir stundina. Sóknarprest- ur. Neskirkja: Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Miðviku- dagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Svala Nielsen syngur einsöng. Org- anisti Marteinn Hunger Friðriksson. Molasopi eftir guðsþjónustuná. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Mið- Efnt verður til píanótónleika í Dillonshúsi á sunnudag. Árbæjarsafn: Píanótónleikar - tónlist frá stríðsárunum í tilefni sýningarinnar um mann- líf á stríðsárunum í prófessors- bústaðnum frá Kleppi verður efnt til píanótónleika í DUlonshúsi á sunnudag kl. 14.30. Hafliði Jónsson mun leika hina vinsælu og skemmtilegu píanótón- list stríðsáranna. Gestum er síðan bent á að skoða sýninguna „.. .og svo kom blessað stríðið“ þar sem greint er frá mannlífi stríðsáranna, litið inn í bragga um 1950 og sagt frá tilurð lífsgæðakapphlaups ís- lendinga sem hófst einmitt á þess- um árum. Á sýningunni er til sýnis kaffihús frá stríðsárunum og eld- hús íslenskrar konu í Bretaþvotti. í Árbænum verður unnið við tó- vinnu og bakaðar grautarlummur sem gestum verður boðið að smakka á. í safnkirkjunni messar sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson kl. 14.00. í Dillonshúsi verða veitingar á boðstólum og Krambúðin verður opin. Prentsmiðja aldamótahand- verksmannanna verður starfandi og þá mun hinn landsþekkti harm- óníkuleikari Karl Jónatansson leika á nikkuna. í september verður safnið opið allar helgar en lokað virka daga. Dillonshús verður einnig opið um helgar og messað verður í safn- kirkjunni alla sunnudaga. Sumarsýningin í FÍM-salnum, sem Ijúka átti 28. ágúst, hefur veriö fram- lengd til 18. september. Á sýningunni eru verk eftir 43 myndlistarmenn, eldri og yngri. Þar er aö finna höggmyndir, olíumálverk, vatnslitamynd- ir, grafík o.fl. Norræna húsið: Grafík- verk ICaljo Pollu Á sunnudag verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á grafíkverkum eftir eistneska listamanninn Kaljo Pollu. Hér er um að ræða 25 myndir úr tveimur myndaröð- um: „Kodalased" (Tjaldfólkið) og „Kalivagi" (Kalifólkið), en Kalivági þýðir mikill kraftur eða orka. Sýningin ber yfir- skriftina Barn vatns og vinda og er hún farandsýning. Það er „Stiftelsen Stockholms láns museum", sem hefur sett sam- an sýninguna í samvinnu við Baltísku stofnunina og listasaf- nið í Södertálje. Kaljo Pollu er fæddur 1934. Hann stundaði nám í glerlist við Listastofnunina í Tallin. Hann hélt þó ekki áfram á þeirri braut heldur sneri sér að grafík. Hann hefur unnið sér sess í Eistlandi sem grafíklistamaðúr með sterka þjóðernisvitund. Hann hefur kynnt sér sérstak- lega eistneska alþýðulist, menningu og sagnaarf og leitað fanga í fínnsk-úgrískri þjóð- fræði og þjóðháttum í Síberíu og Norður-Rússlandi. Þangað sækir hann myndefnið. Átrún- aður fólksins, hugmyndir þeirra um heiminn og skoðun hans, lifnaðarhættir og sérstök birta heimskautasvæðisins eru grunntóninn í myndaröð Kaljo Pollus. Með sýningunni fylgir sýn- ingarskrá á sænsku, og hefur eistneska ljóðskáldið Jaan Kaplinski (f. 1941) skrifað text- ann í formi prósaljóðs. Geft hefur verið myndband sem fylgir sýningunni. Þar er fléttað saman myndum Pollus, prósa- ljóði Kaplinskis og tónlist. Eist- neska tónskáldið Eduard Tubin hefur samið sónötu fyrir píanó með myndir Pollus í huga. Heit- ir verkið Norðurljósasónata og er leikið af eistneska píanóleik- aranum Vardo Rumessen. Myndbandið verður sýnt við opnun sýningarinnar á sunnu- dag kl. 16.00. Marta Guðrún fiytur verk eftir Schubert, Brahms, Mendelssohn og Strauss. DV-mynd JAK Garöabær: Tónleikar Mörtu Guðrúnar Halldórs- dóttur og Gísla Magnússonar Marta Guðrún Halldórsdóttir sóprcm og Gísli Magnússon píanóleikari halda tón- leika í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ á sunnudag. Marta Guðrún Halldórsdóttir hóf söngn- ám hjá Sieglinde Kahmann árið 1984 en var jafnframt nemandi Gísla Magnússonar í píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar og lauk þaðan