Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
CJtgáfufélag: FRJÁUS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91J27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Keisarinn fær sitt
Þar sem íslendingar hafa ekki her, ættu skattar að
geta verið heldur lægri hér en hjá öðrum þjóðum, sem
telja sig sjálfar þurfa að halda uppi vörnum með dýrum
tækjakosti. Nágrannaþjóðir okkar verja margar hverjar
um 5% þjóðartekna til sviðs, sem við sleppum við.
Þar sem skattar í ríkjum Evrópubandalags og Efna-
hagssamvinnustofnunarinnar OECD eru um 40% þjóð-
arframleiðslu, ættu 35% að nægja hér í skattahlutfall.
í raun eru skattar hér á landi þó hinir sömu og þeir eru
að meðaltali í ríkjum Evrópubandalags og OECD.
Deila má um, hvað séu skattar og hvað ekki. Þess
verður að gæta, þegar borin er saman skattbyrði milli
landa, að sömu liðir séu í dæminu í báðum tilvikum. í
ofangreindum hlutfallstölum hefur það verið gert á þann
hátt, að tryggingar almennings eru taldar með.
Ef ýmsir liðir af slíku tagi eru dregnir frá, koma út
lægri prósentutölur. Það gerði fjármálaráðherra, þegar
hann boðaði landsmönnum fagnaðarerindið um, að
skattar væru mjög lágir hér á landi. En hann dró þessa
liði aðeins frá í hinni íslenzku hlið dæmisins.
Ef sömu liðir eru dregnir frá tölum nágrannaþjóð-
anna, kemur í ljós, að þær lækka svipað og þær gera
hér á landi. Skattbyrðin er því hin sama hér á landi og
í löndum Evrópubandalagsins og Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar, þótt dæmið sé reiknað á ýmsa vegu.
Það er aðeins í Danmörku og Svíþjóð, að skattar eru
umtalsvert hærri en þeir eru hér á landi. Ef við höldum
okkur við útreikningana, sem sýna 40% skattbyrði hér
á landi, er sambærileg skattbyrði 50-55% í þessum
tveimur löndum. Þar með eru talin útgjöld til hermála.
Forsætisráðherra sagði á þingi framsóknarmanna um
helgina, að hækka yrði skatta hér á landi, ef þjóðin vildi
halda uppi almannaþjónustu í þeim mæli, sem nú er
gert. Að öðrum kosti yrði að draga úr þjónustunni, sem
opinberir aðilar veita borgurum landsins.
Óbeint var forsætisráðherra með þessu neyðarópi að
afsaka, að ríkisstjórn hans hefur rekið ríkissjóð með
fjögurra milljarða króna halla á þessu ári og hefur lagt
fram á Alþingi fjárlagafrumvarp, sem felur í sér tæplega
fjögurra milljarða króna halla á næsta ári.
Forsætisráðherra meinti með þessu, að hallinn á rík-
issjóði væri ekki stjórninni að kenna, heldur þjóðinni,
sem heimtaði fína þjónustu, en tímdi ekki að borga skatt-
ana, sem þyrfti til að standa undir þjónustunni. Þetta
er freistandi ályktun, en eigi að síður röng.
Hið rétta er, að við borgum minna en Danir og Svíar,
en hið sama og meðaltal auðþjóða gerir. Hið rétta er,
að við borgum hið sama og aðrir, jafnvel þótt við spörum
okkur 5%-in, sem aðrar þjóðir láta renna .til hermála.
Samt fáum við ekki meiri þjónustu hjá ríkinu.
Við fáum ekki meiri þjónustu fyrir skattana okkar,
af því að hér á landi er beinn og óbeinn stuðningur við
hefðbundinn landbúnað þyngri á hverjum skattborgara
ríkisins. íslenzkur meðalskattgreiðandi borgar meira
en útlendur í styrki, uppbætur og niðurgreiðslur.
Okkar skattbyrði er sambærileg við skattbyrði ann-
arra þjóða, af því að við jöfnum upp sparnað okkar af
að hafa ekki her með því að bera þyngri byrðar af stuðn-
ingi við hefðbundinn landbúnað, sem kemur þannigfjár-
hagslega í staðinn fyrir eigin her íslendinga.
Vilji forsætis- og fjármálaráðherra krækja í meira fé
úr vasa fólks, ættu þeir hreinlega að játa, að þeir séu
þurftarfrekari en starfsbræður þeirra í útlöndum.
