Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGIIR 7, MARS.1991. 3 Fréttir Atvinnuleysi hef ur í reynd ekkert verið Tölur um atvinnuleysi birtast í byrjun hvers mánaðar, og fólk talar þá um, að svo og svo mikið „atvinnu- leysi“ sé. Þegar grannt er skoðað, hefur undanfarin ár ekki verið um neitt raunverulegt atvinnuleysi að ræöa - ekki síðan 1968-69, eftir að síldin hvarf. Mergurinn málsins hef- ur nefnilega veriö, að miklu fleiri störf hafa staðið til boða en numið hefur fjölda hinna atvinnulausu. Alltaf getur þó verið, að einhverjir fái ekki strax atvinnu við sitt hæfi. Málarinn á kannski ekki gott með pípulagnir, hvaö þá hjúkrunarstörf. Nýlega var atvinnuleysi á Selfossi, þótt fólk skorti á Eyrarbakka. Ekki skal gert lítið úr vanda fólks við slík- ar aðstæður. En frá sjónarmiði þjóð- arheildarinnar hefur ekki verið rétt að tala um „atvinnuleysi“. Telst „full atvinna" Þetta má sjá af meðfylgjandi línu- riti, sem sýnir laus störf í landinu sem hlutfall af vinnuafli. Þar kemur fram, að undanfarin ár, til dæmis 1985-87, hefur ijöldi lausra starfa far- Sjónarhom Haukur Helgason ið allt upp í að vera 3,5 prósent af vinnuaflinu. Þetta er í rauninni há tala. Þegar litið er á slíkar tölur, sést glöggt, að ekki ræður miklu, þótt til dæmis hálft prósent af vinnuaflinu sé fólk, sem gengur atvinnulaust. Skorturinn á vinnuafli gerir miklu meira en að vega þaö upp. Nú síð- ustu tvö árin hefur verið nokkurs konar jafnvægi í þessum efnum: Skortur á vinnuafli hefur ekki verið teljandi. Mælt atvinnuleysi var í fyrra 1,7 prósent að meðaltali. Það er lægri tala en telst atvinnuleysi í grannlöndum okkar miðað við þá mælistiku, sem þar er notuð. Þetta er samkvæmt því „full atvinna". Vissulega eiga sumir um sárt að binda, þegar um tvö prósent ganga atvinnulaus. En sem fyrr verður að segja frá sjónarmiði þjóðfélagsins, að Laus störf sem hlutfall af vinnuafli (%) Jan.'87 Feb.'87 Apr.'89 Maí'90 Grafið gefur til kynna, að jafnvægi hafi verið á vinnumarkaði síðustu tvö árin. Þar á undan skorti mjög störf. Ásmundur Stefánsson og Þórarinn V.: Skiljum ekki gagnrýni landgræðslustjóra - gróðurvemdekkiverkefnisjömannanefndar „Þessi sjö manna nefnd er skömm- uð fyrir nánast allt. Hún er skömmuð fyrir að vilja sauðkindina feiga og einnig fyrir það að hafa ekki skipt sér af alls konar öðrum málum, nú síðast að hafa ekki gætt að gróður- vemdarsjónarmiðum. Það næsta sem maður gæti átt von á er ályktun frá prestastefnu um að ekki hafi ver- ið gætt að eðlilegri dreifingu sóknar- barna,“ segir Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri gagnrýndi í DV á laugardaginn áfangaálit sjö manna nefndarinnar um nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr offramleiðslu á kindakjöti. Að mati Sveins er sú tillaga nefndar- innar að heimila frjálsa sölu á fram- leiðslurétti hættuleg út frá gróður- verndarsjónarmiðum. Hætt sé við að á ákveðnum svæöum verði of margt sauðfé miðað við beitarþol. Þessari gagnrýni vísa bæði Þórar- inn og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, á bug. Þeir segja það ekki