Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 5
20
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
21
Hugleikur sýnir:
Sagan um Svein
sáluga Sveinsson
Ahugaleikfélagiö Hugleikur sýnir
nú oíleikinn Söguna um Svein sáluga
Sveinsson í Spjör og samsveitunga
hans eftir þær Önnu Kristínu Krist-
jánsdóttur og Unni Guttormsdóttur.
Tónlist og söngtextar eru eftir Árna
Hjartarson. Leikstjóri er Bjami Ingv-
arsson.
Síðustu sýningar á leikritinu eru
laugardaginn 6. apríl og mánudaginn
8. apríl klukkan 20.30. Sýnt er að
Brautarholti 8.
Elias B. Halldórsson opnar á morg-
un sýningu á olíumálverkum og tré-
ristum.
Listhúsið, Vesturgötu 17:
Olíumálverk
og tréristur
Elías B. Halldórsson opnar sýningu
á olíumálverkum og tréristum í List-
húsinu, Vesturgötu 17, á morgun,
laugardaginn 6. apríl.
Sýningin veröur opin alla daga frá
klukkan 14 til 18.
Ámes:
Málverk
Jóhanns
Briem
Um páskana var opnuð sýning á
málverkum eftir Jóhann Briem list-
málara sem er nýlátinn.
Á sýningunni eru yfir 30 verk frá
ýmsum tímum og sum hafa aldrei
komið fyrir almenningssjónir áður
þar sem þau eru ýmist í einkaeign
eða fengin úr vinnustofu málarans.
Önnur eru frá Listasafni íslands,
Landsbankanum, Búnaðarbankan-
um, Eimskip, ASÍ og fleiri stofnun-
um.
Það var dóttir Jóhanns, Katrín Bri-
em og fjölskylda hennar, sem ásamt
Sigurði Árnasyni málara hafa haft
veg og vanda af vali mynda á sýning-
una. Þá hafa þau annast umsjón upp-
setningar sýningarinnar í Árnesi.
M-nefnd uppsveita Árnessýslu hefur
annars séð um framkvæmdir í
tengslum við sýninguna.
Sýningin er opin frá klukkan 14-22
og lýkur sunnudaginn 7. apríl.
Gallerí B12:
Ellefta einkasýning Ásgeirs
Þessa dagana heldur Ásgeir Lárusson sýningu í Gállerí B12 á tíu myndum
sem eru unnar meö kvaslitum. B12 er nýtt gallerí sem var opnað í febriiar.
Galleríið er staösett að Baldursgötu 12, Nönnugötumegin.
Þetta er ellefta einkasýning Ásgeirs Lárussonar og hefur hann einnig tekið
þátt í mörgum samsýningum. Sýningin stendur til 14. apríl og er opin dag-
lega milli kl. 14-18.
■
v |
Þær Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari halda tónleika í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar næstkomandi laugardag.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Óbó- og píanótónleikar
Þær Hólmfríður Þóroddsdóttir
óbóleikari og Sólveig Anna Jóns-
dóttir píanóleikari ætla að halda tón-
leika í Listasafni Sigurjóns Ólafsson-
ar laugardaginn 6. apríl klukkan 17.
Á efnisskránni verða verk eftir
Bach, Doráti, Dutilleux, Lalliet, Niel-
sen, Schumann og Telemann.
Hólmfríður og Sólveig eru báðar
frá Akureyri og útskrifuðust frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík með ein-
leikarapróf. Hólmfríður stundar nú
nám í Guildhall School of Music and
Drama í London og mun útskrifast
þaðan í sumar sem Associate of
Music en Sólveig starfar sem kenn-
ari og píanóleikari á höfuöborgar-
svæðinu.
Eggert Pétursson í Nýlistasafninu
Eggert Pétursson opnar sýningu í
Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b, á morg-
un, laugardaginn 6. apríl, klukkan 15.
Sýningin er í öllum sölum safnsins
og á henni eru málverk og Ijósmynd-
ir auk verks á gólfi stærsta salarins.
