Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. Átta ára guttar þurfa einnig að borða. Hér sést Kevin (Macaulay Culkin) velja í körfuna það sem hann langar í. Bíóborgin og Bíóhöllin: Háskólabíó: Nikita Nikita er nýjasta kvikmynd Frakkans Luc Besson. Aðalpersón- an er Nikita sem er ung utangarðs- stúlka, sem tilheyrir gengi eitur- lyfjaneytenda. Þegar hún er látin bera ábyrgð á dauða lögreglu- manna er fyrst sett sjálfsmorð hennar á svið og hún síöan send í þjálfunarstöö þar sem hún er þjálf- uð í að verða leigumorðingi fýrir ríkisstjórnina. Eftir þriggja ára þjálfun er hún talin fullfær um að geta stundaö morðin . . . Luc Besson gerði sína fyrstu kvikmynd Le Dernier Combat rúmlega tvítugur. Hann hafði áður stundað köfun og ætlaði sér að verða kafari. • Ást hans á köfun kemur skýrt fram í The Big Blue sem var hans þriðja kvikmynd. í millitíðinn gerði Besson Subway sem hann hlaut mikið lof fyrir og hefur haldið nafni hans á lofti. Besson hefur sagt að hann hafi fengið hugmyndina að Nikita þegar hann varð vitni að fjöldaslátrun á höfrungum. Einnig hafði samnefnt lag Eltons Johns áhrif á að hann lét aðalpersónuna heita Níkita. Aðalhlutverkiö leikur fyrrverandi táningastjarna, Anne Parillaud, sem Besson gróf upp og giftist síðan þegar kvikmyndatökunni lauk. Einn leikari hefur leikið í öllum kvikmyndum Besson, er það Jean Reno og er hann að sjálfsögðu til staðar í Nikita. Eins má nefna að það er Eric Serra sem gerir tónlist- ina við Nikita, en tónlist hans við Subway og The Big Blue heillaði marga. Þessa dagana er Besson að vinna að heimildarmynd sem hann kallar Atlantis, sem er óður hans til hafsins. -HK Aleinn heima Aleinn heima (Home Alone) var jólasmellurinn vestan hafs þetta árið og hvílíkur smellur. Á fáum vikum var hún búin að hala inn yfir hundrað milljónir dollara. Það var rösklega gert að koma með þessa mynd meðan jóhn eru enn ofarlega í hugum fólks því óneitan- lega tengist hún jólunum að nokkru leyti. Myndin fjallar um Kevin, 8 ára strák sem gleymist heima hjá sér þegar fjölskyldan fer í jólafrí til Parísar. í fyrstu er hann hin ánægðasti með þessa tilhögun mála, en það er ekki laust við að það fari um snáðann þegar hann kemst að því að það er ætlun tveggja þjófa að ræna öllu sem innanstokks er í húsinu. í fyrstu er stráksi mjög hræddur en segir svo við sjálfan sig að það séu aðeins raggeitur sem fela sig undir rúmi. Hann tekur til Hinir seinheppnu innbrotsþjófar eru leiknir af Daniel Stern og Chris Columbus. sinna ráða og það kemur í ljós að sá stutti er ráðagóöur í betra lagi og hinir seinheppnu innbrotsþjófar eru sjálfsagt þeirri stund fegnastir í lokin þegar lögreglan hirðir þá. Á meðan hafði móðirin uppgötv- að að eitt barnið vantaði og fer til baka með næsta flugi. Það reynist henni samt erfitt að komast alla leið á áfangastað því þegar til Bandaríkjanna er komið er allt flug upppantað. Til að verða ekki strandaglópur tekur hún sér far með bö sem í eru meðlimir í polka- hljómsveit þar sem hljómsveitar- stjórinn er enginn annar en John Candy. Aleinn heima er úr smiðju John Hughes sem sjaldan missir marks þegar um léttar afjíreyingar er að ræða. Leikstjóri er hinsvegar Chris Columbus sem byrjaði feril sinn sem handritshöfundur. Hann var aðeins tuttugu og fjögurra ára