Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1991, Blaðsíða 26
34 'MÍ mm •* fTOííTÆffMH FIMMTUDAGUR 7. MARS 1991. Afmæli Sigurður Ólafsson Siguröur Ólafsson lyfsali, Teiga- gerði 17, Reykjavík, er sjötíu og fimmáraídag. Starfsferill Siguröur fæddist aö Brimilsvöll- um í Fróöárhreppi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófum frá MR 1936, stundaði nám í læknadeild HÍ 1936-38, varö aðstoðarlyfjafræðing- ur frá Lyfjafræðiskóla Islands 1941 og lauk kandídatsprófi í lyijafræði frá Philadelphia College of Pharmacy and Science 1943. Sigurður var yfirlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1944-62, lyfsali í Reykjavíkurapóteki 1962-81 ogfor- stöðumaður þess (Lyfjabúðar HÍ) frá 1982. Siguröur sat í skólanefnd Lyfja- fræðingaskóla íslands 1953-57, í lyfjaverðlagsnefnd 1960-62, í lyfja- skrámefnd 1963-76 og formaður hennar til 1973, í stjóm Lífeyrissjóðs apótekara og lyfjafræðinga 1955-61, í stjórn Lyfjafræðingafélags íslands í sjö ár og formaður þess 1944,1949 og 1952, í stjórn Apótekarafélags ís- lands 1969-70 ogformaður þess 1974-75, í stjórn Íslensk-ameríska félagsins 1946-58, í stjórn Rotary- klúbbs Reykjavíkur 1971,1977,1980 og forseti klúbbsins 1981-82 og um- dæmisstjóri Rotaryhreyfmgarinnar áíslandi 1984-85. Sigurður hefur samið ritiö Lyfja- samheiti, útg. í Reykjavík 1968. Fjölskylda Sigurður kvæntist 15.12.1944 Þor- björgu Jónsdóttur, f. 1.11.1918, hús- móður en hún er dóttir Jóns Krist- jánssonar, læknis í Reykjavík, og konu hans, Emilíú Sighvatsdóttur húsmóður. Synir Sigurðar og Þorbjargar eru Ólafur, f. 18.6.1946, verkfræðingur í Reykjavík, og Jón, f. 22.9.1947, læknir í Garðabæ. Ólafur er kvæntur Helgu Kjaran kennara og eiga þau tvær dætur, Björgu, f. 18.10.1976, nema, og Ól- öfu, f. 29.10.1980, nema, en sonur Helgu og stjúpsonur Ólafs er Birgir Ármannsson, f. 12.6.1968, sagn- fræðinemi og formaður Heimdallar. Jón er kvæntur Ásdísi Magnús- dóttur, lyfjatækni í Garðabæ, og eiga þau þrjú böm, Sigurð Örn Jónsson, f. 13.6.1970, nema, Þor- björgu Jónsdóttur, f. 1974, nema, og Hermann Pál Jónsson, f. 1977, nema. Systkini Sigurðar: Rögnvaldur, f. 18.7.1917, framkvæmdastjóri á Hell- issandi; Hrefna, f. 26.4.1919, d. 6.1. 1934, búsett á Brimilsvöllum; Björg, f. 19.3.1921, búsett í Reykjavík; Bjarni, f. 30.1.1923, póst- og sím- stjóri í Ólafsvík; Kristján, f. 7.10. 1924, d. 7.10.1945, búsettur á Brim- ilsvöllum; Hlíf, f. 23.11.1927, meina- tækniríReykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Ólafur Bjarnason, f. 10.4.1889, d. 3.8.1982, hreppstjóri á Brimilsvöllum, og kona hans, Kristólína Kristjáns- dóttir, f. 4.8>1885, d. 29.11.1960, hús- freyja. Ætt Ólafur var sonur Bjarna, b. á Hofi á Kjalamesi, Sigurðssonar, b. í Þer- ney, Tómassonar, hreppstjóra á Kalastööum á Saurbæjarströnd, Sigurössonar. Móðir Bjarna á Hofi var Guðrún Sigríður, systir Helgu, móður Sigríðar „Eyjaíjarðarsólar". Önnur systir Guðrúnar Sigríðar var Dómhildur, langamma Jóhanns Briem listmálara og Odds læknis, fóður Davíðs borgarstjóra. Guðrún Sigríður var dóttir Þorsteins, skálds á Stokkahlöðum, Gíslasonar. Móðir Ólafs á Brimilsvöllum var Vigdís Sigurðardóttir, b. á Sandi í Kjós, Ólafssonar, h. í Flekkudal, Bjamasonar. Móðir Vigdísar var Agatha Guðmundsdóttir, b. á Sandi, Eyjólfssonar. Móðir Agöthu var Kristrún Guðmundsdóttir, b. á Þor- Sigurður Ólafsson. láksstöðum í Kjós, Guðmundssonar, og Agöthu, systur Korts á Möðru- völlum, langafa Péturs í Engey, afa Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Kristólína var dóttir Kristjáns, b. í Mávahlíð, Þorsteinssonar, b. í Fremri-Hrafnabjörgum í Hörðudal, Kristjánssonar, b. í Skriðukoti, Þor- steinssonar. Móðir Kristjáns í Mávahlíð var Guðbjörg Einarsdótt- ir. Móðir Kristólínu var Sigurlín, dóttir Þórðar Einarssonar í Suður- Bár í Eyrarsveit, og Valdísar Jóns- dóttur fr á Arney á Breiðafirði. Til hamingju með daginn 75 ára 50ára Sigurður Sæmundsson, Grensásvegi 58, Reykjavík. Haukur Kristinsson, Gilsbakkal, Suðurfjarðarhreppi. Óli Einar Adolfsson, . Hraunöldu 4, Rangárvallahreppi. 