Verkin eru öll unnin með sali Ný-
iistasafnsins í huga.
Eggert nam við Myndlistarskólana
í Reykjavík og síðan við Jan van
Eyck Academie í Hollandi þar sem
hann lauk námi 1981. Á síðastliðnum
tíu árum hefur hann oftsinnis sýnt
hér á landi og á samsýningum er-
lendis.
Eggert fæst aðallega við gerð mál-
verka sem unnin eru með tilliti til
þess rýmis sem hann sýnir í hverju
sinni.
Eggert hefur kennt við Myndlista-
og handíöaskóla íslands frá 1985 og
unnið myndskreytingar við ýmis rit
um náttúru íslands.
Sýningin er opin frá klukkan 14-18
alla daga og stendur til 21. apríl.
Damgaard-trióið frá Danmörku spilar á tónleikum Kammermúsikklúbbsins
í Bústaðakirkju á sunnudag.
Kammermúsíkklúbb-
urinn með tónleika
í Bústaðakirkju
Ásmundarsalur:
Myndverkúrull
Anna Þóra Karlsdóttir opnar á
morgun sýningu á myndverkum úr
ull i Ásmundarsal.
Fimmtu tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins á starfsárinu 1990-1991
verða haidnir í Bústaðakirkju á
sunnudaginn klukkan 20.30.
Á efnisskránni verða verk eftir
Mozart, Bentzon og Dvorák. Flytj-
endur eru Damgaard-tríóið frá Dan-
mörku sem skipa John Damgaard á
píanó, Elisabeth Zeuthen-Schneider
á fiðlu og Ulrikke Host-Madsen á
knéfiðlu.
Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýn-
ingu á verkum sínum í Ásmundarsai
við Freyjugötu á morgun, laugardag-
inn 6. apríl, klukkan 15.00.
Á sýningunni eru myndverk úr
ull, gerð með þæfingu og vaxi (bat-
ik). Þetta er önnur einkasýning Önnu
Þóru en hún hefur tekið þátt í mörg-
um samsýningum heima og annars
staðar á Norðurlöndunum.
Anna Þóra stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1963-1967 og lauk þaðan teiknikenn-
araprófi. Síðan hefur hún stundað
framhaldsnám við Konstíackskolan
í Stokkhólmi.
Sýning Önnu Þóru í Ásmundarsal
verður opin frá klukkan 15-18 dag-
lega og lýkur henni 14.
M-hátíð í Hveragerði
Kristján Einaissan, DV, Selfossi:
Framlag Hvergerðinga til M-hátíð-
arinnar á Suöurlandi er fjölbreytt.
Setningarathöfn hátíðarinnar hefst á
morgun, laugardaginn 6. apríl, í
grunnskólanum með ávarpi Svavars
Gestssonar menntamálaráðherra. Þá
fer fram ljóðalestur og söngur.
Hestamenn úr Hestamannafélag-
inu Ljúfum munu koma ríðandi til
setningarathafnarinnar í búningum
frá gamalli tíð og konur koma ríð-
andi í söðlum. Listmálarar í bænum
veröa með sýningu á verkum sínum
í grunnskólanum.
Að vísu hafa Hvergerðingar þjóf-
startað M-hátíðinni með sýningum
leikfélagsins á Manni og konu en
leikritið er framlag leikfélagsins til
hátíðarinnar.
í kvöld, föstudagskvöld, verða
haldnir djasstónleikar í Hótel Örk
þar sem Tríó Guðmundar Ingólfsson-
ar spilar. Þeir tónleikar hefjast
klukkan 21.00. Á morgun, laugar- •
dagskvöld, munu unglingahljóm-
sveitir viða af Suðurlandi efna til
rokktónleika í Tívoliinu.
Sunnudaginn 7. apríl munu félagar
úr Fornbílaklúbbi Reykjavíkur
koma akandi frá Reykjavík klukkan
13.00 en þá verða einnig sýningar á
Manni og konu. Einnig munu skátar
sýna ýmsa muni úr safni sínu og
málverkasýningar ná hápunkti
þennan lokadag.
