Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 5
20 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. 21 Messur Árbæjarprestakall. Bamaguösþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friöfinnsson. Kirkjubíll fer um hverfið fjrir og eftir guösþjónustuna, fer frá Ártúnsskóla kl. 10.40 og Selásskóla kl. 10.55. Guðsþjón- usta kl. 14. Beðið fyrir friði við Persaflóa. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í messunni. Fyrirbæna- guðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. Ásprestakall. Bamaguðsþjónusta ki. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðar- félags Ásprestakalls eftir messu. Munið kirkjubílinn. Ámi Bergur Sigurbjöms- son. Breiðholtskirkj a. Barnaguðsþj ónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Organ- isti Daníel Jónasson. Þriðjudagur. Bæna- guðsþjónusta kl. 18.30. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthiasson. Digranesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Dómkirkjan. Kl. 11. Messa. Prestur sr. Þórir Stephensen. Barnastarf í safnaðar- heimilinu á sama tíma. Kl. 17. Bænaguðs- þjónusta. Beðið fyrir friði. Biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, tekur þátt í guðsþjónustunni. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Organleikari við báöar messumar er Kjartan Siguijónsson. Mið- vikudagur. Hádegisbænir í kirkjunni kl. 12.15. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Bjömsson. Fella- og Hólakirkja. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón Jóhanna Guðjóns- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Þriðjudagur. Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Miðvikudag- ur. Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónhst. Fimmtudagiux Helgistund fyrir aldraða í Gerðubergi kl. 10 f.h. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Reykjavík. Guðsþjónusta kl. 11.00. Athugið breyttan tíma. Sérstak- lega verður beðið fyrir friði þegar tveir dagar em eftir af lokafresti í Austurlönd- um nær. Ræðumaður Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Mið- vikudagur 16. jan. kl. 7.30. Morgunand- akt. Orgelleikari Violeta Smid. Cecil Har- aldsson. Grafarvogssókn. Messuheimili Grafar- vogssóknar, Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Bamamessa kl. 11. Skólabíllinn fer frá Húsahverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi. Guðsþjónusta ki. 14. Org- anisti Sigríður Jónsdóttir. Sóknarprest- ur. Grensáskirkja. Bamasamkoma kl. 11. Eldri bömin uppi í kirkjunni, yngri böm- in niðri. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjamar- son. Prestamir. Hallgrímskirkja. Messa og barnasam- koma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkja heyrnar- lausra. Sr. Myiako Þórðarson. Messa kl. 17. Altarisganga. Beðið fyrir friði. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjudagur. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Karl Sig- urbjömsson. Háteigskirkja. Kl. 10. Morgunmessa. Sr. Amgrímur Jónsson. Kl. 11. Barnaguðs- þjónusta. Kirkjubíllinn fer um Suður- hlíðar og Hlíðar fyrir og eftir guðsþjón- ustuna. Kl. 14. Hámessa. Sr. Amgrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallaprestakall. Messusalur Hjalla- sóknar, Digranesskóla. Bamamessur kl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarböm aðstoða. Organisti Elías Daviðsson. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall. Fjölskylduguðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Skólakór Kársness syngur ásamt kirkjukómum. Léttir söngvar. Organisti Guðmundur Gilsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund bamanna, söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson og Jón Stef- ánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Kristinn Ágúst Frið- Mynd úr uppfærslu L.R á „Þrjár systur" eftir Tsjekhov leikárið 1956/57. Kristín Anna Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Helga Valtýsdóttir í hlutverkum