Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991. 25 Iþróttir f slenska landsliðið hóf Spánarmótið með tapi gegn Júgóslövum, 23-26: Síðari háKleikur iqjög illa leikinn - Geir Sveinsson fór á kostum í sókninni og skoraði sjö mörk * Islenska landsliðið í handknattleik átti lengst af undir högg að sækja gegn landsliði Júgóslavíu í fyrsta leik Spánarmótsins í gærkvöldi. Júgósla- var sigruðu með 26 mörkum gegn 23 eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 13-13. Leikur þjóðanna fór fram í spánnýrri íþróttahöll í úthverfi Madrid að viðstöddum 4 þúsund áhorfendum. mörk, mörg hver eftir glæsilegar línusend- 23-26 (13-13). Eins og svo oft áður byrjaði íslenska liðið illa og Júggar skoruðu fyrstu tvö mörkin úr hraðaupphlaupum. Lengi vel fram eftir fyrri hálfleik höfðu Júgóslavar tveggja til þriggja marka forskot en þegar skammt var til hálfleiks náði íslenska liðið að jafna metin, 11-11, aftur 12-12 og Sig- urður Bjarnason kom íslenska liðinu yfir í fyrsta skipti, 13—12. íslenska liðið slakt í síðari hálfleiknum í síðari hálfleik tóku Júgóslavar öll völd á vellinum, þeir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Mestur varð munurinn sex mörk, 16-22 og 18-24. íslendingar skoruðu síðan þrjú síð- ustu mörk leiksins og lokatölur 23-26. Júgóslavar tefldu fram mjög breyttu liði frá síðustu heimsmeist- arakeppm og eru greinilega, eins og íslendingar, að byggja upp nýtt ungt lið. í liði þeirra eru margir snjallir leikmenn en Puc var markahæstur í gærkvöldi og skoraði 6 mörk. Ágætur leikur Geirs og Guðmundar í markinu í lokin í íslenska liðinu bar langmest á þeim Geir Sveinssyni og Guðmundi Hrafn- kelssyni sem varði mjög vel í síðari hálfleik. Guðmundur varði hvert skotið af öðru á lokakaflanum en það tókst útispilurum íslenska hðsins engan veginn að nýta sér. Geir Sveinsson átti stórleik í sókninni Geir barðist að venju vel í vörninni og kom mjög sterkur út úr sóknar- leiknum. Þar skoraði hann 7 mörk og hefur varla skorað fleiri mörk áður í landsleik. Kristján Arason lék einnig vel, skoraði 3 mörk, fiskaði tvö víti og átti margar glæsilegar línu- sendingar. Aðrir leikmenn léku und- ir getu og geta gert mun betur og sérlega var varnarleikur íslenska liðsins slakur. Ýmislegt sem þarf að laga í framtíðinni Þrátt fyrir þriggja marka tap í gær- kvöldi gegn Júgóslövum á íslenska liðið enn möguleika á að gera góða hluti á Spánarmótinu. Liðið er ungt og margir leikmenn ungir og reynslulausir. í liðinu eru hins vegar mjög margir stórefnilegir leikmenn og það á að vera hægt að gera mjög góða hluti í framtíðinni. Laga verður upphafskafla beggja hálfleikja og nýta góð færi mun betur. í gærkvöldi misnotaðist eitt vítakast og mörg dauðafæri. Slíkt vegur þungt í lands- leikjum sem öðrum leikjum. • Mörk íslands: Geir Sveinsson 7, Júlíus Jónasson 4/2, Kristján Arason 3, Konráð Olavsson 3/2, Jakob Sig- urðsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Valdi- mar Grímsson 1, Birgir §igurðsson 1, og Sigurður Bjarnason 1. • Guðmundur Hrafnkelsson varði 11 skot í leiknum og Bergsveinn Bergsveinsson 2. Júgóslavar voru utan vallar í 10 mínútur en íslending- ar í 6 mínútur. • í gærkvöldi léku A- og B-landslið Spánverja og sigraði A-liðið með mrökum gegn. Svisslendingar, fimmta