Messur
Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Fermingarguðsþjónusta kl. 14, altaris-
ganga. Organleikari Jón Mýrdal. Mið-
vikudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Fermingarguðsþjónusta og altarisganga
kl. 14. Ami Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjónusta
kl. 11. Fermingarguðsþjónusta með altar-
isgöngu kl. 13.30. Organisti Daníel Jónas-
son. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl.
18.30. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta í
Bústöðum kl. 11. Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Fermingar-
messa kl. 10.30. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Sr. Pálmi. Matthíasson.
Digranesprestakall: Barnasamkoma í
safnaöarheimilinu við Bjarnhólastíg kl.
111 Fermingarguðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Kl. 11. Ferming og altaris-
ganga. Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Barnasam-
koma í safnaðaheimilinu á sama tíma.
Prestarnir. Kl. 17. Síðdegismessa. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Miövikudagur: Há-
degisbænir í kirkjunni kl. 12.15.
Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Umsjón Jóhanna Guðjóns-
dóttir. Kl. 14. Ferming og altarisganga.
Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Organisti Guðný M. Magnúsdóttir.
Þriðjudagur: Fyrirbænir í Fella- og Hóla-
kirkju kl. 14. Miðvikudagur: Guðsþjón-
usta kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skil-
yrða“. Stjórnandi Þorvaldur Halldórs-
son. Fimmtudagur: Helgistund fyriraldr-
aða í Gerðubergi kl. 10 f.h. Sóknarprestar.
Fríkirkjan i Reykjavík: Gúðsþjónusta
kl. 11.00. Athugið tímann. Auöur Gunn-
arsdóttir syngur einsöng, Ilka Petrova
Benkova leikur á flautu. Orgelleikari
Violeta Smid. Miðvikudagur kl. 7.30:
Morgunandakt. Kirkjan er opin í hádeg-
inu virka daga. Cecil Haraldsson.
Grafarvogsprestakall, messuheimili
Grafarvogssóknar, félagsmiðstöðinni
Fjörgyh: Barna- og fjölskyldumessa kl.
11, Valgerður, Katrín, Hjörtur og Rúna
aðstoða. Skólabíllinn fer frá Húsahverfi
kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi.
Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sr. Vigfús
Þór Amason.
Grensáskirkja: Barnastarfið kl. 11. Ef
veður verður gott verður fariö niður að
Tjörn, sungiö og öndunum gefið. Ferm-
ingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Altaris-
ganga. Organisti Árni Arinbjarnarson.
Hallgrímskirkja: Fermingarguðsþjón-
usta kl. 11. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúkum.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
Hóteigsirkja: Bamastarf: Fariö verður í
stutta ferð með börnin frá kirkjunni kl.
11. Ferming kl. 10.30 og kl. 13.30. Kvöld-
bænir og fyrirbænir em í kirkjunni á
miðvikudögum kl. 18. Sóknarnefndin.
Hjallaprestakall: MeSSUSalur Hjalla-
sóknar, Digranesskóla. Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Allir velkomnir. Sr.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Kársnesprestakall: Barnastarf í safnaö-
arheimilinu Borgum sunnudag kl. 11.
Fermingarmessa í Kópavogskirkju kl.
10.30. Organisti Guðmundur Gilsson.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands
biskups: Óskastund barnanna, söngur,
sögur, leikir. Þór Hauksson guðfræðing-
ur og Jón Stefánsson annast stundina.
Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. Prestur
sr. Siguröur Haukur Guðjónsson. Organ-
isti Jón Stefánsson. Sóknamefndin.
Laugarneskirkja: Guðþjónusta kl. 11.
Bamastarf á sama tíma. Heitt á könn-
unni eftir guösþjónustuna. Messa kl.
13.30, ferming og altarisganga. Fimmtu-
dagur: Kyrrðarstund í hádeginu. Orgel-
leikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknar-
prestur.
Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Um-
sjón Sigríður Óladóttir. Ferming kl. 11.
