Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Page 26
34 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991. Afmæli Pétur Einarsson Pétur Einarsson, Kleppsvegi 36, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Pétur fæddist að Fjailsseli í Fell- um og átti þar heima til 1944 er hann fór að Syðri-Reykjum í Biskups- tungum þar sem hann var í eitt ár. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1945 þar sem hann starfaði við viö- gerðir fyrstu þrjú árin í Blikksmiðj- unni Höfðatúni. Hann réði sig síðan til starfa hjá Olíuverslun íslands 1948 og starfaöi þar til 1953. Á árun- um 1953-56 vann hann bygginga- störf hjá Eimskipafélagi íslands og var síðan verkamaður hjá Verk hf. í sex ár. Pétur starfaði síðan hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins frá 1963-83 er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Pétur hefur verið virkur þátttak- andi í tónlistarlífinu og sungið í hin- um ýmsu kórum frá komu sinni til Reykjavíkur. Þar ber fyrst að nefna Iðnaðarmannakórinn sem hann var meðlimur í frá 1946-48. Þá gekk hann í kór Fóstbræðra og var félagi þar frá 1948-54 er hann hóf að syngja með Kirkjukór Láugarnessóknar sem hann söng meö sleitulaust í þrjátíu og þrjú ár. í dag er hann meðlimur í kór eldri borgara í Reykjavík ásamt því að fylgja göml- um Fóstbræðrum í starfsemi þeirra. Fjölskylda Pétur kvæntist 15.1.1949 Þóreyju Sigurðardóttur, f. aö Fæti í Hestfirði 22.9.1911, d. 22.10.1979 en foreldrar hennar voru Sigurður Salómonsson sjómaður, f. að Hesti í Súðavíkur- hreppi, og Steinunn Hjaltlína Jóns- dóttir, f. að Hrafnabjörgum í Ögur- hreppi. Börn Péturs og Þóreyjar eru Kristrún Einhildur, f. 25.6.1949, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni K. Gunnarssyni byggingariðnfræðingi ogeiganda Tækniþjónustu Jóns K. Gunnarssonar og eiga þau þrjú böm; Björg, f. 11.9.1951, skrifstofu- “stúlka í Reykjavík, gift Ólafi K. Tryggvasyniverkfræðingiogeiga - þau einn son; Elsa Björk, f. 2.1.1957, húsmóðir í Reykjavík, gift Kristjáni Emi Frederiksen matreiðslumeist- ara og eiga þau þrjú börn. Þórey átti áður tvo syni, Þórarinn Þórarinsson, f. 27.6.1930, húsasmið og kennara í Kópavogi, sem kvænt- ur er Ólöfu Bjarnadóttur og eiga þau fjórar dætur, og Árna Sigurstein Haraldsson, f. 29.6.1944, verslunar- mann á Húsavík, en hann er kvænt- ur Kaju Joensen frá Færeyjum og eigaþau þijúbörn. Systkini Péturs eru Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 17.3.1909, búsett í Reykjavík; Ingunn Einarsdóttir, f. 7.9.1914, búsett að Aðalbóli í Jök- uldal; Eiríkur Einarsson, f. 9.11. 1916, búsettur á Egilsstöðum; Þór- halla Einarsdóttir, f. 2.7.1918, d. 11. 3.1974; Hallgrímur Einarsson, f. 28. 