Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991. 21 „Ég átti kost á framhaldsnámi í þremur tungumálum við háskól- ann í Grafswald. Það var rúss- neska, enska og íslenska og ég valdi íslenskuna," segir Hermóður í samtali við DV. Hermóður, eða Hartmut Mettelstádt eins og hann heitir réttu nafni, er staddur á ís- landi í námsdvöl og hyggst vinna að doktorsritgerð um orðaforða í íslensku. Hartmut er fæddurí smábænum Annemúnde í Austur-Þýskalandi. Hann fluttist síðar til Grafswald sem er á Eystrasaltsströndinni. Það er háskólabær þar sem búa 67 þúsund manns. Hartmut lagði stund á íslensku- nám við háskólann í Grafswald á árunum 1971 til 1976. Helstu kenn- arar hans í íslensku voru þeir Bruno Kress og Ernst Weider. Fékk hann góða kennslu? „Já, afbragðsgóða að mörgu leyti. Hitt er svo annað mál að við nám sem þetta var lengi framan af lögð höfuðáhersla á málfræðikennslu. Námið miðaði að því að við fjögur sem vorum í þessu gætum orðið túlkar á íslensku. Þess vegna var í seinni hluta námsins lögð megin- áhersla á talmál og að kynna okkur íslenska menningu. Ég sé það í dag þegar ég er farinn að fást við rit- gerðina að mig vantar dálítið und- irstöðu í málvísindum og norræn- um fræðum.“ Þorði ekki að segja eitteinasta orð Hartmut kom í fyrsta sinn til ís- lands sumarið 1973 en þá var haldin ráðstefna um norræn fræði á ís- landi og boðið til hennar fjölda fræðimanna í greininni frá útlönd- um. Bruno Kress sat ráðstefnuna og fékk því komið i kring að einn nemenda hans fékk að fara með og sitja námskeið í nútímaíslensku sem haldið var í tengslum við ráð- stefnuna. Hartmut varð fyrir val- inu. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist utan heimalands míns og þetta var geysilega mikil upplifun fyrir mig. Ég reyndi eftir megni að hlusta á það sem fram fór á ráð- stefnunni en skildi ekki nógu mikið í málinu enn og þorði ekki að segja eitt einasta orð,“ segir Hartmut og hlær að endurminningunni. Hann kom ekki aftur til íslands fyrr en 14 árum seinna, árið 1987, og þá í tvær stuttar heimsóknir. „í fyrra skiptíð var ég sem túlkur á ráðstefnu fulltrúa verkalýðsfélaga ingar, sem orðnar eru í heimalandi hans, vera til góðs? Nú er Þýska- land sameinað. Hefur það breytt miklu? Mikið starf óunnið „Auðvitað hefur margt, reyndar nánast allt breyst. Ég gæti ekki verið hér í þessari námsdvöl nema vegna þessa. Hitt er svo annað mál að mörgum finnst þetta hafa gengið fullhratt fyrir sig. Við veröum aö vona að stjórnvöld beri gæfu til þess að láta þróunina ganga í rétta átt. Þannig er til dæmis enn mikiil launamunur milli hinna samein- uðu hluta Þýskalands. Verkafólk í austurhlutanum er enn á mun lægri launum og verður það fyrir- sjáanlega næstu ár. Þó á landið að heita eitt efnahagssvæði. Það er gífurlega mikið starf óunnið við að samræma hluti af ýmsu félagslegu tagi.“ Hefur smakkað skötu en ekki enn farið á skemmtistað Hartmut hefur lagt sig í líma við að kynna sér sem flesta fletí á ís- lenskri menningu samtímans. Hann hefur tíl dæmis smakkað flesta rétti sem þjóðlegir geta talist. „Ég hef borðað bæði skötu og hákarl. Hvort tveggja fannst mér mjög bragðgott en sterkt. Svið fékk ég þegar ég kom hingað fyrst og verð að viðurkenna að mér fannst það einkennilegur siður þó þau brögðuðust ágætlega." Einn anginn á íslenskri menn- ingu, sem hann á enn ókannaðan, er íslensk skemmtistaðamenning. „Ég hef satt aö segja ekki lagt í það ennþá, En ég þarf að fara að drífa í því,“ segir hann brosandi. Hann les dagblöðin, hlustar á út- varpið og talar við fólk sem hann hittir og segist mjög sjaldan eiga í erfiðleikum með að skilja það sem sagt er við hann. „Það er stundum, þegar fólk talar mjög hratt eða óskýrt, sem ég á í smávegis vandræðum." Tapast íslensktunga? íslendingar hafa, að því er virð- ist, nokkrar áhyggjur af enskum áhrifum í móðurmáli sínu. Hartmut Mettelstádt, öðru nafni Hermóður, er mikill íslandsvinur og er staddur hér i námsdvöl