burtfararprófi árið 1987. Ári síðar tók Marta einsöngvarapróf frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Hún stundar nú nám við Tónlistarskólann í Múnchen undir leiðsögn prófessoranna Adalbert Kraus og Daphne Evangelatos. Hún hefur sótt námskeið í ljóðatúlkun hjá Elly Amel- ing, Dalton Baldwin og Helmut Deutsch. Fimmtán ára að aldri söng Marta hlutverk Silju í Litla sótaranum eftir Benjamin Britten í íslensku óperunni og tveim árum síðar í Nóaflóðinu eftir sama höfund. Hún hefur komið víða fram sem einsöngvari og syngur auk þess í sönghópnum Hljómeyki. Gísli Magnússon á langan og gifturíkan tónlistarferil að baki. Ungur að árum hóf hann nám hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Aö loknu prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hélt hann utan til náms og var lengst í Sviss. Gísli hefur oft komið fram á tónleikum, jafnt sem einleikari og með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Nýlega kom út hljómplata með leik hans, Sónata op. 110 eftir Beethoven og Hándel-tilbrigðin eftir Brahms. Gísli er skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskrá tónleikanna í Kirkjuhvoli eru sönglög eftir Schubert, Brahms, Mend- elssohn og Strauss. Tónleikarnir eru haldnir fyrir Listasjóð Tónlistarskóla Garðabæjar. Kári og Úlrik flytja m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson og Sigvalda Kaldalóns. Norðurland: Söngtónleikar I liststofu Bókasafns Kópavogs stendur yfir sýning á 11 vatnslita- myndum ívars Magnússonar. ívar hefur sótt námskeið hjá Rúnu Gísladóttur og notið leiðsagnar Hrings Jóhannessonar. Sýningin er opin á sama tima og bókasaf- nið. Akureyri: Tónleikar í Gamla Lundi Á sunnudag verða haldnir ein- leikstónleikar á gítar í Gamla Lundi á Akureyri. Þar mun Uwe Eschner gitarleikari flytja verk eft- ir J.S. Bach, Mauro Giuliani, F.M. Torroba og fleiri. Uwe Eschner er fæddur í Ham- borg og stundaði fyrst nám í Kons- ervatorium þar í borg og seinna við tónlistarháskólann í Freiburg, undir leiðsögn prófessors Sonju Prunnbauer. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá nokkrum þekkt- um gítarleikurum, þ.á m. David Russel og Roberto Aussel. I Þrastarlundi stendur yfir sýning á landslagsmálverkum eftir Magn- ús Ingvarsson úr Mosfellsbæ. Magnús hefur starfað undir hand- leiðslu Jóns Gunnarssonar mynd- listarmanns úr Hafnarfirði í myndalistarklúbbi Mosfellsbæjar. Sýningunni lýkur 10. september. Kári Friðriksson og Úlrik Ólafs- son halda söngtónleika á laugardag í barnaskólanum á Húsavík og á sunnudag í sal Tónlistarskólans á Akureyri. Á efnisskrá eru meðal annars lög eftir Árna Thorsteins- son, Sigfús Halldórsson og Sigvalda Kaldalóns. Einnig eru lög eftir ít- ölsku tónskáldin Francesko Cliea og Giacomo Puccini. Úlrik Ólafsson er 37 ára gamall. Hann hlaut menntun á Akranesi og í Reykjavík og framhaldsnámi lauk hann í Reginsburg í V-Þýska- landi. Aðalnámsgreinarnar voru orgelleikur, kór- og hljómsveitar- stjórn með sérstakri áherslu á kirkjulegar tónbókmenntir. Að námi loknu starfaði Úlrik á Akra- nesi og á Húsavík þar sem hann var organisti við Húsavíkurkirkju, skólastjóri tónlistarskólans og stjórnandi blandaðs kórs og karla- kórs. Úlrik er nú organisti við Kristskirkju í Landakoti og kennir orgelleik og kórstjórn við tónlistar- skóla Þjóðkirkjunnar og er jafn- framt stjórnandi söngsveitarinnar Fílharmóníu. Kári Friðriksson er 29 ára gam- all. Hann hefur stundað söngnám um margra ára skeið. Meðal kenn- ara hans voru Magnús Jónsson og Sigurður Demets. Kári útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík og tók einnig 8. stigs söngpróf úr sama skóla. Söngkennari hans þar var Halldór Vilhelmsson. Síðastliðinn vetur var Kári á Ítalíu hjá Pier Miranda Ferraro í Mílanó í frekara framhaldsnámi í söng. Þetta eru fyrstu einsöngstónleikar hans. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir sýning á myndum eftir Katrínu Ágústsdóttur í húsakynnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í útibú- inu að Álfabakka 14. Mýndefnið er úr Breiðholtshverfinu, m.a. húsaþyrp- ingar og nokkrar landslagsstemmur. Sýningunni lýkur 7. september en hún er opin á afgreiðslutíma sparisjóðsins. miðvikudaga og fimintudaga í tvær vik- ur, frá kl. 20 til 22.30. Þátttökugjald er 3000 krónur. Nánari upplýsingar fást hjá formanni kórsins og gjaldkera í símum 39119 og 611165 á kvöldin og skráning á námskeiðiö er í sömu símum. Kórinn getur bætt við sig góðu söng- fólki, sérstaklega í karlaraddir. Æfmgar hefjast á C-Moll messu að loknu nám- skeiðinu í Melaskóla mánudaginn 17. september, kl. 20.30, og verður æft tvisvar í viku á þeim stað, mánudaga og miðviku- daga, í vetur. Að loknum tónleikum í janúar mun kórinn hefla æfmgar á verkefni til flutn- ings vorið 1991 en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvert verkefnið verður eða hvar flutningur fer fram. Tónleikar í Garðabæ Lokatónleikar þeirra Sigurðar Haíldórs- sonar sellóleikara og Daníels Þorsteins- sonar píanóleikara á hringferð þeirra um landið verða haldnir í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld, 31. ágúst kl. 20.30. Fundir JC Nes Fyrsti félagsfundur JC Nes á þessu starfsári verður haldin í JC-heimilinu að Laugavegi 178 mánudaginn 3. september kl. 20.30. Tilkyimingar Húnvetningafélagið spilar félagsvist laugardaginn 1. sept- ember kl. 14 í Húnabúö, Skeifunni 17. Allir velkomnir. ilberts, Gunnlaug Blöndal, Þórarin B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Snorra Arinbjamar. Uppboðið fer fram í Súlna- sal Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Upp- boðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll fostudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Ferðalög Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir 2. september. 1. Kl. 08 Þórsmörk - Langidalur. Verð kr. 2.000. (7-15 ára með foreldrum sínum greiða 1.000 kr). Kynnist Þórsmörkinni með Ferðafélaginu, stansað 3-4 klst. 2. Kl. 09 Þórisdalur. Áhugaverð göngu- ferð í þennan fræga útilegumannadal í skjóli þriggja jökla. Verð 1.500 kr. 3. Kl. 10.30 Hengill - Nesjavellir. Gengið frá Kolviðarhóli yfir hæsta hluta Hengils (803 m.y.s.) um dali norðan hans að NesjavaUavirkjun. Ekið heim um Nesja- vallaveg. Verð 1.000 kr. 4. Kl. 13 Jórukleif - Nesjavallavegur. Skemmtileg og auðveld ganga í Grafn- ingnum. Nesjavallavirkjun skoðuð að lokinni göngu qg ekið heim um hina fall- egu útsýnisleið, Nesjavallaveginn. Verð 1.000 kr., frítt f. börn 15 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Brottfór frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ný ferð á miðvikudagskvöldið 5. sept. kl. 20. Kvöldganga og blysför á fullu tungh í Búrfellsgjá, fallegustu hrauntröö Suð- vestanlands. Fjölskylduferð i Álftavatn verður helg- ina 7.-9. sept. Gönguferðir, ratleikur, leiðbeint í ljósmyndun og fl., pylsugrill og kvöldvaka. Eitthvað fyrir alla. Sér- stakur fjölskylduafsláttur, m.a. frítt fyrir böm 9 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Gist í skála FI meðan pláss leyfir, annars í tjöldum. Fyrirlestrar Sunnudaginn 2. september nk. kl. 14 flyt- ur sænski læknirinn Christian Osika fyr- irlestur í Norræna húsinu um antrópósó- físk læknavísindi en það er stefna innan vestrænnar læknisfræði er leggur áherslu á að meðhöndla sjúklinga í heild sinni og að nota við lækningar einungis lyf úr ríki náttúrunnar. Christian Osika hefur starfað sem lækrúr í Svíþjóð í 25 ár. Undanfarin ár hefur hann unnið við Vidarkliniken í Jama en það er antró- Finnskir rithöfundar í Norræna húsinu Hér á landi em nú staddir 9 fmnskir rit- höfímdar 1 stuttri heimsókn til að kynna sér land og þjóð. Meðan á heimsókn þeirra stendur, nánar tiltekið laugardag- inn 1. september kl. 16, munu þeir efna til u.