Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
Afmæli
Halldóra Guðmundsdóttir
Halldóra Guðmundsdóttir, fyrrv.
húsmóðir á Sæbóli á Ingjaldssandi,
er níræðídag.
Fjölskylda
Halldóra fæddist í Hjarðardal í
Dýrafirði. Eiginmaður Halldóru var
Jón Sveinn Jónsson, bóndi á Sæ-
bób, en hann lést 1980. Foreldrar
hans voru Jón Bjarnason, b. á Sæ-
bóli, og kona hans, Sveinfríður Sig-
mundsdóttir húsfreyja.
Hálfsystkini Jóns Sveins, sam-
mæðra, voru Jónína, húsfreyja á
Villingadal á Ingjaldssandi; Guð-
mundur frá Mosdal, myndskeri, og
Sigmundur, kaupmaður á Þingeyri.
Alsystkini Jóns voru Halldór, sem
dó ungur, og Rósamunda Guðný
ljósmóðir, kona Einars, hálfbróður
Halldóru.
Halldóra og Jón áttu ekki börn en
ólu upp að mestu leyti Ólöfu Jóns-
dóttur, húsmóður í Kópavogi, og
Finn Þorláksson, starfsmann á
Reykjalundi, son Þóru, systur
Halldóru.
Halldóra ólst upp á Brekku á
Ingjaldssandi í stórum systkinahópi
en hún er næstelst alsystkina sinna.
Elstur var Helgi, nú látinn; Þóra,
fyrrv. ljósmóðir; Guðmundur
Óskar, b. á Seljalandi við Skutuls-
fjörð, nú iátinn; Guðrún, fyrrv. hús-
freyja í Fagrahvammi í Skutulsfirði;
Guðríður, fyrrv. húsfreyja á Flat-
eyri; Jón Halldór, fyrrv. skólastjóri
í Kópavogi; Magnúsína, húsfreyja í
Hveragerði; Kristján, b. á Brekku,
nú látinn; Ragnar, smiður í Reykja-
vík; Guðdís, fyrrv. húsfreyja á Sæ-
bóli, og Guðmunda, húsfreyja á
Gerðhömrum í Dýrafirði.
Þá eru ótalin fjögur eldri hálf-
systkini Halldóru, börn Guðmundar
og Steinunnar Gunnarsdóttur frá
Gullberastaðaseli, en Sigríður er ein
lifandi þeirra systkina, búsett í
Reykjavík, niutíu og sex ára að
aldri. Þau sem nú eru látin voru
Einar, b. á Bakka í Þingeyrar-
hreppi, ólst upp á Brekku; Gunnar,
b. á Hofi í Þingeyrarhreppi, og Her-
dís, ljósmyndari í Hafnarfirði.
Foreldrar Halldóru voru Guð-
mundur Einarsson, b. og refaskytta
á Brekku á Ingjaldssandi, og Guð-
rún Magnúsdóttir.
Ætt og frændgarður
Guömundur var sonur Einars, b.
á Heggsstöðum í Andakíl, Guð-
mundssonar Vestmann, b. á Háhóli
á Mýrum, Ólafssonar. Móðir Einars
var Helga Salómonsdóttir, b. í Hóla-
koti í Álftaneshreppi, Bjarnasonar,
„Horna-Salómons“, foður Sigurðar,
afa Helga Hjörvars, rithöfundar og
útvarpsmanns.
Móðir Guðmundar var Steinþóra
Einarsdóttir, b. í Tjarnarhúsum á
Seltjamarnesi, bróður Sólveigar,
langömmu Guðrúnar, móður
Bjarna Benediktssonar. Einar var
sonur Korts, b. á Möðmvöllum í
Kjós, Þorvarðarsonar, ættföður
Kortsættarinnar. Móðir Steinþóru
var Guðrún Gísladóttir, b. á Selja-
landi í Fljótshverfi, Jónssonar, og
konu hans, Sigríðar Lýðsdóttur,
sýslumanns í Vík í Mýrdal, Guð-
mundssonar.
Guðrún Magnúsdóttir var dóttir
Magnúsar, b. í Tungufelli í Lundar-
reykjadal, Eggertssonar, b. á Eyri í
Flókadal, Gíslasonar. Móðir Magn-
úsar var Guðrún Vigfúsdóttir. Móð-
ir Guðrúnar Magnúsdóttur var
Halldóra Guðmundsdóttir, hús-
manns á Háafelli í Skorradal,
Hjálmarssonar, og Guðnýjar Ein-
arsdóttur.
