Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991.
21
*u Mozarts
fóníuhljómsveit íslands.
Tónlistin skipar aö sjálfsögðu veg-
legan sess og þar hafa fjölmargir tón-
listarmenn verið kallaðir til. Má þar
nefna feðgana Jónas Þóri og Jónas
Þóri Dagbjartsson, söngkonuna Jó-
hönnu Linnet, félaga úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Hrönn Geirlaugs-
dóttur ásamt pianóleikaranum Jóni
Möller og Guðna Þ. Guðmundssyni.
Tónlistin er að sjálfsögðu sótt til
Austurríkis með léttri blöndu af þar-
lendum þjóðlögum og ósviknum Vín-
arsöngum.
Myndir af venju-
legum stöðum
Ivar Brynjólfsson opnar í dag ljós-
myndasýninguna „Myndir af venju-
legum stöðum“ í Gallerí 11 að Skóla-
vörðustíg 4a. Á sýningunni eru
myndir, teknar á venjulegum stöðum
í Reykjavík á síðasthðnu ári.
ívar er þrítugur og nam ljósmynd-
un við San Francisco Art Institute
árin 1984-88 og lauk þaðan BFA-
gráðu í ljósmyndun. Síðan hefur
hann starfað við ljósmyndun í
Reykjavík.
Þetta er önnur einkasýning ívars
og verður hún opin virka daga frá
kl. 14.00 til 18.00 en frá kl. 12.00 til
18.00 um helgar. Sýningunni lýkur
3. febrúar.
Leikfélag Kópavogs hefur aö undanförnu sýnt leikritiö Skítt með’a eftir
Valgeir Skagfjörð við góðar undirtektir. Leikritið fjallar um unglinga og
vegferð þeirra út í lífið. Söngur og tónlist í anda ungu kynslóðarinnar skipa
stóran sess í sýningunni. Nú fer sýningum fækkandi en sú næsta er á sunnu-
dag.
GalleríH
Skólavörðustíg 4a
ívar Brynjólfsson opnar ljósmyndasýn-
inguna Myndir af venjulegum stöðum í
dag, fóstudag. Á sýningunni eru myndir
teknar á venjulegum stöðum í Reykjavík
á sl. ári. Þetta er önnur einkasýning
ívars. Sýningin er opin kl. 14-18 virka
daga en frá kl. 12-18 um helgar. Henni
lýkur,3. febrúar.
Gallerí Borg
Pósthússtrœti 9
Þar hafa verið hengdar upp myndir eftir
Karólínu Lárusdóttur, Louisu Matthías-
dóttur, Krislján Davíðsson og Erró. Þá
er í kjallaranum til sýnis og sölu úrval
verka gömlu meistaranna. Þar má nefna
Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaug Blöndal,
Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Ás-
grím Jónsson, Þorvald Skúlason, Sigur-
jón Ólafsson, Snorra Arinbjamar, Gunn-
laug Scheving og Jón Engilberts. Opið
virka daga kl. 10-18 og um helgar kl.
14-18.
Grafík-Gallerí Borg
Síðumúla 32
Þar er nú blandað upphengi: grafíkmynd-
ir eftir um það bil 50 höfunda, htlar vatns-
lita- og pastelmyndir og stærri olíumál-
verk eftir marga af kunnustu listamönn-
mn þjóðarinnar.
Gallerí List
Skipholti
í Gallerí List er komið nýtt, skemmtilegt
og nýstárlegt úrval af listaverkum: hand-
unnið keramik, rakúkeramik, postulín
og gler í glugga, skartgripir, grafík, ein-
þrykk og vatnslitamyndir eftir íslenska
listamenn. Opið kl. 10.30-18.
Hafnarborg
Þar stendur nú yfir sýning á verkum eft-
ir nemendur við Flensborgarskóla í
Hafnarfirði. Sýningin var opnuð 20. des.
sl. í tilefni af útskrift nýstúdenta frá skól-
anum sem fram fór í Hafnarborg. Hér er
um að ræða sýnishom af vinnu nemenda
í myndmenntavali síðasta áratuginn.
Sýningin stendur til 27. janúar. í kaffi-
stofu Hafnarborgar er sýning á verkum
eftir tólf hafnfirska hstamenn. ÖU verkin
á sýningunni em til sölu á staðnum.