Jónas Kristjánsson
Þungamiöja húsnæðismálanna:
Fé lífeyrissjóðanna
Húsnæðislánakerfín hafa í ára-
tugi byggst á ráðstöfunarfé lífeyris-
sjóðanna. Lengi lánuðu sjóðimir
húsnæðiskaupendum milliliða-
laust. í gamla lánakerfinu frá 1986
tók Byggingarsjóður féð að láni og
endurlánaði kaupendum. í hús-
bréfakerfmu er seljendum ætlað
að ná fénu á verðbréfamarkaði.
Ráöstöfunarfé lífeyrissjóðanna er
hið sama hvað sem húsnæðislána-
kerfið heitið. Það er takmarkandi
þáttur í húsnæðismálum. Gamla
lánakerfið og húsbréfakerfið þurfa
bæði á fé lífeyrissjóðanna að halda.
Framtíð húsbréfakerfisins ræðst
af því hvort það höfðar til sjóðanna.
Lífeyrissjóðirnir
fjármagna
Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna
hefur undanfarna áratugi með ein-
um eða öðmm hætti fjármagnað
húsnæðislánakerfið. Undanfarinn
hálfan áratug hafa verið gerðar
tvær miklar tilraunir til að leysa
húsnæðisvandann. 1986 var tekið
upp umdeilt húsnæðiskerfi sem nú
er dæmt ónýtt.
Með nýju fyrirkomulagi, hús-
bréfakerfinu, á nú að leysa vand-
ann. Kerfin eru ólík en þeim er þó
sameiginlegt að reiða sig á ráðstöf-
unarfé lífeyrissjóöanna. Menn hafa
lengi notað fjármagn lífeyrissjóð-
anna til húsnæðislána. Það hefur
gerst með mismunandi hætti eftir
því hvernig húsnæðismál vora
skipulögð. Fjármagn sjóðanna er
takmarkandi þáttur i húsnæðis-
málunum.
Ráðstöfunarfé þeirra er hið sama
hvort sem lán koma milliliðalaust
frá lífeyrissjóðum, Byggingarsjóði
ríkisins eða með sölu húsbréfa. Nú
eru formlega tvö opinber húsnæð-
islánakerfi, kerfið frá 1986 og hús-
bréfakerfið. Bæði þurfa á fjár-
magni lífeyrissjóðanna að halda.
Sjálfsbjargarkerfiö
Lífeyrissjóðirnir lánuði lengi fé-
lögum sínum milhliðalaust. Fólk
öðlaðist lánsrétt við aö greiða í
sjóðinn. Fjármagn var takmarkað
og komu þeir upp biðraðakerfi.
Ungt fólk beið í nokkur ár áður en
röðin kom að því að fá lán. Hver
sjóðfélagi fékk eitt gott langtímalán
sem almennt var notað til húsnæði-
söflunar.
Byggingarsjóður ríkisins, bankar
og seljendur lánuðu það sem á
Kjállariim
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
vantaði. Bankar veittu víxillán.
Útsjónarsamir húsbyggjendur
skiptu við marga banka, tóku lán
í einum til að endurnýja lán frá
öörum. Verðbólga og neikvæðir
raunvextir héldu þessu kerfi gang-
andi. Með hækkandi raunvöxtum
gekk það sér til húðar.
Húsnæðislánakerfið
frá 1986
Húsnæðislánakerfið, sem tekið
var upp 1986, gerði tilraun til að
nýta fjármagn lífeyrissjóðanna á
markvissari hátt. Byggingarsjóður
ríkisins tók fé að láni frá lífeyris-
sjóðunum og endurlánaði til hús-
næðiskaupa. í upphafi töldu menn
að fundist hefði ný uppspretta láns-
íjár. í raun var verið að nota sama
féð og áður en beina því með öðmm
hætti til kaupenda.
Fyrirheit kerfisins voru meiri en
það reis undir. Öllum meðlimum
lífeyrissjóða var heitið lánum úr
Byggingarsjóði ef sjóðirnir keyptu
skuldabréf. Útreikningar benda til
að kerfið hefði getað sinnt fólki sem
keypti sína fyrstu eign. Því var hins
vegar um megn að sinna öllum hin-
um sem áður voru búnir að fá lán
úr lífeyrissjóði og kaupa eign.