Halldóra mun dvelja hjá fóstur-
syni sínum, Finni Þorlákssyni í
Mosfellsbæ, á afmæhsdaginn.
Þórdís Ólafsdóttir
Þórdís Ólafsdóttir, bóndi á Valda-
stöðum í Kjós, er fimmtug í dag en
hún fæddist á Hrauni í Ölfusi og
ólst þarupp.
Fjölskylda
Þórdís giftist 18.2.1961 Ólafi Þór
Ólafssyni, f. 10.12.1936, en hann er
sonur Ólafs Ágústs Ólafssonar, f.
1.8.1902, d. 7.1.1988, og Ásdísar
Steinadóttur, f. 28.7.1911. Þau Þór-
dís og Ólafur Þór hófu búskap á
Valdastöðum sama ár og þau giftu
sig og hafa búið þar síðan.
Böm Þórdísar og Ólafs eru Ólafur
Helgi, f. 10.12.1960, veiðivörður, í
sambýli með Önnu Björgu Sveins-
dóttur, f. 18.6.1964, en dóttir Ólafs
Helga er Sigrún, f. 6.1.1979; Ásdís,
f. 10.4.1962, húsmóðir, gift Hauki
Þ. Sveinbjörnssyni, f. 6.10.1961,
stöövarstjóra hjá Olís á Höfn í
Hornafirði, og er dóttir þeirra Selma
Hrönn, f. 4.1.1986; Vigdís, f. 13.6.
1966, hárgreiðslunemi, og Valdís, f.
9.9.1976, nemi.
Systur Þórdísar era Guðrún Ingi-
björg, f. 15.10.1943, gift Helga Ólafs-
syni, verkstjóra í Þorlákshöfn; Hjör-
dís, f. 28.7.1946, skrifstofustjóri í
Lúxemborg; Ásdís, f. 25.1.1949,
íþróttakennari í Kópavogi, gift
Sverri Matthíassyni viðskiptafræð-
ingi; Þórhildur, f. 11.4.1953, b. á
Hrauni í Ölfusi, gift Hannesi Sig-
urðssyni, b. og útgeröarmanni í Þor-
lákshöfn, og Herdís, f. 1.3.1957,
skrifstofumaður í Reykjavík, gift
Þórhalli Jósefssyni, blaðamanni við
Morgunblaðið.
Foreldrar Þórdísar eru Ólafur
Þorláksson, f. 18.2.1913, b. á Hrauni
í Ölfusi, og kona hans, Helga Sigríð-
ur Eysteinsdóttir, f. 2.7.1916, hús-
móðir.
Ætt og frændgarður
Ólafur er sonur Þorláks, b. á
Hrauni í Ölfusi, Jónssonar. Móðir
Þorláks var Guðrún, systir Magnús-
ar, langafa Ellerts B. Schram, rit-
stjóra DV, og langafa Magnúsar
Magnússonar, fyrrv. ráðherra, föð-
ur Páls, sjónvarpsstjóra á Stöð 2.
Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á
Hrauni, Magnússonar, b. í Þorláks-
höfn, Beinteinssonar, lögréttu-
manns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingi-
mundarsonar, b. í Hólum, Bergsson-
ar, hreppstjóra í Brattsholti, Stur-
laugssonar, ættföður Bergsættar-
innar. Móðir Ólafs var Vigdís Sæ-
mundsdóttir, b. á Vindheimum í
Ölfusi, Eiríkssonar, b. á Litla-Landi
í Ölfusi. Móðir Sæmundar var Helga
Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi,
Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, ættföður Víkingslækjar-
ættarinnar.
Hélga er dóttir Eysteins, b. í
Grímstungu, bróður Þorsteins á
Hellu, íöður Björns, prófessors í
sagnfræði. Annar bróðir Eysteins
var Sigurgeir, faðir Þorbjarnar,
prófessors í eðlisfræði. Systir Ey-
steins var Guðrún, móðir Björns,
fyrrv. alþingismanns á Löngumýri,
og Hannesar á Undirfelli, afa dr.
Hannesar Hólmsteins Gissurarson-
ar lektors. Þá var Guðrún móðir
Huldu, móður Páls þingflokksfor-
manns og Más sýslumanns Péturs-
sona. Eysteinn var sonur Bjöms, b.