þ.b. klukkustundar langrar dagskrár í Norræna húsinu. Jarkko Laine, formað- ur finnska rithöfundasambandsins, mun segja frá starfsemi þess og auk þess lesa nokkrir rithöfundanna úr verkum sín- um. Dagskráin fer fram á fmnsku og sænsku og verður túlkur til aðstoðar ef tungumálaerfiðleikar skyldu gera vart við sig. Rithöfundamir, sem eru með í fórinni, em: Jarkko Laine, Anni Lah- tinen, Jukka Parkkinen, Arto Seppálá, Keijo Siekkinen, Anneli Toijala, Kaarina Toijanniemi, Kaari Utrio og Kaarina Valoaalto. Allir em velkomnir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú fara fyrstu haustlægðimar yfir landið og náttúran undirbýr sig fyrir vetrardvalann. Haust- litimir skarta í trjám og mnnum. Laug- ardagsgangan býr sig líka undir haustið. Verið með í skemmtilegum félagsskap. Nýlagað molakaffi. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, næstu laugardaga, 1., 8., 15. og 22. sept- ember, kl. 14-17. Hitt og þetta á góðu verði. Leið fimm að húsinu. Bakstur í örbylgjuofni Frá Oetker em komriar á markað hér 4 tegundir af kökudufti í pökkum til bakst- urs í örbylgjuofnum. Þetta em ljúfiengar formkökur í eftirtöldum tegundum: aúkkulaðikaka, appelsinukaka, hnetu- kaka og súkkulaðibitakaka. Næstum allt sem til þarf er í pökkunum. Deigblanda, glassúrblanda, hnetu- eða appelsínubit- ar, skraut og bakstursform. Deigblandan er hrærð með 2 eggjum, svolitlu smjörlíki og vatni. Eftir aðeins 6-7 mínútur í ör- bylgjuofni er kakan tilbúin. Með Oetker „kökupakka" er fljótlegt og þægilegt að gleðja alla fjölskylduna með nýbakaðri köku og óvæntir gestir em ekkert vanda- mál. Málverkauppboð Sunnudaginn 2. september fer fram mál- verkauppboð á vegum Gallerí Borgar. Boðinn verður upp fjöldi mynda gömlu meistaranna. má þar nefna verk eftir Ásgrím Jónsson, Kjarval, Mugg, Þorvald Skúlason, Kristinu Jónsdóttur, Jón Eng- UPPBOÐ Á HÓTEL SÖGU SUNNUÐAGINN 2, SEPTEMBER 1990 KL. 20.30 íhm; vikudagur 5. sept.: Samkoma kl. 8.30. Sönghópurinn Án skilyrða, stjóm- andi Þorvaldur Halldórsson. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Kaffi eftir messu í Kirkjubæ. Þórsteinn Ragn- arsson safnaðarprestur Safnkirkjan Árbæ: Guösþjónusta kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Guðsþjón- usta kl. 11. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Ey- jólfsson. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur Keflavíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti og söngstjóri Einar Órn Einarsson. Sóknarprestur. Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan tíma. Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarfrí starfs- manna. Guðsþjónusta á Sólvangi á mánudagskvöld kl. 20. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. pósófískt sjúkrahús sem opnað var í okt- óber 1985 og er eina náttúrulækninga- sjúkrahúsið á Norðurlöndum. Christian Osika mun flytja fyrirlestur sinn á ensku og að fyrirlestrinum loknum mun hann svara fyrirspumum. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Tónleikar C-Moll messa eftir Mozart og söngnámskeið hjá Söngsveit- inni Fílharmóníu Söngsveitin Fílharmónía hefur 31. starfs- ár sitt 3. september næstkomandi. Aðal- verkefni vetrarins verður flutningur á C-moll messu eftir Wolfgang Amadeus Mozart, K 427, sem flutt verður í Háskóla- bíói með Sinfóníuhljómsveit íslands 10. janúar 1991. Jólatónieikar verða í Krists- kirkju snemma á jólaföstunni. Ákveðið hefur veriö að gangast fyrir námskeiði til imdirbúnings og til að hvetja ungt fólk til inngöngu í kórinn. Á námskeiðinu verður kennd raddbeiting, nótnalestur og undirstöðuatriði í tón- fræði. Með námskeiðinu vill Söngsveitin gefa ungu söngfólki tækifæri til að kynnast kórstarfinu og auka kunnáttu sína um leið. Raddprófun fer fram í lok nám- skeiðsins og gefst þá þátttakendum kost- ur á að ganga til liðs við kórinn. Kórstjóri Fílharmóníu er Úlrik Ólason og verður harm kenhari á námskeiðinu ásamt Margréti Pálmadóttur, aðalradd- þjálfara kórsins, og Elísabetu Erlings- dóttur óperusöngkonu. Námskeiðið hefst mánudaginn 3. segt- ember, kl. 20, og verður kennt í húsi FÍH að Rauðagerði 27 í Reykjavík mánudaga, Hársnyrtisýning á Hótel Islandi Sunnudaginn 