Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991. 51 LífsstOl Er Sviss besta skíða- landið? Nokkur vafi leikur á því hvaöa þjóö hóf fyrst aö stunda skíða- íþróttina en Svisslendingar hafa gert tilkall til þess heiöurs. Hvað sem því líður hafa Alpabúar um aldir nýtt sér umhverfiö til þess aö taka á móti ferðamönnum. Þeir halda því fram að hvergi í heimin- um sé betri aðstaöa til skíðaiðkana pg hafa trúlega eitthvað til síns máls. Einn best þekkti skiðabær í Sviss er trúlega Zermatt. Margir skíða- menn hika ekki viö að nefna Zer- matt sem eitt besta skíðasvæði í heimi þó sjón sé sögu ríkari í þess- um efnum sem öðrum. Zermatt stendur viö rætur eins frægasta fjalls í Ölpunum, Matterhoms. Þeir sem ekki hafa séð það merka fjall með eigin augum minnast trúlega mynda utan á konfektkössum eða á púsluspilum. í Zermatt er hefð- bundinn og vanafastur bæjarbrag- ur alls ráðandi og því hefur tekist að varöveita þorpsandann þrátt fyrir gífurlegan ferðamanna- straum. íbúar í Zermatt eru 4.100 en raunverulegur fjöldi er margfalt meiri því stöðugur og mikill straumur ferðamanna liggur þang- aö jafnt sumar sem vetur. Skíðasvæði í nágrenni Zermatts liggja í 1.620 metra til 3.820 metra hæð yfir sjó og því stendur skíða- vertiðin þar yfir frá nóvember til apríl ár hvert og á sumrin er skíðað á jökli. Þarna geta flestir fundið svæði við sitt hæfi, allt frá aflíö- andi brekkum sem henta bömum og byrjendum upp í snarbrattar skíðaslóðir í svimandi hæö sem ekki er á færi annarra en þrau- treyndra skíðakappa aö takast á við. Samkvæmislífið er ennfremur íjörugt og fjölbreytt og hægt að velja úr fjölda góðra veitingastaöa sem bjóða bæði alþjóðlegan hefð- bundinn mat og sérrétti af sviss- neskum uppruna. Fyrir þá sem ekki eru í skíðahug- leiðingum eru langar göngubraut- ir, skautasvell og sundlaugar. Auk þess má benda á frægt minjasafn sem leggur áherslu á menningu Alpanna og kirkjugarð sem helgað- ur er minningu þeirra sem farist hafa í fjöllunum. Hið fræga Matterhornfjall í Sviss. Dag Tveterás. Dag Tveterás: Maður ársins í nor- rænum ferðamálum Dag Tveterás, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Fly-spesialisten í Ósló, var einróma kjörinn maður ársins í norrænum ferðamálum. Það voru lesendur blaðsins Stand By, sem er norrænt tímarit, sem fjallar um ferðir og ferðalög, sérstaklega frá viðskiptalegu sjónarmiði. Helstu ástæður þess að Tveterás þótti vel að nafnbótinni kominn, voru skarpskyggni hans og ýmis nýmæli sem hann hefur fitjað upp á. Nægir að nefna prentara sem tengdir eru um gervihnött og geta sölumenn með aðstoð þeirra sent útprentaða og tilbúna farmiða nán- ast hvert á land sem er. Ferðaskrifstofan Fly-spesialisten starfar í náinni samvinnu viö norska stórfyrirtækið Norsk Hydro og eru þegar komin útibú á fimm stöðum í Noregi. Stærsti sigur þeirra á árinu var að ná samningum um sérstakan afslátt á flugleiðum SAS innanlands í Noregi. Afslátturinn gildir aðeins fyrir þeirra viðskiptavini og er sá fyrsti sem SAS gerir við fyrirtæki í éinkageiranum. Meðal annars vegna þessara samninga hefur Fly-spesia- listen komið allra ferðaskrifstofan best út úr verðsamanburði milli sam- keppnisaðilaíNoregi. -Pá Norðurlönd: Dýrasti bjór í