í Grímstungu í Vatnsdal, Eysteins-
sonar, bróður Ingibjargar,
langömmu Friðriks Sophussonar
alþingismanns. Móðir Eysteins í
Grímstungu var Helga Sigurgeirs-
dóttir, b. í Svartárkoti, Pálssonar,
b. á Hólum, Jóakimssonar. Móðir
Helgu var Vigdís Halldórsdóttir, b.
á Bjamarstöðum í Bárðardal, Þor-
Þórdis Ólafsdóttir.
grímssonar, b. í Hraunkoti, Mar-
teinssonar. Móðir Halldórs var Vig-
dís Hallgrímsdóttir, b. í Hraunkoti,
Helgasonar, ættfóður Hraunkots-
ættarinnar. Móðir Helgu Sigríðar
var Guðrún Gestsdóttir frá Bjöm-
ólfsstöðum í Langadal.
Þórdís verður að heima á afmæhs-
daginn.
Ásgeir Ólafur Sigurðsson
Ásgeir Ólafur Sigurðsson, fyrrver-
andi skipstjóri og útgerðarmaður,
Miklubraut 68, Reykjavík, er sjötíu
ogfimm áraídag.
Ásgeir er fæddur á Kollafjarðarnesi
í Tungusveit í Strandasýslu og ólst
upp á Kollafjarðarnesi til tíu ára
aldurs. Hann var síðan snúnings-
piltur og vinnumaður í Kollafirði
ogTungusveit.
Starfsferill
Ásgeir byrjaöi þrettán ára til sjós
og var sjómaður í Hólmavík frá 1945.
Hann sótti fljótlega sjóinn á sínum
eigin bátum og fékk skipstjórarétt-
indi 1967. Ásgeir flutti til Reykjavík-
ur 1978 og vann m.a. við saltfisk-
verkun, næturvörslu í Laugardaln-
um 1979-1984 og á verkstæði
Blindrafélagsins 1984-1988. Hann
hefur enn næga starfsorku og föndr-
ar ýmsa hluti sér til dægrastytting-
ar.
Fjölskylda
Ásgeir kvæntist 15. janúar 1950
Rannveigu Guðríði Halldórsdóttur,
f. 30. ágúst 1921, d. 2. júlí 1973. For-
eldrar Rannveigar eru: Halldór
Ingimundur Borgarsson, b. á Tyrö-
ilsmýri á Snæfjallaströnd, og kona
hans, Svava Guðmundsdóttir. Börn
Ásgeirs og Rannveigar eru: Svava
Halldóra, f. 16. ágúst 1949, sjúkraliði
á Akureyri, gift Smára Jónatans-
syni vélfræðingi, böm hennar eru:
Sif, Ásgeir, Hlynur og Sindri; Sig-
rún, f. 10. nóvember 1957, fóstra í
Kópavogi, gift Gunnari Hólm
Hjálmarssyni iönfræðingi, böm
þeirra eru Agnes Hólm, Reynir
Hólm og Róbert Hólm; Ásgeir Ragn-
ar, f. lO.júní 1953, sjómaðurá
Hólmavík, sonur hans er Sigurður
Gunnar og stjúpsonur hans er
Ragnar Friðberg; Heiðrún, f. 11. des-
ember 1958, húsmóðir í Rvík, synir
he'nnar eru Svanur Þór, Guðjón Elv-
ar, Hafþór Már og Heiðar Berg.
Rannveig átti dóttur fyrir hjóna-
band, Erlu, f. 30. maí 1943, sem gift
er Garðari Steins, b. í Engihlíð á
Árskógsströnd, börn þeirra eru
Gunar Þór, Steinunn Oddný og Víð-
ir.
Systkini Ásgeirs eru: Kristín, hús-
móðir í Bolungarvík; Sigrún, hús-
móðir á ísfirði, og Guðbjörg, hús-
móðir í Miðhúsum í Kollafirði.
Systkini Ásgeirs, samfeðra, eru:
Magnús, býr í Bolungarvík, Guð-
björg, Jóhann, d. 1930, bjó í Bolung-
arvik, Guömundur, d. 1912, bjó á
ísafirði, Guörún, matsölukona í
Rvík, Árni, b. á Álftanesi, og Jón,
býráAkrnaesi.
Ætt
Foreldrar Ásgeirs eru: Sigurður
Gísli Magnússon, f. 1. ágúst 1856, d.
