Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. MARS 1991. Spumingin Ferðu á árshátíð í ár? Haraldur Þórðar sölufulltrúi: Já, í vinnunni hjá konunni þann 15. mars. Hrönn Sigurðardóttir húsmóðir: Já, annað kvöld hjá H.í. þar sem maöur- inn minn stundar nám. Bárður Bárðarson sölumaður: Nei, það held ég ekki. Kjartan Scheving sölumaður: Nei, ekki svo ég viti til. Jóhann Scheving ráðgjafi: Nei. Hreiðar Gestsson nemi: Veit það ekki. Lesendur___________________ Myndbirting af þeim er fremja líkamsárásir K.S. skrifar: Nú nýlega var einn .oíbeldismaður- inn dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir hrottalega hkamsárás. Sumir sem til þekkja segja dóminn alltof vægan, því þessi líkamsárás var sérlega hrottaleg. Verst var þó að þessi mað- ur mun ekki ekki sitja inni í 3 ár, heldur mest eitt til eitt og hálft ár, og getur þá hafið iðju sína á nýjan leik. Sumir dómar yfir ofbeldismönnum spanna t.d. þriggja til fimm mánaða varðhald, og fantamir hlæja að slík- um dómum, enda eru þeir til smánar fyrir dómskerfið. Hvenær skyldi dómsmálaráðherra ætla að tryggja að slíkir oíheldismenn fái verulega herta og þyngri dóma? Ennfremur vil ég hvetja til að myndir verði birt- ar af þessum ofbeldismönnum, svo að fólk geti varað sig á þeim síðar. Lögreglan er lítið á ferðinni gang- andi að mínu mati. Ég gekk upp Laugaveginn nýlega og þurfti að fara tvisvar um götuna vegna vinnu minnar. Ég sá aldrei lögregluþjón á þessari leið. Ég sá hins vegar fólk í annarlegu ástandi sem var að angra fólk á götunni. í miðborginni er mik- ið af þessu fólki, en lögreglan sést þar lítið að degi til. Lögreglan veitir okkur öryggi, og yfirmenn dómsmála ættu að vita að íjöldi fólks þorir ekki í gönguferð að kvöldi til vegna hættu á líkamsárás. Þama eru það yfirvöld sem era sökudólgurinn, því niðurskurður í mannahaldi vegna sparnaðar vegur að öryggi borgaranna. - Hérna er bersýnilega verið að stuðla að því að Reykjavík sé hættuleg borg. Líkams- meiðingar, t.d. hér í Reykjavík, hafa Baldur Árnason skrifar: Háttvirti kjósandi! í stjórnar- skránni stendur: „ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ - Ég full- yrði að engum hafi verið ljóst þegar við gengum að kjörborði árið 1987, að með því að kjósa S-listann væri verið að kjósa þingmenn til handa D-hstanum. - Þar af leiðandi tel ég tvo þingmenn D-hstans vera á röng- um forsendum á Alþingi í dag. Ég álít einnig að Alþingi hafi engan veginn uppi eðlilega starfshætti þings í lýðræðisríki. - Það var skap- aður þingflokkur og honum leyft að starfa á Alþingi, þótt flokkurinn hafi hvergi verið í framboði, og þar af leiðandi enginn getað kosið hann. Garðar Jónsson skrifar: Nú er jarðgangagerð orðin hin breiðu spjótin í samgöngumálum. Það hefur verið einkenni þessara framkvæmda og fyrirhugaðra fram- kvæmda að þær skuli'helst koma þar sem fámennið er mest og afskekktus't byggðin. - Finnst mönnum þetta vera þjóðhagslega hagkvæmt? - Ég minn- ist viðtals sem ég heyrði í útvarpi fyrir skömmu þar sem bæjarstjóri Olafsfjaröar talaði og gerði saman- burð á kostnaði jarðganganna og eins togara sem keyptur er til landsins. - Ég spyr:-Skyldi ekki togan á réttum stað afla meiri tekna en Ólafsmúla- göngin? Ég er þeirrar skoðunar að þessi jarðgöng komi sér best fyrir þá sem hugsa sér til hreyfings og brottflutn- ings frá Ólafsfriði. Það er allsendis óvíst að jarðgöng af þessu tagi, eins og þessi gegnum Ólafsíjaröarmúla, verði nokkrum til blessunar, nema í augnablikinu. Það væru hrapalleg mistök aö halda áfram með arðleys- isframkvæmdir af sömu gráðu, t.d. á Vestfjörðum þar sem afskekkt þorp bíða þess að verða yfirgefin. Ég styð hins vegar af heilum hug aukist verulega ár frá ári. Erlendis eru birtar myndir af hættulegu fólki eftir að það hefur verið handtekiðr við „iðju“ sína gegn borgurunum - og það er talið mjög eölilegt. Hér virð- ist þjóðfélagið vernda óþjóðalýðinn, Þessi flokkur var nefndur „Fijáls- lyndi hægri flokkurinn" og talinn hafa tvo þingmenn! - Hafa því 63 kjósendur tekið sér ótakmarkaðan kosningarétt til ijögurra ára og gætu því daglega skapað og kosið nýja flokka og raðað niður þingmönnum. Þá gerðist það, aö tveir þingmenn er við kjósendur kusum til þingstarfa 1987 af framboði S-listans hættu störfum í þingflokki listans. Með því að kalla ekki inn varamenn S-hstans í forfóllum þeirra er Alþingi búið að afneita kjörgengi þeirra annarra er í framboði voru fyrir listann. Til hvers