Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 6
32 IPOt ('.:•'/ i :»• PT|: ./ tlfrAOITA 1 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991. Bflar Betri sjálfskipting fyrir smábílana - ný fjögurra þrepa skipting frá Nissan Sjálfskiptingar voru hér áöur fyrr einkenni stórra lúxusbíla. Á síöari árum hefur markaöurinn kallaö eftir sjálfskiptingum í millistóra bíla en í smábílunum hefur þróunin orðið mun hægari. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar undanfarin ár með sjálf- skiptingar í smábíla og þá einkum stiglausar skiptingar, svokallaðar CVT-skiptingar, sem þegar eru komnar í Ford Fiesta og Fiat Uno í Evrópu og Subaru Justy í Japan svo að dæmi séu tekin. Ein helsta ástæðan fyrir minni notkun sjálfskiptinga í smábílum er aö þær verða hlutfallslega of dýrar miðað við heildarverð bílsins svo að ekki sé talað um þá staðreynd að sjálfskiptingar nýta eldsneytið mun verr en bílar með venjulega girkassa gera. Síðasta áratug hefur sú breyting orðið á að bílar hafa almennt minnk- að og það hefur breytt öllu hugarfari manna hvað það varðar að setja sjálf- skiptingar í minni bíla. Þá hefur sú Nýja sjálfskiptingin frá Nissan - F03A - sem er bæði léttari, liprari og spar- neytnari en eldri og stærri gerðir. Hér sést vel hver munurinn er á milli gömlu og nýju skiptinganna. Stóra tromlan er úr F02A og sú minni er úr nýju skiptingunni - F03A. Þessi stærð- armunur gefur hugmynd um aðra hluta skiptingarinnar. breyting einnig orðið á að vélar í „smábílunum“ eru orðnar stærri. (t BODDI-VARAHLUTIR BílavörubúÓin Skeifunni 2 FJÖÐRIN 82944 r URVALS NOTAÐIR Jafnframt hefur það gerst að ekki er lengur litið á þessar vélar, sem yfir- ieitt eru á bilinu 1,5 til 2,0 lítrar, sem sparneytnar heldur öllu heldur hag- kvæmar. En samtímis þessariþróun kalla ökumenn í síauknum mæli eft- ir sjálfskiptingum. Sjálfskiptinagr aðeins í helm- ing smábíla Fram að þessu hafa sjálfskiptingar aðeins verið settar í 50 til 60% smá- bíla á móti því að þær er þegar að finna í meira en 80 af hundraði stærri bíla. Ein helsta ástæðan til þessa er sú að fyrri sjálfskiptingar í smábílum voru einfaldlega minnkaðar útgáfur af stóru skiptingunum ætluðum í stærri bíla. Svo dæmi sé tekið var sjálfskipting sem kallast F02A frá Nissan og notuð er í dag í bílum með vélar á bihnu 1,5 upp í 3,0 lítra var í upphafi hönnuð fyrir þriggja lítra vél. Aö sjálfsögðu er þessi skipting mun þyngri en ef hún hefði verið hönnuð strax í upphafi fyrir minni vél. Vegna aukinna krafna um sjálf- skiptingar í smábíla hafa þeir hjá Nissan nýlega lokið við hönnun fjög- urra þrepa sjálfskiptingar sem hent- ar sérlega vel í minni bíla með minni vélar. Hönnun þessarar nýju skipt- ingar sem þeir kalla F03A beindist einkum að því að skiptingin hentaði vel fyrir bíla með tveggja lítra vélar en sérstök útgáfa af henni er þó hönnuð með 1,6 lítra vélar í huga. En hver var þessi mikla breyting í hönnun sjálfskiptinga sem þeir hjá Nissan duttu niður á við gerð þessar- ar skiptingar. í raun var hér ekki um neina stórbyltingu að ræða heldur var í F03A sameinaðar margar smærri breytingar og lagfæringar. Stærsta sjáanlega breytingin er að tromlan í skiptingunni er • 15% þynnri. Til að halda skiptihæfninni var innri blöðkunum í skiptingunni breytt á þann veg að þau eru betur smíðuð. Þessi minnkun á tromlunni gerir það að verkum að átakið frá efsta gír er flutt beint inn í drifrásina án nokkurs auka- eða hliðarátaks sem aftur leiðir af sér mun minna slit á legum. Þessi hönnun gerir það að verkum að ending ætti að verða meiri og eins mun hljóðlátari. Gírhjólin í skiptingunni voru smíð- uð úr sérstökum málmi og yfirborð þeirra einnig sérslípað til að auka endinguna miðað við þyngd. Meiri gaumur hefur veriö gefinn að halla tanna gírhjólanna og meiri gæðum í smíðinni til að minnka hávaða frá þeim. Til að minnka efnismassa í öðrum hlutum en