Listamennimir em: Aðalheiöur Skarp-
héðinsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Gest-
ur Þorgrímsson, Gunnlaugur Stefán
Gíslason, Janos Probstner, Jóna Guð-
varðardóttir, Kristrún Ágústsdóttir, Pét-
ur Bjamason, Rúna, Sigríður Erla, Sig-
ríður Ágústsdóttir og Sverrir Ólafsson. í
Sverrissal em tíl sýnis verðlaunatiUögur
úr samkeppni er fram fór um byggingu
tónhstarskóla og safnaðarheimilis við
Hafnarfiarðarkirkju. Opið er í Hafnar-
borg er frá kl. 14-19 aUa daga nema
þriðjudaga. Kaffistofan er opin daglega
kl. 11-19.
Krossgátubók ársins
Krossgátubók ársins 1991 er komin út.
Bókin hefur komið út árlega undanfarin
átta ár. Hún er 68 síður og útgefandi er
Ó.P. útgáfan, Hverfisgötu 32, og fæst hún
í flestum blaða- og bókasölum um land
aht.
Fyrirlestrar
Málstofa í hjúkrunarfræði
Sóley S. Bender lektor heldur fyrirlestur-
inn Fræðsla- og ráðgjöf um fjölskylduá-
ætlun mánudaginn 28. janúar kl. 12.15-13
í setustofu á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu
34. Kynnt er könnun frá 1988 á fræðslu
og ráðgjöf um fiölskylduáætlun sem veitt
er á heilsugæslustöðvum. Fjallaö veröur
um úrtak og aðferðir til gagnasöfnunar.
Lagðir em til grundvahar í könnuninni
eUefu þættir fiölskylduáætlunar, þ.e.
getnaðarvamir, þungunarpróf, fóstur-
eyðing, óftjósemisaðgerð, kynlif á með-
göngu og eftir fæðingu, kynUfsheilbrigði,
kynlífsvandamál, ófijósemi, kynsjúk-
dómar, fyrirtíðaspenna og tíðahvörf.
Málstofan er öUum opin.
Fyrirlestur um siðlega ábyrgð
Laugardaginn 26. janúar kl. 15 í stofu 101
í Odda heldur dr. Krisfián Krisfiánsson
opinberan fyrirlestur í boði Rannsóknar-
stofnunar í siðfræði. Fyrirlesturinn nefn-
ist „Um siðlega ábyrgð" og fiaUar um
ábyrgð fólks á þeim hindrunum sem
vama öðmm vegar í lifinu. Kristján
Krisfiánsson lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri áriö 1979
og BA-prófi í heimspeki frá Háskóla ís-
lands árið 1983. Hann gerðist kennari viö
Menntaskólann á Akureyri sama ár en
hóf svo doktorsnám í heimspeki við há-
skólann í St. Andrews í Skotlandi árið
1987. Þaðan lauk hann doktorsprófi sl.
sumar með ritgerðinni „Freedom as a
Moral Concept". Fyrirlestur Krisfiáns er
fyrsti opinberi fyrirlesturinn sem er flutt-
ur á vegum Siðfræðistofnunar.
Kvikmyndir
Kvikmynd um Pétur
mikla í MIR
Nk. sunnudag, 27. janúar, kl. 16 verður
kvikmyndin Pétur mikU - upphaf valda-
ferils sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. i
kvikmyndinni segir frá fyrstu stjómarár-
um Péturs mikla Rússakeisara og hvem-
ig hann vann að því að gera Rússland að
sighngaveldi, hertók lönd að sjó og efldi
skipasmíðar í heimalandi sínu og sigling-
ar. Þetta er löng mynd, gerð á sínum tima
í samvinnu Sovétmanna og Austur-Þjóð-
veija. Leiksfióri var hinn kunni sovéski
kvikmyndagerðarmaöur Sergei Gera-
simov en með aðalhlutverkin fara Dmitri
Zolotukhin, Tamara Makarova, Natalja
Bondartsjúk, Nikolaj Éremenko og Olga
Strishenova. Aðgangur er ókeypis og öU-
um heimiU.
