Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991. 55 Reykjavík fyrr og nú Forsætisrád- herra kvaddur Þessi gamla mynd Magnúsar Ól- afssonar er athyglisverö heimild um vestasta hluta Skuggahverfis- ins á þriöja áratugnum. En jafn- framt er hún ljósmynd af tilteknum viðburði í bæjarlífi síns tíma, nefni- lega útfbr Jóns Magnússonar for- sætisráðherra í júlíbyrjun árið 1926. Myndin er tekin fyrir utan hús Jóns, Hverfisgötu 21, sennilega að lokinni húskveðju sem þá og lengi síðar voru alvanalegar. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Jón Magnússon Jón Magnússon fæddist að Múla í Aöaldal í Þingeyjarsýslu 1859 og ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af á Skorrastað í Norðfirði, sonur séra Magnúsar Jónssonar frá Víðimýri i Skagafirði og Vil- borgar Sigurðardóttur frá Hóli í Kelduhverfi. Eftir stúdentspróf 1881 hóf Jón laganám í Kaupmannahöfn en varö lítið ágengt; m.a. vegna óreglu, og hætti námi. í annarri atrennu fimm árum síðar las hann hins vegar af slíkri eljusemi að hann lauk próf- um með hárri meðaleinkunn á einu og hálfu ári. Hann var sýslumaður í Vest- mannaeyjum frá 1891, landshöfð- ingjaritari frá 1896, skrifstofustjóri í stjórnarráðinu frá 1904, bæjarfó- geti í Reykjavík frá 1908 og forsæt- isráðherra frá 1917 og til dánardags að tveimur árum undanskildum 1922-24. Þá var hann alþingismað- ur 1902-1919 og 1922 til dánardags, bæjarfulltrúi 1903-08 og 1914-17 og forseti bæjarstjórnar 1915-16. í sjálfstæðismálinu var Jón í upp- hafi hallur undir Valtýskuna en snerist síðar á sveif með Heima- stjórnarmönnum og var í forystu- sveit þeirra meöan sá flokkur var við lýði. í hinu nýja flokkakerfi varð hann svo ásamt Jóni Þorláks- syni leiðtogi hinna borgaralegu afla. Forsætisráðherra á limbrotatímum Jón Magnússon komst til æðstu metorða íslenskra stjórnmála á sögulegum umbrotatímum. Hann var fyrsti forsætisráðherra ríkis- stjórnar sem skipuð var fleiri en einum ráðherra. Hann var forsæt- isráðherra er ísland varð fullvalda ríki 1918 og eins er íslendingar fengu til landsins æðsta dómsvald í eigin málum með stofnun Hæsta- réttar 1920. Síðast en ekki síst hélt hann um stjómartaumana er hér var í mótun nýtt flokkakerfi og stjórnmálaumræðan tók að snúast um nýjar og innlendar forsendur efnahags- og atvinnumála. En þrátt fyrir hið mikla traust sem Jón naut og sem náði langt út fyrir raðir hans eigin flokksmanna hefur hann aldrei orðið dekurbarn sagfræðilegrar umfjöllunar. Senni- lega hefur hann ekki þótt nógu lit- ríkur persónuleiki. Það má reynd- ar til sanns vegar færa að Jón Magnússon hafði aldrei til að bera glæsileika og andagift Hannesar Hafstein, pólitíska sannfæringu Jóns Þorlákssonar né ritsnilld og mælsku Jónasar frá Hriflu. Jón þótti að vísu vingjamlegur í viðmóti en enginn gleðimaður og fremur fáskiptinn. Hins vegar var hann mjög vel greindur, iðinn og samviskusamur, raunsær og rök- DV-mynd: Brynjar Gauti fastur og einn lögfróðasti maður síns tíma. Auk þess var hann óvenju þolinmóöur og Upur samn- ingamaður. Þessir eiginleigar hans hafa ugg- laust ráðiö mestu um það sem er einsdæmi í íslenskri stjómmála- sögu að yflrgnæfandi meirihluti þingmanna fékk hann til að mynda stjóm árið 1920 þó hann sjálfur sæti þá ekki á þingi. Greinarbesta ritgerð, sem skrifuð hefur verið um Jón Magnússon, er eftir Sigurð Líndal lagaprófessor en þar er m.a. eftirfarandi lýsing: „Jón Magnússon var meðalmaður á hæð, nokkuð luralega vaxinn, oftast niðurlútur og hallaðist dálít- ið út í aðra hlið þegar hann gekk, sem mun hafa stafað af einhverri lömun á yngri árum. Fjarri fór að hann væri fyrirmannlegur á velli.