þjóðin sem keppir á mótinu, áttu frí í gær. í dag leika íslendingar gegn B-liði Spánverja. -&$. ía í handknattleik, í einkaviðtali við DV urlondum fidstæðingur sem sænska liðið hefur mætt igar enn því 'ilja nur : og um mt- álf- íik- iist- ingar sem sögðu að það væri sigur fyrir fijálsan handknattleik að Svíar urðu heimsmeistarar. „Heyrðu, minn kæri. Þetta hljóta að vera einhverjar bábiljur. Ég hef verið þjálfari samfleytt í 15 ár og hef ávallt og einnig nú lagt áherslu á kerf- isbundinn og skipulagðan leik. Án þess nær ekkert lið hámarksárangri. Að sjálfsögðu geta leikmenn mínir brotist út úr því skipuíagi sem lagt er upp á hverjum tíma en grunnurinn er ávallt sá sami og eftir honum er farið.“ „Betra að skipta um leik- menn“ - Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að vera íhaldssamur þjálfari en samt hefur þú notað um 60 leikmenn á þín- um ferli sem landsliðsþjálfari. „Hver einasti þjálfari verður að prófa sig áfram en grunnuppstillingu breytir maður ekki svo glatt. Ég hef því oft sagt, þegar ég hef verið gagn- rýndur fyrir þetta, að þjálfarar yrðu að halda sínu striki og trúa á það sem þeir væru að gera. Það er kannski þess vegna sem ég hef verið svo lengi í starfi og oft átt bágt með að skilja hve þjálfarar staldra oft stutt við því að einhvern veginn finnst mér að það væri miklu betra að skipta um leik- menn en þjálfara." „íslendingar virðast ætla að halda sinni stöðu“ - Svíar hafa án efa forystu á Norður- löndum á handknattleikssviðinu í dag. Hvar standa hinar Norðurlanda- þjóðirnar? „Þið íslendingar virðist ætla að halda stöðu ykkar en ég hef oft furðað mig á því hvað þið hafið lagt mikla áherslu á stórskytturnar og svelt ykk- ar frábæru horna- og línumenn, sér í lagi vegna þess að alþjóðahandknatt- leikur er nokkuð að breytast í dag. Sjáðu til að mynda HM í Tékkóslóvak- íu. Þar voru aðeins 39% marka skoruð utan af velli úr langskotum. Ég er sannfærður um að Svíar eiga besta liðið á Norðurlöndum í dag. Norö- menn og Finnar eru á uppleið en Dan- ir eru staðnaðir." „Leið afskaplega vel“ - Þýskir blaðamenn höíðu á orði fyrir úrslitaleikinn í Prag að það rigndi svolítið upp í nefið á þér og þú litir út eins og Clint Eastwood við leik í Dirty Harry. Hvað vilt þú segja um þetta? „Já, veistu, mér leið afskaplega vel því að eins og ég sagði þér áðan þá hafði ég á tilfinningunni að við gætum klárað dæmið. Ég sagði við piltana mína að við værum búnir að vinna verðlaunapening en við vissum ekki ennþá hvernig hann yrði á litinn. Við ' fórum í leikinn til að gera okkar besta og umfram allt að skemmta okkur. Ég spilaði inn á veikleika Sovét- manna, lagði litla áherslu á skyttur þeirra en stöðvaði hraðaupphlaup og 6 metra færi. Það hafði ég lært er við mættum þeim nokkrum mánuðum áður á Super Cup og tapað, 26-27, að þeir væru alls ekki ósigrandi. Handbolti er ekki bara styijöld í 60 mínútur. Menn verða að standa saman innan sem utan vallar, æfa og ferðast saman, skoða heiminn, og umfram allt ■að leysa öll mál innan þessara þröngu veggja þar sem við störf- um,“ sagði Bengt Johansson. -GG / Æ • Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, segir að íslenska landsliðið virðist ætla að halda stöðu sinni. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.