Sr. Frank M. Halldórsson, sr. Guðmund-
ur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Orgel-
og kórstjóm Reynir Jónasson. Miðviku-
dagur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
Seljakirkja: Laugardagur: Bamaguðs-
þjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Ferm-
ingarguðsþjónusta kl. 10.30 og kl. 14. Org-
anisti Kjartan Siguijónsson. Sóknar-
prestur.
Seltjarnarneskirkja: Fjölskyldumessa
kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir. Bamastarf á sama tíma í umsjón
Kristínar Þómnnar Tómasdóttur og
Eimýjar Ásgeirsdóttur.
Frikirkjan Hafnarfirði: Bamasamkoma
kl. 11. Einar Eyjólfsson.
Grindavíkurkirkja: Ferming kl. 13.30.
Kór Grindavíkurkirkju syngur. Organ-
isti Siguróli Geirsson. Sóknarprestur.
Kirkjuvogskirkja: Ferming kl. 10.30. Kór
Grindavíkurkirkju syngur. Organisti
Siguróli Geirsson. Sóknarnefndin.
Keflavikurkirkja: Fermingarguðsþjón-
usta kl. 10.30 og 14. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti Einar Öm Einarsson.
Sóknarprestur.
Tilkyimingar
Kvikmynd um bernskuár
Gagarins sýnd í MÍR
Sunnudaginn 7. apríi kl. 16 verður sov-
éska kvikmyndin, Þannig hófst goðsögn-
in, sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd-
in fjallar um bernskuár Júrí Gagarin
geimfara á dögum síðari heimsstyrjald-
arinnar. Áhugi hans á flugi og flugvélum
vaknaði þá, einkum eftir að hann, ungur
drengurinn, varð vitni að nauðlendingu
herflugvélar í nágrenni heimilis síns.
Myndin er með skýringartextum á
ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill. Kvikmyndin, Þannig hófst goð-
sögnin, er nú sýnd í tilefni þess að hinn
12. apríl nk. verða liðin rétt 30 ár frá því
að Júrí Gagarin fór fyrstur manna í geim-
ferð umhverfis jörðu.
Sýningi íGunnarssal
framlengd
Samsýning Dóslu (Hjördís Bergsdóttir)
og Þórdísar Árnadóttur er framlengd um
einn dag. Verður sýningin opin á laugar-
dag, 6. apríl, frá kl. 14-18 í Gunnarssal,
Þernunesi 4, Arnarnesi, Garðabæ.
íslandsmeistarakeppni
þarna í ,,freestyle“-dansi
íslandsmeistarakeppni 10-12 ára barna í
„freestyle"-dansi verður haldin laugar-
daginn 6. apríl kl. 14 og kostar 200 krónur
inn. Mikill áhugi er á þessari keppni og
em um 20 hópar og 24 einstaklingar
skráðir. Keppt verður um titilinn Íslands-
meistarar í „freestyle“-dansi 10-12 ára
1991.
Kynningardagur Iðnskólans
Iðnskóladagur, hinn árlegi kynningar-
dagur Iðnskólans í Reykjavík, verður
sunr.udaginn 7. apríl nk. Allar verklegar
deildir verða til sýnis og nemendur að
störfum við Qölbreytileg verkefni sem
eru dæmigerö fyrir nám í löggiltum iðn-
greinum. Skólinn verður opinn frá kl.
13-17 og munu nemendur og kennarar
leiðbeina gestum um skólahúsið og svara
spurningum um námiö ög tilhögun þess.
Ungt fólk og aðstandendur þess eru hvött
til þess að koma og kynna sér námsmögu-
leika í skólanum. Sumarhús, sem nem-
endur hafa smíöaö, verður til sýnis og
sölu. Kaffihlaðborð verður til reiðu fyrir
þá sem koma í heimsókn þennan dag.
