Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 1
 MMgtfggggBaMMggMMmajMajjjMjjMMMMMjj Kjarvalsstaðir: Tveir ungir listamenn sýna Á morgun opna tveir ungir myndlist- armenn, Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Hallgrímur Helgason, sýningu á Kjarvalsstöðum í vestursal og aust- ursal. Opnunin er kl. 16.00 og þar munu Bryndís Halla Gylfadóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Bergljót Anna Haraldsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir flytja tónlist. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 11.00-18.00 og standa þær til 27. janúar. Arngunnur Ýr sýnir sín verk í austursal Kjarvalsstaöa’ Hún nefnir sýninguna „Varanlegar menjar“ og eru verkin unnin á árunum 1989 til 1990 í Amsterdam, Reykjavík og San Francisco, Arngunnur Ýr stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982-1984 og lauf BFA prófi frá San Francisco Art Institute 1986. Hún hefur tekiö þátt í fjölda samsýninga í Bandaríkjunum, Evrópu og íslandir '1 Eitt verka Hailgríms á Kjarvalsstöðum en þema sýningarinnar er mannslík- aminn. Arngunnur Ýr við eitt verkanna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. auk sem hún hefur haldið einkasýn- ingar hérlendis og vestanhafs. Síðasthðinn vetur dvaldi hún í Amsterdam þar sem hún starfaði aö nýju verkefni og er nú nýkominn frá San Francisco þar sem hún hefur dvahð í haust. Myndirnar eru unnar með bland- aðri tækni. Þar er um að ræða hefð- bundnar aðferðir í olíumálun jafnt sem veggmyndir unnar úr viði, gleri, hári, málmum og ýmsum efnum öðr- um. Hallgrímur Helgason sýnir sín verk í vestursal Kjarvalsstaða. Mál- verkin á sýningunni eru frá síðustu fimm árum og svo til öll unnin er- lendis þar sem Hallgrímur hefur dvalið, bæði vestan hafs og austan. Verkin hafa því ekki lærið sýnd áður hér á landi. Þau lýsa vel þróun hsta- mannsins og sýna hinar mismunandi túlkanir hans á viðfangsefni sínu sem haldist hefur að mestu óbreytt þessi 5 ár og er mannslíkaminn. Má segja að þema sýningarinnar sé leit Hallgríms að nýjum leiðum til að mála þetta hefðbundna mótíf. Einnig er á sýningunni fjöldi teikningá, eins konar skýrslur um hugarástand listamannsins á hverjum tíma. Sýning þessi er sú viðamesta sem Hallgrímur hefur haldið hingað til en hann hefur áður tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis og haldið 10 einkasýningar á íslandi og tvær í Boston og New York. Hallgrímur stundaði nám vð MH árin 1976-1979, MHÍ 1980-1981 og Listakademíuna í Mtinchen 1981-82. Síðan 1983 hefur Hallgrímur starfað sem myndlistarmaður og rithöfund- ur og fyrir síöustu jól kom kom út hans fyrsta skáldsaga, „Hella". Und- anfarin tvö ár hefur hann einnig stjórnað „Útvarp Manhattan“ á rás 2. Þrennir Kalda- lóns -tónleikar Næstkomandi sunnudag, 13. jan- úar, eru liðin 110 ár frá fæðingu Sig- valda S. Kaldalóns tónskálds. Af því tilefni munu Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja ásamt ein- söngvurum halda Kaldalóns-tón- leika á þremur stöðum. Fyrstu tónleikarnir verða á laugar- dag í Langholtskirkju og hefjast þeir kl. 17.00. A sunnudag verða tónleikar í Ýtri-Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20.30 og loks verða tónleikar á mánudagskvöld í Grindavíkur- kirkju og hefjast þeir einnig ki. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn. Á tónleikunum verða fyrst og fremst flutt lög eftir Sigvalda S. Kaldalóns, bæði þekkt verk eftir hann og önnur sem aldrei heyrast enda af nógu að taka þar sem Sig- valdi samdi yfir 200 tónverk á ferli sínum. Þá verða einnig flutt fáein lög eftir Selmu Kaldalóns, dóttur hans, og loks verða flutt lög eftir Sigvalda Snæ, sem er sonarsonur tónskálds- ins og sjálfur tekinn að semja lög. Sigvaldi Snær er jafnframt kórstjóri á tónleikunum. Sigvaldi Kaldalóns var fæddur í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur hjónanna Stefáns Egilssonar múrara og Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóð- ur. Hann var elstur fjpgurra bræðra sem á legg komust. Kunnastur bræðra hans var Eggert rithöfundur og söngvari en í desember síðastliðn- um var þess einmitt minnst í fjöl- miðlum að hundraö ár voru frá fæð- ingu hans. Héldu þeir Eggert og Sig- valdi oft „Kaldalóns-tónleika“ fyrr á öldinni við góðar undirtektir. Sigvaldi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1902 en þegar á menntaskólaárunum átti tónlistin hug hans allan. Sigvaldi lauk embættisprófl í læknisfræði 1908. Var síðan við framhaldsnám í Danmörku í eitt ár og þar kynntist hann danskri hjúkrunarkonu, Karen Margrethe Mengel-Thompsen og giftu þau sig haustið 1909. Hann varð fyrst héraðslæknir í Nauteyrarhér- aði og sat að Ármúla við ísafjarðar- djúp. Þar tók hann sé ættamafnið Kaldalóns áriö 1916 og sama ár kom út fyrsta heftið með sönglögum hans. í ísafjarðardjúpinu var Sigvaldi í tólf ár og þar urðu til mörg af þekktustu lögum hans. Því næst lá leiðin til Flateyjar á Breiðafirði þar sem hann var læknir á ámnum 1926-29. Loks var hann héraðslæknir í Keflavikur- læknishéraði með búsetu í Grinda- • vík. Þar bjuggu þau hjónin í fimmtán ár. Sigvaldi átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár ævi sinnar og lést árið 1946. Ekki mun ofmælt að Sig- valdi S. Kaldalóns sé eitt ástsælasta Á sunnudag eru liðin 110 ár frá fæðingu Sigvalda Kaldalóns og verður þess minnst með þrennum tónleikum. tónskáld íslensku þjóðarinnar og og „Á Sprengisandi", „Nóttin var sú hvert fslenskt barn þekkir lög eins ágæt ein“ og „ísland ögrum skorið".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.