í íslensku. DV-mynd GVA íslandsvinur frá Austur-Þýskalandi: íslandsferðin var fyrsta utanlandsferðin á Norðurlöndum og við Eystrasalt. Þá sá ég ekki ýkja mikið af landinu en sat bara inni í klefa og túlkaði ræður beint af íslensku yfir á þýsku. Það er geysilega krpfjandi starf og erfitt. Svo kom ég seinna um sumar- ið með hópi ungra manna sem komu sem ferðamenn til íslands í eina viku. Þetta var fyrstí ferða- mannahópurinn sem kom til ís- lands frá Austur-Þýskalandi." Var áskrifandi að Þjóðviljanum Þegar hér var komið sögu var Hartmut orðinn reiprennandi tal- andi á íslenska tungu enda haíði hann verið iðinn við að æfa sig eft- ir að náminu lauk þó tækifæri til þess beinlínis að tala íslensku væru ekki mjög mörg. Hermóður las ís- lenskar bækur og gluggaði í Þjóð- viljann sem hann fékk' sendan frá Islandi. Á þessum tíma var ferða- frelsi nánast ekkert og heimsóknir íslendinga til Austur-Þýskalands ekki algengar og því sjaldan sem Hartmut var kallaður til að túlka. „Ég gerði mér fljótt grein fyrir að ég gætí ekki unniö fyrir mér sem túlkur. Þess vegna er ég að reyna að ljúka þessari ritgerð í þeirri von að það veití mér kost á prófessors- stöðu í íslensku við einhvem þýsk- an háskóla. Ég kom hingað í byijun desember og byija í háskólanum þegar kennsla hefst að loknu jóla- leyfi." Hartmut er 37 ára gamall og er giftur tveggja barna faðir. Fannst honum ekki einmanalegt og fram- andi að eyða jólunum á íslandi fjarri fjölskyldu og ástyinum? „Ég neita því ekki. Ég á marga vini og kunningja hér sem voru boðnir og búnir að leyfa mér að vera um jólin en ég kaus að vera að mestu einn. Ég fór að vísu með kunningja mínum tíl dótturhans í Sandgerði og var þar á aðfanga- dagskvöld. Þaö var mjög fróðlegt að sjá hvernig íslendingar halda jól. Þeirra siðir eru að sjálfsögðu talsvert frábragðnir því sem tíðk- ast í mínu heimalandi. Svo fékk ég lánaða þessa íbúð sem kunningja- kona mín í Háskólanum leigir og eyddi jólum og áramótum hér.“ Viðtalið fer fram í bakhúsi við Baldursgötu. Þaö verður tæplega heyrt á mæli Hartmuts að þar tali innfæddur Þjóðveiji. Hann talar næstum lýtalausa íslensku og þá stund sem við ræðumst við verður aldrei vart viö slettur í málfari hans en hann talar afar varlega og í kórréttum setningum. Enginn áHugi lengur á rússnesku Allt þar til breytíngarnar urðu í Austur-Þýskalandi fyrir rúmlega ári var rússneska skyldunáms- grein í grunnskólum. Hún var kennd úr fimmta bekk og upp í gegnum allt menntakerfið upp í háskóla. En hafði þetta nám ein- hvern tilgang? „Ég held að það hafi enginn út- skrifast sem gat talað rússnesku eftir að skyldunáminu lauk. Þegar Þjóðveijar fóru í sumarleyfisferðir austur að Svartahafi eða eitthvað slíkt gátu þeir því alls ekki notað þetta tungumál og alls ekki í sam- skiptum við aðrar þjóðir í austur- blokkinni þar sem rússneska var líka skyldunám,“ segir Hermóður. „Eftír breytinguna er rússneska ekki skyldugrein heldur val og í bekk sonar míns veit ég að tveir sýndu áhuga á að læra rússnesku. Nú vilja allir læra ensku í staðinn.“ - En finnst Hartmut þær breyt- Skemmst er að minnast málrækt- arátaksins sem hefur verið í gangi leynt og ljóst um nokkra hríð. Hef- ur Hartmut orðið var við breyting- ar í þessa átt eftír að hann fór að kynna sér íslenska tungu? „Ég tek eftir því að unglingar tala öðruvísi en gamalt fólk,“ segir hann, „en því er nú þannig farið með tungumál að þau taka stöðug- um breytíngum. Þó tungur smá- þjóða eigi ávallt erfitt uppdráttar tel ég að íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðu ís- lenskunnar. Það er eðlilegt aö enskra áhrifa gæti í íslensku því enska heyrist svo mikið í útvarpi og sjónvarpi og fólk les kennslubækur á ensku. Það er allt í lagi þó ný orð séu tekin inn í máhð. Ef hins vegar beygingar- kerfið eða málfræðiatriði fara að raskast eöa týnast er voðinn vís og því sjálfsagt að vera á varðbergi." -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.