sínum. Kammermúsíkklúbburinn: Þriðju tónleikar á sunnudaginn Kammermúsíkklúbburinn heldur sína þriðju tónleika á starfsárinu á sunnudag kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eft- ir Claude Debussy sem heitir Syrinx (eða flauta skógarguðsins) og er sam- ið fyrir einleiksflautu árið 1913. Eftir Debussy veröur einnig flutt sónata fyrir flautu, lágflðlu og hörpu frá árinu 1915. Flutt verður Sónata IV í einum þætti fyrir altflautu og hörpu eftir Jónas Tómasson sem samið var 1972. Eftir hlé verður flutt Diverti- mento fyrir fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu í Es-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur á tónleikunum eru Martial Nardeau á flautu, Elísabet Waage á hörpu, Ingvar Jónasson á lágfiðlu, Einar Sveinbjörnsson á fiðlu og Bryndís Halla Gylfadóttir á knéfiðlu. Kristján Jón á Mokka Kristján Jón Guðnason opnaði í gær sýningu á myndskreytingum við ljóð Gyrðis Elíassonar á Mokkakaffi viö Skólavörðustíg. Fyrir utan myndskreytingarnar eru til sýnis nokkrar litkrítarmyndir frá Grikk- landi. Kristján er fæddur í Reykjavík 1943 og stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla islands á árunum 1961-1964 og í Listiðnaðarskólanum í Ósló 1965-1967. Kristján hefur sýnt á haustsýning- um FÍM nokkrum sinnum frá 1972. Einnig hefur hann sýnt í anddyri Norræna hússins og haldið nokkrar einkasýningar á ýmsum stöðum í Reykjavík. Útivist í póstgöngu Aðalraðganga Útivistar 1991, póst- gangan, verður með breyttu sniði frá fyrri raðgöngum og unnin í sam- vinnu viö Póst og síma. Gengnar veröa leiðir sem landpóstarnir fóru seinni hluta síðustu aldar suður meö sjó og síðan austur í sveitir og til baka til Reykjavíkur. Póstur og sími mun opna pósthús sem verða á leið göngunnar og verða þar stimpluð frímerkt göngukort sem þátttakend- ur fá í hverri ferð. í hverjum áfanga, en þeir verða farnir hálfsmánaðar- lega, verða gefnir möguleikar á lengri eða skemmri dagsferð. Fyrsti áfangi póstgöngunnar verö- ur genginn á sunnudag, 13. janúar, og leggur gangan af stað frá skrif- stofu Útivistar, Vesturgötu 4, kl. 10.30. Þaðan verður gengið niður í miðbæ með vikomu á Pósthúsinu, Fógetagarðinum og verður síðan fylgt leiðinni suður að Skildinganesi. Þaðan verður gengið í Austurvör. Feriað verður yfir Skerjafiörð ef fólk vill en annars er boðið í rútuferð að Bessastaðanesi. Frá Bessastöðum verður gengið að Görðum og þaðan til -Hafnarfiarðar þar sem göngunni lýkur. Hægt er aö fara styttri ferð einnig og verður hún farin kl. 13.00 frá bens- ínsölu BSÍ kl. 13.00. Ekkert þátttöku- gjald er og feriuferðin og aksturinn ókeypis. Fróðir menn verða með í för og rifiuð verður upp saga og örnefni á leiðinni á meðan notið er útivistar. I upphafi var óskin er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í dag í forsal Borgarleikhússins. Sýningin er haldin á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Leikfélagsins. Borgarskjalasafnið tekur við skjöl- um og gögnum félaga, fyrirtækja og einstaklinga í Reykjavík til varð- veislu, auk skjala frá fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar. Safnið varðvéitir skjöl og gögn Leikfélags Reykjavíkur frá stofnun þess og þar margt merkilegt að finna en Leik- félagið er bráðum aldargamalt. Á sýningunni verða tugir ljós- mynda, aðallega úr innlendum og erlendum verkum sem sýnd hafa verið á hjá Leikfélaginu - allt frá stofnun þar til nú. Að auki verða sýnd gömul handrit, leikskrár og ýmis forvitnileg skjöl. Væntanlega munu margir sýningargesta þekkja gamalkunnug andlit af sviðinu á myndum og til að kanna hversu vel menn muna eftir stjörnum fyrri ára eða einstökum sýningum, geta menn spreytt sig á léttri getraun og jafnvel hreppt vinning. í dag er afmælisdagur félagsins en það var stofnað 11. janúar 1897. Af- mælissýningin er opin almenningi en að auki opin leikhúsgestum fyrir sýningar. Aðgangur er ókeypis. Pósturinn tilkynnir komu sína 1909. finnsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju. Sóknamefndin. Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Prestur sr. Bjami Karlsson. Bamastarf á sama tíma. Heitt á könnunni eftir guðsþjón- ustuna. Fimmtudagur. Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur, fyrirbænir, altar- isganga. Sóknarprestur. Neskirkja. Bamasamkoma kl. 11 í um- sjón Sigríðar Óladóttur. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónustá kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ölafsson. Miðvikudagur. Bænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Gyða Hallldórs- dóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Bamastarf á sama tíma. Umsjón hafa Kristin Þ. Tómasdóttir og Eimý Ásgeirsdóttir. Fríkirkjan Hafnarfirði. Bamasamkom- an fellur niður og verður næst að viku liðinni. Einar Eyjólfsson. Grindavikurkirkja. Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Keflavíkurkirkja. Helgistund í sjúkra- húsinu kl. 10.30. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa (altarisganga) kl. 14. Guðmundur Ólafsson syngur Frið- arins Guð. Organisti Einar Om Einars- son. Bifreið fer að íbúðum eldri borgara við Suðurgötu kl. 13.30, þaðan að Hlé- vangi við Faxabraut og sömu leið til baka að lokiimi messu. Sóknarprestur. Tónleikar Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar íslenska hljómsveitin heldur þriðju tón- leika starfsársins í Langholtskirkju sunnudaginn 13. janúar nk. kl. 17. Tón- leikamir bera yfirskriftina „París - Vín - París" en á efnisskránni em kammer- hljómsveitarverk eftir frönsku tónskáld- in Francis Poulenc og Darius Milhaud en auk þess kammerverk eftir Anton Webem og Alban Berg. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera samin á fyrri hluta þessarar aldar. Stjórnandi á tón- leikunum er Guömundur Óli Gunnars- son og einsöngvari barítónsöngvarinn John Speight. Sigurður Flosason saxó- fónleikari Ieikur einnig stórt hlutverk þar sem saxófónninn er mjög áberandi í nær öllum verkunum. Námskeið Námskeiö um reglulegt mataræði Ásgeir Hannes Eiríksson alþingismaður mun í kvöld, fóstudag, kl. 21-23.30 og á morgun, laugardag, kl. 10-18 halda nám- skeið um reglulegt mataræði. Námskeið- ið verður í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Ásgeir byggir námskeiðið á bók sinni um reglulegt mataræði sem kom út fyrir jól- in 1988. Mottó námskeiðisins er: Öðlist rétta líkamsþyng og haldið henni ævi- langt. Skráning er í síma 91-74811. Tilkyimingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Hefjið nýja árið með þátttöku í laugardags- göngunni. Markmið göngunnar er: sam- vera, súrefni og hreyfing. Hafið hentugan fatnað við rúmstokkinn. Nýlagað mola- kaffi. Krárstemning í Hólminum Helgi Sigutjónsson skemmtir um helgina í Hólminum, Hólmaseli. Skákskólinn eykur starfsemina Nú um helgina hefst síðari starfsönn Skákskólans á þessum vetri. Verður hún með svipuðu sniði og í haust þannig að kennt verður bæði í Reykjavík, í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162 og úti um land. Kennslan byrjar í Grundar- firði í dag og á öðrum stöðum á Snæfells- nesi næstu daga. Kennarar verða Torfi Ásgeirsson og Lárus Jóhannesson en kennsla í Reykjavík hefst þriðjudaginn 15. janúar en innritun verður 12. og 13. janúar kl. 14-18 báða dagana. Kennarar í ReyKjavík verða Sturla Pétursson og Óli Valdimarsson. Ekki hefur verið ákveðið um tilhögun á vorönn en gert er ráð fyrir að hún hefjist í byrjun apríl eða um sumarmál. Sími Skákskólans er 25550. Fimirfætur Dansæfing verður í Templarahöllinni viö Eiríksgötu sunnudaginn 13. janúarkl. 21. Upplýsingar í síma 54366. Aldrei aftur í megrun Mánudagskvöldið 14. janúar kl. 20.30 verður Mannræktin meö kynningu á Gronn-vörum og Gronn-námskeiðum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Breiðholti. Þama verður fjallað um mat- arfikn og áhrifaleiðir til bata. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum opinn sem vilja kynna sér nýjar og árang- ursríkar hugmyndir um heilbrigt matar- æði. Gronn-námskeið verður haldið kvöldin 16., 17. og 18. janúar kl. 20-23 ásamt laugardeginum 19. janúar kl. 9-17. Skráning á námskeiðið fer fram að fyrir- lestrinum loknum og mikilvægt er að væntanlegir þátttakendur mæti þar. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Áxel Guðmundsson. Hann hefur sjálfur átt við matarfíkn að stríða og hefur náð góðum árangri með þessu kerfi. Á öllum Gronn- námskeiðunum er þagnarskylda sem þýðir að þátttakendur segja ekki óvið- komandi frá því hverjir aðrir eru á nám- skeiðinu eða hvað þeir segja og gera. Mynd eftir Rjazanov í MÍR Fyrsta kvikmyndasýning MÍR i bíósaln- um á Vatnsstíg 10 verður nk. sunnudag, 13. janúar, kl. 16. Þá verður sýnd ein af myndum Eldars Rjazanovs, hins kunna sovéska kvikmyndagerðarmanns, „Grimmileg ástarsaga" (Shestokíj ró- mans). Kvikmyndin er byggð á leikritinu Stúlka án heimanmundar eftir Alexand- er Ostrovskí, lúð fræga rússneska leik- skáld frá síðustu öld. í leikritinu og myndinni segir frá raunalegtun forlögum Larisu Ogúdalovu, dóttur eignalauss að- alsmanns. Meðal leikenda eru Larisa Gúseva, Alísa Freindlikh og Nikita Mik- halov. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis og öllum heimill. Barðstrendingafélagið í Reykjavík heldur nýársgleði í Hreyfilshúsinu laug- ardaginn 12. janúar. Húsið opnað kl. 21. Mætum í furðufótum, grímubúningi eða í jólafótum - sem flestir í grímubúningi. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist nk. laugardag kl. 14 í Húna- búö, Skeifunni 17. Þriggja daga keppni ap hefjast. Allir velkomnir. Skákþing Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur 1991 hefst nk. sunnudag 13. janúar og verður teflt í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur aö Faxafeni 12. í aðalkeppninni, sem hefst á sunnudaginn kl. 14, munu keppendur tefla saman í einum flokki ellefu um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, yfirleitt á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og fostudögum kl. 19.30. Biðskákdagar verða inn á milh. Aðalkeppninni lýkur væntanlega 7. febrúar. Keppni i flokki 14 ára og yngri á Skákþingi Reykjavíkur hefst laugardag 26. janúar kl. 14. í þeim flokki verða tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími 40 mín- útur fyrir hvem keppenda. Keppnin tek- ur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Lokaskráning verður á laug- ardag, 12. janúar, kl. 14-18 og er öllum heimil þátttaka. Gamlirog nýir samkvæmisdansar í dag, 11. janúar, hefst síðvetrarstarf SGT (Skemmtinefndar góðtemplara). Það hefst með félagsvist og dansleik við und- irleik lifandi hljómsveitar í Templara- höllinni, Eiríksgötu. Félagsvistm hefst kl. 21. Þar verða veitt vegleg kvöldverö- laun. Dansinn hefst kl. 22.30. Hljómsveit- in Tíglarnir sér um fiörið. Skemmtunin er opin öllum sem vilja skemmta sér án áfengis. Vakin skal athygU á því að þarna gefst gott tækifæri fyrir nemendur dans- skóla til að æfa sig í gömlu og nýju sam- kvæmisdönsunum á raunverulegum dansleik við lifandi hljómsveitarundir- leik á einu besta dansgólfi borgarinnar. dv Menning Isabel Allende. Ástin er ekki það versta Isabel Allende heillaði okkur upp úr skónum með Húsi andanna, sinni fyrstu og bestu bók sem kom út á spænsku fyrir rúmum átta árum og sló rækilega í gegn. Allende hélt athygli lesenda með næsta verki, Ást og skuggum, en ég er fráleitt sá eini sem varð fyrir vonbrigðum með þriðju skáldsögu hennar sem kom út á íslensku fyrir jólin í fyrra: Eva Luna er ekki illa skrifuð bók en hún er sundurlaus og endaslepp án þess að þeir eiginleikar gagnist henni aö neinu leyti sem kostir. Eitt af því sem stóð skáldsögunni fyrir þrifum var að helsta sérkenni aðalpersónunnar, sagnagáfan, fékk ekki útrás í textanum: við vitum að Eva Luna segir sögur en fáum mest lítið af þeim að heyra. Hér er bætt úr því. Það er freistandi að ímynda sér að upphaflega hafi verið til drög eða hugmynd að skáldsögu með útúrdúrum og innskotssögum, nútíma Þúsund