Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990. 27 dv Afmæli Sigurður Pálsson Sigurður Pálsson Sigurður Pálsson, bílstjóri og aðstoðarverkstjóri hjá Ölgerð Eg- ils Skallagrímssonar hf., er fimm- tugurídag. Sigurður er fæddur á Starrastöð- um í Lýtingsstaðahreppi og ólst þarupp. Starfsferill Sigurður vann öll almenn sveitastörf og var sjómaður. Hann var verkstjóri í byggingaflokki hjá Rafmagnsveitum ríkisins og vann á löggildingastofu ríkisins um ára- bil. Sigurður var starfsmaður í Bílanausti hf. og er nú bílstjóri og aðstoðarverkstjóri hjá Ölgerð Eg- ils Skallagímssonar hf. Fjölskylda Sigurður kvæntist 25. ágúst 1968 Sigurbjörgu Stefánsdóttur, f. 22. maí 1937. Foreldrar Sigurbjargar eru Stefán Þ. Sigurðsson, b. á Steiná í Svartárdal, og kona hans, Ragnheiður Jónsdóttir. Börn Sig- urðar og Sigurbjargar eru Guðrún Margrét, f. 5. júní 1968, nemi í dýralækningum í Danmörku; Una iMdís, f. 8. júní 1970, skrifstofu- maður á Sauðárkróki, sambýlis- maður hennar er Stefán Guð- mundsson, og Stefán Þórarinn, f. 18. apríl 1972, nemi í MK. Bræður Sigurðar eru Ólafur Sigmar, f. 25. maí 1938, rafvirki á Sauðárkróki, kvæntur Hjörtínu Dóru Vagnsdóttur og eiga þau tvö börn; Jóhann Reynir, f. 8. júlí 1945, smiður í Varmahlíö í Skagaflrði, kvæntur Soffíu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn; Ingimar, f. 22. júní 1946, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki, kvæntur Halldóru Helgadóttur og eiga þau þrjú börn, og Eyjólfur Svanur, f. 23. nóvemb- er 1952, b. á Starrastöðum, kvænt- ur Maríu Reykdal og eiga þau fimm böm. Ætt Foreldrar Sigurðar: Páll Ólafs- son, f. 15. maí 1910, d. 12. janúar 1990, b. á Starrastöðum, og kona hans, Guðrún Kristjánsdóttir, f. 11. júlí 1913. Páll var sonur Ólafs, b. á Starrastöðum, Sveinssonar, b. í Bjarnastaðahlíð, Guðmunds- sonar. Móðir Ólafs varÞorbjörg Ólafsdóttir, b. í Litluhlíð, Ólafs- sonar, b. í Litluhlíð, Guðmunds- sonar, b. á Barkarstöðum, Eyjólfs- • sonar, b. á Eiríksstöðum, Jónsson- ar, b. á Skeggstöðum, Jónssonar, ættföður Skeggstaðaættarinnar. Móðir Páls var Margrét Björns- dóttir Schram, b. á Róðhóh. Móðir Margrétar var Herdís Eiríksdóttir, b. og hreppstjóra í Djúpadal, Ei- ríkssonar. Móðir Herdísar var Sig- urbjörg Skúladóttir, skálds á Ög- mundarstööum, Þorbergssonar. Guðrún er dóttir Kristjáns, b. á Krithóh, Árnasonar, og konu hans, Ingibjargar Jóhannsdóttur, b. í Saurbæ í Neðribyggð, Jó- hannssonar. LífsstHI Afgreiðslutími verslana: Lokað á Þor- láksmessu Þorláksmessu í ár ber upp á sunnu- dag. Samkvæmt reglum er bannað að hafa verslanir opnar á sunnudög- um og þess vegna verður fólk, sem er seint á ferðinni, aö gera sín jóla- innkaup laugardaginn 22. desember eða í síðasta lagi fyrir hádegi á að- fangadag. Nýsamþykktar breytingar á afgreiðslutíma verslana öðlast ekki gildi fyrr en um áramótin. Fjórir laugardagar fyrir jól Til þess að fræðast nánar um af- greiðslutíma verslana í desember- mánuði hafði blaðamaður DV sam- band við Guðmund B. Ólafsson, lög- Neytendur fræðing Verslunarmannafélags Reykjavíkur. „Samkvæmt þeirri samþykkt, sem enn er í gildi, má hafa verslanir opnar til kl. 18.30 mánudaga til fimmtudaga og til kl. 21.00 á fóstudögum. Til viðbótar mega verslanir vera opnar á laugar- dögum til kl. 16.00 en sumarmánuð- ina júní, júh og ágúst skal vera lokað á laugardögum. Sérákvæði ghda um desembermánúð. Annan laugardag í desembermánuði er leyfllegt að vera með opnar verslanir til kl. 18.00 og þriðja laugardag desembermánaðar til kl. 22.00. Nú vih svo til að fjórir laugardagar eru fyrir jól í desembermánuði en ekki eru þó ákvæði í