Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991. 23 Mikið að gerast um helgina - heil umferð í 1. deild karla í handbolta og fímm leikir í úrvalsdeildinni í körfu Sex liö beijast nú um fjögur sæti í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik og má telja öruggt að önnur lið komist ekki að. Hér er um að ræða lið UMFN, ÍBK, UMFG, Tindastóls, KR og Hauka. Tvö þessara liða mætast inn- byrðis um helgina en þá eru fimm leikir á dagskrá úrvalsdeildar og fara þeir aallir fram á sunnudag. Stórleikur þessarar umferðar er viðureign Njarðvíkinga og Grind- víkinga og fer þessi „Suðumesja- slagur" fram í Njarðvík klukkan fjögur. Á sama tíma leika Snæfell og ÍBK í Stykkishólmi og má þar búast við jöfnum leik enda hafa leikmenn Snæfells verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Þrír leikir fara fram klukkan átta á sunnudagskvöldið. ÍR leikur gegn Tindastóli í Seljaskóla, Valur mæt- ir Haukum í Valsheimilinu og loks leika KR og Þór í Laugardalshöll- inni. Staðan er nú þannig í úrvals- deildinni fyrir leiki helgarinnar: A-riðill: Njarðvík.......17 13 4 1555-1271 26 KR.............17 10 7 1398-1343 20 Haukar.........17 9 8 1420-1423 18 Snæfell........17 4 13 1308-1526 8 ÍR.............17 2 15 1339-1600 4 B-riðill: Keflavík.......17 13 4 1882-1524 26 Tindastóll.....16 12 4 1540-1452 24 Grindavík......16 11 5 1386-1314 22 Valur..........17 5 12 1417-1481 10 Þór............17 5 12 1584-1635 10 • Þórsaarar hafa í nógu að snú- ast um þessa helgi því í kvöld, fostudagskvöld, leika þeir í íþrótta- höllinni á Akureyri gegn UÍÁ í bik- arkeppninni. Leikurinn hefst klukkan 20.30. • Einn leikur fer fram í 1. deild kvenna um helgina. ÍR og KR leika í Seljaskóla klukkan 21.30 á sunnu- dagskvöld. Handknattleikur Víkingar hafa verið ósigrandi í 1. deild karla í handknattleiknum og um helgina geta Víkingar unnið 18. sigur sinn í röö í 1. deild en þá taka þeir á móti KA frá Akureyri í Laugardalshöllinni klukkan 16.30 á laugardaginn. Á sama tíma leika einnig Stjaman og Valur í Garðabæ og ÍR og FH í Seljaskóla. • Á föstudagskvöldið leika KR og Fram í Laugardalshölhnni og á sama tíma leika ÍBV og Grótta. Umferðinni lýkur síðan í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði klukkan 20.30 á sunnudagskvöldið er Haukar leika gegn Selfossi. Staðan er þessi fyrir leiki helg- arinnar: Víkingur....17 17 0 0 429-353 34 Valur.......17 13 1 3 418-374 27 Stjaman.....17 11 1 5 420-400 23 FH..........17 10 2 5 405-395 22 Haukar......17 10 0 7 403-406 20 KR..........17 6 6 5 395-388 18 ÍBV.........17 6 4 7 410-404 16 KA..........17 6 2 9 398-380 14 Selfoss.....17 3 3 11 343-391 9 Grótta......17 3 2 12 372-404 8 ÍR..........17 2 3 12 364-412 7 Fram........17 1 4 12 349-399 6 • Fimm leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna um helgina. Á fóstu- dagskvöld leika ÍBV og Grótta í Eyjum klukkan 18.30, Stjarnan og FH mætast í Garðabæ klukkan 15.00 á laugardag og á sama tíma leika Víkingur og Selfoss í Laugar- dalshöll. Loks leika ÍBV og Grótta á ný í Eyjum á laugardag klukkan 13.30. Síðasti leikurinn er svo við- ureign Vals og Fram í Valsheimil- inu á sunnudag klukkan 14.00. • í 2. deild kvenna leika Haukar og ÍBK í Hafnarfirði klukkan 20.00 á fostudag og ÍR og KR á laugardag í Seljaskóla klukkan 14.45. • í 2. deild karla leika Þór og Njarðvík á Akureyri klukkan 20.30 á föstudag, Völsungur og Njarðvík á Húsavík á laugardag klukkan .16.00, HK og Breiðablik í Digranesi klukkan 20.00 á sunnudagskvöld - og loks Afturelding og ÍS í Mosfells- bæ klukkan 18.00 á sunnudag. Frjálsar íþróttir Þótt enn sé miður vetur verða frjálsíþróttamenn á ferðinni um