Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991. Útlönd Óbeinar reykingar eru álitnar nærri jafnhættulegar og sjálfar reykingarnar ef fólk þarf að vinna i miklu reyklofti. Nýjar rannsóknir í Bandaríkj unum: Óbeinar reykingar þríðja algengasta dánarorsökin í nýrri bandarískri könnun er full- yrt að 53 þúsund menn látist þar í landi vegna óbeinna reykinga ár hvert. Sagt er að skrifstofufólki sé sérstaklega hætt við sjúkdómum ef það lifir og hrærist í reykingalofti þótt það reyki ekki sjálft. Könnunin leiddi í ljós að fólki er einkum hætt við hjartasjúkdómum vegna óbeinna reykinga. Þá er talið að í það minnsta 15 þúsund manns látist vegna krabbameins af ýmsu tagi sem rekja má til vinnu í' reykingalofti. Það voru tveir læknaprófessorar við Kaliforníuháskóla í San Francis- co sem könnuðu hættuna viö óbeinar reykingar. Þeir fullyrða að óbeinar reykingar séu nú þriðja algengasta sjúkdómsorsökin í Bandaríkjunum af þeim sem á annað borð er í mann- legu valdi að koma í veg fyrir. Þeir segja að aðeins áfengisdrykkja og beinar reykingar séu hættulegri. Prófessorarnir segja að hættan sé miklu meiri á skrifstofum en á heim- ilum. Á skrifstofunum séu yfirleitt margir reykingamenn samankomnir á litlu svæði svo að þar myndast oft mökkur þegar líður á vinnudag. Þeir segja að það séu ýmis aukaefni í tóbaksreyknum sem valdi mestri hættu. Verst er kolefnismónoxíð sem er bæði lyktar- og litlaust en veldur því að súrefni berst ekki eðlilega um líkamannmeðblóðinu. Reuter Átján hundar átu gamla konu Lögreglan í New York varð að látin en 18 hundar sem hún átti voru sagði að hún hefði látist af eðlilegum bijótast inn á heimili gamallar konu búnir að éta lík hennar allt upp að ástæðum nokkrum dögum áður en í borginni þegar upp kom sá kvittur mitti. brotist var inn í íbúöina. Hundarnir meðal nágrannanna að ekki væri allt Konan hafði verið mikill hunda- voru illa haldnir en þeim hefur nú með felldu í íbúðinni. Þegar inn kom vinur og síðustu ár hennar snerist verið komið í vörslu dýravina. reyndist konan, á áttræðisaldri, vera allt líf hennar um hunda. Lögreglan Reuter fá 15% afslátt eins og þeir seró'^reiða ’ smáaugjisH^^ út í hönd með’beinhörðum peningum. bað eina sem hringjá og^jmááugte verður færð á RÖrtið Það er gamla sagan Þú hringir, við birtum og það ber árangur! :ÍSpSé Sunnudaga kl. 18.00 AthugiA: f Auglýsing í helgarblað 'DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. Óveöur á Jótlandi: Fjöldi manna f lúði heimili sín Um flmm hundruð Danir flúðu heimili sín á vesturströnd Jótlands í fárvjðri sem geisaði þar í allan gær- dag. Óveðrið olli miklum sjávargangi við ströndina en þess gætti þó um alla Danmörku. í bænum Hvide Sande slasaðist einn maður þegar nýbyggt hús hans hrundi saman. Fyrir utan það óhapp var ekki vitað um að fólk yrði fyrir verulegum áfóllum. Tjón varð þó á nokkrum byggingum og bílar fuku. Um tíma var óttast að varnargarð- ar við strönd Norðursjávarins létu undan í látunum. Yfirvöld gáfu út viðvaranir um hættu á flóðum í bæj- um á ströndinni og ákvað fólkið þá að yfirgefa hús sín og leita á örugg- ari staði. Ástandið var einna verst undir hádegi í gær. Þá fóru björgunar- menn, lögregla og menn úr heima- varnarliðinu um og aðstoðuðu fólk við að komast af mesta hættusvæð- inu. Það var einkum í bæjunum Ribe, Esbjerg og Varde. Stormurinn mældist 12 vindstig þegar mest gekk á. Þá var háflóð en þegar féll út síðdegis flutti fólk heim, það sem ekki hafði komið sér fyrir hjá ættingjum og vinum á öruggum stöðum flarri ströndinni. í veðrinu gekk öll umferð úr lagi, víða um Danmörku. Ferðir yfir Eyr- arsund féllu niður um tíma og loka varð flugvellinum í Kaupmanna- höfn. Ritzau Fimmtán sovéskir hermenn létu lífið i Tékkóslóvakíu þegar skriðdreki sem þeir óku sprakk i loft upp. Talið er að biiun um borð hafi valdið þvi að eidur komst í skotfærabirgðir skriðdrekans. Á myndinni má sjá sovéskan hermann kanna aðstæður á slysstað. Simamynd Reuter Sovéskir gyð- ingar fjölmenna til Þýskalands - öldinn ekki takmarkaöur Þjóðverjar hafa lýst því yfir að Fáir sovéskir gyðingar v'ildu þó ekki verði settar takmarkanir á flytja til Austur-Þýskalands í flutninga sovéskra gyðinga til valdatíð kommúnista þar. Nú landins, Þó stendur til að herða bregður hins vegar svo við, eftir reglur um fólksflutninga til sameiningu þýsku ríkjanna, að landsins. um 300 gyðingar ltafa komið til Wolfgang Scháuble itmanríkis- Berlínar á fyrstu viku þessa árs. ráðherra segir aö umsóknum frá Til tals hefur komið að tak- gyðingum um landvistarleyfi marka flölda gyðinga, sem fá að verði tekið vinsamlega og hvert koma til Þýskalands, en innan- mál afgreitt án fordóma. ríkisráðherrann hafnar þeirri Gyðingar flýja nú unnvörpum hugmynd algerlega. Þjóðverjar írá Sovétríkjunum vegna vax- eiga þó í vaxandi vanda vegna andi gyðingahaturs þar í landi. í alls þess flölda sem vill flyfla til ísrael hafa menn lýst áhyggjum landsins frá Austur-Evrópu. Tal- sínum vegna ásóknar sovéskra iö er að óþjákvæmilegt reynist gyöinga í aö komast til Þýska- aö sefla kvóta á innflutninginn lands. áður en langt um liður. Málið er þó mjög viðkvæmt í Innanríkisráðherrann sagði að Þýskalandi vegna minninga sflórn íraels hefði ekki látið í ljós marp-a um útrýmíngarherferð- það álit að gyðingar ættu ekki að ina á hendur gyðingum í valdatíö flytja til Þýskalands þótt sú skoð- nasista. Gyðingar hafa þó veriö un hefði komið fram í ísrael. velkomnir í Austur-Þýskalandi Hann sagði ennfremur að ekkert fráþvleftir stríöogvildistjórnin mælti á móti því aö gyðingar þar sýna með því andúð sína á héldu samfélagsháttum sinum í nasistum. Þýskalandi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.