2. júií 1939, b. í Vonarholti í Tungu-
sveit, og seinni kona hans, Kristrún
Jónsdóttir, f. 27. september 1879.
Meðal fóðursystkina Ásgeirs vom:
Jóhanna Sigríður, móðir Guðjóns,
b. í Amkötludal, fóður Guðmundar,
skriftarkennara í Rvík. Önnur fóð-
ursystir Ásgeirs var Guðbjörg, móö-
ir Guðrúnar Jóhönnu, móður lög-
regluþjónanna Kristins og Guð-
mundar Óskarssoria. Sigurður var
sonur Magnúsar, b. í Vonarholti,
bróður Guðlaugar, ömmu Snorra
skálds ogTorfa, fyrrv. tollstjóra,
Hjartarsona. Magnús var sonur
Ásgeir Ólafur Sigurðsson.
Zakaríasar, b. á Heydalsá, Jóhanns-
sonar, prests í Garpsdal, Bergsteins-
sonar, föður Guörúnar, konu Ey-
jólfs Einarssonar „eyjajarls”, ætt-
foreldra Svefneyjarættarinnar.
Önnur dóttir Jóhanns var Þórunn,
móðir Guðbrands Sturlaugssonar,
b. í Hvítadal í Saurbæ, föður Helgu,
móður Haraldar Böðvarssonar, út-
gerðarmanns á Akranesi.
Móðir Sigurðar Gísla var Guðrún
Sigurðardóttir, b. á Borgum í Hrúta-
firði, Jónssonar og konu hans, Ingi-
bjargar, systur Guöríðar, ömmu
Bjarna Þorsteinssonar, prests og
tónskálds á Siglufirði. Ingibjörg var
dóttir Þorsteins, prests á Staðar-
hrauni, Einarssonar, prests á
Reynivöllum, Torfasonar, prófasts á
Reynivöllum, Halldórssonar, bróð-
ur Jóns, vígslubiskups og fræði-
manns, í Hítardal, fóður Finns, bisk-
ups í Skálholti.
Guöbjörg var dóttir Jóns, b. í Arn-
kötludal, Jónatanssonar og konu
hans, Guörúnar Jónsdóttur, b. í
Kirkjubóli, Þórðarsonar.
Sigfríður Jónsdóttir og Bjöm Ólason
Sigfríður Jónsdóttir og Bjöm Ólason í Selaklöpp í Hrísey eiga gullbrúð-
kaup á morgun, miðvikudaginn21.11.
Þau taka á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Hrísey á
morgun frá klukkan 16.00.
75 ára
Sigurbjört Kristjánsdóttir,
Móakoti, Stókkseyrarhreppi.
Ásgeir Sigurösson,
Miklubraut 68, Reykjavík.
Pétur Helgi Ingvarsson,
Miðvangi 41, Hafnarflröi.
Jörgen Sigurðsson,
Ljótsstöðum H, Vopnafirði.
Sæunn Andrésdöttir,
Vonarholti, Kjalarneshreppi.
50 ára
/u ara
Sigurlin Gunnarsdóttir,
Hlíðarbyggð 39, Garðabæ.
•Jón Gunnlaugsson,
Hrauntúní 55, Vestmannaeyjum.
Guðjón Ásgeir Hálfdánarson,
Rjúpufelli 21, Reykjavík.
Magnús 1». JónSBon,
Laugamesvegi 104, Reykjavík.
Hjördis Jóscfsdóttir,
Fetjubakka 14, Reykjavík.
Guðmundur Viggó Olafsson,
Kóngsbakka 8, Reykjavík.
60 ára
Kári .Jónsson,
Smáratungu 13, Keflavík.
Slgurður Erlendsson,
Vatnsleysu III, Biskupstungnahreppi.
Ingólfur Ámason,
Nóatúni 27, Reykjavík.
Sigurður E. Þorkelsson,
Háaleiti 32, Keflavík.
Eyjólfur Axelsson,
Staöarbakka 32, Reykjavík.
40 ára
Einar Ragnarsson,
Korpúlfsstöðum við Vesturlandsbraut,
Reykjavík.
Arndís Sigurpálsdóttir,
Lítla-Hvammi I, Svalbarösstrandar-
hreppi.
Árni Jóhannsson,
Orrahólum 3, Reykjavík.
Sverrir H. Björnsson,
Fifuseli 16, Reykjavík.