Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 1
Vetrardagskrá Sjónvarps: Gamlir og nýir gestir í vetur Margföld óskarsverólaunamynd, Platoon, verður sýnd i Sjónvarpinu i vetur. Vetrardagskrá Sjónvarpsins hefst í þessum mánuöi og kennir þar margra nýjunga í innlendu og erlendu efni. Nokkrir dagskrárliöir sumarsins verða þó enn á sínum stað og má þar nefna einn lífseig- asta þátt sjónvarpsins, Nýjustu tækni og vísindi, sem sýndur verö- ur annan hvern þriðjudag í vetur. Ljóðiö mitt flyst yfir á þriðjudags- kvöld og verður líka hálfsmánaðar- lega. Mun Pétur Gunnarsson taka við stjórninni þegar á hður. Annan hvern flmmtudag veröur Hilmar Oddsson með kvikmyndaþáttinn Skuggsjá svo sem verið hefur. Stef- án Hilmarsson mun láta öðrum eft- ir stjóm Poppkornsins en þáttur- inn verður áfram á föstudögum. Fólkið í landinu er einn vinsælasti þáttur sjónvarpsins og mun hann verða áfram á dagskrá í vetur. Umsjónarmenn veröa nokkrir og munu þeir fá til sín þekkt og óþekkt andht, ung og gömul, og hafa við- mælendur frá mörgu aö segja. Veturinn gengur svo í garð með þætti Hemma Gunn sem verður með nýju sniði en Hemmi verður á tali samt sem áður. Egill Eövarðs- son hefur tekið við dagskrárstjórn- inni og hyggjast þeir brjóta upp gamlar hefðir í útsendingu. Arthúr Björgvin Bollason verður umsjónarmaður hsta- og menning- arþáttarins Litróf líkt og í fyrra. Jón Egill Bergþórsson er dagskrár- gerðarmaðurinn að baki Arthúrs. Annar hstaþáttur er í umsjón Sigmars B. Haukssonar og er þar fjallað um Matarhst, eins og nærri má geta. Þáttur Sigmars veröur með svipuðu sniði og áður og fær hann til liðs við sig listakokka úr ýmsum áttum. Helga Steffensen sér áfram um Stundina okkar og með henni verða ýmsar kynjaverur síð- asta vetrar. Á föstudögum fer sjónvarpið í rokkskóna og silkifrakkana og sýn- ir tónlistarþætti og hljómleika með þekktum innlendum og erlendum popphljómsveitum. Starfsmenn Sjónvarps unnu líka ötullega við upptökur á Listahátíö síöastliðið sumar og verður afraksturinn á dagskrá öðru hverju í vetur. Á Listahátíö komu fram ýmsir snill- ingar á öllum sviðum tónhstar og úr varð hinn fjölbreyttasti tónstigi. Spaugstofumenn eru uppteknir á öðru sviði fram að jólum og verða því ekki tilbúnir til aö mæta heim í stofu fyrr en á nýju ári. í staðinn býðst áhorfendum nýr íslenskur gamanmyndaflokkur eftir Jón Hjartarson sem nefnist Líf í tusk- unum og er hann í sjö þáttum. Sjónvarpið hefur fengið til hðs við sig marga utanhússmenn í ýmsa dagskrárgerð og má þar nefna Bryndísi Schram sem heim- sækir Sólheima í Grímsnesi, Árni Johnsen fer í Dyrhólaey, Þorsteinn J. Vilhjálmsson skoðar sögu há- karlaveiða á Vopnafirði, Gísli Jóris- son menntaskólakennari fræðir okkur um séra Matthias Jochums- son og Örn Ingi lítur á mannlíf á Langanesi. Ingimar Ingimarsson hefur unnið viðamikla dagskrár- gerð um ísland og Evrópu sem er í sex þáttum. Ríkisútvarpið verður 60 ára á þessu ári og verður afmæhsins minnst með ýmsum hætti í útvarpi og sjónvarpi. Sjónvarpið hefur staðið í dagskrárgerð í 24 ár og einn af fyrstu mönnum á því sviði var Andrés Indriðason. Hann mun leita í filmusafni að nokkrum gömlum sýnishornum og bregða þeim á skjáinn annan hvern miðvikudag í vetur. Annar frumbýlingur er Ólaf- ur Ragnarsson. Á sínum tíma fór hann til Kanada og vann viðamikla þætti um íslendingabyggðina þar sem verður endursýnt í vetur. Nýtt efni í sjónvarpi eru íslenskar kvikmyndir sem sýndar verða á miðvikudögum og mun Hrafninn fljúga á skjánum. Ný kvikmynd, Virkið, verður frumsýnd í sjón- varpi á haustmánuðum. Síðast en ekki síst verður að geta umfangs- mikillar upptöku á verki Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar; Litbrigðum jarðar, sem sýnt verður á nýju ári. Úr fórum innkaupadeildar Flaggskip hins erlenda efnis í ár er án efa myndaflokkurinn Ófriður og örlög eða framhald þáttanna Blikur á lofti (Winds of War) sem Sjónvarpið sýndi fyrir tveimur árum. Þetta eru þrjátíu þættir sem sýndir verða eftir fréttir á sunnu- dagskvöldum. Þátturinn er allur hinn vandaðasti, enda dýrasti framhaldsmyndaflokkur sem gerð- ur hefur verið og kostaði hann 120 milljónir