Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Qupperneq 4
34 . t; ' Í : ..... MANUDAGUR 25. MARS 1991. Ferðir * Stórkostleg sólarströnd og sögufrægir staðir Rimini á Ítalíu - vinningur í áskriftargetraun DV: Fegurstu strendur ítaliu eru við Adríahafið. Rimini er einn elsti sumarleyfls- staðurinn við Adríahafið. Strand- lengjan er geysivíðfeðm og áfanga- staðir Samvinnuferða-Landsýnar eru við Riccione og Portoverde en vegalengdin milli þessara tveggja staða er 5 km. Frá Riccione er að- eins 10 km til Rimini og strætó er innan seilingar. Ströndin er marg- ar mílur að lengd og sums staðar rúmir 300 metrar að breidd. Hreinn sjórinn og aflíðandi strendumar gera þennan sumarleyfisstað kjör- inn fyrir barnaljölskyldur. Kynslóð eftir kynslóð hefur eytt sumarleyfi sínu á þessum veður- sæla stað. Þess vegna er allt við höndina sem þarf - góðir veitinga- staðir, tryllingsleg diskótek og lítil, hugguieg útikafFihús. Fiskur, minnis- merki og tíska Rimini má eiginlega skipta í tvennt, strönd meö hótelklösum og bæ sem á sér langa sögu. Gamli bæjarhlutinn er auðveldur yfir- ferðar, einkanlega vegna þess að .sumir hlutar eru lokaðir bílaum- ferð vegna þrengsla. Verið samt á verði - hjólreiðamenn geta valdið usla. Rimini er líka fiskimannabær og á hverjum degi má sjá iðandi mannlíf á bryggjunum þegar sjó- mennirnir landa úr bátunum. Á dögum Rómverja var Rimini kölluð Ariminium. Þetta var hern- aðarlega og póhtískt mikilvægur staður en lá hann í alfaraleið til Rómar. Stórkostlegasta minnis- merki uppgangstíma rómverska heimsveldisins er Sigurboginn sem gerður er úr hvítum steini og reist- ur til heiðurs Ágústusi keisara árið 27 e. kr. Rimini á sér 2000 ára sögu að baki og hefur átt veigamiklu hlut- verki að gegna í framþróun Ítalíu. Borgin varð illa úti í loftárásum í síðari heimsstyrjöldinni og var síð- an hertekin af bandamönnum áriö 1944. Margir sögurfrægir staðir eru í bænum innan um fjölfarnar versl- unargötur. Aðalverslunargatan er Corso Di Augusto sem tengist gömlu torgi frá tímum Rómverja. Italir hafa löngum verið þekktir fyrir afar góða fatahönnun auk arkitektúrs og húsgagnagerðar. Áhugafólk um falleg, góð fót og glæsilega muni kemst hér í feitt því urmull er af góðum verslunum sem selja fatnað og fylgihluti eftir meista Armani, Versaca, Gucci, Missoni og Enrico Coveri. Skemmtigaróar og Páfagarður Nálægt strandsvæðinu eru tveir stórir skemmtigarðar sem börnum þykir sérstaklega gaman af. Annar er Viserba en hann er smækkuð mynd af Ítalíu og frægustu minnis- merkjunum. Hinn er Fiabilandia við Rivazzurra sem er nokkurs konar Disney-iand með öllu sem tilheyrir. Eins og kom fram hér að ofan liggur Rimini í alfaraleið. Stutt er því til sögufrægustu staöa Ítalíu og í nálægð eru helstu menningarset- ur heims. í boði er þriggja daga ferö til Róm- ar. Ferðalangar skoða Páfagarðinn, SixtínskU kapelluna, Péturstorgið, Panthenonhofiö, Forum Romanum og Colosseumleikhúsið. Önnur sögufræg borg sem hægt er að heimsækja er Feneyjar en í hugum margra eru Feneyjar sveip- aðar töfraljóma þar sem skiptast á öngstræti, síki og sökkvandi hús. Farið er í gondólasiglingu um síkin, Markúsarkirkja og -torg er skoðað og farið í glerverksmiðju þar sem hinn heimsfrægi Feneyjarkristall er framleiddur. List og útsýni Flórens er fræg fyrir listir og menningu. Hér liföu og störfuðu Michelangelo og Galileo Gahlei. Dvergríkið San Marino er í fjöll- unum fyrir ofan Riministrönd. Þetta er elsta en jafnframt minnsta lýðveldi í heimi. Hátt uppi í hlíðun- um opnast stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi héruö og Adríahafs- ströndina. Af öllu framansögðu má vera ljóst að hinn heppni áskrifandi sem fær Riminiferð frá Samvinnuferð- um-Landsýn á fyrir höndum ævin- týralegar vikur á Ítalíu. Þann 17. maí verður dregið um Riminiferð- ina með Samvinnuferðum-Land- sýn óg þeir sem þá eru áskrifendur eiga möguleika á þessum stórkost- lega vinningi. -JJ Benidorm — páskaferð 27. mars - 2 vikur Kr 49.900 Barnaafsláttur 2ja-12 ára kr. 15.600 Sjáumst! a mann 2 í íbúð Verðið iækkar ef fleiri eru saman í íbúð FERÐASKRIFSTOFA REYKIAVÍKUR m AÐALSTRÆTI16 SlMI 91-621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.