Kvennalistinn fyrr og nú
Laugardagskaffi Kvennalistans veröur á
morgun, 6. apríl, kl. 10.30 aö Laugavegi
17, 2. hæð. „Kvennalistinn fyrr og nú.“
Hafa forsendur þess að bjóða fram
kvennalista breyst síðan 1980? Hafa að-
stæður kvenna í íslensku þjóðfélagi
breyst síðan þá? Hvaða áhrif hefur
Kvennalistinn haft á framboð sitt? Sigríð-
ur Dúna Kristmundsdóttir rabbar um
þessar spumingar í laugardagskaffi
Kvennalistans.
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúö,
Skeifunni 17. Fyrsti dagur í þriggja daga
keppni. Allir velkomnir.
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist verður sunnudaginn 7. apríl
kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Allir velkomnir.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð-
ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg
4 kl. 10. Nú leggur gangan af stað frá
Fannborg 4 - litla húsinu á móti Félags-
heimilinu. Gengið inn um endann. At-
hugiö breyttan stað. Nýlagað molakaffi.
Þjóðþrif með söfnunar-
átak á laugardag
Þjóðþrif, sem er samstarfsfyrirtæki
skáta, Hjálparsveita skáta og Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, verða með sér-
stakt söfnunarátak nk. laugardag á gos-
drykkja- og ölumbúðum á höfuöborgar-
svæðinu. Fólk getur hringt í síma 23190
eða 621390 milli kl. 11 og 15 á laugardag
og fengiö þannig skátana heim til að
sækja umbúðirnar. Fólk getur þá losað
sig við tómar umbúðir nú eftir hátíðimar
um leiö og það leggur fé til mikilvægrar
góðgeröarstarfsemi. Þjóöþrif vilja enn-
fremur minna á dósakúlumar sem em
víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.
Dagskrá í Norræna húsinu
um Henrik ibsen og Pétur
Gaut
Laugardaginn 6. apríl kl. 16 verður dag-
skrá í fundarsal Norræna hússins þar
sem fjallað verður um norska skáldjöfur-
inn Henrik Ibsen og leikrit hans um Pét-
ur Gaut. Það er Reykjavíkurdeild Nor-
ræna hússins, Nordmannslaget og Nor-
ræna húsið sem standa að dagskránni.
Guðlaugur Þorvaldsson, formaður Nor-
ræna félagsins í Reykjavík, býöur gesti
velkomna. Þórhildur Þorleifsdóttir leik-
stjóri segir frá leikgerð Péturs Gauts og
Arnar Jónsson og nokkrir leikarar Þjóð-
leikhússins flytja valda kafla úr leikrit-
inu. Þá flytur Norðmaðurinn Arild Haa-
land fyrirlestur um Henrik Ibsen og leik-
rit hans. Allir em velkomnir á dag-
skrána.
Árshátíð Grikklandsvina
Grikklandsvinafélagið Hellas heldur árs-
hátíð sína í kvöld, fóstudagskvöld, kl.
20.30 í Sportklúbbnum, Borgartúni 32, 3.
hæð. Á boðstólum verður grískt hlaðborð
meö margvíslegum krásum. Gestur
kvöldsins veröur Friðrik Þórðarson, há-
skólakennari í Ósló, sem er staddur hér
á landi. Karl Guömundsson, leikari og
þýöandi, mun flytja kafla úr þýðingu
sinni á Skýjunum eftir Aristófanes. Einn-
ig kemur ffam nýstofnuö hljómsveit sem
flytur gríska tónlist. Loks gefst mönnum
kostur á að taka þátt í grískum hópdansi
undir stjóm Hafdisar Ámadóttur dans-
kennara. Verð fyrir matargesti er kr.
2.500 og miðapantanir í símum 624588,
Sportklúbburinn, og 21749, Kristján Ara-
son, en samkoman er öllum opin.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag í Risinu: frá kl. 13, frjáls
spilamennska, kl. 15 verður Sjálfstæðis-
flokkurinn með framboðsfund í Risinu.