“ Síðar í ritgerðinni vitnar Sigurð- ur í andsvar Jóns við þeirri gagn- rýni aö hann vanti skörungsskap: „Þeir em alltaf að tuggast á því, að eg sé enginn skörungur ... En hvenær hef eg sagzt vera skörung- ur, og hvað ætla þeir með skömng að gera?“ Konungskoman og ævilok Jón Magnússon lést 23. júní 1926. Ellefu dögum áður hafði Kristján konungur X. komið í heimsókn til landsins og bjuggu konungshjónin í húsi Jóns við Hverfisgötu meðan þau voru í Reykjavík. Eftir fjögurra daga dvöl í Reykjavík sigldi kon- ungur á skipi sínu til Siglufjarðar og Akureyrar og loks til Seyðis- íjarðar og var forsætiráðherra með í þeirri fór. Þar skildi leiðir. Kon- ungur hélt heimleiðis til Dan- merkur en herskipið Geyser átti aö flytja forsætisráðherrahjónin til Reykjavíkur. Jón haföi fengið herskipið til að koma viö á Norðfirði en hann ætl- aöi að heimsækja æskustöðvar sín- ar að Skorrastað sem hann haföi ekki augum litið í fjörutíu og flmm ár. Honum varð ekki að þeirri ósk sinni því hann fékk hjartaslag og lést skömmu eftir að hann kom í land á Norðfirði. Jón byggði árið 1889 húsið Þing- holtsstræti 29 sem enn stendur á homi Þingholtstrætis og Skálholts- stígs en þar er nú til húsa stofnun Sigurðar Nordals. í þessu húsi bjó Jón Magnússon til ársins 1912 en þá var fullbúið húsið sem hann lét reisa að Hverfisgötu 21 og átti hann þar heima til æviloka. Eftir daga Jóns keypti Sigurður Jónasson, forstjóri Tóbakseinka- sölu ríkisins, húsið en hann seldi það 1940 Hinu íslenska prentarafé- lagi sem átti húsið um árabil. Bókaútgáfa Menningarsjóös var um skeið til húsa að Hverfisgötu 21 en þar hefur nú Félag bókar- geröarmanna aösetur sitt. Sölvhóll og Nýborg Eins og sjá má bólar ekkert á Þjóöleikhúsinu árið 1926 en bygg- ingaframkvæmdir þess hófust ekki fyrr en tveimur árum síðar. Ef gamla myndin prentast vel má sjá á henni lengst til vinstri í noröaust- ur-homið á Sambandshúsinu gamla við Sölvhólsgötu. Þar fyrir austan er Sölvhóll, sem upphaflega var hjáleiga í landi Amarhóls, byggö fyrir 1780. Þá má sjá Nýborg þar fyrir austan, en það hús var reist 1917 sem helsta birgðar- geymsla Landsverslunar. Húsið varð síðan fyrsta aðsetur-Áfengis- verslunar ríkisins og síðar um ára- bil eina áfengisútsala ÁTVR. Húsin, sem sést í hægra megin við Hverfisgötu 21, standa öll enn- þá. Efst er í byggingu steinhúsiö Smiðjustígur UA en þar hefur ver- ið húsgagnaverkstæði í áratugi. Þá sést einnig í þök timburhúsanna Lindargötu 11, Lindargötu 13 og Smiðjustígs 13 en þessi þijú timb- urhús byggði upphaflega Ástráður Hannesson verslunarmaður, faðir Einars Ástráðssonar læknis. Á milli timburhúsanna við Lindar- götu sést svo í turninn á verk- smiðjuhúsi Völundar. Veður Minnkandi norðan- og norðvestanátt, ennþá all- hvöss austantil á landinu en mun hægari eftir þvi sem vestar dregur, aðeins gola eða kaldi á Vestflörð- um. Norðan- og austanlands verða él i dag en léttir til i kvöld, viða léttskýjað á Suðurlandi. Frost 4-9 stig. Akureyri snjóél -7 Egilsstaðir hálfskýjað -8 Hjarðarnes léttskýjað -7 Galtarviti skýjað -5 Kefla víkurflug völlur skýjað -7 Kirkjubæjarklaustur heiðskirt -9 Raufarhöfn snjóél -8 Reykjavík léttskýjað -10 Vestmannaeyjar