Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 1
17
<1
Nýlistasafnið:
Fyrsta einkasýn-
ing írisar Elfu
í kvöld klukkan 20.00 opnar íris
Elfa Friðriksdóttir myndlistarmaður
sýningu í Nýlistasafninu við Vatns-
stíg. Þetta er fyrsta einkasýning
írisar og á henni eru verk unnin í
járn og polyester. Áður hefur íris
tekið þátt í samsýningum heima og
erlendis og átti hún verk á sýning-
unni Seltjöm 1988 og á Listahátíö i
Reykjavík.
íris Elfa er fædd í Reykjavík árið
1960. Fyrir utan nám erlendis hefur
hún flakkað víða en er búsett núna
í Reykjavík og vinnur fyrir sér sem
húsamálari. íris Elfa útskrifaðist úr
textíldeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands ári 1984. Á árunum 1984
til 1986 stundaði hún nám við Jan
Van Eyck akademíuna í Maastricht
í Hollandi. Um það leyti fer hún að
leita nýrra leiða óg efna til mynd-
gerðar. Hún prófaði ýmislegt og á-
kvað að sleppa öllum verkfærum,
s.s. vefstól og tækjum til textílgerðar,
og notar efnið nú millihðalaust. Hún
hallast mikið að járni í dag, leitar
uppi járnhluti sém eiga einhverja
sögu að baki og hafa gegnt sínu hlut-
verki. Við hlutina bætir hún sinni
sögu og þetta tvennt gerir nýtt verk.
Sýning írisar er opin daglega frá
klukkan 14.00 til 18.00 og hún stendur
til sunnudagsins 10. febrúar.
íris Elfa Friðriksdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu i kvöld.
DV-mynd Hanna
Myndhöggvarinn Niels Hafstein með syni sínum, Haraldi, i Nýlistasafninu. DV mynd Hanna
Nýlistasafnið:
Niðurstöður
formrannsókna
-Níels Hafstein sýnir
í kvöld klukkan 20.00 opnar Níels
Hafstein myndhöggvari sýningu í
Nýhstasafninu við Vatnsstíg.
Á sýningunni birtir Níels niður-
stöður formrannsókna sinna, unn-
ar í tré og málma. Þrátt fyrir ólika
útfærslu einstakra verka, þar sem
sérstök áhersla er lögð á íjölbreyti-
leik, gefur sýningin ákveðna heild-
armynd, enda er hún styrkt af stíl-
' bragði sem er líking við alþekkt
mótíf, svo sem vélasagarblað, sker-
stokk og hamar.
Níels Hafstein er fæddur árið 1947
í Reykjavík. Hann nam við MHÍ
árin 1969 til 1973 og er fyrsti nem-
andinn sem útskrifast úr skúlptúr-
deild skólans. Hann var í sex ár,
með hléum þó, aöstoðarmaður
Ragnars heitins Kjartanssonar
myndhöggvara. Níels átti hug-
myndina að stofnun Nýlistasafns-
ins og vann að henni þar til Nýlista-
safnið var opnað formlega árið
1978. Hann hefur lengst af verið á
kafi í félagsmálum myndlistar-
manna og var lengi formaður
myndhöggvarafélagsins.
Níels hefur haldið tíu einkasýn-
ingar og tekið þátt í um fjörutíu
samsýningum hér heima og erlend-
is. Hann var t.d. fulltrúi Islands á
11 Binealle du Paris árið 1980. Árið
1987 sýndi hann í Graz í Austurríki
en sú sýning var byggð upp á ís-
lensku fjármerkjunum og rann-
sóknum á þeim. Þá hafði Níels um
skeiö grandskoðað fjármerkin með
tilliti til formfræði, notkunar,
stærðfræði, athafnar og tilfmninga
skepnunnar. Sýning þessi var
byggð upp af litskyggnum sem
varpað var á 60 m2 vegg. Síðasta
sýning Níelsar utanlands var í
Berhn árið 1988 en hún var fólgin
í texta sem lesinn var á símsvara
og gátu sýningargestir hringt í
númerið og var textinn lesinn af
bandi.
Níels hefur dregið úr sýningum
erlendis og segist heldur vilja vera
með htlar sýningar með skömmu
milhbili. Fyrir rúmu hálfu ári hélt
hann sýningu í Nýhstasafninu og
var útgangspunktur hennar valdið
í öhum myndum; fah, fallvaltleiki,
framapot, ofbeldi og fortíðarógn.
Sýningin, sem Níels opnar í
kvöld, stendur til 10. febrúar og er
Nýhstasafnið opið frá kl. 14.00 til
18.00 daglega.
Norræna húsið:
Færeyskur
ævintýraleikur
fyrirböm
Á sunnudag mun færeyski leik-
hópurinn Leikapettið sýna leikritið
Kraddarin í Norræna húsinu. Að-
eins er fyrirhuguð þessi eina sýn-
ing og hefst hún klukkan 16.00.
Aðgangur er ókeypis.
Leikritið hefur að undanfomu
verið sýnt í Færeyjum við fádæma
aðsókn. Sýningamar urðu 51 og
rúmlega 5000 börn sýninguna. Sýn-
ingin kemur hingað að tilstuðlan
Norðurlandahússins í Færeyjum.
Leikritið ér samið af Súsönnu
Tórgarð og Biritu Mohr. Söngtext-
ar era eftir Axel Tórgarð og tónlist-
in er eftir Hans Pauh Tórgarð og
Egi Dam. Birita Mohr er leikstjóri
og leikur hún jafnframt titilhlut-
verkið, Kraddarin, en auk þess
kemur hún fram í hlutverki hrafns.
í hlutverki trúðsins er Katarina
Nolsoe en hún og Birita hafa báðar
lokið prófi frá Leikhstarskóla ís-
lands. Súsanna Tórgarð leikur
Gnisu og Hans Pauli Tórgarð leikur
Gumpa en þau koma auk þess fram
í fleiri hlutverkum.
Hugmyndin að leikritinu er sótt
í gamla færeyska sögn um sauða-
manninn á Söndum en henni er
ekki fylgt í smáatriðum. Kraddarin
þýðir á íslensku nurlarinn og er
þetta ævintýri um hann. Hann er
bæði gírugur og þjófóttur. Hann
stelur sérlegum stakk frá veður-
guðunum Gnísu og Gumpu. Það er
trúðurinn Fívil sem leiöir okkur
inn í ævintýrið og hjálpar veður-
guðunum að ná stakknum aftur af
Kraddaranum. Þetta verður erfið
þraut en hún vinnst að lokum.
Birita Mohr leikur hrafninn og Katarina Nolsoe leikur trúðinn. Myndin
er úr sýningu færeyska leikhópsins Leikapettið á Kraddarin.