Ferðalög
Útivist um helgina
Póstgangan, 7. áfangi
Vötn - Arfadalsvík
Gengið verður frá Vötnum á Hafnaheiði,
þar sem gamla Básendaleiðin lá, og yfir
á Arnarstíg við Klifiö. Síöan verður hald-
ið eftir Arnarstíg suður í Arfdalavík. í
leiðinni verður skoðuð merkileg eldstöð
viö Þórðarfell. Göngukortin verða
stimpluð í Grindavík. Brottfór í árdegis-
ferðina er kl. 10.30, í síðdegisferðina, sem
sameinast morgunferðinni við Súlur, kl.
13. í tengslum við síðdegisferðina verður
einnig hægt að fara lengra með rútunni
og hefja gönguna í Eldvörpum og er það
kjörin vegalengd fyrir fjölskyldur sem
eru að bytja í gönguferðum. Allir eru
velkomnir í Útivistarferðirnar. Frítt fyrir
börn yngri en sextan ára.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 7. apríl kl. 13
1. Stampar - Maríuhöfn.
Skemmtileg strandganga i Hvalfirði.
Minjar um kauphöfn frá kl. 14. (Maríu-
höl'n Búðasandur). Tilvalin fjölskyldu-
ferð. Verð 1.000.
2. Skiðaganga: Bláfjöll - Þrengsli
Ekið að þjónustumiðstöðinni og gengið
þaöan í Þrengsli. Verð kr. 1.100. Frítt í
ferðirnar fyrir börn með fullorðnum.
Brottfór frá Umferöarmiðstöðinm, aust-
anmegin. Farmiðar við bíl. Næsta
myndakvöld verður miðvikudaginn 10.
apríl. Raðganga FÍ 1991. Gönguferð um
gosbeltiö hefst 14. apríl. Muniö námskeiö
í myndatökum með myndbandi 11., 13.
og 14. apríl.
Tórúeikar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
heldur tónleika í Hafnarborg laugardag-
inn 6. apríl kl. 17. Á dagskrá eru létt og
áheyrileg verk eftir ýmsa höfunda, s.s.
Jón Leifs, Gershwin og fl. Stjórnandi er
Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Gunnar og Jónas hjá
Tónlistarfélaginu
Laugardaginn 6. apríl munu þeir Gunnar
Guðbjömsson tenórsöngvari og Jónas
Ingimundarson píanóleikari halda tón-
leika í íslensku óperunni á vegum Tón-
listarfélagsins og heíjast þeir kl. 14.30. Á
efnisskránni mun Gunnar syngja Dicht-
erhebe eftir Schumann ðg lög eftir Bizet,
Gounod, Fauré, Hahn og Sibelius. Miða-
sala er í íslensku ópemnni.
Fyrirlestrar
Félag áhugamanna
um heimspeki
Laugardaginn 6. apríl kl. 14.30 flytja tveir
danskir fræðimenn fyrirlestra í boði Fé-
lags áhugamanna um heimspeki og heim-
spekideildar Háskóla íslands í stofu 101
í Lögbergi. Dr. Johnny Christensen, próf-
essor í klassískum fræðum við háskólann
í Kaupmannahöfn, flytur fyrirlestur um
rómverska heimspekinginn Cicero sem
lagði grundvöll að notkun hugtaka í
heimspeki Vesturlanda, og nefnist hann
„Cicero and philosophical terminology".
Dr. Birger Munk Olsen, prófessor í mið-
aldafræðum við háskólann í Kaup-
mannahöfn, flytur fyrirlestur sem nefn-
ist „Cicero in the Middle Ages“ og fjallar
um áhrif Ciceros á miðöldum. Fyrirlestr-
arnir verða fluttir á ensku og em öllum
opnir.
