Alþýðublaðið - 13.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ Nýkomið: Niðursuðuvörur: Lax, Sardínnr, Síld, Pernr og Ápricots. Sérlega ódýrt í Kaupfélagi Reykvlkinga Laugaveg 22 A. S í m I 7 2 8, Rftfmagnsleiðslu?. Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tíma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & LJós. Laugaveg 20 B. Sími 830. Skrijstoja alnentngs, Skólavörðustíg 5, tekur að sér innheimtu, annast um kaup og sölu, gerir samn- inga, skrifar stefnur og kærur, ræður fólk í allskonar vinnu eftir því sem hægt er. Fljót af- greiðsla. Sanngjörn ómakslaun. Hálfflðskur kaupir Jón Sn. Jónsson, Bjargarstíg 17. 5kófatriaður í dag og næstu viku selja Kaupfélögin á Laugav. 22 og í Gamla bankanum skó- fatnað með 20% afslætti: / Kvenstigvél, Karimannastíg- vél, Verkamannastigvél, Drengjastígvél, Barnaskór. Alt er þetta mjög góður varn- ingur og með betra verði en menn eiga að venjast hér. — Themosflöskuf í hulstr- um fást ódýrar í verzl. Símonar Jónssonar, Laugaveg 12 Alþýdubla Öiö er ódýrasia, Ijölbreyttasta og aezta d&ghlaö landsins. Kanp- ið það og lesið, getið aldrei áa þesa verið. Kitstjórí og ábyrgðarmaðu.-: ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenbeiir. fmck Lðudm: JEIlntýrl. Slóðin lá nú til hægri, eins og flóttamennirnir ætluðu sér til Balesuna. En það sveigðist meira og meira til hægri og stefndi alt í einu þangað sem hestarnir höfðu verið skildir eftir. Skyndilega heyrðust skot. „Átta,“ taldi Jóhanna. „En það var sama byssan. Það hlýtur að hafa verið Papehara sem skaut.“ Þau hertu á sér, en þegar þau komu á vettvang, voru þau í vafa um að nokkuð hefði skeð. Hestarnir stóðu kyrrir þar sem þeir voru bundnir, og Papehare sat á hækjum sér reykjandi. En áður en Sheldon kom til hans hrasaði hann um líkama, sem lá í grasinu. Jó- hanna þekti að þar var Gosse kominn, einn af ættingj- um Gogoomy, sá sem lofað hafði að veiða grísinn. „Óheppinn, ungfrú,“ sagði Papehare og hristi höfuðið vandræðalega. „Eg hitti aðeins tvo. Miðaði á Gogoomy en hitti ekki.“ „En þú hefir drepið þá,“ sagði Jóhanna ásakandi. „Þú áttir að ná þeim lifandi." Tahitimaðurinn hló. „Hvernig átti það öðruvísi að vera? Eg sit hér reykjandi. Eg hugsa um Tahiti, um brauðaldini og góða daga í Bora Boa. Alt í einu stökkva tíu menn að mér út úr skóginum. Allir eru þeir með langa hnlfa. Gogoomy er með langan hníf í annari hendi og haús- inn af Kwaque 1 hinni. Eg gat ekki beðið þess, áð ná þeim lifandi. Eg skaut. Hvernig átti eg öðru vísi að fara að. Tíu menn, tíu hnífar og höfuð Kvaquel" Sporin dreifðust eftir þessa mishepnuðu tilraun til að koma Tahitimanninum að óvörum, en þau láu brátt saman aftur. Þau röktu þau nú til Beranda, sem flótta- mennirnir höfðu farið um til þess að komast inn í háa grasið. „Það er gagnslaust að elta þá lengur," sagði Sheldon. „Sllí mun reka alla menn sína af stað til þess að ná þeim. þeir komast aldrei hjá honum. Það sem við eig- um að gera, er að gæta strandarinnar og láta þá ekki komast inn á ekruna til að myrða. — Jú, vissi eg ekki.“ Lítinn eintrjáning bar við dökkan bakkann hinum megin árinnar og færðist upp eftir ánni. Hann fór svo hljóðlega — að hann hefði vel getað verið skuggi. Þrjár naktar, svartar verur réru, og heyrðist ekkert áraglam. Langs eftir bátnum láu löng skotspjót með beinoddum, og á baki mannanna hékk fullur örvamælir. Þessir mannaveiðarar ráku augun í alt. Þeir höfðu tekið eftir Sheldon og Jóhönnu, en létu ekkert á því bera. Ein- trjáningurinn stansaði skyndilega, þar sem Gogoomy og felagar hans höfðu fyrst komið fram á bakkann, því næst snéri hann við og hvarf i skugga sefsins; annar og þriðji eintrjáningurinn kom á eftir, rann draugalega þangað sem flóttamennirnir höfðu sést og hvarf. „Eg vona að fleiri verði ekki drepnir," sagði Jó- hanna á heimleiðinni. „Það kemur varla fyrir," fullvissaði Sheldon. „Eg hefi íalað svo um við Sílí gamla, að hann fái að eins borg- un fyrir þá, sem hann færir mér lifandi, svo hann verður vafalaust varkár." XXIII. KAFLI. Aldrei höfðu flóttamenn frá Beranda verið eltir eins miskunnarlaust og 1 þetta sinn. Gogoomy og félagar hans höfðu verið slæm fyrirmynd fyrir hálft annað hundrað nýrra verkamanna. Þeir höfðu ráðgert morð, höfðu drepið verkstjóra og brotið samning sinn með því áð flýja ínn í skógana. Sheldon sá, hve nauðsynlegt það var, að sýna þeim nýkomnu, að slíkt framferði Æ íintýrið eftir Jack London, sagan sem hefir verið að koma hér í blaðinu, kemur út sérprentuð á ágæt- um pappír með mynd höfundarins. — Hún verður yfir 200 stður og kostar aðeins i kr. send frítt hvert á land sem er gegn póstkröfu. Upplagið lítið. — Sendið pantanir sem fyrst til blaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.