Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1990, Blaðsíða 1
Eric Roberts og Mickey Rourke í hlutverkum sínum sem vinir og frændur sem lenda í vandræðum. Sjónvarp á laugardag: Höfuðpaurinn með Mickey Rourke Leikarinn Mickey Rourke birtist hér í einu frægasta hlutverki sínu til þessa sem New York-búinn Charlie sem fundið hefur fótfestu í lífinu sem veitingastjóri á glæstum matsölu- stað. Hann gengur með snoppufríða og vel ættaða dömu upp á arminn og getur veitt sér að hafa dýran smekk í klæöaburði. Smekkur hans á ættingja og vini er ölíu lakari, því Paulie, vinur hans og frændi, hefur sérstakt lag á að koma sér - og Charlie - í hin mestu vandræði. Þvi fer sem fer og Charlie missir stöðuna góðu. En þegar neyðin er stærst hug- kvæmist Paulie að fá til hðs við þá gamlan skápabrjót og freista gæf- unnar. Þeim tekst að ná 150.000 doll- urum, en því miður kom ránsféð úr skáp helsta mafíósans á svæðinu. Með Mickey Rourke leika þau Eric Roberts, Daryl Hannah, Geraldine Page og Burt Young. Myndin er frá árinu 1984 og fær þijár stjömur hjá Maltin. Tveir vinir halda á fund unnustu annars þeirra en fá óblíðar móttökur. Sjónvarp sunnudag: Ný íslensk kvikmynd Ásgrímur Sverrisson hefur unnið að gerð kvikmyndar þessarar sem ber nafnið Virkið og verður frum- sýnd í Sjónvarpinu. Hér segir frá tveimur vinum sem halda að af- skekktum bóndahæ th að vitja unn- ustu annars þeirra. Þeir mæta tak- markaðri gestrisni hjá fóður stúlk- unnar og ekki skánar ástandið er þeim tekst loks að ná tah af henni sjálfri. Leikendur eru Róbert Am- fínnsson, Ylfa Edelstein, Skúh Gautason og Þormar Þorkelsson. Ásgrímur er aðeins tuttugu og fímm ára en getur samt státað af sjö ára ferh við kvikmyndagerð. Hann hefur dundað við kvikmyndagerð frá því í gagnfræðaskóla og hélt ótrauð- ur áfram á menntaskólaárum sínum. Ásamt félögum sínum stofnaði hann síðan kvikmyndafélagið Alvöru sem staðið hefur að gerð allmargra tón- hstarmyndbanda. Ásgrímur er. nú við nám í kvikmyndaleikstjórn við National Film and Television School í Limdúnum. Stöð 2 á sunnudag og mánudag: Lyndon B. Johnson -Upphafíð Stöð 2 sýnir framhaldsmynd um Lyndon B. Johnson, fyrrum forseta Bandaríkjanna, á sunnudags- og mánudagskvöld. Myndin hefst á því að hinn 26 ára gamh Lyndon B. Johnson, sem leikinn er af Randy Quiad, tekur sér far á hend- ur th Texas th að biðja um hönd Lady Bird Johnson en hún er leikin af Patti Lupone. Þau giftast sam- dægurs og halda til Washington D.C. en Johnson starfar þar sem ritari þingmanns. Eiginkona þing- mannsins hefur horn í síðu Jo- hnsons og þessi samskipti enda þannig að hann er rekinn frá störf- um. Skömmu síðar fer Johnson í framboð th þingsetu og vinnur með miklum meirihluta atkvæða. Á þessum tíma var Johnson lýst sem framagjömum manni og eiginkona hans átti í mestu erfiöleikum með að fylgja honum eftir. Á þessum tímabih kynnist hann ungri konu sem á ekki í neinum vandkvæðum með að skhja framagimi hans og með þeim takast ástir. Það er ekki fyrr en Lady Bird missir fóstur og lætur nærri lífið af völdum þess að Johnson gerir sér grein fyrir því að hjónabandinu vih hann ekki fóma. Þegar hann sigrar í kosning- um th öldungadeildar Bandaríkj- anna eftir harða baráttu stendur eiginkonan þétt við hlið hans. Eins og hendi væri veifað varð hann einn valdamesti stjómmála- maðurinn í Washington og að margra mati í Bandaríkjunum. En Johnson fær þá alvarlegt hjartaá- fah og margir telja að með því sé ferh hans lokið. Hann nær fullri hehsu með dyggum stuðningi eig- inkonu sinnar og baráttan að tak- markinu að verða forseti heldur áfram. En þá kemur ungrn- öld- ungadehdarþingmaður, John F. Kennedy, fram á sjónarsviðið. Kennedy býður Johnson varafor- setaembættið gegn því að þeir verði Lyndon B. Johnson var ungur að árum þegar hann byrjaði að sækjast eftir póiitiskum metorðum. ekki andstæðingar í kosningunum. Johnson gerir sér grein fyrir því að Kennedy og flokkurinn þurfa á honum að halda en veit jafnframt Eftir nokkur áföll i hjónabandinu stóðu hjónin þétt saman. að gangi hann að þessu verða póli- tísk áhrif hans hth sem engin. Á forsetaárum Kennedys minnka áhrif Johnsons sem varaforseta og hann á í miklum útistöðum við bróður forsetans, Robert Kennedy, sem engum dyljast. En örlögin ætla ekki Lyndon B. Johnson að draga sig í hlé því að árið 1963 fehur John F. Kennedy fyrir morðingjahendi og Johnson verður forseti Bandaríkjanna. Hann gerir sér grein fyrir ábyrgð- inni en veit jafnframt að hann mun alla tíð standa í skugga John F. Kennedy. Sýning á þessari sannsögihegu framhaldsmynd hefst kl. 21.50 á sunnudagskvöld en síöari hlutinn verður sýndur kl. 21.45 á mánu- dagskvöld. Sjónvarp á föstudagskvöld: Hljómsveitin Islandica Hljómsveitin Islandica hefur starf- að í þrjú ár og á þeim tíma unniö ötuhega að því að kynna íslensk þjóö- lög hér heima og erlendis. Hún hefur komið fram á menningarhátíð í Köln í Þýskalandi, ferðaðist í einn mánuð í sumar um Norðurlönd th að kynna frændþjóðum okkar íslenska tónhst og kom fram á íslandskynningu í Lúxemborg í semptember síðasthðn- um. Nýverið kom út hljómplata með hljómsveitinni sem ber nafnið Ramm-íslensk. Og á dögunum kom hljómsveitin saman í sjónvarpssal th að flytja tónhst sína og geta lands- menn skoðað afraksturinn kl. 20.35 á föstudagskvöld. Hljómsveitina skipa Herdís Hahvarðsdóttir, sem syngur og leikur á bassa, Ingi Gunnar Jó- hannsson, sem sér um gítar og söng, Guðmundur Benediktsson leikur á hljómborð og gítar, ásamt því að syngja og Gísh Helgason, sem leikur á slagverk og flautu, auk þess að sjá um söng. Þeim th aðstoðar er Ásgeir Óskarsson trymbhl og Bryndís Sveinbjömsdóttir en hún er aðeins tíu ára og syngur eitt lag á eigin spýt- ur. Hljómsveitin Islandica í sjónvarpssal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.