Háskólafyrirlestur
Friðrik Þórðarson, dósent í klassískum
málum við Oslóarháskóla, flytur opin-
beran fyrirlestur á vegum félagsvísinda-
deildar mánudaginn 8. apríl kl. 17.15 í
stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist
„Hrossvigsla - greftrunarsiðir í Norður-
Kákasus". Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Fyrirlestur um sögu
og gerð steinþrykkja
Lars Kohler, forstöðumaður U.M. grafík-
verkstæðisins í Kaupmannahöfn, heldur
fyrirlestur í Norræna húsinu mánudag-
inn 8. apríl kl. 20.30. Fyrirlesturinn fjallar
um sögu og gerð steinþrykkja. Lars Kohl-
er mun útlista þessa aðferð og sýna video-
mynd þar sem hinn kunni danski málari
Mogens Andersen er að vinna að einu
verka sinna á verkstæðinu. Þessi fyrir-
lestur er haldinn í samráði viö Listasal-
inn Nýhöfn í tengslum við „Danska vor-
daga 1991“. Laugardaginn 13. apríl verð-
ur svo opnuð grafíksýning frá U.M. verk-
stæðinu í Nýhöfn.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7
Art-Hún hópurinn sýnir skúlptúrverk,
grafik og myndir, unnar í kol, pastel og
oliu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl
7. Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar
kl. 14-18.
Árbæjarsafn
sími 84412
Safnið er opið eftir samkomulagi fyrir
hópa frá því í október og fram i maí.
Safnkennari tekur á móti skólabörnum.
Upplýsingar í síma 84412.
SVÆÐISSTJÓRN
MÁLEFNA FATLAÐRA
NORÐURLANDI EYSTRA
Fóstrur - þroskaþjálfar - félagsráðgjafar
Við Ráðgjafar- og greiningardeild Svæðisstjórnar eru
lausar til umsóknar þessar stöður:
Félagsráðgjafi
Forstöðumaður leikfangasafns
Við erum að leita að fólki sem hefur áhuga á að vinna
að þjónustu við fatlaða og aðstandendur þeirra.
Störfin eru fjölbreytt og fela m.a. í sér ráðgjöf, fræðslu
og stefnumótandi vinnu. Nauðsynlegt er að þessir
starfsmenn geti unnið sjálfstætt en séu einnig tilbún-
ir að taka þátt í samstarfi í þverfaglegu teymi og við
aðrar þjónustustofnanir.
Skriflegar umsóknir, er greini frá menntun og starfs-
reynslu, sendist til skrifstofu Svæðisstjórnar, Stór-
holti 1, 600 Akureyri, fyrir 20. apríl nk.
Allar nánari upplýsingar veitir Gyða Haraldsdóttir,
forstöðumaður Ráðgjafar- og greiningardeildar, í
síma 96-26960
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Til sölu
( samráði við veðhafa eru eftirtaldar eignir þrotabús
Árvíkur hf., Borgarbraut 18, Grundarfirði, til sölu:
Fasteignir: Iðnaðarhúsnæði, 237 m2, að Borgarbraut
16, Grundarfirði, og skrifstofuhúsnæði, 60 m2, að
Borgarbraut 18, Grundarfirði.
Lausafé: Plötusax, Victor Berg, rafsuðuvélar, skrúf-
stykki, smergill, affelgunarútbúnaður, bútsög, log-
suðutæki, bandsög, slípirokkar, slöngupressa og
skurðhnífur, snittvél, háþrýstidæla, dekkjavél, loft-
pressa, lagerar, skrifborð, hillur, peningakassi, ritvél,
stimpilklukka o.fl. skrifstofuáhöld ásamt fleiri hlutum
sem varða rekstur vélsmiðju.
Eignirnar verða til sýnis sunnudaginn 7. apríl 1991
frá kl. 14.00-16.00.
Tilboð sendist undirrituðum, sem veitir nánari upp-
lýsingar, fyrir 30. þ.m.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Logi Egilsson hdl., bústjóri,
Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
Sími 91-656688
Auglýsing
um styrki og lán til þýðinga
á erlendum bókmenntum.
Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr.
638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að
lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra
erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu
útgefendur nota til þýðingarlauna.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum
gæðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1991 nemur
6.060.000 krónum.
Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum
fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa bor-
ist ráðuneytinu fyrir 25. apríl nk.
Reykjavík, 3. apríl 1991
Menntamálaráðuneytið
mi