aðaltromlunni var beitt nýjum aðferðum í smíðinni og allir hlutar gerðir þynnri en jafn- framt sterkari. Með því að nota vélar til samsetningar tókst enn að minnka þyngdina. Þetta allt varð til þess að draga úr mótstöðu inni í skipting- unni sem nemur um níu af hundraði. Dregið var úr heildarþyngd með því að nota ál til smíði sumra hluta skiptingarinnar. Mesta athygli vekur nýtt lok á olíudælunni en það kostar þrefalt meira að smíða það en fyrir- rennarann sem var úr venjulegu steypustáli. í heild er nýja F03A17 kílóum létt- ari en fyrirrennarinn F02A. Þetta leiðir ekki aðeins til meiri sparneytni heldur jafnar einnig betur þyngd á milli fram- og afturenda, nokkuð sem kemur framdrifnum bílum vel. Meira afl og sparneytni En hvernig kemur nýja skiptingin út miðað við fyrri skiptingar? Fyrir utan að vera mýkri í akstri og skipta sér betur er hún mun hljóðlátari. Nýja skiptingin gefur 6% meiri hröð- un úr kyrrstöðu og 16% betra við- bragð í almennum akstri. í spar- neytniprófun, sem náði yfir tíu mis- munandi aksturstig, gaf F03A á bil- inu 6 til 8% betri eldsneytisnýtingu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni hjá Nissan og öðrum bíla- framleiðendum hvað varðar sjálf- skiptingar í minni bílum. Hvort það verða skiptingar á borð við F03Á sem taka við eða nýju stiglausu skipt- ingarnar á borð við þær sem Subaru hefur þróað í Justy og Ford í Fiestu verður tíminn einn að leiða í ljós. Bryan Harrell BILAR TEGUND ÁRG. EKINN VERÐ Toyota Corolla XL, 5 d., sjálfsk. 1988 28.000 750.000 Lada Samara, 5d. 1989 16.000 450.000 Ch. Monza Classic, sjálfsk. 1988 11.000 950.000 Ch. Monza SLE, sjálfsk. 1988 48.000 750.000 MMC Pajerodísil m/kúlutopp 1987 90.000 1.650.000 IsuzuTrooperbensín 1986 86.000 1.100.000 LadaSamara 1986 70.000 180.000 IsuzuTrooperdísil 1982 nývél 650.000 GMC Jimmy S15 m/öllu 1988 28.000 m. 1.950.000 Ch. Monza SLE, beinsk. 1988 6.000 750.000 Cherokee Laredo 4,0 m/öllu 1987 40.000 1.800.000 Isuzu Gemini, 4ra d., 1300 1989 10.000 790.000 Isuzu Trooper DLX, 5 d. 1988 60.000 1.600.000 Opel Corsa Swing 1988 38.000 495.000 Volvo 740 GL, sjálfsk. 1987 107.000 1.150.000 IsuzuTrooperdísil/turbo, 5d. 1986 114.000 1.250.000 Ch. pickup C20 1988 27.000 950.000 Seat Ibiza, 3ja d. 1985 56.000 260.000 Subaru turbo st. 1800 1987 46.000 1.070.000; Ch. pickup 4x4 1982 56.000 m. 750.000 Nissan Patrol pickup 4x4 1987 58.000 1.100.000 Opið laugardag frá kl. 13-17. Bein lína, sími 674300 h/f Höfðabakka 9, sími 670000 Volvo hefur sett stefnuna austur á bóginn. Volvo til Sovét Með samningum við sovéska fyr- irtækið „Logovaz" hefur sænski bílaframleiðandinn Volvo rutt brautina inn á sovéska bílamark- aðinn. í byrjun opnar Logovaz söluum- boð fyrir Volvo í Moskvu, Len- ingrad og Tiblisi og er reiknað með að alls seljist um eitt þúsund Volvo-bílar á þessu ári. Áður var fyrir söluumboð í Moskvu sem sá um sölu til útlend- inga, einkum sendiráðsstarfs- manna, og einnig um eftirlit og við- hald á þeim 5.000 Volvobílum sem í dag aka um stræti Moskvuborgar. Þessi aðili stefnir einnig aö sölu þúsund bíla á þessu ári. Ralph Johansson hjá Volvo, sem sér um söluna til Austur-Evrópu, segir að þessi samvinnusamningur við Logovaz snúist eingöngu um sölu. „Framleiöslusamningar eru alls ekki á döfinni,“ segir hann. Sportbíllinn Honda NS-X vinsæll: Notaður á tvöföldu verði nýs Japanski sportbíllinn Honda NS-X, sem valinn var sportbíll ársins í nokkrum löndum, hefur náð þvílík-. um vinsældum á Bandaríkjamarkaði að verðið á honum er tvisvar og hálfu sinni hærra en hið opinbera verð sem er 60.000 dollarar eða 3.360.000 kr. í Japan eru vinsældirnar álíka mikl- ar því nýlega seldfst einn slíkur sem tvívegis hafði skipt um eigendur áð- ur á tvöföldu verði nýs bíls. Það má með sanni segja að með þessum sportbíl hafi Honda svo sannarlega hdtt naglann á höfuðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.