Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 1
3f
Nemendaleikhúsið:
Dampskipið ísland á fjalimar
Dampskipiö ísland er heiti á nýju
leikriti eftir Kjartan Ragnarsson sem
hann skrifaöi fyrir Nemendaleik-
húsið. Frumsýning veröur í Borgar-
leikhúsinu á sunnudagskvöld kl.
20.00. Þetta er síðasta verkefni Nem-
endaleikhússins í ár því í lok maí
munu nemendurnir, alls átta talsins,
útskrifast sem fullgildir leikarar.
Höfundur er jafnframt leikstjóri.
Eins og nafn verksins gefur til
kynna gerist verkiö um borö í skipi
sem kom til landsins eftir fyrri
heimsstyrjöldina. Um borð lendir
ólíkt fólk óvænt í návígi og leyndar-
mál brjótast á óþægilegan hátt upp á
yfirborð'ð.
Höfundur leikmyndar er Grétar
Reynisson en hann hannar einnig
búninga ásamt Stefaníu Adólfsdótt-
in-. Tónlist er í höndum Egils Ólafs-
sonar en hann leikur, syngur og
dansar í sýningunni. Aðrir gestaleik-
arar eru Anna S. Einarsdóttir og
Guðný Helgadóttir. Hönnuður lýs-
ingar er Lárus Björnsson en starfs-
menn Leikfélags Reykjavíkur sjá um
smíðavinnu.
Sýning Nemendaleikhússins verð-
ur á stóra sviði Borgarleikhússins.
Sviðið verður nýtt á nýstárlegan hátt
og verður því lokað frá hinum hefð-
bundna áhorfendasal. Áhorfendur
sitja því umhverfis sviðið á hliðar-
og baksviði og gefst kostur á að sjá
leikhúsið frá öðru sjónarhorni.
Leikarar í Nemendaleikhúsinu í Dampskipinu íslandi.
Stúdentaleik-
húsið
endurreist
Stúdentaleikhúsið hefur tekið til starfa á ný eftir
nokkurra ára hlé en endurreisnin er afrakstur nám-
skeiös sem haldið var í haust. Verkefni Stúdentaleik-
hússins í ár er þrír nýir, íslenskir einþáttungar. Höf-
undar eru jafnmargir og eru það Melkorka Thekla Ól-
afsdóttir, Sindri Freysson og Bergljót Arnalds. Öll hafa
þau áður getið sér gott orð sem ljóðskáld en þetta er
frumraun þeirra í leikhúsi. Um tónlist sér Eyþór Arn-
alds, Jóhann Pálmason og Egill Öm Árnason sjá um
lýsingu en leikstjóri er Asgeir Sigurvaldason. Fjöldi
stúdenta tekur þátt í sýningunni sem leikarar og að-
stoðarmenn.
Sýningafjöldi er takmarkaður en leikritið verður flutt
á sviði Tjamabæjar og er fmmsýning á laugardag kl.
20.00.
Stúdentaleikhúsið er aftur komið á kreik í Tjarnarbæ.
Niels-Henning Örsted Pedersen kroppar bassann i Háskólabiói á sunnudag.
Niels-Henning
til íslands með
dönsku vori
Niels-Henning Örsted Pedersen
heldur tónleika ásamt tríói sínu í
Háskólabíói á sunnudag. Það er Jazz-
vakning sem stendur fyrir komu
hans í tilefni af því að hann hlaut
tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í
febrúar síðasthðnum, fyrstur djass-
leikara.
Þetta er áttunda heimsókn Niels-
Hennings til íslands. Hann fagnar
hverju tækifæri sem hann fær til að
heimsækja okkur enda kynntist
hann íslendingasögunum ungur og
var fenginn til að leika íslenska þjóð-
sönginn 12 ára gamall. Síðan hefur
hann leikið og hljóðritað íslensk
þjóðlög ásamt Ole Kock Hansen.
Meðal verka á efnisskránni í Há-
skólabíói verður verk eftir Gunnar
Reyni Sveinsson, klassísk djasslög,
dönsk þjóðlög og eigin verk, ný og
gömul. Með honum leika Ulf Waken-
ius, en hann er talinn einn fremsti
djassgítarleikarinn af yngri kynslóð-
inni, og bandaríski trommarinn Al-
vin Queen en hann hefur leikið með
mörgum snilhngnum í gegnum tíð-
ina.
Tónleikarnir eru í tengslum við
danska vordaga sem haldnir verða
hér dagana 6.-15. apríl. Á vordögum
verður kvikmyndavika, myndhstar-
sýningar, bóka- og skáldakynningar
og fleiri tónleikar.
|
f
Kammerhljómsveit Akureyrar
minnist Mozarts
Víða um heim er þess nú minnst
að 200 ár eru hðin frá dauða Moz-
arts. Af því tileffni heldur Kamm-
erhljómsveit Akureyrar Mozart-
tónleika i Akureyrarkirkju á
sunnudag kl. 17.00.
Þar mun Kammerhljómsveitin,
skipuð 45 hljóðfæraleikurum, flytja
forleikinn að óperunni Don Gio-
vanni, valin einsöngsatriöi og dú-
etta úr sömu óperu svo og Cosi Fan
Tutte, Brúðkaupi Fígarós og Töfra-
flautunni. Tónleikunum lýkur með
flutningi á g-moll sinfóníunni nr.
40 sem er þekktasta og vinsælasta
sinfónía Mozarts. Hljómsveitar-
stjóri verður Örn Óskarsson en
hann tók viö stjórn Kammerhljóm-
sveitarinnar fyrst í desember síð-
astliðnum.
Einsöngvarar verða þau Berþór
Pálsson barítón og Elín Ósk
Óskarsdóttir sópran. Bergþór hef-
ur nú um jiriggja ára skeið starfað
við óperuna í Kaiserslautern í
Þýskalandi en hann lærði söng við
Indiana-háskólann í Bandaríkjun-
um. Ehn Ósk stundaöi söngnám í
Söngskólanum og framhaldsnám í
Mílanó. Bæði hafa þau sungið Don
Giovanm á sviði, Bergþór í Kaisers-
lautern en Elín við Islensku óper-
una