Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 8
34
.'W! HAUHA.T. .9S ÆTJOAGÍIAÐIIAJ
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991.
Sérstæð sakamál
í leit að
leigumorðingia
Var konan góðhjörtuð amma sem
hafði oröið fyrir illri framkomu
fjárfreks tengdasonar eða var hún
kaldrifjuð og hikaði ekki við að láta
myrða fólk ef svo bar undir? Í rétt-
arhöldunum gegn henni í Fort
Lauderdale á Flórída í Bandaríkj-
unum, þar sem frú Lee Goldsmith,
sextíu og átta ára, svaraði til saka
fyrir að hafa ráðið leigumorðingja,
kom það í hlut kviðdómenda að
íhuga hvort tveggja.
Auglýsing
sem hún sá eftir
Lee Goldsmith, sem var vel þekkt
meðal efnaða fólksins í sínu hverfi,
fluttist með sextíu og tveggja ára
gömlum manni sínum, Milton, til
Flórída árið 1983. Um svipað leyti
var hún farin að hafa miklar
áhyggjur af dóttur sinni, Arleen.
Þar kom að Lee virtist ljóst að
Arleen tækist ekki, hversu mikið
sem hún reyndi, að finna „þann
rétta“. Var hún þó orðin tuttugu
og sex ára. Loks setti móðir hennar
auglýsingu í einkamáladálk í dag-
blaði þar á staðnum og var efni
hennar á þá leið að indæl stúlka
óskaði eftir að kynnast indælum
manni.
Lee Goldsmith átti eftir að sjá
mikið eftir því að hafa sett þessa
auglýsingu í blaðið. Sá sem svaraði
henni reyndist vera David Brown-
stein, kraftalega vaxinn vélavið-
gerðarmaður sem vann á West
Palm Beach. Þegar þau Arleen
sáust var það ást við fyrstu sýn.
Þau fluttu saman í íbúð ári áður
en þau gengu í hjónaband. Þaö lík-
aði Lee Goldsmith illa og hún fór
að kynna sér fortíð Davids.
Haföi verið
kvæntur áður
Rannsóknir Lee leiddu til þess að
hún komst að því að David hafði
verið kvæntur áður og héldu for-
eldrar konunnar fyrrverandi því
fram að hann hefði krafið þau um
peninga. Er Lee hafði samband við
eiginkonuna fyrrverandi sagði hún
að David hefði verið slæmur eigin-
maður og komið illa fram við sex
ára gamlan son þeirra.
Þetta var Lee Goldsmith aukinn
hvati til að beina spjótum sínum
að tengdasyninum verðandi, því
Arleen og David voru erin ekki
gengið í hjónaband þegar þetta
gerðist. Hún gekk jafnvel svo langt
að hóta þvi að gera Arleen arflausa.
Þegar brúðkaupið átti að fara
fram neituðu Lee og Milton
Goldsmith að greiöa fyrir veisluna
en hún skyldi haldin á Breakers-
gistihúsinu á Palm Beach. Þess
vegna fór svo að hjónaefnin ákváöu
að bjóða þeim ekki til brúðkaups-
ins.
„David Brownstein fékk dóttur
mina til að snúa við mér bakinu,“
sagði Lee síðar. „Hann neitaði
henni um að tala við mig í síma og
vildi ég heimsækja hana krafðist
hann peninga af mér fyrir að leyfa
það.“
Meintar f
misþyrmingar
Lee hélt því einnig fram að David
hefði hótað sér því að myrða mann
Arleen og David Brownstein.
hennar, tengdaföður sinn, greiddu
þau hjónin honum ekki jafnvirði
rúmlega fimm milljóna króna. Þá
sagði Lee að David hefði slegið sig
svo illa í framan að hún hefði hlot-
ið af blæðandi sár.
í ljós kom hins vegar að Lee hafði
lent í bílslysi og gátu myndir þær
sem hún lagði fram máli sínu til
sönnunar vel hafa verið teknar
skömmu eftir það. Enn fremur
varð ljóst aö hún hafði ári áður
farið til meðferðar hjá lýtalækni
og lýsti annar læknir yfir því áð
það sem myndirnar sýndu kynni
að vera afleiðing aðgerðarinnar.
Teppahreinsarinn
Það var 2. febrúar 1989 að Lee
Goldsmith fékk til sín teppahreins-
ara að nafni Robert Williams. Hann
hafði áður hlotið dóm fyrir inn-
brot. Hann sagði henni að hann
væri í vandræðum með að sjá fyrir
sér og til að hjálpa honum kom hún
honum í kynni við kunningjakonur
sínar en þær fengu hann þá líka til
að hreinsa teppi heima hjá sér.
Vænkaðist þannig hagur Roberts.
Dag einn þegar Robert hafði verið
að störfum fyrir Lee og var að fara
heim fékk hún honum bréf sem
hún bað hann að lesa vel þegar
hann kæmi heim. „í því geturðu
Lee og Milton Goldsmith með fréttamanni.
lesið þér til um hvernig þú og ein-
hver annar getið hagnast vel,“
sagði hún.
Þegar Robert kom heim til sín las
hann bréfið og komst þá að því að
frú Lee Goldsmith var að gera hon-
um tilboð sem fólst í því að sæi
hann um ráða leigumoröingja til
að ráða tengdason hennar, David,
af dögura fengi hann greitt janvirði
um hálfrar milljónar íslenskra
króna og gæti hann deilt fénu með
leigumorðingjanum.