helgina en þá fer fyrsta mót ársins fram í Laugamesskóla. Um er að ræða meistaramót íslands í at- rennuláusum stökkum. Mótið hefst klukkan 14.00 á laugardag og verð- ur keppt í hástökki, langstökki og þrístökki í karla- og kvennaflokk- um. Veggtennis Hi-Tec skvassmótið fer fram í Veggsport næstu fjórar helgar. Mótið hefst á laugardag klukkan 11.30 og verður þá keppt í opnum c-flokki. Bandarikjamaðurinn Franc Booker i liði IR hefur verið mikið í sviðsljósinu frá því hann kom til liðsins. Hann skoraði 54 stig í sinum fyrsta leik gegn UMFN, 55 stig í þeim næsta gegn KR, 60 stig gegn Snæfelli og 40 stig gegn Haukum á dögunum en þá sigraði ÍR. Hann hefur því skorað 209 stig í síðustu fjórum leikjum ÍR-inga eða tæp 53 stig að meðaltali í leik. Hvað skorar hann gegn Tindastóli á sunnudag? DV-mynd GS * ♦ Sýningar J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fmuntudaga, fóstudaga og laugar- daga. Listasafn Einars Jónssonar er lokað 1 janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-16. Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) . Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Þar standa yfir tvær sýningar. í vestur- sal og vesturforsal er Hallgrímur Helga- son með sýningu á málverkum. í austur- sal er Amgunnur Ýr með sýningu á málverkum og skúlptúr. Síðasta sýning- arhelgi. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Oþið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaflistofa safns- ins er opin á sama tíma. Mokkakaffi Skólavörðustig Kristján Jón Guðnason sýnir mynd- skreytingar við ljóð Gyrðis Eliassonar og nokkrar litkrítarmyndir frá Grikklandi. Norræna húsið v/Hringbraut í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning sem íjallar um frönsku bylting- una og 200 ára afmæli hennar. Sýningin nefnist: Franska byltingin í myndum og er byggð upp á teikningum eför franska listamanninn Jean-Louis Prieurs af at- burðum byltmgarinnar árin 1789-1792. Sýningin er opin daglega til 10. febrúar. í sýningarsölum í kjallara hússins stend- ur yfir finnska arkitektasýningin FRÁ FINNUM og stendur hún tÚ 2. febrúar. Nýhöfn Hafnarstræti 9 Lísbet Sveinsdóttir sýnir málverk í Lista- salnum Nýhöfn. Á sýningunni gefúr að líta málverk sem listakonan málaði á sl. tveimur árum í Portúgal. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað á mánudög- um. Sýningunni lýkur 6. febrúar. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Álfabakka 14 Þar stendur yfir sýning á verkum Daða Guðbjömssonar. Listamaðurinn sýnir 16 myndir, þar af 10 olíumálverk sem flest em máluð á sl. tveimur árum. Daði hefur haldið fjölda einkasýninga innanlands og erlendis. Auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum víða um lönd og hér á landi. Sýningin verður opin til22. febrúar á afgreiðslutíma útibúsins, kl. 9.15-16, frá mánudegi til fóstudags. Sýningin er sölu- sýning. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulinslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á ♦ laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu Nýlega var opnuð myndiistarsýning í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. Þar sýna þijár myndlistarkonur verk sín sem flest em unnin á síðasta ári. Berglind Sigurðardóttir sýnir 26 olíumál- verk og pastelmyndir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir og Ingiríður Óðinsdóttir sýna 10 textilverk hvor. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 917 fram til 23. febrú- ar. Slunkaríki ísafirði Haraldur Ingi sýnir vatnslitamyndir og c grafik í Slunkariki. Myndimar em mál- aðar á seinni hluta árs 1989 og 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.