Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Qupperneq 3
19
mo' oa / t r u: 1 ”\ a n’ T'T'pnu
FOSTUDAGUR 8. MARS 1991.
Dans-
staðir
Bjórhöllin
Gerðubergi 1, sími 74420
Lifandi tónlist öll kvöld vikunn-
ar.
Blúsbarinn
Laugavegi 73
Lifandi tónlist öll kvöld.
Breiðvangur
í Mjódd, sími 77500
Söng- og skemmtidagskráin Við
eigum samleið flutt á laugar-
dagskvöld. Dagskráin er byggð
á söngferli Vilhjálms heitins
Vilhjálmssonar.
Danshöllin
Fjölbreytt skemmtun með fyr-
irtaks skemmtikröftum fóstu-
dags- og laugardagskvöld.
Casablanca
Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, sími 688311
Dansleikur á föstudags- og
laugardagskvöld. Blár sunnu-
dagur.
Danshúsið Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Hljómsveit Finns Eydal ásamt
Helenu Eyjólfsdóttur skemmtir
fóstudags- og laugardagskvöld.
Fjörðurinn og Nillabar
Strandgötu, Hafnarfirði
2 ára afmæli Fjarðarins um helg-
ina. Hljómsveitin Atlantis leikur
föstudags- og laugardagskvöld.
Miðnæturspaug með Ómari Ragn-
arssyni á laugardagskvöld. Tríó
Óla blaðasala leikur á Nillabar.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Opið öll kvöld vikunnar.
Húsvíkingurinn Johnny King „sál-
ugi“ mun skemmta gestum með
hljómborðsleik og söng næstu
kvöld.
L.A. Café
Laugavegi 45, s. 626120
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld. Hátt aldurstakmark.
Lídó
Lækjargötu 2
Ball föstudags- og laugardagskvöld.
Sportklúbburinn
Borgartúni 32, s. 29670
Opið fóstudags- og laugardags-
kvöld á Stönginni. Aðgangur
ókeypis.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Rokkað á himnum, glettin saga
um sálina hans Jóns og gullna
hliðið á fostudags- og laugar-
dagskvöld. Anna og flæking-
arnir í Ásbyrgi, Blúsmenn
Andreu í Café ísland og diskó-
tek í norðursal.
Hótel Saga
Sýning á Næturvaktinni,
skemmtun, á laugardagskvöld.
Hljómsveitin Einsdæmi leikur
fyrir dansi.
Keisarinn
Laugavegi 116
Ball fostudags- og laugardagskvöld.
Tveir vinir og annar í fríi
Finnska rokksveitin 22 Pistepirkko
heldur tónleika á laugardagskvöld.
Einnig skemmta Langi Seli og
skuggarnir. 22 Pistepirkko verða
einnig með tónleika á sunnudags-
kvöld.
La Bohéme
- á hátíðarkvikmyndasýningu
José Carreras syngur annað aðal-
hlutverkið í óperunni La Bohéme
eftir Puccini sem sýnd verður á
hátíðarsýningu í Háskólabíói á
laugardag.
Lionsklúbburinn Eir gengst fyrir
hátíðarsýningu á kvikmynduðu
óperunni La Bohéme eftir Puccini
í Háskólabíói á laugardag kl. 17.00.
Aðalhlutverkin syngja Barbara
Hendricks og José Carreras. Kvik-
myndagagnrýnendur í Danmörku
hafa gefið myndinni fimm stjörnur
og líkja þeir söng Barböru við
himneskar hæðir og segja hann
listviðburð sem vert sé að hlýða á.
Hátíðarsýning þessi er haldin
fyrir styrktaraðila og velunnara
Lionsklúbbsins Eir sem undanfar-
in ár hefur unnið undir merkjum
alþjóðahreyfmgarinnar aö mann-
úðarmálum. Forvarnarstarf í þágu
vímuefnavarna hefur jafnan verið
efst á baugi hjá klúbbnum. Lions-
klúbburinn Eir hefur auk þessa
stutt og aðstoðað stofnanir og ein-
staklinga sem eiga við sárt að
binda.
