Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 3
FOÖT&DAGUR 25. 'JÁNÖA'li'1991.
Dans-
staðir
Bjórhöllin
Gerðubergi 1, sími 74420
Lifandi tónlist öll kvöld vik-
unnar.
Blúsbarinn
Laugavegi 73
Lifandi tónlist öll kvöld.
Breiðvangur
í Mjódd, sími 77500
Hljómsveitin Atlantis leikur --
fyrir dansi á laugardagíkvöld.
Danshöllin
Fjölbreytt skemmtun með
fyrirtaksskemmtikröftum
fostudags- og laugardags-
kvöld.
Casablanca
Diskótek föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, sími 688311
Hljómsveitin Mannakorn
ásamt Ellen Kristjánsdóttur
leika föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Danshúsið Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Hljómsveit Finns Eydal ásamt
Helenu Eyjólfsdóttur
skemmtir fostudags- og laug-
ardagskvöld.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Lifandi tónlist um helgar.
Lídó
Lækjargötu 2
í kvöld skemmtir Rikshaw og
Loðin rotta. Diskótek á laug-
ardagskvöld.
Púlsinn
Vitastíg
í kvöld leikur KK-Band ásamt
Derrick Big Walker.’Sérstak-
ur gestur kvöldsins verður
Ellen Kristjánsdóttir og kem-
ur hún fram kl. 24. Á laugar-
dagskvöld leikur KK-Band
enn og aftur ásamt Derrick
Big Walker. Á sunnudags-
kvöld standa Blúsmenn
Andreu fyrir blúskvöldi og
koma þrír erlendir gestir
fram með hljómsveitinni.
Sportklúbburinn
Borgartúni 32, s. 29670
Opið föstudags- og laugar-
. dagskvöld á Stönginni. Að-
gangur ókeypis.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Rokkað á himnum, glettin
saga um sálina hans Jóns og
Gullna liðið á föstudags- og
laugardagskvöld. Anna og
flækingarnir í Ásbyrgi, Blús-
menn Andreu í Café ísland
og diskótek í Norðursal.
Hótel Saga
Hljómsveitin Einsdæmi leik-
ur fyrir dansi á laugardags-
kvöld.
Keisarinn
Laugavegi 116
Diskótek fostudags- og laug-
ardagskvöld.
Tveir vinir og annar í fríi
Á föstudagskvöld skemmtir
Stjómin og á laugardagskvöld
íslandsvinir.
Ölver
Álfheimum 74, s. 686220
Karaoke-nýjungar í tórdistar-
flutningi. Opið um helgina.
Veitingahúsið Ártún
Vagnhöfða 11, s. 685090
Nýju og gömlu dansarnir
föstudags- og laugardags-
kvöld. Hljómsveit Jóns Sig-
urðssonar leikur fyrir dansi
ásamt söngkonunni Hjördísi
Geirsdóttur.
fðr
Andrea Gylfadóttir verður með Blúsmönnum sínum á Púlsinum á sunnudag.
Púlsinn:
Blúsmenn Andreu
ásamt gestum að utan
Á sunnudag standa Blúsmenn
Andreu fyrir blúsveislu á Púlsin-
um. Það kvöld koma þrír erlendir
gestir fram með hljómsveitinni;
tékkneski boogie-woogie píanistinn
Max Mensik og slagverksleikarinn
Arlex en hann er af indíáættum og
fæddur í Bandaríkjunum. Hann
leikur á „Talking drums“ trommu-
seið að fornum sið indíána. Þriðji
Stjómin
r
a
Tveimur
vinum
í kvöld, fostudag, skemmtir
hljómsveitin Stjórnin á Tveimur
vinum. Þetta er í fyrsta sinn sem
Stjómin skemmtir á einum af
smærri skemmtistöðum borgar-
innar en hún hefur verið húshljóm-
sveit á Hótel íslandi um langt skeið.
Stjórnin hefur verið við plötuupp-
tökur þessa daga og er platan vænt-
anleg með vorinu. Þrátt fyrir vel-
gengni í söngvakeppninni í fyrra
tekur hún ekki þátt í keppninni í ár.
Á laugardag taka vinirnir tveir á
móti hljómsveitinni íslandsvinum
en hún hefur áður veriö á þessum
stað.
gesturinn er bandaríski blúsmunn-
hörpuleikarinn Derrick Big Wal-
ker og er þetta í síðasta sinn sem
hann kemur fram hér á landi því
hann er á förum til síns heima.