þeg- ar hann skrifaði handritiö af Gremlins. í kjölfarið fylgdu handrit af The Goonies og Young Sherlock Holmes. Næsta kvikmynd sem Coi- umbus mun leikstýra er einnig fyr- ir John Hughes. Nefnist hún Only the Lonely og eru aðalleikaramir John Candy, Maureen O’Hara, Ally Sheedy, Anthony Quinn og James Belushi. Anne Parillaud leikur titilhlutverkið Nikita, stúlku sem óvænt fær nýtt hlutverk í lífinu. BÍÓBORGIN Þrir menn og litil dama ** ‘A Létt, skemmtileg og hæfflega væm- in iðnaðarkómedía. Talsvert betri en forverinn. Einnig sýnd í Bfóhöfl- inni. -GE Litla hafmeyjan *** Svona á teiknimynd fyrir böm að vera - falleg og skemmtileg með Jjúfri 'tónJist. Fagmennimir hjá Disney hafa engu gleymt. Einnig sýnd í Bíóhöllinni. Hh. Jólafriið * /t Lapþunnur jólahristingur bland- aður handa lægsta samnefnaran- um -GE Óvinir - ástarsaga *** 'A Besta mynd Pauls Mazursky í lang- an tíma. Tragikómedía sem gefur leikurum góð tækifæri til aö sýna hvað í þeim býr. Anjelica Huston og Lena Olin frábærar. -HK Góðir gæjar **** Mjög vel Jeikin og spennandi maf- íumynd, hrottafengin en um leið raunsæ. Besta mynd Martins Scor- sese frá þvi hann gerði Raging Bull. -HK BfÓHÖLLIN Aleinn heima **‘/z Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega að taka á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd- in í bestu atriðunum. Macaulay Culkin er stjarna framtiðarinnar. Einnig sýnd í Bíóborginni. -HK. Sagan endalausa * Einstaklega stirðbusalegt ævintýri, laust við alla þá kosti er fylgja oft- ast slíkum myndum. -GE Tveir i stuði ** Þrátt fyrir góðan ásetning tekst Steve og Rich ekki að kreista mikið út úr þurru handriti. -GE Stórkostleg stúlka **!/> Létt og skemmtileg mynd þrátt fyr- ir ófrumlegt handrit. Julia Roberts vinnur hug og hjörtu allra. -HK HÁSKÓLABÍÓ Hinrik V *** Vi Margir kvikmyndagerðarmenn hafa glímt við Shakespeare með misjöfnum árangri. Hinn ungi Kenneth Brannagh sýnir og sannar að það er hægt aö koma snilldar- leikhústexta til skíla í góðri kvik- mynd. -HK Skjaldbökurnar ** 'A Snilldarlega útbúnar tánings- skjaldbökur og fjörug saga gera þetta að hinni bestu skemmtun fyr- ir breiöan aldurshóp. -GE Tryllt ást ★** Lynch gengur of langt i furðuleg- heitunum, en að öðru leyti sterkt og sérstakt verk. -GE Draugar *** Mjög frumleg og sérstök meðhöndl- un á hinu yfimáttúrlega. Demi og Swayze em góð en Whoopi og Gold- wyn frábær. -GE Paradísarbíóið ***% Það líður öllum vel eftir að hafa séð þessa einlægu og mynd. skemmtilegu -HK LAUGARÁSBÍÓ Skólabylgjan **!4 Skemmtileg tilraun til að gera ann- að og meira en „týpíska" unglinga- mynd. -GE. Prakkarinn **!/> Góð fjölskylduskemmtun í jóla- ösinni. Illkvittnislegur húmor. -PÁ. Henry & June ** Misheppnuð, mjúk og í meðallagi djörf. Því miður er Kaufman á villi- götum. -PÁ REGNBOGINN Ryð ***'/ Sterkt drama. Öll vinnamjög vönd- uð og fagmannleg. -PÁ Skúrkar ** 'A Háðugt og meinfyndið löggugrin frá Fransmönnum. -GE Sigur andans *** Grimm og grípandi. Klisjumfórnað fyrir persónulegri og næmari frá- sögn. Umhverfið er yfirþyrmandi. -GE . STJÖRNUBÍÓ Á mörkum lifs og dauða ** Góð hugmynd er klúðurslega unn- in og ekki alltaf sjálfri sér sam- kvæm. Myndræna hliðin er of- keyrð í von um að auka áhrifin. -GE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.