9.1920, búsettur á Eskifirði, og Sig- ríður Einarsdóttir, f. 24.3.1922, bú- settíReykjavík. Foreldrar Péturs voru Einar Ei- ríksson, f. 9.4.1881, d. 11.11.1959, b. og hreppstjóri í Fjallseli í Fellum, og kona hans, Kristrún Hallgríms- dóttir, f. 26.6.1879, d. 29.6.1947, húsfreyja í Fjallseli. Ætt Einar var sonur Eiríks, b. í Bót í Hróarstungu Einarssonar, b. á Skeggjastöðum í Fellum, bróður Péturs, prests á Valþjófsstað, fóður Þórunnar, langömmu Vals Arn- þórssonar bankastjóra. Pétur var einnig afi Halldórs, alþingismanns og forstjóra, föður Ragnars, fyrrv. forstjóra ísal. Þá var Pétur afi Aðal- bjargar, ömmu Sólrúnar Jensdóttur í menntamálaráðuney tinu, og afi Önnu, ömmu Valdimars Örnólfs- sonar íþróttakennara. Systir Einars á Skeggjastöðum var Þórunn, amma Einars Kvaran skálds. Einar á Skeggjastöðum var sonur Jóns, vef- ara á Kórreksstöðum, ættfóöur Vef- araættarinnar austfirsku, Þor- steinssonar, prests á Krossi í Landi, Stefánssonar, spítalahaldara og lgrm. á Hörgslandi á Síðu. Móðir Jóns vefara var Margrét, dóttir Bergljótar, maddömu á Valþjófs- stað, Jónsdóttur, prests á Hólmum, Guttormssonar, prests á Hólmum. Móðir Jóns á Hólmum var Bergljót Einarsdóttir, á Hraunum í Fljótum, Skúlasonar, bróður Þorláks bisk- ups. Móðir þeirra var Steinunn, dóttir Guðbrands biskups. Móðir Einars í Fjallseh var Ingi- björg, húsfreyja í Bót Einarsdóttir, b. á Hafursá á Völlum, Einarssonar, b. á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, Pétur Einarsson. Einarssonar, b. á Víðivöllum og á Klúku. Kristrún, móðir Péturs var dóttir Hallgríms, skóara og b. á Háls- húsum í Vallahreppi, Hallgrímsson- ar, b. í Hleinargarði og á Víðivöllum, Hallgrímssonar, b. á Ærlæk í Öxar- firði Illuga Þorgrímssonar, b. í Fremri-Hlíð. Móðir Kristrúnar var Ingunn Pálsdóttir, b. og silfursmiðs á Ey- jólfsstöðum, Sigurðssonar, b. á Víði- völlum ytri og umboðsmanns Skriðuklaustursjarða, Guðmunds- sonar, sýslumanns í Krossavík í Vopnafirði. Pétur tekur á móti gestum í veislu- sal Hótel Lindar, Rauðarárstíg 18 á milli klukkan 17.00 og 19.30 í dag, Baldvin Jónsson Baldvin Jónsson hæstaréttarlög- maður, Kleppsvegi 142, Reykjavík, eráttræðurídag. Starfsferill Baldvin er fæddur í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi með fyrstu ein- kunn 1937. Hann varð hdl. 2. des- ember 1940 og hrl. 21. janúar 1954. Baldvin var fulltrúi lögmanns í Rvík 1937- 1940 og lögfræðingur Búnaðar- banka íslands 1940-1942. Hann var fulltrúi hjá lögreglustjóra í Rvík 1938- 1939 og hefur verið málflutn- ingsmaður í Rvík frá 1942. Baldvin var varaformaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1942, formaður 1952-1974 og var í ríkis- skattanefnd 1945-1972. Hannvarí - Flugráöi 1948-1956 og í íjárhagsráði 1949-1953. Baldvin var varamaður í bankaráði Landsbanka íslands 1938-1951, aðalmaður 1951-1972 og formaður 1959-1972 og í stjóm Sogs- virkjunar 1958-1965. Hann var í stjóm Landsvirkjunar 1965-1987 og í landskjörstjóm frá 1978. Baldvin var í flokksstjóm Alþýðuflokksins 1948-1970, í framkvæmdastjóm Al- þýðuflokksins 1948-1970 og formað- ur 1962-1966. Hann var einn af stofn- endum Flugbjörgunarsveitarinnar 20. nóvember 1950 og formaður Flugmálafélags íslands 1957-1967. Baldvin var sæmdur gullmerki Flugmálafélagsins 1967, Flugbjörg- unarsveitarinnar 1990 og riddara- krossi 1970. Fjölskylda Baldvin kvæntist 25. ágúst 1956 Emelíu Samúelsdóttur, f. 10. júní 1916. Foreldrar Emelíu voru: Samú- el Guðmundsson, múrarameistari í Rvík, og kona hans, Ingibjörg Daní- elsdóttir. Börn