Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1991, Side 1
Heimsborgin Hamborg: Þar sem nóttin endar á fiskmarkaði Sumar göturnar eru yfirbyggðar og þar er að finna fjölmargar verslanir og veitingastaði undir einu þaki. Jóharaia S. Sigþórsdóttir, Þýskalandi: Heimsborgin Hamborg hefur til að bera það þrennt sem flestir ferða- menn eru á höttunum eftir: góðar verslanir, góðan mat og fjölbreytt skemmtanalíf. Ekki spillir það held- ur fyrir að borgin er hreinleg og að hún er laus við þennan yfirþyrmandi eril sem einkerinir svo margar stór- borgir. Það er sagt að Hamborg sé græn borg. Ekki heföi hún nú staðið undir því nafni þegar DV-maður var þar á ferð á dögunum, enda hávetur og hvergi stingandi strá að sjá. En hún er sögð grænasta borg Þýskalands og þarf töluvert til. Þar er enda að fmna 25 lystigarða og göngustígarnir nema samtals um 900 kílómetrum. Bara í borginni sjálfri eru um fimm milljónir tijáa og nú ætti ekki að þurfa frekar vitnanna við. Af grænu svæðunum er þó fræg- astur garðurinn Planten und Blomen í Hamborg miðri, 151 ha. að stærð. Þar er litaskrúð á sumrin með ólík- indum og á hveiju kvöldi eru haldn- ir þar tónleikar, útileikhús bregða á leik og gríðarmiklar flugeldasýning- ar gleðja auga gestsins. Eitt sem Hamborgarbúar eru afar stoltir af er hið geysistóra Alster- vatn sem er í miðri borginni. Á sumr- in er þar iðandi mannlíf, enda hægt að iðka þar ýmiss konar íþróttir, svo sem siglingar á bátum, brettum og brun á vatnaskíðum, svo éitthvað sé nefnt. Ef menn eru of værukærir til að standa í svoleiðis nokkru er hægt að sigla með feijum um vatnið og nágrenni þess því það er í rauninni tengt ánni Elbu. Síðustu helgina í ágúst 'eru mikil hátíöahöld við innra Alstervatn. Höfnin er heilt ævintýri út af fyrir sig. Fyrir tveimur árum var haldið upp á 800 ára afmæli hennar. Nú hefur verið ákveðið að halda árlega upp á það með pomp og prakt 10.-12. maí og láta menn sig ekki muna um tveggja sólarhringa samfellda skemmtun. Hafnarsvæðið er geysi- stórt og þar losa og ferma um 14.000 skip árlega um það bil 60 milljónum tonna af hvers kyns varningi. Enn eitt er það sem vert er að minnast á í stuttri grein og það er Hagenbecks-dýragarðurinn í Ham- borg. Hann er einn sá stærsti í einka- eign í heiminum, 27 hektarar að stærð. í honum eru 2100 dýr, 360 teg- undir. Það veitir ekkert af heilum degi til þess að skoða allt það sem fyrir augu ber á þessum stað. Að kvöldi er hægt að fá sér áð borða á veitingahúsi á staðnum. Að því búnu hefst hin æsilega „frumskógamótt" þar sem limbódansarar, eldgleypar og fakírar sýna hstir sínar undir seiðandi hljómhst. Ekki má skilja við borgina án þess að reka nefið inn í St. Pauli hverfið. Það hefur lengi verið eitt frægasta skemmtihverfi veraldar og er sagt að þar þekkist ekki nein takmörk. Þar ægir .öllu saman, spilasölum, næturklúbbum af öllum gerðum, vændishúsum, kabarettum, böram, sjómannakrám og öðru því sem þyk- ir heyra til æsilegs næturlífs. Þama munu vera um 450 skemmtistaðir. sem er dágóður fjöldi í einu einasta borgarhverfi. Raunar segja nú sumir að hverfið það ama sé ekki orðið svipur hjá sjón því borgaryfirvöld stefna að breytingum'á því þannig að menning og hstir haldi innreið sína í það. Er sú uppbygging þegar hafin og meðal annars er nú þama myndarlegt leikhús þar sem sýndur er hinn frægi söngleikur Cats. Engu að síður má sjá vændiskonurnar kúra í portum og afkimum og bíða viðskiptavina. Það má því segja að í St. Pauli sé að finna sitt af hveiju tagi og er lærdómsríkt að ganga um hverfið þótt um hábjartan daginn sé. Verslað undir þaki Ótölulegur fjöldi verslana er í Hamborg. Auk hinna hefðbundnu stórverslana, svo sem Karstadt, C&A og fleiri slíkra, era fjöldamargar sér- verslanir sem selja vörar af öllum mögulegum tegundum. Á að minnsta kosti sjö svæðum er hægt að stunda „búðaráp undir þaki“ því byggt hef- ur verið yfir hehu göturnar. Þar eru Royal Cristina er spánnýtt íbúðahótel í hótelkeðj- unni sem ferðaskrifstofan Atlantik hefur skipt við á Mallorka í áraraðir. Veija má eftir þörfum milli íbúða og stúdíóa. Stutt er á góða veitingastaði í nágrenninu og það tekur ekki langan tíma að fara inn til Palma til þess að versla eða reika um. OTCtXVTMC FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388 - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.