Óvæntviðbrögð
Þremur dögum eftir að Robert las
bréfið haföi hann gert upp hug
sinn. Þrátt fyrir það sem honum
fannst slæm reynsla af lögreglunni
hélt hann á fund hennar og skýrði
frá tilboðinu sem Lee Goldsmith
hafði gert honum. Þá komst hann
að því að samtökin „Crime Stopp-
ers“ (Komið í veg fyrir glæpi)
greiddu þeim sem gerðu lögregl-
unni aðvart um fyrirhuguð afbrot
jafnvirði fimmtíu þúsund króna.
Fékk Roberts þá upphæð síðar
greidda.
Rannsóknarlögreglufulltrúinn
sem fékk máhð til meðferðar hét
Thomas Brennan og ákvað hann
að taka að sér hlutverk leigumorð-
ingjans. Robert kynnti hann síöan
fyrir Lee og skýrði hún Brennan
þá frá því hvernig hún vildi að
tengdasonur hennar, David, yrði
ráðinn af dögum.
„Þú átt aö skjóta hann með byssu
með hljóðdeyfi og þú verður að
skjóta hann í höfuðið því ég vil að
hann deyi samstundis. Stráðu svo
dálitlu kókaíni hjá svo það hti út
fyrir að hann hafi verið að selja
eiturlyf og það hafi komið upp deiía
við þann sem hann var að skipta
við.“
Næsta verkefni
Ekki lét Leé staðar numið viö að
leggja á ráðin um morðið á tengda-
syni sínum. Hún gerði Brennan
nýtt tilboð áður en hann fór.
„Gangi þetta vel,“ sagði hún, „hef
ég annað verkefni fyrir þig. Ég vil
að þú látir móður Davids, Gildu
Faget, fá fyrir feröina. Ég vil þó
ekki að hún deyi. Þaö dugar að
kasta sýru í andhtið á henni.“
Loks gaf Lee rannsóknarlög-
reglumanninum fyrirmæli um að
hringja til sín um leið og hann hefði
drepið David og skyldi hann kunn-
gera það með orðunum. „Það er
búiö að hreinsa teppið."
14. febrúar hringdi Brennan til
hennar og sagði: „Það er búið að
hreinsa teppið."
Til þess að fá endanlega staðfest-
ingu á því að leigumorðinginn hefði
unnið á tengdasyninum hringdi
hún á réttarlæknisfræðistofnunina
daginn eftir, en þangáð þóttist hún
vita að lík þessa myrta hefði verið
flutt, og spurðist fyrir um það. Var
henni sagt að það væri þar, en
Brennan hafði grunað að hún
kynni að gera það og gert starfs-
mönnum stofnunarinnar aðvart
um aö þeir mættu eiga von á slíkri
fyrirspurn.
„Leigumoröingjan-
um" greitt
Nokkru eftir þetta fór Lee
Goldsmith á fund Thomas Brennan
og Roberts Williams til að láta þá
fá umsamda greiðslu. Rannsóknar-
lögreglumönnum tókst að ná á
myndband aíbendingu fjárins og
samtalinu sem þá fór fram. Hluti
þess var á þessa leið.
Thomas Brennan: „Jæja, þá ættu
allir aö vera ánægðir."
Lee Goldstein, hlæjandi: „Já,
nema sá sem liggur í líkhúsinu."
Málið vakti þegar mikla athygli
og ekki dró úr henni þegar Lee
Goldsmith kom fyrir rétt. Þá varð
álagið á þana svo mikið að hún fékk
hjartveikikast og varð að fara með
hana á sjúkrahús.
Það tók kviðdómendur þrjá daga
að komast að þeirri niðurstöðu aö
Lee væri sek.
Arleen dóttir hennar táraðist er
niðurstaða fékkst í málinu en hún
hafði tekið það mjög nærri sér enda
hafði hún orðið aö vitna gegn móð-
ur sinni eftir að hafa orðið að horf-
ast í augu við þá staðreynd að móð-
ir hennar hafði ætlað að gera hana
að ekkju og son hennar, sem hún
hafði þá eignast með David, fóður-
lausan.
RéttlætiövSÍgraöi
Lee Goldsmith fékk fimm og hálfs
árs fangelsi en er þó ekki byrjuð
að taka út refsingu vegna sjúkleika.
í viðtali eftir dómsuppkvaðning-
una sagði Thomas Brennan: „Eg
hef aldrei kynnst slíkri konu. Þegar
ég hitti hana í fyrsta sinn var hún
leikfimikennari en ári síðar staul-
aðist hún inn í réttarsalinn við staf.
Ég spurðist fyrir um hvað hefði
komið fyrir en fékk engin svör. Svo
sá ég hana aftur utan réttarsalsins
og þá gekk hún létt í spori og sveifl-
aði stafnum. Það engott til þess að
vita að réttlætið sigraði í þetta
sinn,“ sagði hann svo í lok viðtals-
ins.
Þegar David Brownstein gekk út
úr réttarsalnum tóku fréttamenn
hann tali.
„Ég óska þess bara að fá að lifa
í frið og öryggi," sagði hann. „Að
við getum gengið út um dyrnar hjá
okkur án þess aö óttast að utan
þeirra bíði Lee. Ég hef aldrei slegið
tengadamóður mína og hef aldrei
krafist fjár af henni.“
Þegar hann var að því spurður
hvers vegna hann teldi að tengda-
móðir hans hefði viljað láta ráða
hann af dögum svaraði hann:
„Ég held að það sé sama hver
hefði kvænst Arleen. Hann hefði
lent í sama vanda og ég. Lee hefur
alltaf viljað stjórna henni í einu og
öllu og hún vildi hka komast í að-
stöðu til aö ráða lífi sonar okkar.“