Baldvins eru: Jón, f. 2. október 1942, framkvæmdastjóri í Mosfellsbæ, kvæntur Signýju Jó- hann'sdóttur og á hann sex börn; Hlín, f. 1. október 1944, fram- kvæmdastjóri í Kaupmannahöfn og á hún tvö börn, og Gísli, f. 24. jan- úar 1948, kennari í Rvík og á hann tvö börn. Stjúpsonur Baldvins er Jóhann GeorgMöller, f. 18. apríl 1934, tannlæknir í Rvík. Ætt Foreldrar Baldvins voru: Jón Baldvinsson, f. 20. desember 1882, d. 19. mars 1938, prentari, alþingis- maður, alþingisforseti, fyrsti forseti Alþýðusambands íslands og for- maöur Alþýðuflokksins, og kona hans, Júlíana Guðmundsdóttir, f. 16. júlí 1881, d. 7. apríl 1947. Meðal fóð- ursystkina Baldvins voru Hafliði, fisksah í Reykjavík, og Sigrún, móð- ir Baldvins Einarssonar, forstjóra Almennra trygginga og amma Ní- elsar P. Sigurðssonar sendiherra. Jón var sonur Baldvins, b. á Þórðar- eyri í Skötufirði, bróður Sigríðar, ömmu Auðar Auðuns ráðherra. Baldvin var sonur Jóns, b. á Eyri og skutlara í Vatnsfirði, Auðunsson- ar, prests á Stóruvöllum, Jónssonar. Móðir Jóns á Eyri var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Indriðastöðum, Ámasonar, lögréttumanns á Grund, Sigurðssonar, lögréttumanns á Grund, Ámasonar, lögmanns á Leirá, Oddssonar. Móðir Sigrúnar var Halldóra, systir Kristínar, langömmu Þor- steins Páissonar forsætisráðherra. Halldóra, var dóttir Sigurðar, b. í Hörgshlíð í Mjóafirði vestra, bróður Jóhannesar, langafa Sólveigar Ól- afsdóttur og Hannibals Valdimars- sonar, foreldra Jóns Baldvins. Með- al systkina Sólveigar eru: Guðrún, móðir Jóns Helgasonar, fyrrv. for- manns Einingar á Akureyri, og Friðfinnur, forstjóri Háskólabíós, faðir Björns ráðuneytisstjóra og Stefáns, forstjóra íslenskra aðal- verktaka. Annar bróðir Sigurðar var Rósinkrans, langafi Sólveigar Ólafsdóttur, konu Hannibals Valdi- marssonar. Sigurður var sonur Guðmundar sterka, b. á Kleifum, Sigurðssonar. Móðir Halldóru var Kristín, systir Salóme, langömmu Sverris Her- mannssonar bankastjóra. Kristín var dóttir Halldórs, b. í Hörgshlíð, Halldórssonar. Móöir Halldórs var Baldvin Jónsson. Kristín Guðmundsdóttir, b. í Arn- ardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal Ulugasonar, ættföður Amardals- ættarinnar. Móðir Kristínar Hall- dórsdóttur var Kristín Hafliðadótt- ir, b. í Ármúla, Hafliðasonar. Júlíana var dóttir Guðmundar b. á Jafnaskarði i Stafholtstungum, Auðunssonar og Sigríðar systur Sesselju, móður Sigvalda Kaldalóns tónskálds. Sigríöur var dóttir Sig- valda, gullsmiðs í Sólheimatungu, Einarssonar, bróður Bjarna, afa Bjarna Þorsteinssonar tónskálds. Baldvin tekur á móti gestum í Ársal Hótel Sögu kl. 17-19 á af- mælisdaginn. Halldór Kristinsson Halldór Kristinsson, gullsmiður og leturgrafari, Fannafold 2, Reykja-. vík, er sextugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA og hóf síðan nám í gullsmíði árið 1950 en framhaldsnám stundaði hann í iðninni og í leturgrefti í Kaupmannahöfn og í Stokkhólmi. Halldór rekur nú sitt eigið verk- stæði að Hallveigarstíg 10B. Fjölskylda Halldór kvæntist 26.6.1958 Hrafn- hildi Sigurðardóttur, f. 27.4.1936, forstöðukonu en hún