og ein nótt, sem í framkvæmd hafi klofnað í tvær bækur, skáldsögu og smásagna- safn. Hvort sem eitthvað er hæft i þeirri tilgátu eða ekki er „Eva Luna segir frá“ ljúf lesning og vel heppnuð bók. Örlagasögur Sameiginlegt stef í þeim 23 sögum sem Isabel Allende lætur Evu segja okkur er ástin í víðustu merkingu orðsins, ástin sem lífskraftur. Þetta Bókmenntir Jón Hallur Stefánsson eru fjölbreytilegar sögur og ekki allar jafnsterkar. Sumar eru varla ann- að en mannlýsingar, æviferill í stórum dráttum, og gætu vel staðið sem kafli um aukapersónu í skáldsögu; aðrar eru hnitmiðaðri kringum eitt atvik eða röð atvika. Sögurnar fjalla allar um miklar tilfmningar, svæsna atburði og afgerandi örlög. Flestar eru þær skrifaðar í fjörlegum ýkjustíl af óhaminni frásagnargleði: höfundur nýtur þess augljóslega að skrifa og bruðlar með persónur og tíðindi eins og flugelda á gamlárskvöldi. Þessi gnótt getur að öllum líkindum ofmettað alvarlega þenkjandi lesend- ur og sennilega er vissara að lesa ekki of margar sögur í einu. Afdrif fólks eru alltaf aðalatriðið í þessum sögum og er þar ekkert sem skyggir á: jafn stíllinn er án upphlaupa eða óvæntra tilþrifa, almennar lýsingar á bakgrunni eða tíðaranda eru naumt skammtaðar og lítið um bollaleggingar. Persónur Isabel Allende eru engar hálfkveðnar vísur, við fáum um þær tæmandi upplýsingar sem atburðirnir staðfesta afdráttar- laust. Söguhetjur hennar eru aldrei „hvorki-né“ heldur alltaf „annað- hvort-eða“, nema hvað stundum eru þær „bæði-og“ því Allende á þaö sammerkt með höfundum einsog Jóni Trausta að illvirkjar hennar bæta stundum ráð sitt fyrir tilverknað þess góða sem í þeim býr: ástin breytir þeim til batnaðar. Höfundur er meistari í hinni afræktu hst tvívíðrar persónusköpunar sem flnnst varla orðið nema í reyfurum og barnabók- um: okkur veitist sú sjaldgæfa ánægja að flnnast við þekkja sögupersón- urnar til fuhnustu og ástæðan er einföld: þær hafa bara eina hliö. Þessi lýsing á þó ekki við um allar sögurnar í bókinni, nokkrar þeirra skera sig úr bæði í stíl og persónusköpun. Við vitum til að mynda ekkert um elskendurna í sögunni „Það sem gleymdast var“ annað en að þeir hafa verið pyntaðir í Chile Pinochets og að það tengir þá saman eftir að hafa skilið þá að; og í lokasögunni „Af jörðu ertu kominn“ fáum viö áhrifamikla viðbót við persónu Rolfs Carlé (elskhuga Evu sem við kynnt- umst í skáldsögunni) gegnum upphfun sem tekin er því nær beint úr sjón- varpsfréttum frá haustinu 1985. Ástin sigrar Bækur vilja láta lesa sig á sínum eigin forsendum sem lesandinn verð- ur að gangast undir meðan á lestri stendur, annars hefur hann ekkert upp úr krafsinu. Isabel Allende grundvallar sögur sínar á þeirri bjart- sýnu forsendu að heimurinn sé skiljanlegur og að hún skilji hann meira að segja sjálf. í númtímanum staðsetur þetta hana nálægt skemmtisögum en á hinn bóginn er furðustutt í heimsmynd félagslegs raunsæis þótt aðferðirnar séu aðrar. Því heimur Isabel Allende er ekki heimur afþrey- ingarbókmennta, fyrirframgefinn, óbreytanlegur og ógagnrýndur heldur tekur hún sem höfundur að sér að afhjúpa tannhjólin í gangverki suður- amerískrar tilveru, sýna ofbeldið, óréttlætið, kúgunina og karlveldið í ljósi þess lífskrafts sem er hin lifandi andstæða alls þessa. Ástin sigrar í sögum Evu en hún sigrar ekki í óvæntum og giftusamlegum endalokum heldur með því að smjúga aUs staðar, með því að vera. Það er góður hljómur í þýðingu Tómasar R. Einarssonar. Á stöku staö hefur hann tilhneigingu til að splæsa fullglæsilegum lausnum á textann, líkt og þýðandinn sé hljóðfæraleikari sem stenst ekki mátið að taka óvænta roku þegar andinn kemur yfir hann. Ég ætti eiginlega ekki að kvarta yfir þessu. Kápan er falleg en svo rekur maður augun í að tréð með páfagauknum vex út um munninn á Evu. Líkist þessi bók nokkuö tré? Eða hver er þá páfagaukurinn? Isabel Allende: Eva Luna Útgefandi: Mál og menning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.