Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Page 5
LAUGARDÁGUR 26. -JÁNÚAR 199Í.
31
Bílar
Bílasýningin í Detroit:
Chrysler með
tvígengisvél
Chrysler hefur ákveðið að halda áfram þróun tvigengisvélar. Á dögun-
um var sýnd ný 1,1 lítra tvígengisvél á alþjóðlegu bílasýningunni í De-
troit. Á myndinni má sjá Francois Castaing, stjórnanda tæknideildar
Chrysler, við Dodge Neon, tilraunabílinn sem sýndur var með þessari
nýju vél i Detroit. Gert er ráð fyrir að það taki fimm ár að þróa vélina
nægilega til þess að hægt verði að fjöldaframleiða hana.
Margar á leiðinni
Það er ekki aðeins Chrysler sem reynir fyrir sér með tvigengisvélar
þessa dagana. Flestir bílaframleiðendur hafa leitað fyrir sér á þessum
markaði, bæði bandarísku „risarnir“ og eins japönsku bílaframlei'ðend-
urnir. Fyrir nokkru sögðum við frá áströlsku fyrirtæki sem er komið langt
í þróun tvígengisvélar þannig að þess verður kannski ekki langt að biða
að tvígengisvélar ryðji sér til rúms. Þá er næsta víst að þessar vélar
segja ekki nafnið sitt sjálfar eins og Trabantvélin gerði.
Tékkneskir gírkassar í Opel
Þýski bílaframleiðandinn Opel,
sem er í eigu General Motors, hefur
hafið samvinnu við tékknesku gír-
kassaverksmiðjuna BAZ í Brat-
islava. Búið er að gera samning um
smíði 250.000 gírkassa í Opel Kadett.
Síðar meir kann svo að fara að sam-
ið verði einnig um samsetningu á
einhverju magni á Kadett í Tékkó.
30 kíló-
metraá
einum lítra
eldsneytis
Innan fimm ára verður unnt að aka
30 kílómetra á einum lítra eldsneytis
á dísilbílum. Þetta er skoðun ytir-
manns rafeindadeildar Audi-verk-
smiðjanna, dr. Ernst Olav Pagel.
Það er mat dr. Pagel að ný rafeinda-
tækni muni stjórna brennslu og nýt-
ingu eldsneytisins það mikið betur
að mun meira afl og nýting náist út
úr hverjum lítra eldsneytis.
Jafnframt þessu verður unnt að
draga að miklum mun úr hættuleg-
um efnum í útblæstri vélanna.
Með þessum samningi er GM (Op-
el) nánast búið að skjóta bæði VW
og Renault ref fyrir rass hvað varðar
að vera fyrstir inn í Tékkó með ann-
an fótinn þótt þeir hjá VW séu þegar
búnir að kaupa sig inn í Skoda þá
verður ekki um beina framleiðslu á
vegum VW þar strax að ræða.
Bíll ársins 1991:
Viðurkenningin
afhent í Róm
Porsche 968
ánturbo
Við sögðum á dögunum frá fyrir-
ætlan Porsche að senda frá sér arf-
taka Porsche 944 í haust. Þessi nýi
sportfákur hefur fengið „númerið“
968 og mun birtast á IAA, bílasýning-
unni í Frankfurt, í september.
968 mun verða framleiddur bæði
sem coupé og sem blæjubíll en kemur
hins vegar aðeins með einni vélar-
stærð, fjögurra strokka, 16 ventla,
sem gefa á 240 hestöfl. Samkvæmt
þessu eru engar áætlanir uppi um
turbo í þennan nýja Porsche.
Renault Clio var á dögunum valinn „bill ársins 1991“. Það voru 58 bila-
blaðamenn hvaðanæva ur Evrópu sem völdu þann bíl sem hlýtur þenn-
an eftirsótta titil, en að verðlaunaveitingunni standa sjö útgáfufyrirtæki
í Evrópu.
Á dögunum tók stjórnarformaður Renault, Raymond H. Levy (til hægri
á myndinni) við styttu sem tákni fyrir þennan heiður sem Clio hlaut úr
hendi formanns dómnefndarinnar, Edouard Seidler. Afhendingin fór fram
við hátíðlega athöfn í Róm.
MITSUBISHI
BÁÐIR GÓÐIR — HVOR Á SINN HÁTT
HLAÐBAKUR
STALLBAKUR
1 Framdrif
B Handskiptur / Sjálfskiptur
□ Aflstýri, Veltistýrishjól
■ Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 895.680.-
ED
HEKLA
LAUGAVEGI174
SÍMI 695500
□ Framdrif / Aldrif
1 Handskiptur / Sjálfskiptur
□ Aflstýri, Veltistýrishjól
□ Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 922.560.-
A
MITSUBISHI
MOTORS