Formaður klúbbsins, Jóna Ólafs-
dóttir, mun setja hátíðina og áður
en sýning óperunnar hefst mun
ung messósópransöngkona, Björk
Jónsdóttir, gleöja gesti með söng
sínum.
Rúnar Þór skemmtir gestum Rauða Ijónsins.
Rúnar Þór á
Rauöa ljóninu
Rúnar Þór og hljómsveit spila á
Rauða ljóninu í kvöld og annað
kvöld. Rúnar Þór spilar lög af nýj-
ustu plötunni sinni, Frostaugu, lög
af eldri plötum og önnur lög, gömul
og ný. Með Rúnari Þór spila þeir
Jón Ólafsson á bassa og Jónas
Björnsson á trommur.
Afmælis-
hátídí
Firðinum
Nú um helgina eru liöin 2 ár frá
því að Hafnfirðingar eignuðust
sinn eigin skemmtistað eftir 5 ára
biö. En veitingahúsið Fjörðurinn
var opnaður fyrstu helgina í mars
árið 1989.
í tilefni afmælisins verður boðið
upp á sérstaka afmælisdagskrá nú
um helgina. Hljómsveitin Atlantis
mun leika fyrir dansi fóstudags- og
laugardagskvöld en hana skipa:
Atli Örvarsson, hljómborð, Karl
Örvarsson, söngur, Friðrik Sturlu-
son, bassi, Sigfús Óttarsson,
trommur og Þorvaldur B. Þor-
valdsson, gítar.
Á laugardagskvöldiö verður boð-
ið upp á kampavín við komu gesta
og Ómar Ragnarsson verður með
miðnæturspaug. Á þriðju hæö er
Nillabar og þar mun Hljómsveit
Ólá blaðasala skemmta.
Finnsk
Finnska rokksveitin Pistepirkko heldur tónieika á Tveimur vinum á laug-
ardags- og sunnudagskvöld.
Tveirvinir:
rokksveit
Finnska rokksveitin 22 Piste-
pirkko verður með tónleika á
Tveimur vinum bæði á laugardags-
og sunnudagskvöld en á laugar-
dagskvöldið munu Langi Seli og
Skuggarnir einnig koma fram.
Finnska sveitin hefur gefið út
þrjár sólóplötur og er sú fjórða í
vinnslu. Þær hafa allar fengið mjög
góðar viötökur, bæði í heimalandi
þeirra og annars staðar Norður-
löndunum.
Hljómsveitin hefur viðdvöl á ís-
landi eftir tónleikaferð til Parísar
þar sem henni var mjög vel tekið.
Útgáfufyrirtæki hennar stendur
einnig í samningum viö þekkt
plötufyrirtæki í Bandaríkjunum
sem er bjartsýnt á viðtökurnar í
Vesturheimi.
Þetta er önnur finnska hljóm-
sveitin sem Tveir vinir flytja inn á
stuttum tíma því seint á síðasta ári
kom til landsins fmnska blússveit-
in Honey B and the T-bones. Það
er stefna Tveggja vina að efna allt-
af af og til til slíkra viðburða.
Hljómsveitin Blúsbrot verður á Púlsinum á sunnudagskvöld.
Blúsbrot á
Púlsinum
Á sunnudaginn gefst fólki kostur
á að hlýöa á hljómsveitina Blúsbrot
á Púlsinum en hún var stofnuð fyr-
ir þremur árum en endurreist síð-
astliðið haust. Hljómsveitin spilar
einkum blús en brot og brot af gull-
aldarrokki fær að fljóta með, svo
sem perlur frá Kinks og Rolling
Stones.
Hljómsveitina skipa: Björn Árna-
son, bassi og orgel, Helgi Víkings-
son, trommur, Leo Torfason, gítar,
og Vignir Daðason sem syngur og
leikur á munnhörpu.
Sagt er að það sé sérstök upplifun
að sjá Björn Ámason taka sóló á
orgelið um leið og hann spilar und-
ir á rafmagnsbassa. Gestir Púlsins
fá að upplifa það næstkomandi
sunnudagskvöld.