eigum við að eyða fjármunum og fyrirhöfn í kosningar til Alþingis 20. apríl nk. ef svo er hægt að breyta framkvæmd jarðganga undir Hval- fjörð þar sem umferðarþunginn er nægilega mikill til að bera kostnaö- inn af starfseminni. Arðbærara væri aö'gera göng undir helstu umferðar- æðar hér í borginni, svo sem við en ekki.borgara höfuðborgarinnar. Ég skora á fólk að krefjast breytingar og að myndbirting af afbrotamönn- um verði regla en ekki undantekn- ing. Fólk þarf að vera á varðbergi og snúast til varnar. og umturna kosningaúrslitunum hvenær, og svo oft sem einstaka þingmenn telja sér henta, líkt og þeg- ar hefur átt sér stað? Ég tel þetta engan veginn eðlilega starfshætti þings í lýðræðisríki, og vona að þú, háttvirti kjósandi, skiljir hvaða markleysa kosningar verða , ef svona vinnubrögð eiga að teljast réttlætanleg. - Því vil ég meina, að þarna hafi þingræðið gert svo alvar- lega aðfór að lýðræðinu að um stjórnarskrárbrot sé að ræða. - Al- þingi hafi gert stjórnarfarsleg mis- tök, sem orðin eru að afglöpum, sem skylt er að leiðrétta, auðvelt er að leiðrétta - og væntanlega öllum ljúft að leiðrétta þegar í stað. Miklatorg, við Lönguhlíð og á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og víðar þar sem um- ferðin er að verða óbærileg á núver- andi gatnakerfi. Hækkun iðgjalda óskiljanleg Hafsteinn Guðmundsson skrifar: Kröfurnar um að hækkanir tryggingafélaganna á iðgjöldum húsatrygginga og nú síðast til- kynntar hækkanir á ábyrgðar- tryggingum bifreiöa verði endur- skoðaðai’ og aíboöaðar gerast nú æ háværari. - Nú hafa BSRB og Félag íslenskra bifreiðaeigenda mótmæit þessum iðgjaldahækk- unum og bent á að þessar hækk- anir stríði gegn markmiðum þeirra kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári og oft er vitnað til sem þjóðarsáttar. Ég held að hér hljóti ríkisstjóm- in að grípa inn í og þá ekki síður þeir er stóðu að samningunum, ASÍ og VSÍ. Það er einnig afai' ótrúveröugt að tryggingafélögin þurfi áð hækka iðgjöld á þessu ári um heil 14% eftir að hafa feng- ið samþykkta um 50% iðgalda- hækkun á síðasta ári. Vaxandispenna um varaformann Björn Stefánsson skrifar: Margir bíða spenntir að heyra fréttir frá landsfundi Sjálfstæðis- flokksins um formannskjör. - En það ríkir líka spenna um kosn- ingu varaformanns flokksins. Það er annað valdamesta emb- ætti flokksins og getur skipt sköpum fyrir framtið hans. Nú eru farin að kvisast nöfn ýmissa annarra í varaformann- sembættið. Telja verður víst að kunn nöfn verði í umræðunni, bæði núverandi og jafnvel tyrr- verandi áhrifamenn flokksins. Nöfn þeirra Pálma Jónssonar, Björns Bjarnasonar, Friðriks Sophussonar, Halldórs Blöndal, Ólafs G. Einarssonar, Ellerts Schram og Magnúsar Gunnars- sonar hefur þó borið hæst í þessu sambandi. - Allt frambærilegir menn og virtir fyrir störf sín. Uppsagnirí Þjöðleikhúsi Rósa Jónsdóttir hringdi: Nokkur orö um fréttir af upp- sögnum starfsmanna í Þjóðleik- húsi. Það hefur ekki verið tiltöku- mál að nýráðinn forstjóri geri ráðstafanir er hann telur óhjá- kvæmilegar, þ.m.t. uppsagnir á starfsfólki, áður en' hann tekur við stjóm. - Starfsaldur og nöfn eiga ekki að skipta neinu máli í því sambandi. Ég man ekki til þess að neinn þeirra starfsmanna, sem nú hef- ur verið sagt upp störfum við Þjóðleikhúsið, ekki einu sinni þeir sem rætt var við i sjónvarpi vegna uppsagnanna, hafi látið frá sér heyra þegar uppsagnir hafa staðið yfir hjá ýmsum öðrum fyr- irtækjum, t.d. hjá Flugleiðum fyr- ir nokkrum árum - eða hjá Ála- fossi, Síldarverksmiðjum ríkisins ii H o.fl Páll Pétursson „spældur“ Hallgrímur skrifar: Fyrrverandi forseti Norður- landaráðs sagöí í útvarpi í morg- un (5. mars) að auðvitað væri hann ,,spældur“(!) yfir útskúfun íslendinga úr formannsstörfum hjá Norðurlandaráði. - Ég segi hins vegar: Mikið blessun væri það ef við gætum í kjölfarið móðgast svo við þá frændur okk- ar að við höfnuðum sýningum á öllum ruslkvikmyndunum frá Norðurlöndunum og sem enginn vill enda horfa á, ef taka má mark á hlustendakönnunum. Þarna væri kjörið tækifæri fyr- ir Útvarpsráð að finna leið til að skera niður kostnað - eöa þá ein- faldlega til að fá betra efni annars staðar frá eins og t.d. „Sky“-frétt- ir. Jl Aðför að lýðræðinu - opið bréf Jarðgöng í dreifbýli eða þéttbýli Bréfritari segir að arðbærara sé að gera göng undir helstu umferðaræðar en á afskekktu stöóunum á landsbyggðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.