er dóttir Sig- uröar Þorgeirssonar og Huldu Otte- sen. Fósturdóttir Halldórs er Guðrún Árnadóttir sem er einkaritari í Bandaríkjunum. Dætur Halldórs eru Kristín Hulda, gift Guðmundi Brynjólfssyni kælitæknimanni en börn þeirra em Hrafnhildur Lóa, Brynjólfur, Halldór Kristinn og Brynhildur; SigFtður, stúdent við nám í byggingarlist við Háskólann í Osló, gift Bimi Haaker; Guðbjörg semerlátin. Systkini Halldórs: Kristjana ritari, var áður gift Axel Tulinius og síðar Einari Péturssyni og á hún tvö fóst- urböm; Ari sýslumaður, nú látinn, var kvæntur Þorbjörgu Þórhalls- dóttur og eignuðust þau átta böm; Óli, bakari og kaupmaður, kvæntur Ingunni Jónasdóttur og á hann tvö fósturböm; Jón, b. í Lambey í Fljóts- hlíð, kvæntur Ragnhildi Svein- bjarnardóttur og eiga þau átta börn; Páll Þór, bæjarstjóri og kaupmaöur, sem nú er látinn, var kvæntur Al- dísi Friðriksdóttur hjúkrunarfor- stjóra og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Halldórs; Kristinn Jóns- son, f. 26.6.1895, kaupmaður á Húsa- vík, og Guöbjörg Óladóttir, f. 26.2. 1896, húsmóðir. Kristinn var sonur Jóns, prests á Húsavík, Arasonar, kennara og skálds á Húsavík, bróður Matthías- ar Jochumssonar skálds. Ari var sonur Jochums, í Skógum í Þorska- firði, Magnússonar og Þóru Einars- dóttur. Móðir Jóns prests var Katrín Jónsdóttir, b. á Höllustöðum á Reykjanesi, Magnússonar. Móðir Kristins kaupmanns var Guðríður Ólafsdóttir, b. í Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi, Ólafssonar. Bróðir Guðbjargar, móður Hall- dórs, var Árni Óla, blaðamaður, sagnfræöingur og ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins. Foreldrar Guð- Halldór Kristinsson. bjargar voru Óli Jón, b. og smiður á Víkingavatni í Kelduhverfi og víö- ar, Kristjánsson og Hólmfríður.Þór- arinsdóttir. Halldór verður að heiman á af- mælisdaginn. Til ham- ingju með daginn 80 ára Kristín Sveinsdóttir, Maríubakka22, Reykjavík. Elísabet Guðmundsdóttir, Skiphyl, Hraunhreppi. Ingimar Sigurjónsson, Tungusíðu 8, Akureyri. Þorvaldur Þorkelsson, Presthúsabraut 22, Akranesi. 75ára Elín Guðmundsdóttir, Rauðarárstíg 5, Reykjavík. 60 ára Guðmundur Jóhannesson, Lágholti 11, Mosfellsbæ. Óiafur H. Frímannsson, Hagamel 37, Reylgavík. Hann tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Seltjarnarness milh klukkan 17 og 19.00, föstudaginn 11.1. nk. Guðlaug M. Jónsdóttir, Langholtsvegi 126, Reykjavík. Sigurveig Jónsdóttir, Steinagerði 7, Reykjavík. 50ara Huld Grimsdóttir, Höföavegilð, Húsavík. Elísabet María Jóhannsdóttir, Baldursgaröi 12, Keflavík. Brynjar Sigfússon, Reynimel 82, Reykjavík. SigmarÓlafsson, Voðmúlastaöamiðhjáleigu, Aust- ur-Landeyjum. S verrir Hákonarson, Elliðavöllum 19,Keflavík, Fanney Hunnesdóttir, Borgarvík 11, Borgarnesi. Hún verður heima Iaugardaginn 12.1. klukkan 18-21.00. Ragnar Halldórsson, Haukshólum 2, Reykjavík. 40ára________________________ Áslaug Sigurðardóttir, Iándarseli 8, Reykjavík. Kristín Þórisdóttir, : 'í Brekkuseli 2, Reykjavík. Sigríður Ólafsdóttir, Skálhoiti, Höfðahreppi. Guðbjörg Sigurðardóttir, Mánavegi2,Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.