Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
Fréttir____________________________
Samdrátturinn hjá Slippstöðinni á Akureyri:
Starfsfólki fækkað
um 150ááttaárum
- starfsmenn eru nú 40 færri en um síðustu áramót
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Starfsmönnum Slippstöðvarinnar
á Akureyri hefur fækkað um 150 á
sl. átta árum og á þessu ári hefur
starfsmönnum stöðvarinnar fækkað
um 40.
Árið 1982, þegar starfsmenn stöðv-
arinnar voru flestir, voru þeir 320
talsins en síðan hefur þeim farið
fækkandi hægt og sígandi. í árslok
1968 störfuðu 288 manns hjá stöð-
Góða tíðin nyrðra:
Gróðurinn
sefurvær-
umsvefni
- segir Ami Steinar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta góða tíðarfar, sem hér
hefur verið að undanförnu, fer
vel með gróðurinn sem sefur
værum svefni,“ segir Árni Stein-
ar Jóhannsson, garðyrkjustjóri á
Akureyri, en tíðarfar þar, eins og
annars staðar á Norðurlandi, hef-
ur verið óvenju gott í haust.
Reyndar er tíðarfarið nú mjög
líkt og tvö sl. ár en þá var „blíð-
viðri" fram að jólum. Hins vegar
snjóaði geysilega mikið eftir ára-
mót á þessu ári og einnig á síð-
asta ári.
„Það fer vel um gróðurinn og
við höfum engar áhyggjur af hon-
um. Það sem gæti aftur á móti
gerst og farið illa með gróður er
ef við fengjum hlýindakafla
snemma árs, til dæmis í mars eða
apríl, og síðan kólnaði aftur,“
sagði Ámi Steinar.
inni, um síðustu áramót voru þeir
210 en eru í dag aðeins 170 talsins.
Gunnar Skarphéðinsson, starfs-
mannastjóri Slippstöðvarinnar, segir
að þegar öllum starfsmönnum stöðv-
arinnar var sagt upp fyrir um ári
hafi ekki allir verið endurráðnir þeg-
ar endurráðningarnar komu til
framkvæmda og það skýri hluta
fækkunarinnar frá því í árslok á síð-
'asta ári. Þá hafi ekki verið ráðið í
stöður sem losnað hafa á þessu ári.
„Ég á ekki von á því að þessi þróun
haldi áfram. Ef það myndi eiga sér
stað þá værum viö að tala um eitt-
hvað stærra og meira og ekki verið
að tala um sama fyrirtæki og við
rekum í dag, heldur annað fyrirtæki
með annarri uppbyggingu og sam-
setningu."
Starfsemi Slippstöðvarinnar und-
anfarnar vikur hefur borið þess
merki að yfirvofandi er sjómanna-
verkfall og hafa útgerðarmenn
þeirra skipa, sem áttu pantaðan tíma
vegna viðgerða og viðhalds sl. vikur,
afpantað sína tíma. „Þetta hefur ver-
ið svona síðustu þrjár vikurnar, enda
er það eðlilegt að menn séu ekki að
sigla skipunum í slipp þegar þeir eiga
óveiddan kvóta og verkfall er yfirvof-
andi. Starfsmenn okkar hafa því
ýmist verið að vinna við nýsmíðina
fyrir fyrirtækið ÓS í Vestmannaeyj-
um eða verið að dytta að ýmsum hlut-
um hér í stöðinni", sagði Gunnar.
Nemendaheirnsókn:
-skemmdiráhóteli
„Við erum að kynna okkur
málavöxtu, Við vitum að það hef-
ur sitthvað gengið á en jal'nframt
vitum við að það voru örfáir ein-
staklingar sem stóðu að ólátun-
um. Okkur þykir mjög leiðinlegt
hvemig fór og þessi ferð var til
skammar fyrír skólann. Hér eftir
verður tekið fy rir það að nemend-
ur fari nokkuð í nafni FB í fram-
tíðinni,“ segir Stefán Benedikts-
son, aðstoðarskólameistari Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti.
Á milli 50 og 60 nemendur í FB
fóru i heimsókn til Vestmanna-
eyja um síðustu helgi til að hitta
fyrir nemendur i Framhaldsskól-
ans i Eyjum.
Sameiginleg skemmtun var
haldin í Hallarlundi þar sem skól-
arnir skiptust á skemmtiatriðum.
Eitt skemmtiatriöið, sem átti þó
að vera innan velsæmismai'ka,
var hver gæti boðið upp á ógeðs-
legasta atriðið. Samkvæmt frá-
sögn eins nemanda i nemendar-
áði Framhaldsskólans i Eyjum
tróðu þrír nemendur FB upp með
atriði sem var fólgið í leik að eig-
in hlandi og saur.
í skemmtiatriðinu lék einn að-
alhlutverkið en hinir tveir voru
til aðstoðar. Forsprakki hópsins
byrjaði á því að miga í könnu og
drakk síðari hiandíð. Því næst
lagði annar aðsloðarmaöurinn
álpappír á sviðið og forsprakkiim
gyrti niður um síg og gerði stykki
sín á álpappírinn. Þá hljóp hinn
aðstoðarmaðurinn til, skar saur-
inn í þrennt og sá sem átti stykk-
iö hnoðaði úr öllu þijár kúlur og
hóf að leika listir sínar með þær.