heiminum?. Því er haldið fram í norrænum blöðum að hvergi í heiminum sé dýr- ari bjór en á Norðurlöndum og eru Noregur og Svíþjóð einkum nefnd í því sambandi. I Svíþjóð kostar einn bjór 550 íslenskar krónur og þar í landi spyrja menn sig hvort hægt sé að ætlast til að ferðamenn sæki landiö heim þegar slík verölagning ríki. í Noregi var nýlega leyfð hækkun á bjór og kostar léttöl tæpar 90 krón- ur íslenskar út úr búð eftir hækkun- ina en sterkur bjór 140 krónur. í Politiken er fullyrt að þetta sé dýr- Ferðir asti bjór í heimi. í þessu sambandi er ekkert minnst á verölagningu á íslandi en í fljótu bragði virðast ís- lendingar eiga nokkurt tilkall til heimsmeistaratitils í þessum efnum. Verðlag á bjór út úr búð virðist vera jafnhátt eða hærra hér á landi en í Noregi. Hvað varðar veröið á sænska bjómum, eða 550 krónur fyrir kollu á veitingastað, þá finnst íslenskum það eflaust ekki svo hátt að orð sé á gerandi. „Þetta er stórt skref aftur á bak,“ er haft eftir Bengt Salberg, sænskum sérfræðingi um ferðamál í Politiken Bjor er sagður dyrastur i heiminum á Norðurlöndum. nýlega. „Það sem gerist er að Svíþjóð verður land sem fólki finnst ekki borga sig að heimsækja.“ Það sem veldur hækkuninni er sér- stakur skattur sem lagður er á ferða- menn. Á undanförnum árum hefur erlendum ferðamönnum, sem koma til Svíþjóðar, fjölgað um allt að 20% - árlega en að sögn Salbergs hefur sá vöxtur nú verið kæfður. Hann lýsir áhyggjum sínum af áhrifum þessa á aíkomu fólks í afskekktum norðlæg- um byggðum í Svíþjóð þar sem þjón- usta við ferðamenn á leið til fjalla hefur verið stór þáttur i tekjum íbú- anna. Hann telur að merki þess séu þegar farin aö sjást og hækkun á bjór hafi aðeins verið dropinn sem fyllti mælinn. -Pá 90 ára Guðjón Þórarinsson, Mávahlíð 31, Reykjavík. 85 ára Ingvar Ágústsson, Ásum, Svínavatnshreppi. Þorbjörg Ólafsdóttir, Sjúkra-ogdvalarheimilinu, Sauð- árkróki. Ingibjörg Ögmundsdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. 80 ára Jón Sigurvin Þorleifsson, Grandavegi 47, Reykjavík. 75 ára Guðlaug Jóhanna Júlíusdóttir, Mávahlið 7, Reykjavik. 70 ára Anna Jónsdóttir, 12. janúar Borgarhrauni 6, Hveragerði. --------------i----------------- SigurðurSveinnSnorrason, SigmarÓlafsson, CQ Aen Bollagötu3,Reykjavík. Brandsstöðum II. Bólstaðarhliðar- Tryggvi Geir Haraidsson, hreppi: HaukurÓskarsson, Heiðarlundi2K, Akureyri. Háaleitistbraut 47, Reykjavík. Svava Kristbjörg Guðmundsdótt- Sigurlaug J. Kristjánsdóttir, ir, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði. Silfurbraut 10, Höfn í Hornafirði. Öm Albert Þórarinsson, ———----------------------------- Ökrum.Fljótahreppi. QQ ó rg 40 aT&l GuðbjörgHákonardóttir, ............................... ..............*----------------- Einigrund 16, Akranesi. Stefanía Jónsdóttir, Reynir Theodórsson, Steinunn Hrólfsdóttir, Melagötu3, Neskaupstað. Leirubakka6,Reykjavík. Fáskrúðarbakka, Miklaholts- - Hreiðar Sigurjónsson, Unnur Björg Árnadóttir, hreppi. Strandgötu34,Neskaupstað. Arvöllum 5, Isafiröi. SigrúnPétursdóttir, Guðbjörg Eiríksdóttir, AnnaMargrétHaildórsdóttir,' Hjallagötu 11, Sandgerði. Breiövangi 16, Hafitarfiröi. Mímisvegi 3, Dalvik. X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.