Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
Fréttir
Offramleiðsla landbúnaðarvara kostar ríkið á annan milljarð samkvæmt fjárlagafrumvarpi:
Utf lutningsbætur gleypa
eignarskatt einstaklinga
í íjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar-
innar er ráðgert að verja rúmlega 1,4
milljarði í útflutningsbætur á land-
búnaðarafurðum, eða 613 milljónum
meira en gildandi búvörulög gera ráð
fyrir. Þetta er sama upphæð og ríkis-
sjóður áætlar að innheimta í eignar-
skatt af einstaklingum á næsta ári.
Samkvæmt gildandi búvörulögum
skal greiðsla ríkissjóðs til útflutn-
ingsbóta nema sem svarar 5 prósent-
um af heildarverðmæti landbúnað-
arafurða eins og Hagstofa íslands
áætlar það ár hvert.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands liggur ekki enn fyrir
hvert heildarverðmæti landbúnað-
arafurða var á síðasta verðlagsári.
Hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins
fengust hins vegar þær upplýsingar
að heildarverðmætið væri áætlað
14,5 til 15 milljarðar.
. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að heildarverðrriæti landbúnað-
arafurða á næsta ári nemi um 16,2
milljörðum. Samkvæmt ákvæðum
búvörulaganna ætti framlag ríkisins
til útflutningsbóta því að nema 814
milljónum.
Til útflutnings á kindakjöti er áætl-
að að veija 880 milljónum og á míólk-
urvörum 160 milljónum. Auk þessa
er áætlað að veija um 130 milljónum
í greiðslur til bænda fyrir að fram-
leiða ekki og 277 milljónum til að
greiða niður lán sem Framleiðsluráð
landbúnaðarins tók 1988 tii greiðslu
útflutningsbóta.
í fjármálaráðuneytinu og land-
búnðarráðuneytinu fengust þau svör
að minnkandi neysla innanlands á
landbúnaðarvörum væri helsta
skýringin á þessum miklu umfram-
útgjöldum tii útflutningsbóta. Þau
markmið búvörulaganna 1985 að
koma á jafnvægi milli framleiöslu og
neyslu hefðu ekki gengið nægjanlega
vel eftir í framkvæmd gildandi bú-
vörusamnings. Samkvæmt samn-
ingnum er bændum tryggt fullt verð
fyrir framleiðslu sína, óháð innan-
landsneyslu.
Að hluta til má hins vegar rekja
ástæðu þessa til þeirrar framleiðslu-
aukningar á kindakjöti sem heimiluð
var vorið 1987 af þáverandi land-
búnðarráöherra, Jóni Helgasyni. Sú
framleiðsluaukning nemur um 250
tonnum á ári.
-kaa
Skyndilokun:
Of mikið af
smáloðnu
Hafrannsóknastofnun hefur lokaö
loðnuveiðisvæðinu norður af Kögur-
grunni og Strandagrunni. Gildir lok-
unin í eina viku til að byrja með.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, sagði að eftir
að Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur og hans menn á Bjarna Sæ-
mundssyni hefðu lokið rannsóknum
á þessu svæði hefði verið ákveðið að
beita skyndilokun.
„Það var of mikiö af smáloönu
þarna innan um,“ sagði Jakob. Þess
má geta að til þess að veiöar séu
stöðvaðar þurfa 50 prósent aflans að
vera smáloðna.
Þeir bátar, sem reynt hafa veiöar
að undanfórnu, hafa verið norður af
Langanesi. Þar hefur frekar lítið
fundist af loðnu. Einnig hefur verið
mikiðafsmáloðnuíaflanum. -S.dór
Prófkjör Alþýðuflokks:
Jóhanna vill
ekkert segja
,Ég hef bara séð eina blaðafrétt um
að til standi að halda opið prófkjör
hér í Reykjavík. Ég vil því ekkert
segja um það hvort ég stefni á 1.
sæti listans eða ekki,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráöherra í
samtaii viö DV.
Jóhanna var í 2. sæti listans síðast
en Jón Baldvin í því 3. Jón Sigurðs-
son, sem var í 1. sæti, flytur sig nú
yfir í Reykjaneskjördæmi. Spurning-
in verður því hvort Jón Baldvin.for-
maður flokksins, eða Jóhanna Sig-
urðardóttir hreppir 1. sætið -S.dór
Mikil einmunatíð hefur verið á Norðurlandi það sem af er vetri. Á Akur-
eyri hafa bæjarstarfsmenn getað unnið verk sem að öllu jöfnu eru ekki
unnin á þessum árstíma eins og myndin ber með sér. Hún var tekin i
Strandgötu en þar hefur verið unnið að endurnýjun lagna í götunni.
DV-mynd gk
Kristján Ragnarsson:
Sé ekki annað
en það verði
verkf all
„Við viljum hiiðstæða samninga
og gerðir voru á Vestfjörðum. Það er
mat allra aö þeir séu mun hagstæð-
ari en þeir samningar sem okkur er
boðið upp á í dag. Það er hins vegar
ekki vilji hjá útvegsmönnum að við
sitjum við sama borð og aðrir sjó-
menn og slíkt er ekki hægt að líða.
Útvegsmenn voru tilbúnir aö bjóða
sjómönnum fyrir vestan alit annað
en þeir eru reiðubúnir að bjóða okk-
ur,“ segir Skafti Skúiason, formaður
Sindra á Austurlandi, en hann situr
jafnframt í samninganefnd Far-
manna- og fiskimannasambandsins.
Það slitnaði upp úr samningafundi
sjómanna og útvegsmanna um
klukkan 7.30 í gærkvöldi en samn-
ingamenn höfðu þá setið á fundi í
um fimm og hálfa klukkustund.