Nemendurnir gistu á Hótel
Bræðraborg, í bréfi sem hótel-
stjórinn ritaði Kristínu Amalds,
skólameistara FB, segir meðal ;
annars: „Ótal brunagöt eru á
gólfteppum og svefnsófum, lamið
var upp úr loftplötum í herbergj-
um, brotin stór tvöföld rúða í úti-
hurð, hurðir í herbergjum og
veggir útsparkaðir og einnig voru
blóm á göngum rifin upp úr
blómapottum og moldínni makað
áveggina." -ÓG/J.Mar
Stundum hefur reynst erfitt að fá þingmenn til að mæta á þingfundum svo hægt væri að afgreiða mál. Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, sem nú situr sitt síðasta þing fyrir kosningar, virðist þó þaulsetnari en flestir ef marka má
þessa mynd. DV-mynd GVA
í dag mælir Dagfari
Gylliboð til Gatt
íslendingar hafa lagt fram tilboð
sitt um minnkandi styrki til land-
búnaðarmála i viðræðum Gatt ríkj-
anna um sameiginlegt tollabanda-
lag. Ef íslendingar vilja vera innan
bandalagsins og njóta fríverslunar
til jafns viö aðra þurfa þeir aö sýna
lit gagnvart þeirri stefnu banda-
lagsins að framleiðslugreinarnar
séu ekki styrktar eða niðurgreidd-
ar í heimalöndunum svo að heil-
brigð samkeppni njóti sín.
Formaður Álþýðuflokksins, Jón
Baldvin Hannibalsson, varð fyrst-
ur til að kynna tilboð íslendinga
og samkvæmt hans frásögn er hér
um tímamót að ræða í íslenskri
landbúnaðarstefnu. Útilutnings-
bætur legðust niður á sex árum,
stórlega verður dregið úr niður-
greiðslum og frjáls innflutningur
leyfður á mjólk og kjótvörum.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís. Menn fóru að rýna í tilboðiö
og sáu þá að útflutningsbæturnar
voru pappírstala vegna þess að ís-
lendingar hafa fundið það út að það
er ódýrara að henda kjötinu á
haugana heldur en að borga með
því til útlanda. í staðinn fyrir niö-
urgreiðslurnar, sem felldar verða
niður, mun ríkisstjómin greiða
sömu upphæð í byggðastyrki og
útkoman verður því sú sama í því
dæmi. Og innflutningurinn veröur
háður leyfum, eftirliti, heilbrigð-
iskröfum og öðrum takmörkunum
Búnaðarfélagsins. Þannig reyndist
gjafapakkinn til Gatt ekki jafn-
mikil himnasending þegar búið er
að taka umbúðirnar í burtu.
Þetta fattar Gatt auðvitaö ekki og
heldur að íslendingar séu að spila
eftir reglunum. En þá er líka vert
að hafa i huga að útlendingar skilja
ekki áhrif sauðkindarinnar í ís-
lenskri pólitík sem á fulltrúa í öll-
um flokkum á íslandi sem gæta
hennar hagsmuna á hverju sem
gengur í tollabandalögum úti í
heimi. Erlendar þjóðir geta rifist
um það eins og þær vilja hvort
leggja eigi niður alræmd styrkja-
kerfi og skapa heilbrigða sam-
keppni um landbúnaðarvörur. Út-
lendir menn geta haldið langar og
miklar ræður um það aö neytendur
eigi rétt á því að fá ódýra matvöru.
Bændur í Úrúgvæ og Nýja Sjálandi
geta heimtað markað fyrir sínar
landbúnaðarvörur og talið sér trú
um að þeir bjóði upp á besta kjötið.
Sannleikurinn er hins vegar sá
að íslendingar og íslenskir bænda-
fulltrúar hafa ekki í hyggju að láta
þessa breyttu tíma hafa áhrif á
landbúnaðarstefnu sína. Hér eftir
sem hingað til munu bændur
þrífast á niðurgreiðslum og hér eft-
ir sem hingaö til mun framvarðar-
sveit landbúnaðarins sjá til þess að
ekki fari ætur biti inn fyrir varir
íslenskra neytenda, ef hann kemur
frá útlöndum. Lambakjötið skal
ofan í skrílinn, hvað sem Gatt segir
og hvað sem Jón Baldvin segir.
Það má vel vera að Jóni Baldvin
takist að blekkja einhveija fáfróða
sakleysingja úti í heimi með því að
telja þeim trú um að íslendingar
leggi niður styrkina. En hann plat-
ar ekki Skallagrím í landbúnaðar-.
ráðuneytinu og hann platar ekki
Stéttasamband bænda og hann
platar ekki íslenska neytendur.
Skallagrímur mun vernda styrk-
ina, bændur munu verja sauðkind-
ina og neytendurnir munu áreiðan-
lega finna ullarbragðið þegar í þá
er logið að nú sé verið að bjóða
þeim útlenskt kjöt á útsölu.
Ef menn fara að fjargviðrast út
af verðinu er auðvelt fyrir Skalla-
grím og Stéttasambandið að auka
niðurgreiðslurnar eða byggða-
styrkina, svo kjötið verði hræódýrt
í búðunum og allir haldi að þeir séu
að græða á neyslunni. Neytandinn
er nefnilega svo vitlaus að hann
fattar aldrei að hann er líka skatt-
greiðandi og það sem hann græðir
í búðarkaupunum borgar hann til
baka í sköttunum. Og neytandinn
fattar ekki neitt og Gatt fattar ekki
neitt og sennilega mun Jón Baldvin
ekki heldur fatta eitt eða neitt og
landbúnaðarstefnan mun þrífast
sem aldrei fyrr í skjóh nýrra til-
boða sem enginn sér í gegnum.
Niðurstaöan i þessu merka máli
er sú að Jón Baldvin er að plata
Gatt, Steingrímur er að plata Jón
Baldvin og eini aðilinn sem ekki
er plataður er sauðkindin sem
heldur velli þrátt fyrir tollabanda-
lög og fríverslun fávísra manna.
Gylliboðið til Gatt mun styrkja
sauðkindina í sessi. Hún skal í okk-
ur.
Dagf'ari