Bandaríkjadala. Robert Mitchum er enn í hlutverki sjóliðs- foringjans Victors Henry en aðrir hafa tekið viö aukahlutverkum. Ýmsir stórleikarar, breskir og bandarískir, koma við sögu og má nefna John Gielgud og Jane Sey- mor. Vinsælasti lögreglufulltrúinn í sjónvarpi er án efa Derrick hinn þýski. Breskir þættir í anda Agöthu Christie verða einnig á dagskrá auk annarra breskra morðgátuleysara. Yngismærin hin brasilíska hefur- varið á skjánum lengi en nú fer að styttast í sögulok. Annar þáttur leysir hana af hólmi og er hann ekki síður langur því að sýndir verða 104 þættir sem deilt verður á dagskrána þrisvar í viku í vetur. Athyglisverður pólskur framhalds- myndaflokkur í tíu þáttum veröur á mánudagskvöldum. Þátturinn hefur vakið mikla athygli, enda er lagt út frá Boðorðunum tíu. Gam- anþættir, svo sem Staupasteinn og Hver á að ráöa, verða vikulega að ógleymdum fyrirmyndarföðurnum Cosby. Heimsfrægir popparar hafa verið á hljómleikaferð síðsumars og mun Sjónvarpið sýna upptökur frá hljómleikum Rolling Stones, Tinu Turner og Yes, auk annarra minni spámanna. Af sígildum verkum má nefna Vilhjálm Tell í flutningi heimsfrægra söngvara hjá Scala. Kvikmyndir, nýjar og gamlar, verða á helgardagskrá. Frægar myndir eins og Sjúk í ást með Sam Shephard og Kim Basinger, marg- falda óskarsverðlaunamyndin Platoon og uppreisnin á Bounty meö Mel Gibson og Laurence heitn- um Olivier. Ný sjónvarpsupptaka af leikriti John Ösborne, Horfðu reiður um öxl, verður sýnd 21. nóv- ember en þann sjöunda sama mán- aðar er Marcello Mastroianni á skjánum í kvikmynd eftir Felhni. -JJ Stöð 2: John og Yoko Hér er á ferðinni framhaldsmynd sem þykir varpa skýru ljósi á bítilinn og samband hans við japönsku lista- konuna Yoko Ono. Samband þeirra olli miklum usla hjá íjölmiðlum og margir aðdáendur urðu reiðir og þóttust sjá nýjan og áður óþekktan Lennon eftir kynnin við Yoko. Þau áttu þó margt sameiginlegt eins og trúna á frelsi, bræðralag og frið öll- um til handa. John hafði alla tíð sagt skoðanir sínar umbúðalaust og dró ekki í land eftir að hann kynntist konu sinni. Hveitibrauðsdögunum eyddu þau í rúminu til að útbreiða friðarboðskap sinn, hann skilaöi orðu sinni til Bretadrottningar til að mótmæla stríðinu í Víetnam og barð- John og Yoko áttu saman trúna á frelsi og bræðralag. ist opinberlega fyrir því að Nixon næði ekki kjöri sem forseti. Honum var visað úr Bandaríkjunum og er talið að þar hafi bandaríska leyni- þjónustan verið að verki. Framhaldsmyndin er í tveimur hlutum og verður sá fyrri á sunnu- dag kl. 21.50 og hinn síðari mánudag kl. 21.45. -JJ Bylgjan í vetrarbúning Með lækkandi sól fer Bylgjan í vetrarbúninginn sinn og nýtur góðs af samvinnu við Stöð 2. Að sögn Páls Þorsteinssonar útvarps- stjóra opnast útvarpshlustendum á Austurlandi nýr möguleiki með samnýtingu á dreifikerfi þessara ljósvakamiðla. Þegar Stöð 2 er ekki með útsendingu geta Austfirðingar hlustað á Bylgjuna með því að kveikja á sjónvarpstækinu sínu. Sannarlega frumleg nýjung það. Þessar stöðvar vinna fréttaefni sitt alfarið saman núna og byrjar fréttaútsending klukkan 17.17 á Bylgjunni þar sem nýjar fréttir heyrast áður en þær sjást í 19.19. Þeir sem eru á ferö og flugi á þeim tíma sem 19.19 er í loftinu geta svo aftur nýtt sér útvarpið til að hlusta á fréttir. Nýir liðsmenn eru á Bylgjunni í vetur og má þar nefna Jón Ársæl sem tekur við síðdegisþættinum. Jón ætlar að taka púlsinn á þjóðhf- inu alla virka daga. Morgunhani Bylgjunnar er annar þekktur út- varpsmaður, Eiríkur Jónsson, og byrjar hann klukkan 7.00 alla virka daga. Vikuskammturinn verður á sunnudögum og koma þá gestir í beina útsendingu og reifa atburði síðustu viku. Þar við stjórnvölinn situr Sigursteinn Másson en einn gamall fréttahaukur, Ingvi Hrafn Jónsson, kemur þar viö sögu íjórðu hverja viku. Kvöldsögur verða á dagskrá á mánudags-, þriðjudags-, miðviku- dags-, og fimmtudagskvöldum. Að sögn Páls verða þar rædd eilífðar- máhn og ýmsar hliðar tilverunnar skoðaðar. Þessum þáttum skipta á milli sín Páll Þorsteinsson, Valdís Gunnarsdóttir, Haukur Hólm og Þórhallur Guðmundsson miðill. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.