Ríkissáttasemjari, Guðlaugur Þor-
valdsson, kvaðst ekki myndu boða
til annars samningafundar nema
annar hvor deiluaðili óskaði þess.
„Þeir verða að svara fólkinu“
„Ég sé ekki fram á annað en það
verði verkfall'. Við ætlum ekki að
fara fram á fund, þess í staö ætlum
við að leyfa þessum mönnum að sýna
þjóðinni hvað þeir ætla aö gera. Þeir
verða að svara fólkinu sem þeir ætla
að svipta atvinnunni með verkfalli
hvers vegna þeir fara fram með slíku
offorsi," sagði Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands íslenskra
útvegsmanna.
„Ástæðan fyrir því að það slitnaði
upp úr samningafundinum var sú að
menn náðu ekki saman um það sem
þeir töldu að samkomulag hefði verið
um þegar þeir skiidu í fyrrinótt. Sjó-
menn drógu fram nýjar kröfur á
fundinum í gær, meðal annars um
hvað ætti að standa í samningnum
sem tæki við af þessum og það vorum
við ekki tilbúnir að fallast á. Okkur
fannst sem það ætti að fara að ræða
tvenna samninga í stað eins.“
„Erum ekki átta Ijótir kallar“
„Það dynja á okkur símtöl frá sjó-
mönnum sem krefjast hliðstæðra
samninga og voru gerðir á Vestfjörð-
um. Við flnnum fyrir miklum þrýst-
ingi frá þeim að gera jafngóðan
samning og var gerður þar. Við erum
ekki átta ljótir kallar í samninga-
nefndinni sem erum að gera eitthvað
ljótt upp á okkar einsdæmi. Við erum
í góðu sambandi viö sjómenn og við
vitum hvað þeir vilja.
Ég er sannfærður um að ef kemur
til verkfalls þá munu sjómenn
heimta Vestfjarðasamkomulagið í
heild sinni,“ segir Skafti. -J.Mar
Hæstaréttardómur vegna skemmdrar rækjusendingar til Japans:
Eimskip greiði um 6 milljónir
- hafði verið sýknað í undirrétti vegna skorts á kröfuréttindum
Hæstiréttur hefur dæmt Eim-
skipafélag íslands til að greiða
helming kostnaöar sem varð vegna
tjóns á rækjufarmi sem sendur var
með gámi frá Reykjavík til Japans
í lok ársins 1984. Upphæöin nemur
hátt í 6 milljónum króna. Eim-
skipafélagið hafði verið sýknað af
kröfum vegna tjónsins í bæjarþingi
Reykjavíkur árið 1988. Framsal
kröfuréttinda frá japönsku trygg-
ingafélagi, sem hafði fengið greitt
fyrir tjónið árið 1987, var þá ekki
fyrir hendi. Það lá hins vegar fyrir
þegar málið kom fyrir Hæstarétt.
Eyrarfoss flutti umræddan gám
til Rotterdam en flutningaskipið
Nedlloyd Delft flutti hann áfram til
Japans. Farmurinn var ekki skoð-
aður í Rotterdam. Niðurstaða jap-
anskra skoðunarfyrirtækja, sem
skoðuðu sendinguna þegar innsigli
gámsins var fyrst rofiö í Tókíó, var
að rækjan hefði veriö ónýt þar sem
hún hefði þiðnað vegna bilana eða
truflana í kælikerfl gámsins í flutn-
ingi.
Skipafélagið Nedlloyd Lijnen
áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.
Eigendur þess höfðu greitt um-
boðsskrifstofu japanska trygginga-
félagsins rúmar 27 milljónir jena í
bætur vegna tjónsins, samkvæmt
sátt sem gerð var í bæjarþingi
Reykjavíkur 1988.
í dómi Hæstaréttar segir meðal
annars að ekki sé talið að ótvíræð
gögn hafi komið frá skipafélögun-
um um það hvenær á flutningstím-
anum tjónið hefði orðið. Eimskipa-
félagið lagði ekki fram hitastigs-
spjald gámsins á leiðinni frá
Reykjavík til Rotterdam. Einnig
skorti gögn og upplýsingar um
hitastig gámsins eftir hleðslu og
þar til hann var kominn um borð
í Eyrarfoss 30 klukkustundum síð-
ar. Skipafélaginu Nedlloyd tókst
heldur ekki að sýna óyggjandi fram
á að tjónið hefði ekki orðið þegar
gámurinn var í umsjá þess.
„Verður því með hliðsjón af fram-
ansögðu ekki fallist á aðalkröfu
áfrýjanda um að stefndi verði
dæmdur til greiðslu alls tjónsins
heldur beri að skipta því og þykir
eðlilegt að hvor aðili um sig beri
helming tjónsins," segir í dómi
Hæstaréttar.
Eimskipafélagið var dæmt til að
greiða áfrýjanda, Valgarð Briem
hæstaréttarlögmanni, fyrir hönd
Nedlloyd Lijnen, 13.686.067 japönsk
jen, hátt í 6 milljónir króna, með
vöxtum frá 1. febrúar 1987. Félag-
inu var einnig gert að greiða áfrýj-
anda málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti, samtals 700 þúsund
krónur. Sonur Valgarðs, Garðar
Briem, flutti málið fyrir Hæstarétti
sem prófmál. Dóminn kváðu upp
hæstaréttardómararnir Guðmund-
ur Jónsson, Guörún Erlendsdóttir,
Haraidur Henrysson, Hrafn Braga-
sonogÞórVilhjálmsson. -ÓTT