70ára 40ára Friedel H. Jónsson, Hveravík, Kaldrananeshreppi. Aðalsteinn Agnarsson, Vesturvegi 17B, Vestmannaeyjum. . . Rakel Kristín Káradóttir, Klausturhvammi 36, Hafnarfirði. Guðmundur Ásgeirsson, 60 ára Sigríður Pálsdóttir, Álftahólum 6, Reykjavík. Emilia Líndal Jóhannesdóttir, Eyjabakka6, Reykjavík. Þorsteinn Aðalsteinsson, Geiteyjarströnd 2, Reykjahlíö. Miðstræti 22, Vestmannaeyjum. Bjarni Sveinn Sveinsson, Hátúni 25, Eskifirði. Óskar Valtýsson, Bröttugötu37, Vestmannaeyjum. Fjölnir Ásbjörnsson, Framnesvegi 15, Reykjavík. Snorri Hjartarson Uppboð Að kröfu Rúnars Mogensen hdl. fer fram opinbert nauðungaruppboð á Linden byggingarkrana 2525 í eigu Péturs Hallgrímssonar. Uppboðið fer fram fimmtudaginn 14. mars nk. að Háholti 5, Hafnarfirði, og hefst kl. 16.00. Greiðsla við hamarshögg. Hafnarfirði, 6. mars 1991 Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Laus staða Hér með er auglýst hálf staða ritara hér við embætt- ið; getur orðið heilsdagsstarf síðar. Umsóknum skal skilað til undirritaðs ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 1. apríl 1991. Laun skv. kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna. 26. febrúar 1991. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu Snorri Hjartarson rafvirkjameist- ari, Vesturgötu 141, Akranesi, er sextugurídag. Starfsferill Snorri fæddist á Hellissandi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann flutti á Akranes 1946 og stundaði þar nám við Iðnskóla Akraness en 1947 hóf hann nám í rafvirkjun hjá Raf- tækjavinnustofu Knúts og Ar- manns. Að loknu sveinsprófi 1952 rak Snorri rafmagnsverkstæði á Akranesi ásamt Sigurdór Jóhanns- syni rafvirkjameistara. Þá var hann um tíma við rafvélavirkjun í Reykjavík. Hann hlaut meistararéttindi 1955 og landslöggildingu 1957 en sama ár hóf hann störf hjá Sementsverk- smiðju ríkisins við uppsetningu á háspennubúnaði verksmiðjunnar. Snorri varð síðan aðstoðarverk- stjóri á rafmagnsverkstæði verk- smiðjunnar. Hann öðlaðist há- spennuréttindi 1962 eftir að hafa lokið tilskildu bóklegu námi, sem fram fór í Vélstjóraskólanum í Reykjavík á vegum Rafmagnseftir- hts ríkisins, og verklegri þjálfun sem fram fór á Akranesi. Hann hef- ur starfað á rannsóknarstofu tækni- deildar Sementsverksmiðju ríkisins frá 1975. Fjölskylda Snorri kvæntist21.6.1952 Helgu Kristínu Bjamadóttur, f. 2.3.1931, d. 27.5.1990, húsmóður e;r hún var dóttir Bjama Magnúsar Krist- mannssonar bifreiðarstjóra og Ást- hildar Guðmundsdóttur húsmóður. Börn Snorra og Helgu Kristínar eru Hjörtur Snorrason, f. 11.3.1957, rafmagnstæknifræöingur í Reykja- vík, kvæntur Ingibjörgu Maríu Jó- hannsdóttur, f. 24.4.1958, sjúkraliða, og eiga þau tvö börn, Bergþóru Ól- afsdóttur, f. 29.9.1984, ogHelgu Kristínu Hjartardóttur, f. 30.6.1989; Ásthildur Bjamey Snorradóttir, f. 14.9.1952, talmeinafræðingur í Reykjavík, gift Þorsteini Sigurjóns- syni, f. 25.12.1947, vélsmið ogeiga þau tvö börn, Snorra Þorsteinsson, f. 10.9.1983 og Guðrúnu Svövu Þor- steinsdóttur, f. 2.4.1986; Margrét Snorradóttir, f. 22.10.1961, banka- starfsmaður á Akranesi, gift Ár- manni Hauksssyni, f. 25.12.1957, rafvirkjameistara, og er sonur þeirra Haukur Ármannsson, f. 1.4. 