2. september verður haldin hársnyrtisýning á Hótel íslandi og hefst hún kl. 20. Á sýningunni mun íslenskt hársnyrtifólk sýna hausttískuna í hár- greiðslu. Þá munu landsliöin í hár- greiðslu og hárskurði sýna en þau munu keppa fyrir íslands hönd á heimsmeist- arakeppninni í Rotterdam 23. september nk. Landsliðin skipa: Hárgreiðsla: Dórót- hea Magnúsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Þórdis Helgadóttir og Sólveig Leifsdóttir. Dómari Elsa Haraldsdóttir. Hárskurður: íris Sveinsdóttir, Jón Guðmundsson, Viktoría Guðnadóttir og Guðjón Þór Guð- jónsson. Dómari Torfi Geirmundsson. Hársnyrtisýningin á sunnudaginn verð- ur án efa fróðleg og skemmtileg. Þar munu meðlimir landsliðsins sýna það sem þeir hafa lært af erlendum þjálfurum það sem liðið er af þessu ári. Helstu stof- ur landsins munu einnig sýna það nýj- asta í tísku haustsins. Útivistarferðir Sunnudaginn 2. september heldur Útivist áfram í hinni vinsælu Þórsmerkur-rað- göngu sem endar í Básum á Goðalandi 22. september nk. Áfanginn, sem farinn verður nk. sunnudag, er sá 15. í röðinni og verður farið-inn með Giljum. Þar verö- ur gefinn góður timi til að skoða Bæjar- gil, Nauthúsagil, Merkurker/Illagil og fleira. Lagt er af stað kl. 8. Þetta er ein- stakt tækifæri til að kynnast hinni stór- brotnu náttúru sem hliðar Eyjafjallajök- uls hafa að geyma. Staðfróðir Eyfellingar verða fylgdarmenn. Fólk getur slegist í hópinn á Selfossi og Hellu. Að venju er helgarferð í Bása á Goðalandi á vegum Útivistar. Farið er frá BSÍ, bensínsölu, kl. 20 í kvöld. Leikhús Ferðaleikhúsið Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru í Tjarnarbíói viö Tjörnina í Reykjavík (T/jamargötu lOe). Sýningar- kvöld eru tjögur í viku, fimmtudags- , föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Sýningar hefiast kl. 21 og lýkur kl. 23. Light Nights sýningamar em sér- staklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt en flutt á ensku. Meðal efnis má nefna: þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviðsett. Þetta er síðasta sýn- ingarhelgi Ferðaleikhússins á þessu ári. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafik og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Árbæjarsafn sími 84412 Safniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Kaffihús safnsins. Dillonshús, er opið á sama tíma og safnið. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgrims Jónssonar em nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em unnin í olíu og með vatnslitum, em frá ámnum 1905-1930 og em þau einkum frá Suðurlandi. Sumarsýningin í safni Ás- gríms Jónssonar stendur til ágústloka og er opin alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16. Djúpið Hafnarstræti Þar stendur yfir sýning á verkum Þorra Hringssonar. Á sýningunni eru klippi- myndir sem allar em unnar á þessu ári. Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989 og stundar nú nám við Jan Van Eyck- akademíuna í Maastricht í Hollandi. Sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 9. september. FÍM-salurinn Garðastræti 6 Sumarsýningin, sem tjúka átti 28 þ.m., hefur verið framlengd til 18. september. Á sýningunni em verk eftir 43 myndlist- armenn, eldri og yngri. Þar er að finna höggmyndir, olíumálverk, vatnslita- myndir, grafík og fl. Öll verkin em til sölu. Opið er frá kl. 14-18 virka daga en lokað um helgar. Gallerí 8 Austurstræti 8 Þar em sýnd og seld verk eftir um það bil 60 höfunda, olíu-, vatnslita- og grafík- verk, teikningar, keramik, glerverk, silf- urskartgripir, höggmyndir, vefnaður og bækur um íslenska list. Opiö alla daga kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Sýning á verkum í eigu safnsins. Opiö daglega kl. 14-18. Galleri 11 Þar stendur yfir sýning á verkum Dani- elle Lescot frá Frakklandi. Á sýningunni em olíumálverk og skúlptúrar. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-18. Sýningin stendur til 6. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.