Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990. 21 Nýtt íslenskt teiknimyndablað lítur dagsins ljós: Ekki bara fyrir stráka „Viö vorum þrír kunningjar sem vorum aö velta fyrir okkur aö skemmtilegt væri aö gefa út íslenskt teiknimyndasögublaö. Hugmyndin varð til í febrúar. Ég hafði heyrt af öðrum sem höföu sama áhugamál og við settum okkur í samband viö þá. Viö héldum fund og ákváöum aö slá til meö útgáfuna nú í haust. Það var um mitt sumar sem viö byrjuðum að teikna en þaö var enginn grund- völlur fyrir útgáfu nema nokkrir ynnu viö blaöiö,“ segir Bjarni Hin- riksson, einn sjömenninga sem eru aö senda frá sér nýtt blað, Gisp, sem leit dagsins ljós í gærdag. Aðrir teiknarar eru Bragi Hall- dórsson, Þórarinn Leifsson, Jóhann Torfason, Ólafur Engilbertsson, Þorri Hringsson og Halldór Baldurs- son. Alhr eru þeir útskrifaöir úr Myndlista- og handíðaskólanum. „Það er auövitaö engin leið að lifa af teiknimyndasögum en upp á fjöl- breytni er mun betra aö viö séum nokkrir sem framleiðum efni,“ segir Bjarni. Þeir strákar eru allir viö önn- ur störf, Bjarni og Ólafur starfa hjá Sjónvarpinu, Þorri er við nám í Holl- andi, Halldór er húsfaðir í Frakk- landi og hinir starfa „free lance“ við auglýsingagerð og fleira hér á landi. „Við vorum með nokkrar sögur til- búnar í upphafi og fórum aö kanna markaðinn. Til dæmis athuguðum viö hvort Smekkleysi vildi gefa blað- iö út og fjármagna dæmiö. Síðan sáum viö aö eðlilegast væri aö viö stæöum sjálfir aö útgáfunni,“ segir Bjarni. í blaöinu, sem er svart-hvítt, eru stakar sögur frá hverjum höfundi. „Sögupersónumar verða ekki endi- lega áfram í næstu blööum, þaö verö- ur bara sitt á hvað,“ segir Bjarni. Blaöið telja þeir vera fyrir fullorðiö fólk. „Við erum á aldrinum frá tví- tugu til þrítugs og erum ekki aö búa til myndasögur fyrir börn.“ Bjarni segir blaöið ekki vera klass- ískt hasarblaö þó finna megi ein- hvern hasar í sumum sögunum. „Þetta eru fjölbreyttar sögur úr öll- um áttum og stíllinn er það líka. Stefna okkar er aö hafa blaðiö fjöl- breytt en um leið aö skapa einhvern sérstakan anda sem veröur til meö útgáfunni. Höfundar verða alltaf þeir sömu en sögupersónurnar og sögu- svið breytast," segir Bjarni ennfrem- ur. Sögusviöið er yfirleitt ísland. Meira aö segja auglýsingar í blaðinu eru hannaöar af höfundum teiknimynd- anna, enda í sama stílnum. Gisp er fyrsta íslenska teiknimyndasögu- blaöiö en áöur hafa verið gefin út teiknimyndablöð í skólum, þá gjarn- an fjölrituð. Hér er því um brautryðj- endastarf aö ræða. - En er þetta bara strákablað? „Að því leyti aö engar stelpur vinna viö blaöið. Það er oft sagt aö teikni- myndasögur séu fyrir stráka en ég held aö þaö sé rangt,“ segir Bjarni. „Þetta blaö er fyrir bæði kynin.“ -ELA Siöa úr nýja teiknimyndablaóinu. KVIK KLÆÐASKÁPAR ÓTRÚLEGA ÓDÝRIR r Gerð 50-hvítur 50 x 210 x 60 sm m/hattahillu, slá fyrir herðatré og höldum. AÐEINSKR. 9.478,- Fimm af sjö höfundum nýja íslenska teiknimyndasögublaðsins, Bjarni Hinriksson, Bragi Halldórsson, Þórarinn Leifsson, Jóhann Torfason og Ólafur Engilbertsson. DV-mynd BGS XdJ Gerð 100 tvöfaldur, hvítur 100 x 210 x 60 sm m/skilrúmi, hattahillu, 3 hillum, slá fyrir herðatré og höldum. feoBfc AÐEINS KR. 14.760,- UU BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI SlMI 651499 Jólamatur og -kökur: SENDIÐ JÓLAUPPSKRIFTIR ALLRA SÍÐASTI SKILADAGUR A MÁNUDAG ann 28. nóvember mun DV gefa út aukablað um mat og kökur til jólanna. Að þessu sinni verður sér- staklega leitað til lesenda um uppskriftir, enda vitað að fólk lumar á alls konar góð- um og sniðugum uppskriftum að jólamat og ekki síður kökum, sælgæti og öðru góðgæti sem tilheyrir jólum. Einnig eru smáfrásagnir af tilurð uppskrifta, íslenskra og erlendra, og jólahaldi á íslandi og úti í heimi skemmtileg viðbót. Hér er ekki um verðlaunasamkeppni að ræða heldur verður dregið úr öllum inn- sendum bréfum. Hinir fimm heppnu fá senda nýja og glæsilega Matreiðslubók Iðunnar en hún kostar 7.400 krónur. Sendið uppskrift eða uppskriftir að alls konar jólamat til DV fyrir 12. nóvember. Uppsetning þarf að vera skýr og engu má skeika með mál og vog. Best væri að fá upp- skriftirnar vélritaðar en skýr rithönd getur gengið. Ef mikið efni berst verður að velja uppskrift- ir til birtingar en allir eiga jafna möguleika á mat- reiðslubók. Munið að skrifa undir með fullu nafni, heimilisfangi og síma. Merkið umslagið: Dagblaðið-Vísir Matur og kökur pósthólf 5380 125 Reykjavík IÐUNN Brœðraborgarstíg 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.