Ferðalög
Útivist um helgina
Sunnudagur 27. janúar
Póstgangan 2. áfangi
Kl. 10.30. Hafnarfjörður - Stóra-Vatns-
leysa. Gangan hefst við Póst- og síma-
miifiasafnið í Hafnarfirði þar sem göngu-
kortin verða stimpluð. Þaðan verður
gengið eftir gamaUi þjóðleið suður með
sjó um Hvaleyrarholt, Nýjahraun með
viðkomu í Straumi. Þá verður haldið ofan
Hraunabæja um Hvassahraun, Kúageröi
og að Stóru-Vatnsleysu.
Kl. 13. Brunamelur-Stóra-Vatnsleysa.
Slegist í fór með árdegisgöngunni við
Brunamel og gengið þaðan að Vatns-
leysu. TaUð er að Sigvaldi Sæmundsson,
fyrsti Suðurlandspósturinn, hafi fariö
sömu leið og gengin verður í þessum
áfanga Póstgöngunnar í sinni fyrstu póst-
ferð frá Bessastöðum 24. okt. 1785. Að
venju fáum við fróða gesti um staðhætti
í Póstgönguna. Blásið verður í póstlúður-
inn þegar hópurinn nálgast bæi og bank-
að verður upp á að gömlum sið. í árdegis-
göngunni verður einnig boðið upp á
lengri leið sem tengist samt Póst-
göngunni. Brottfór er frá BSÍ, bensínsölu.
Stansað á Kópavogshálsi við biðskýli
SVK og í Garðabæ viö Ásgarð. Hafnfirð-
ingar geta komið í ferðina við Póst- og
símaminjasafniö. Þorrablót í Þjórsádal.
1.-3. febrúar, gist að Brautarholti. Á laug-
ardag verður skipulögð gönguferð í
Þjórsádalnum og um kvöldið verður sam-
eiginleg þorramáltið, þar sem allir leggja
eitthvað til á hlaðborð, og kvöldvaka.
Sundlaug á staðnum. Á sunnudeginum
verður farið í stutta gönguferð áður en
haldið verður til baka til Reykjavíkur.
Fararstjóri: Lovisa Christiansen.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7
Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk,
grafík og myndir, unnar í kol, pastel og
olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl
7. Opið mánudaga til fóstudaga kl. 12-18
og laugardaga kl. 12-14.
Árbæjarsafn
sími 84412
Safnið er opið efiör samkomulagi fyrir
hópa ffá því í október og fram í maí.
Safnkennari tekur á móti skólabömum.
Upplýsingar í síma 84412.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74
í safni Ásgríms Jónssonar em nú sýnd
26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em
unnin í olíu og með vatnslitum, em ffá
árunum 1905-1930 og em þau einkum frá
Suðurlandi.
FÍM-salurinn
Garðastræti 6
Þar stendur yfir sýning félagsmanna.
Sýningin er opin kl. 14-18.
Laus staða
Staða deildarsérfræðings á sviði byggingar- og
skipulagsmála (arkitekts) í umhverfisráðuneyti er
laus til umsóknar.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu hafa borist umhverfisráðuneyti ekki síðar
en 15. febrúar nk.
Æskilegt er að umsækjandi geti tekið til starfa sem
fyrst og eigi síðar en 1. mars 1991.
24. janúar 1991 Umhverflsráðuneytið
STYRKUR TIL
NOREGSFARAR
Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn-
um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1991.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda ís-
lendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viður-
kenndum félögum, samtökum og skipulegum hópum ferðastyrki
til Noregs í því skyni aö efla samskipti þjóðanna, t.d. meö þátttöku
í mótum, ráöstefnum eða kynnisferðum sem efnt er til á tvíhliða
grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir tjl þátttöku í samnorræn-
um mótum sem haldin eru til skiptis á Noröurlöndunum. Ekki
skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru
styrkhæfir af öðrum aðilum."
I skipulagsskránni segir einnig að áhersla skuli lögð á að veita
styrki, sem renna til ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri
dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum sem uppfylla
framangreind skilyrði. i umsókn skal getið um hvenær ferð verður
farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til-
greina þá upphæð sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðuneytinu,
Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. mars 1991.