Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Side 1
17 Bíómynd Sjónvarps á föstudagskvöld: Játningarmeð Robert de Niro Des Spellacy, sem Robert de Niro leikur, er kaþólskur prestur, mikiil predikari og sækist eftir metoröum innan kirkjunnar. Bróöir hans, sem Robert Duvall leikur, er lögga og hrærist í hinum haröa heimi glæpa. Sambandiö milli bræðranna er gott en morð á konu einni kemur til meö aö varpa skugga á það. Hin myrta er vændiskona sem presturinn hafði tekið upp í bíl sinn nokkru áöur. Meö honum í bílnum var Jack Amsterdam, viöskiptajöfur og mikill stuðningsmaður kirkjunn- ar. Þar sem presturinn hyggur á frama innan kirkjunnar leynir hann þeim staöreyndum að hann og Jack könn- uöust við konuna. Bróðurinn, Tom, grunar hins vegar að Amsterdam sé á einhvern hátt viðriðinn glæpinn. Lögreglumaðurinn verður að tengja bróður sinn við málið til þess að hægt sé að sakfella viðskiptajöfur- inn. Mörgum árum síðar sættast bræð- urnir en gamlar syndir koma í veg fyrir að þeir geti orðið nánir vinir á ný. Myndin er frá árinu 1981 og fær hún tvær og hálfa stjörnu í kvik- myndahandbók Maltins. Aðalleikar- arnir tveir, de Niro og Duvall, fá sér- stakt lof fyrir göðan leik. -JJ Föstudagsmynd Sjónvarpsins fjallar um kaþólskan prest sem flækist i moró- mál. Sjónvarp á sunnudag: Fúsi og Litla flugan Sjónvarpið endursýnir 17 ara gamlan þátt með tónskáldinu Sigfúsi Halldórssyni á sunnudag. Á haust- dögum varð Sigfús sjötugur og end- ursýning í tilefni af afmæli hans. Þessi þáttur heitir „Ugla sat á kvisti“ og voru á sínum tíma fram- leiddir nokkrir þættir með þessu heiti. Þessi þáttur var eingöngu helg- aður Sigfúsi frá upphafi til enda. Tónskáldið lék við hvern sinn fmg- ur, spilaöi og söng en auk þess komu ýmsir gestir fram til að syngja lögin hans. Ur þeim hópi má nefna Guð- mund Guðjónsson, Elínu Sigurvins- dóttur, Fjórtán fóstbræður, Strokka- kvartettinn, Hauk Morthens og Björgvin Halldórsson. Á milli laga spjallaði stjórnandinn, Jónas R. Jónsson, svo við tónsmiðinn sjálfan sem settist við flygilinn og söng sín bestu lög. Svo skemmtilega vill til að Sigfús opnar málverkasýningu um helgina að Kjarvalsstöðum í tilefni þessa sjö- tugsafmælis. -JJ Jónas R. Jónsson og Sigfús Halldórsson fyrir sautján árum. Óperuunnendur geta átt gleðileg jól með þessum tveimur. Tónleikar verða með Pavarotti og Kristján Jó- hannsson verður í óperunni Cavalleria Rusticana. - kvikmyndir, bamaefni og menning Jóladagskrá Stöðvar 2 verður með fjölbreyttasta móti í ár. Þar blandast saman kvikmyndir, inn- lend dagskrárgerð og efni sérstak- lega ætlað börnum. Stöð 2 býður upp á skemmtiefni, menningarefni og dægurtónhst yfir jóhn. Aðfangadagur er erfiður dagur fyrir börnin, spennan er yfirleitt svo mikil þegar Uður á daginn að enginn friður er fyrir hina full- orðnu til undirbúnings. Stöð 2 sýn- ir teiknimyndir fram eftir degi á aðfangadag, sérstaklega ætlaðar yngstu börnunum. Dagskráin á aðfangadag hefst með því að Afi mætir á skjáinn klukkan 9.00. Hann ætlar að sýna yngstu börn- unum teiknimyndir til hádegis. Eftir fréttir verður sýnd teikni- mynd um Lísu í Undralandi. Dag- skrá aðfangadags lýkur með sirk- ussýningu sem stendur til rétt að verða 17.00. Ópera með Kristjáni Á jóladag hefst dagskrá með teiknimynd og síðan rekur hver Uðurinn annan. Af stórum dag- skrárliðum má nefna upptöku á Cavalleria Rusticana en þar syngur Kristján Jóhannsson aðalhlutverk- ið. Upptakan var gerð í Siena á ítal- íu nú í sumar og auk Kristjáns koma fram margir stórsöngvarar. Bíómyndir jóladags eru tvær, sú fyrri er Regnmaðurinn þar sem Dustin Hoffman og Tom Cruise fara á kostum enda fékk Dustin óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í þessari mynd. Seinni myndin er endursýning á Big Chill en þar fara alUr helstu bandarísku stórleikar- ar samtímans með aðalhlutverk. EmilogSkundi2. í jólum Annan dag jóla verður frumsýnd bandaríska gamanmyndin Scroog- Regnmaóurinn verður á dagskrá Stöðvar 2 um jólin. Tom Cruise og Dustin Hoffman í hlutverkum sinum. ed sem byggir á hinni þekktu jóla- sögu Dickens. Hér hefur atburða- rásin þó verið sett í nútimabúning og nú er það sjónvarpsstjóri sem á leiðinleg jól og viU eyðUeggja fyrir öðrum. Þetta er mynd fyrir aUa fjölskylduna. íslenska sjónvarpsleikritið um EmU og Skunda eftir bók Guð- mundar Ólafssonar verður sýnt í tveimur hlutum um hátíðamar. Fyrri hluti er annan í jólum og hefst þá sagan af Emil sem langaði svo óskaplega í hund en pabbi setur skUyrði. Með aðalhlutverkin fará Sverrir Páll Erlendsson, Jóhann Sigurðarson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Síðari hluti verður sýndur á nýársdag. Tónlistarunnendur ættu ekki að láta tónleika Pavarotti fram hjá sér fara annan í jólum. Hér er hann í essinu sínu á sérstökum tónleikum sem haldnir voru í tílefni heims- meistaramótsins í knattspymu i sumar. Á efnisskrá em verk eftir Verdi, Puccini, Bizet, Mozart og Donizetti. Kvikmynd kvöldsins heitir Ágirnd og er aðalpersónan Maigret lögregluforingi sem franski rithöf- undurinn George Simenon gerði ódauðlegan. Richard Harris fer með aðalhlutverkið en með honum leika Patrick O’Neal, Victoria Tennant og Ina OgUvy. Bee Gees heitir hljómsveitin með áströlsku bræðrunum sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður. Annan dag jóla verður sýndur tón- listarþáttur með þessum strákum - ef stráka skyldi kaUa - og var vandað tU þessara hljómleika í aUa staði. -JJ Jól á Stöð 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.