samningnum um afgreiðslutíma þegar svo ber undir. Þegar ekki er sérstaklega um það samið á afgreiðslutimi á laugar- degi strangt til tekið að miðast við til kl. 16.00. Þó er ekki ólíklegt að þennan fjórða laugardag verði opið til klukkan 23.00. Þetta er dagurinn fyrir Þorláksmessu og búðir verða að þessu sinni lokaðar á Þorláks- messu. Verslanir verða svo aftur opnar fyrir hádegi' á aðfangadag, enda er það mánudagur. Önnur ákvæði gilda fyrir söluturna, þeir mega vera opnir á Þorláksmessu," sagði Guðmundur að síðustu. Líklega lokað á þriðja I jólum Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, upplýsti að verslan- ir Hagkaups yrðu opnar til klukkan 22.00 laugardaginn 22. desember og hann byggist við að það sama ætti við um aðrar verslanir í Kringlunni. „Samkvæmt samningi milh Land- sambands íslenskra verslunar- manna og Vinnuveitendasambands- ins hefur starfsfólk í verslunum rétt til tveggja launaðra frídaga frá des- ember til febrúar. Undanfarin 2 ár hefur annar þessara tveggja daga verið þriðji í jólum. Því er líklegt að verslanir verði lokaðar 27. desember en þó ekki útilokað að opið verði frá hádegi þann dag. Einnig verða versl- anir opnar fyrir hádegi á gamlárs- dag,“ sagði Jón að lokum. Vegna þess að nú eru löng jól og Þorláksmessu ber upp á sunnudag verður lokað þann dag og því vissara að vera búinn að gera jólainnkaupin þann 22. desember. Um áramótin gengur síðan í gildi nýr samningur sem gerir ráð fyrir frjálsum af- greiðslutíma verslana. ***■&)! Það er um að gera að Ijúka jólainnkaupum I tima til að forðast biðraðir, enda verða verslanir lokaðar á Þorláksmessu. DV-mynd kjötvörur Þunglyndir reykingamenn Þynglyndum reykingamönnum er mun hættara við krabbameini en þeim sem eru léttlyndir. Þetta er nið- urstaða 12 ára rannsóknar á 2.264 einstaklingum í Maryland-fylki í Bandaríkjúnum. Þeim sem reykja og eru þunglyndir er á bilinu 2,6-4,5 sinnum hættara við aö fá krabbameinstilfelli, en þeim sem reykja og eru léttlyndir. Sé hins vegar boriö saman hlutfall þeirra sem ekki reykja og léttlyndra reykingamanna kemur í ljós aö síö- arnefnda hópnum er sáralítiö hætt- ara við krabbameini. Léttlyndum reykingamönnum er að meöaltali 1,25-1,6 sinnum hættara við krabba- meinstilfellum en þeim sem reykja alls ekki. Vísindamenn við John Hopkins - háskólann í Maryland leggja fram þessar niðurstööur sínar í nóvemb- erhefti tímaritsins „American Jour- nal of Epidemiology", sem er fræði- rit um tengsl hinna ýmsu þátta sem ákvarða tíðni og dreifmgu sjúkdóma. Athyglisvert er að rannsóknin leiddi ekki í ljós aö þunglyndið sjálft hefði í för með sér aukna hættu á krabba- meinstilfellum, heldur einungis í samspili með reykingum. Möbelfakta húsgögn í fréttatilkynningu frá Neyt- endasamtökunum um „Möbel- fakta'* og neytendur, sem birt var nýlega í DV, er því haldiö fram að ákveðinn innflytjandi, sem selur húsgögn með „Möbelfakta** upplýsingum, selji eingöngu hús- gögn til heimilisnota en ekki á vinnustaði. Auk þess er sagt í greininni aö eingöngu sé miðaö við lágmarksgæði. Þessi fullyrðing er ekki rétt, fyrmefndur aöili selur húsgögn bæöi fyrir heimili og vinnustaði. í ,JVIöbelfakta“ upplýsingunum kemur einnig íram hvort um er að ræða húsgögr. miðað við há- marksgæði, miðlungsgæði eöa lágmarksgæöi og eru neytendur hvattir til að kanna þetta sjálflr á sölustáð. Neytendasamtökin biöja hlut- aðeigendur velvirðingar á þess- um mistökum. Ekki er alveg víst að þessum reykingamönnum nægi að vera léttlyndir til aö losna við krabbamein, ef reykingasið- irnir eru þessir að jafnaði. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.