1985. Snorri er elstur sjö systkina. Systkini hans: Hreinn Hjartarson, f. 31.8.1933, sóknarprestur í Reykja- vík, kvæntur Sigrúnu Halldórsdótt- ur kennara og eiga þau fjögur börn; Rafn Hjartarson, f. 27.7.1935, húsa- smíðameistari og nú bankastarfs- maður á Akranesi, kvæntur Elsu Guðmundsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn; Hróðmar Hjartarson, f. 25.10.1939, rafvirkjameistari á Akranesi, kvæntur Svövu Finn- bogadóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn; Jón Jóhann Hjartar- son, f. 20.1.1942, leikari í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Tryggvadóttur leikara og eiga þau tvö börn auk Snorri Hjartarson. þess sem Jón á tvær dætur frá því áður; Aðalheiður Hjartardóttir, f. 19.8.1947, hjúkrunarfræöingur í Reykjavík, gift Valgeiri Ástráðssyni sóknarpresti og eiga þau fjögur böm; Vigfús Hjartarson, f. 25.6.1956, skrifstofustjóri á Þingeyri, en hann og Bryndís Sigurðardóttir eiga eina dóttur. Foreldrar Snorra: Hjörtur Jóns- son, f. 28.10.1902, d. 10.8.1963, hrepp- stjóri á Munaðarhóli á Hellissandi, og Jóhanna Vigfúsdóttir, f. 11.6. 1911, húsmóðir og organisti á Mun- aðarhóli, nú búsett í Reykjavík. Ætt Hjörtur var sonur Jóns Jónsson- ar, hreppstjóra og formanns á Mun- aðarhóli á Hellissandi, og Jóhönnu Kristínar Jóhannsdóttur Mool, úr Bjarnareyjum, Sigmundssonar. Jóhanna var dóttir Vigfúsar Jóns- sonar, trésmiðs á Gimli á Hellis- sandi, og Kristínar Jensdóttur, hús- móður frá Bj arneyj um. Snorri verður að heiman á af- mælisdaginn. Steingrímur Sigmar Svavarsson CISV, alþjóðleg friðarsamtök, stendur fyrir nám- stefnu 16. mars 1991. Dagskrá: Kynnning á starfsemi CISV, Guðný Helga- dóttir frá menntamálaráðuneytinu flytur erindi um Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO, Danfríður Skarp- héðinsdóttir alþingismaður fjallar um friðarfræðslu. Dagskrá lýkur með kvöldverði og skemmtun. Upplýsingar og skráning í síma 657227 og 657636. Steingrímur Sigmar Svavarsson verkamaður, Ásabraut 29, Sand- gerði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Steingrímur fæddist að Silfrastöð- um í Skagafirði en flutti fjögurra ára að Laugarbakka í Skagafiröi þar sem hann ólst upp. Á unglingsárun- um starfaði hann við vegavinnu og stundaði sjómennsku en flutti í Litla-Dal í Tungusveit 1963 og stund- aði þar búskap til 1967. Steingrímur flutti til Akureyrar 1967 og stundaði þar sjómennsku í tvö ár en flutti þá til Sandgerðis þar sem hann var vélstjóri á ýmsum bátum til 1990. Steingrímur stundar nú verkamannavinnu í Sandgerði. Fjölskylda Steingrímurkvæntist29.3.1964 Vordísi Björk Valgarðsdóttur, f. 9.12.1941, húsmóður en hún er dótt- ir Valgarðs Kristinssonar, f. 11.9. 1912, d. 22.8.1962, og Ólafar Bald- vinsdóttur, f. 6.5.1916, en þau bjuggu lengst af á Brún við Akureyri. Börn Steingríms og Vordísar Bjarkar eru Sigurður Svavar, f. 25.1. 1963, en sambýliskona hans er Jón- ína Guðbjörg Óskarsdóttir og eru börn hennar Guðmundur Valur, Óskar Hlíðberg og Þórunn María; Ólafur Pétur, f. 8.3.1964; Sigmar, f. 9.5.1965; Guðmundur Helgi, f. 21.10. 1968 en sambýliskona hans er Hann- esína Skarphéðinsdóttir og eiga þau soninn Amar Frey Guðmundsson; Björk,f. 12.10.1969. Systkini Steingríms: Marta Fann- ey Svavarsdóttir, f. 8.11.1931, skóg- arverkstjóri, gift Stefáni Haralds- syni, b. í Víðidal í Skagafirði, og eiga þau ijögur börn; Helgi Þormar Sva- varsson, f. 7.5.1934, b. að Laugar- bökkum í Skagafirði, kvæntur Eddu Stefáns Þórarinsdóttur húsfreyju og eiga þau fimm börn; Margrét Elísa- bet Svavarsdóttir, f. 22.11.1944, sjúkrahði á Akureyri, gift Karli Karlssyni trésmið og eiga þau þrjár Steingrímur Sigmar Svavarsson. dætur. Foreldrar Steingríms voru Svavar Pétursson, f. 20.1.1905, d. 13.2.1983, b. að Laugarbökkum, og kona hans, Jóhanna Sigríður Jónína Helgadótt- ir, f. 19.7.1906, húsfreyja og sauma- kona, nú búsett hjá dóttur sinni, Margréti Elísabetu á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.