Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991. 7 Fréttir Kaupa Akur- eyringar Viking Brugg? - kemur til greina, segir Halldór Jónsson bæjarstjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Þaö hefur verið skoðað hvaða möguleika Akureyringar og Akur- eyrarbær þar meðtalinn, ef á þyrfti að halda, ættu til að grípa inn í svona mál ef við værum hugsanlega að sjá á eftir fyrirtæki eins og þessu úr bænum,“ segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, en Akur- eyrarbær, Kaupfélag Eyfirðinga og einkaaðilar í bænum hafa verið að kanna möguleika á að kaupa fyrir- tækið Viking Brugg á Akureyri sem á í miklum fjárhagserfiðleikum sem stefna því hugsanlega í gjaldþrot. Halldór sagði í samtali við DV að áhugi manna á Akureyri stæði til þess að fyrirtækið yrði áfram á Ak- ureyri, að því tilskildu að rekstur þess væri þannig að tahð væri að það gæti staðið undir sér og það væri trú manna að svo gæd verið. „Eg hef sagt að ég teldi það alveg koma til greina að Akureyrarbær styddi þetta mál á einhvem hátt ef það gæti orðið til þess að málið gengi eftir. Þetta hafa hins vegar til þessa einungis verið þreifingar og athug- anir og ekki mikið meira um það að segja á þessu stigi,“ sagði Halldór. Samkvæmt heimildum DV eru mjög skiptar skoðanir um verðmæti verksmiðju Viking Bmgg. Þeir aðilar á Akureyri, sem hafa verið að skoða málið, telji að hægt sé að greiða um 400 milljónir króna fyrir verksmiðj- una en eigandi hennar vilji fá um 700 milljónir króna. En málið er skammt á veg komið og langt frá því að hægt sé að fullyrða hvort Viíting Brugg mun skipta um eigendur á næstunni og Páll G. Jónsson, eigandi Viking Brugg, er sagður róa lífróður til björgunar fyrirtækinu. „HEYRÐU“ 9 Leikfimi og eróbikk fyrir alla! ^ hefst mánudag 14. janúar Morgun-, dag- og kvöldtimar. Barnagæsla frá 11-15 Oplö: Mán.-fimmtud. kl. 11-23 föstud. kl. 11-20 laugard. kl. 11-17 sunnud. kl. 14-17 Dagný Björk danskennari Smiðjuvegi 1, s. 64 25 35 VikingBmgg: Vongóður um að þetta leysist - segir Magnús Þorsteinsson framkvæmdastjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er verið að vinna í málinu, og ég er vongóður um að það leysist sem fyrst,“ segir Magnús Þorsteins- son, framkvæmdastjóri bjórverk- smiðju Viking Brugg á Akureyri sem bæjarfógeti innsiglaði nú í vikunni. Magnús vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, og vildi heldur hvorki játa eða neita því að upphæðin sem olli því að fógeti innsiglaði fyrirtækiö næmi um 30 milljónum króna. Sú upphæð samanstendur af ýms- um gjöldum sem fyrirtækið hefur ekki greitt og er þar m.a. um að ræöa virðisaukaskatt, lífeyrisgreiðslur starfsmanna og fleira. Engih starf- semi er í verksmiðjunni utan þess að bruggmeistarar fyrirtækisins fá að fara þar inn tvisvar á sólarhring í lögreglufylgd til að fylgjast með tækjum svo mikið magn bjórs skemmist ekki. Loðnuleitin heldur áfram Loðnuleitin heldur áfram fyrir austan og norðan land. Veiðiskipin, sem fylltu sig á dögunum, eru nú haldin á veiðar á ný. Tvö rannsóknarskip eru einnig á miðun- um og er niðurstöðu úr leiðangri skip- anna að vænta nú um helgina eða fljót- lega i næstu viku. Myndirnar voru teknar þegar Hólmaborg SU iandaði fullfermi á Eskifirði. DV-mýndir Emil Snmirbílar U HONDA Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búinn til þinnar þjónustu. Bíll fyrir alla og við allra hæfi. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Vérð frá kr. 1.360.000,- staðgr. • W HONDA /1CCORD . HONDA A fSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24. S-669900 Fyrsta alþjóðlega Smirnoff-nemenda- samkeppnin í fatahönnun Smirnoff International Fashion Award verður haidin í Amsterdam 29. maí 1991. Undankeppni á íslandi er hafin og er opin öllum íslenskum nemum í fatahönnun og fataiðnaði, við nám hér heima eða erlendis. Þrírefstu keppendurnirfá, aukpeningaverðlauna, styrki til að sauma verðlaunaflíkur sínar. íslandsmeistarinn fær peningaverðlaun og boð um þátttöku í Smirnofflnternational Fashion Award í Beurs van Berlage í Amsterdam, 29. maí 1991. Skilafrestur á teikningum og efnissýnishornum ertil 11. febrúar 1991. Skilafrestur á flíkum er til 11. mars 1991. Keppnisgögn og nánari upplýsingar: , Athygli hf. Brautarholti 8, 105 Reykjavík s. 62 32 77. .Smirnoff umboðið Júlíus P. Guðjónsson hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.