léttskýjað -9 Bergen slydduél 1 Helsinki rigning 4 Kaupmannahöfn þokumóða 5 Osló skýjað 3 Stokkhólmur skýjað 6 Þórshöfn snjókoma -3 Amsterdam þokumóða 4 Barcelona léttskýjað 6 Berlín ■'þokumóða -1 Chicagó heiðskírt -6 Frankfurt heiöskirt -6 Glasgow rigning 3 Hamborg skýjað 2 London skýjað 6 LosAngeles skýjað 19 Lúxemborg heiðskírt -5 Madrid léttskýjaö 0 Malaga skýjað 11 Mallorca hálfskýjað 3 Montreal skýjað -2 New York hálfskýjaö 6 Nuuk snjókoma 3 París heiðskirt -4 Valencia þokumóða 5 Vín skýjað -3 Winnipeg skýjað - -2 Gengið Gengisskráning nr. 7. -11. janúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 55,690 55,850 55,880 Pund 106,496 106,802 106,004 Kan. dollar 48,306 48,445 48,104 Dönsk kr. 9,4783 9,5056 9,5236 Norsk kr. 9,3244 9,3512 9,3758 Sænsk kr. 9,7805 9,8086 9,7992 Fi.mark 15,1723 15,2159 15,2282 Fra. franki 10,7506 10,7814 10,8132 Belg. franki 1,7693 1,7744 1,7791 Sviss. franki 43,3392 43,5138 43,0757 Holl. gyllini 32,3450 ' 32,4379 32,5926 Þýskt mark 36,4595 36,5642 36,7753 it. líra 0.04848 0,04862 0,04874 Aust. sch. 5,1793 5,1941 5,2266 Port. escudo 0,4064 0,4076 0,4122 Spá. peseti 0,5783 0,5799 0,5750 Jap. yen» 0,41388 0,41507 0,41149 Irskt pund 97,471 97,751 97,748 SDR 78,7796 79,0060 78,8774 ECU 75,2984 75,5148 75,3821 Símsvari vegna gengisskrðningar 623270. F iskmarkadimir Faxamarkaður 11. janúar seldust alls 46,229 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,017 55,00 55,00 55,00 Hrogn 0,078 370,51 360,00 380,00 Keila 0,625 42,00 42,00 42,00 Langa 0,167 67,60 60,00 70,00 Lúða 0,177 456,72 365,00 540,00 Rauðmagi 0,011 120,00 120,00 120,00 Saltfiskflök 0,144 102,71 90,00 120.00 Skarkoli 0,018 150,00 150,00 150,00 Steinbítur 0,972 63,54 60,00 70,00 . Þorskur, sl. 30,063 106,86 101,00 120,00 Þorskur, ósl. 6,084 96,85 81.00 109.00 Ufsi 0,023 20,00 20,00 20,00 Undirmál. 1,199 73,91 46,00 85,00 Ýsa, sl. 2,765 111,25 108,00 114,00 Ýsuflök 0,082 74,00 74,00 74,00 Ýsa, ósl. 3,799 104,67 101,00 115,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 11. janúar seldust alls 41,418 tonn. Hlýri 0,036 59,00 59,00 59,00 Smáþorskur, ósl. 0,233 76,00 76,00 76,00 Gellur 0,130 307,23 303,00 313,00 Hrogn 0,029 335,00 335,00 335,00 Smárþorskur 2,009 86,00 86,00 86,00 Steinbítur 1,095 57,26 30.00 60,00 Langa, ósl. 0,217 66,00 66,00 66,00 1,963 39,28 39,00 40,00 9,541 104,75 101,00 124,00 2,245 40,58 25,00 41,00 Þorskur 16,446 107,34 102,00 121,00 Steinbítur 0,741 75,29 59,00 86,00 Skötuselur 0,016 255,00 255,00 255,00 Skata 0,099 110,00 110,00 110,00 Lúða 0,083 472,81 350,00 645,00 Langa 0,642 76,71 75,00 78,00 Koli 0,015 112,00 112,00 112,00 Keila 0,145 47,00 47,00 47,00 Karfi 5,726 88,00 56,00 92,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 11. janúar seldust alls 135,276 tonn. Þorskur, ósl. 67,264 106,42 88,00 122,00 Ýsa, ósl. 27,776 90,18 80,00 101,00 Ýsa, sl. 2,172 116,19 50,00 120,00 Þorskur, sl. 15,337 111,63 92,00 117,00 Undirmál 0,320 50,97 30,00 71,00 Skarkoli 0,332 92,74 90,00 100,00 Ufsi 0,724 37,83 15,00 77,00 Náskata 0,043 30,00 30,00 30,00 Lúða 0,153 422,84 405,00 465,00 Karfi 0,785 71,46 60,00 74,00 Lýsa 0,160 33,75 30,00 40,00 Steinbítur 3,485 57,65 20,00 69,00 Langa 2,255 68,68 20,00 80,00 Keila 14,151 41,50 29,00 48,00 Hlýri 0,311 65,38 20,00 78,00 Góó ráó eru til aö fara eftir þeim! Eftireinn -ei aki neinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.