hafa verið í verkahring nefndarinnar að koma með tillögur um náttúruvernd. Slíkt sé í verkahring Landgræðsl- unnar sjálfrar. Þeir segja nefndina hafa rætt þessi mál en komist að þeirri niðurstöðu að það væri fyrst og fremst hlutverk nefndarinnar að leysa vanda sauðíjárræktarinnar, neytendum og bændum til góða. „Ég skil hvorki upp né niður í þess- ari gagnrýni Landgræðslunnar á okkur. Það er alveg ljóst að setja þarf almennar reglur um landnýt- ingu og landvernd. En það er ekki hægt að gera ráð fyrir öllum þeim atriðum í einhverjum almennum hugmyndum um framleiðslustjórn-. un og framleiðslurétt. Slíkar reglur verður að setja af réttum aðilum," segir Ásmundur. •-„Við erum allir miklir áhugamenn um gróðurvernd. Og að sjálfsögðu eiga þeir aðilar sem eiga að sjá um þessi mál að gera það, til dæmis Landgræðslan, landbúnaðarráðu- neytið og jafnvel umhverflsráðu- neytiö. Þessir aðilar eiga að setja 'reglursem síðan er farið eftir,“ segir Þórarinn. -kaa það er ekkert raunverulegt atvinnu- leysi, og það þótt 2300 manns hafi gengið vinnulausir að meðaltali í fyrra. Þegar litið er á þá tölu, verður einnig að skoða, hve laus störf voru mörg. Svona „spekúlasjónir“ eiga þó fyrst og fremst við, þegar rætt er, hvaða áhrif til dæmis nýtt álver mundi hafa á atvinnu í landinu, það er verkefni af þeirri stærðargráðu, að miklu mundi skipta, hugsanlega fyrir fólk úr öllum landshlutum. Menn geta jú komið víða að til að vinna við álver og virkjunarfram- kvæmdirnar, sem því mundu tengj- ast. Áhrif álvers Tímaritið Vísbending sagði fyrir skömmu, að umsvif við að koma upp álveri og virkjunum gætu komið af stað þenslu og verðbólgu. Þannig myndu framkvæmdirnar fremur verða til tjóns en ágóða fyrir fandið að því leyti. Þótt svo færi, kynni þjóð- in að hagnast af fullbúnu álveri. Auknar tekjur hér á landi vegna framkvæmda viö álverið gætu orðið með eftirfarandi hætti: Fólk, sem ella yrði verkefnalaust, fengi vinnu við álverið eða virkjan- irnar. Þeir sem vinna við fram- kvæmdir, yrðu sóttir í önnur verk- efni en fengju betur borgað við álver- ið. Framkvæmdirnar yrðu til þess, að yfirvinna ykist. Vinnuafl verður flutt inn. Vísbending telur þannig, að at- vinnustig hér sé slíkt, aö ríkisstjórn þurfi ekki að fá álver til atvinnubóta. Hins vegar getur oröið ágóði hér vegna fullbúins álvers. Þar mætti hugsa sér ágóða Landsvirkjunar af raforkusölu til álversins. Álverið tæki við fólki, sem gæti á næstu árum misst vinnu við sjávarútveg, landbúnað og hjá Varnarliöinu. Þó er þess að gæta, að búast mætti við öðrum nýjum framkvæmdum og umsvifum, ef ekki yrði af álveri. Loks má nefna, að gjaldeyristekjur af ál- veri drægju úr mikilvægi sjávarút- vegs, og sveiflur í fiskveiðum og fisk- verði mundu ekki valda jafnmiklum skaða og áður fyrir þær sakir. 710 eru og vönduð húsgögn. Húsgagnahöllin er einkasöluaðili að nýju Rainbow húsgögnunum^ft Tiskuhúsgögnin í herbetgi unga fólksins. Mjög gott verð. Fáanlegt alveg hvítt og eins með lituðum skúffiim^ REGENT MOBEL A ISLANDI L. L m FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.