Húsbréfakerfið
Nýjasta lausnin, húsbréfakerfið,
verður einnig að styðjast við fjár-
magn lífeyrissjóðanna. Fjármagns
er aílað á frjálsum verðbréfamark-
aði. Enn er þó róið á sömu mið og
áður. Kerfið byggist á því að selj-
endur skipti á fasteignaskuldabréf-
um, sem þeir fá við sölu eigna
sinna, og svonefndum húsbréfum.
Húsbréfin eru með ríkisábyrgö og
seljast á verðbréfamarkaði. Verðið
ákvarðast af framboði og eftir-
spurn.
Húsbréfin eru ekki heppilegur
kostur fyrir almenna sparifjáreig-
endur. Óflugir fjárfestingarsjóðir
verða að kaupa húsbréfin til að
kerfið gangi upp. Langstærstur
hluti fjármagns til kaupa á hús-
bréfum verður augljóslega að koma
frá lífeyrissjóðunum. Þó enn sé
ekki komin marktæk reynsla á
húsbréfakerfið hefur þegar komið
í ljós að lífeyrissjóðirnir verða að
kaupa mestöll húsbréfin.
Gríðarstór markaður
í meðalári má reikna með að
samanlögð velta húsnæðismarkað-
arins veröi allt að 35 milljarðar
króna, 25 milljarðar vegna sölu
eldri íbúða og 10 milljarðar vegna
nýbygginga. Lauslega áætlað verða
árlega gefin út húsbréf fyrir 11 til
13 milljarða króna. Það er óhemju-
mikið fé, mun meira en það fjár-
magn sem lífeyrissjóðirnir áttu að
leggja Byggingarsjóði ríkisins til.
Forsvarsmenn húsnæðismála
reikna með að lífeyrissjóðirnir
kaupi húsbréf fyrir drjúgan hluta
af ráðstöfunarfé sínu. Framtíð
kerfisins ræðst af undirtektum líf-
eyrissjóðanna. Þeir verða líklega
að kaupa 3/4 af öllum húsbréfum
sem boðin eru til kaups. Sjóðirnir
eru hins vegar óbundnir. í gömlu
kerfunum báru þeir ábyrgð gagn-
vart félögum sínum en í húsbréfa-
kerfinu era engar félagslegar kvað-
ir á þeim. Húsbréfin eru einungis
valkostur við fjárfestingu.
Biðstaða
Sölugengi húsbréfa á verðbréfa-
markaði fellur stöðugt. Viðskipta-
vaki bréfanna situr uppi með mikið
af óseldum bréfum. Honum hefur
tekist að selja liðlega helminginn
af þeim bréfum sem hann hefur
tekið í sölu. Á næstu mánuðum
verða gefin út húsbréf fyrir tæplega
hálfan milljarð á mánuði og í ná-
inni framtíð tvöfaldast sú íjárhæð
sennilega.
Verðmæti bréfanna fellur stöö-
ugt. Til dæmis má nefna að raun-
virði húsbréfa sem seldust í maí,
þegar gengi þeirra var enn hátt,
hefur nú hálfu ári síður rýrnað svo
mikið að hagkvæmara hefði verið
aö geyma féð á ávísanareikningi.
Við þessar aðstæður eru húsbréfin
óheppilegur kostur. Menn fjárfesta
ekki í verðbréfum sem rýrna stöð-
ugt í verði. Vafasamt er að þau
höfði til lífeyrissjóðanna meðan
sölugengi þeirra er fallandi.
Erfitt er að spá hvenær taki fyrir
verðrýrnun húsbréfanna. í raun er
óvíst hvort verðbréfamarkaðurinn
getur fjármagnað húsbréfakerfið.
Framtíð þess veltur á afstöðu
lífeyrissjóðanna. Svo kann jafnvel
að fara að kaup þeirra dugi ekki
til.
Stefán Ingólfsson
„Húsbréfin eru ekki heppilegur kostur fyrir sparifjáreigendur," segir
m.a. í grein Stefáns.
„í raun er óvíst hvort verðbréfamark-
aðurinn getur Qármagnað húsbréfa-
kerfið. Framtíð þess veltur á afstöðu
lífeyrissjóðanna. Svo kann jafnvel að
fara að kaup þeirra dugi ekki til.“