Fyrir utan Andreu Gylfadóttur
eru Blúsmennirnir Halldór Braga-
son, gítar og söngur, Jóhann Hjör-
leifsson á trommur, Richard Kom
á bassa og Guðmundur Pétursson
á gítar.
I kvöld og annað kvöld verður
KK-band í blús á Púlsinum. Það eru
þeir Þorleifur Guðjónsson og
Kristján Kristjánsson en í kvöld
verður systir Kristjáns, Ellen, sér-
legur gestur ásamt Derrick Walker
sem einnig kemur fram á laugar-
dag.
Stjórnin mætir hjá Tveimum vinum i kvöld.
Atlantis i
Breið-
vangi
Hljómsveitin Atlantis, sem spilað
hefur á hinum ýmsu veitingastöð-
um að undanförnu við góðan orðst-
ír, skemmtir gestum Breiðvangs á
laugardagskvöld. Hljómsveitina
skipa nokkrir þekktir kappar úr
bransanum, svo sem Karl Órvars-
son söngvari, bróðir hans Atli, sem
leikur á hljómborðið, gítarleikar-
inn Þorvaldur B. Þorvaldsson úr
Todmobile og bassaleikarinn Frið-
rik Sturluson sem kemur úr Sál-
inni hans Jóns mín. Húsið verður
opnað klukkan 22.00. Aldurstak-
mark er 20 ár og er snyrtilegs
klæðnaðar krafist.
Villibráð
Fjölnis
í kvöld
Hið árlega herrakvöld Lions-
klúbbsins Fjölnis, svokallað vili-
bráðarkvöld, verður haldið í kvöld
á Hótel Sögu. Aðalræðumaður
kvöldsins verður Davíð Oddsson
borgarstjóri en veislustjóri verður
Ingi R. Helgason, stjórnarformaður
Vátryggingafélags íslands. Lith Li-
onskórinn, kór klúbbfélaga í Lions-
klúbbi Grundarfjarðar, kemur í
heimsókn og mun væntanlega fara
á kostum.
Hráefni til matargeröarinnar er
allt úr villtri náttúru: hreindýr,
rjúpur, endur, gæsir, lundi, svart-
fugl og fýll, svo eitthvað sé nefnt.
Herrakvöld þessi eru öðrum
þræði fjáröflunarkvöld og rennur
ágóði til líknarmála. í kvöld verður
listaverkauppboð og verða verk
ýmissa þekktra listamanna á boð-
stólum, t.d. Baltasars, Bjarna Jóns-
sonar, Eiríks Smith, Hrings Jó-
hannessonar, Jóhannesar Jóhann-
essonar, Péturs Friðriks, Ragnars
Páls, Tolla og fleiri.
Miða selja Otto, s. 18080, Ólafur
s. 627222, og Steinþór, s. 22600.
Selfoss:
íslenskur
aðall í
Gjánni
Nýstofnuð hljómsveit, sem kall-
ast íslenskur aðall, skemmtir í
fyrsta sinn í Gjánni á Selfossi í
kvöld og annað kvöld. Meðlimir
hljómsveitarinnar koma héðan og
þaðan úr bransanum en þeir eru:
Magnús Stefánsson, trommur, Jó-
hannes Eiðsson, söngvari, Sigur-
geir Sigmundsson, gítar, Bergur
Heiðar Birgisson, bassi, og Þórir
Úlfarsson á hljómborð.
Þó hljómsveitin sé nýstofnuð
hafa meðlimir hennar afrekað að
taka upp efni sem jafnvel síðar
kemur á plötu. Tónlist þeirra er
meira fyrir fólk í yngri kantinum
eða upp að þrítugu.
Hólmi:
Halli
Reynis
skemmtir
Trúbadorinn Haraldur Reynis-
son, Halli Reynis, ætlar að skemmt
gestum Hólma í Hólmaseh í kvöld,
annað kvöld og á sunnudagskvöld.
Haraldur er með öh helstu lögin,
bæði gömul og ný, og fær fólk með
í söng. Hann hefur skemmt víða
hér í borginni og eins úti á landi.
Haraldur Reynisson trúbador
verður i Hólma um helgina.