Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. APRlL 1991.
23
Fjölbreytt íþrótta-
helgi framundan
Helgin, sem nú gengur í garö, er
viðburðarík á sviði íþrótta og eiga
íþróttaáhugamenn örugglega auð-
velt með að finna eitthvað við sitt
hæfi. Landsmótiö á skiðum verður
á ísafirði, handknattleiksmenn
taka upp þráðinn að nýju að af-
loknu páskafríi, úrslit kynnu að
ráðast hverjir verða íslandsmeist-
arar í körfuknattleik og ljóst verð-
ur hvaða lið hreppir bikarmeist-
aratitilinn í handknattleik kvenna.
Og svona mætti halda áfram en við
skulum líta nánar á það hvað verð-
ur á boðstólum um helgina.
Skíðamót íslands á ísafirði
Skíðamót íslands, það 52. í röð-
inni, var sett á ísafirði sl. miðviku-
dag og síðan þá hefur keppnin stað-
ið yfir af fullum krafti. Áætlað er
aö mótinu Ijúki síðdegis á sunnu-
dag og þá fer fnm verðlaunaaf-
hending með pompi og pragt. Eins
og gefur að skiija verða saman-
komnir á þessu móti allir bestu
skíðamenn landsins, aðstæður
kváðu vera með allra besta móti
enda nægur snjór á Seljalandsdal.
Keppendur verða 73, frá Ólafs-
firði, Ákureyri, ísafirði, Reykjavík
og Dalvík. Siglfirðingar verða ekki
með að þessu sinni og er það í
fyrsta skipti sem Siglfirðingar
verða ekki meðal þátttakenda á
Skíðamóti íslands.
LJrslitakeppnin
í handknattleik
Síðari umferð í úrslitakeppni um
íslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik hefst í kvöld með tveimur
leikjum. Stórleikur umferðarinnar
er án efa leikur Eyjamanna og
Valsmanna í Vestmannaeyjum í
kvöld en í fljóti bragði virðast Eyja-
menn þeir einu sem geta stöðvað
sigurgöngu Vals enda heimavöllur
52. skíðalandsmótið verður haldið á Isafirði en mótið byrjaði á fimmtudaginn var. Um helgina verður mikið
um að vera á mótinu en þvi lýkur siðdegis á sunnudag. Keppendur á mótinu verða 73, frá Ólafsfirði, Akur-
eyri, ísafirði, Reykjavik og Dalvík. Siglfirðingar verða ekki með að þessu sinni.
þeirra firnasterkur. Valsmenn
tróna á toppi úrslitakeppninnar
eftir að hafa leikið mjög vel í fyrri
umferðinni. Víkingur, sem er í
öðru sæti, mætir Haukum í Laug-
ardalshöllinni og verða Víkingar
að knýja fram sigur til að veita
Valsmönnum einhverja keppni
áfram. Báðir leikir kvöldsins hefi-
ast klukkan 20.
Á morgun, laugardag, verður
þriðji leikurinn í efri hluta deildar-
innar og leika þá Stjarnan og FH í
Garðabæ klukkan 16.30. Gengi
þessara liða í úrslitakeppninni hef-
ur verið upp og ofan en þó sýnu
verra hjá FH-ingum, sem valdið
hafa stuðningsmönnum sínum
vonbrigðum í úrslitakeppninni.
Viðureignir þessara nágranna hafa
ávallt verið jafnar og verður líklega
ekki breyting á því að þessu sinni.
Bikarúrslit
í handbolta kvenna
Úrslitaleikurinn í bikarkeppni
kvenna verður í Laugardalshöll-
inni á sunnudag og eigast þar við
tvö af sterkustu kvennaliðum
landsins, Fram og Stjarnan. Þessi
félög berjast einnig um íslands-
meistaratitilinn en þau hafa háð
einvígi í allan vetur og hafa stungiö
önnur hð deildarinnar af. Fram og
Stjarnan hafa í vetur nokkrum
sinnum mæst og hafa úrslit ekki
ráðist fyrr en á lokamínútunni.
Tveir leikir verða í neöri hluta
úrslitakeppninnar um helgina.
Grótta og IR leika á Seltjarnarnesi
á laugardag klukkan 16.30 og á
sunnudagskvöldið leika Fram og
KA í Laugardalshölinni klukkan
20.
íslandsmeistarar í
körfu krýndir í morgun?
Njarðvíkingar og Keflvíkingar
leika sinn þriðja leik í Njarðvík á
ánorgun klukkan 16 en sá leikur
. gætið skorið úr um hvert íslands-
meistaratitillinn fer í ár. Njarðvík
vann fyrsta leik liðanna en þegar
þessi orð eru skrifuð hefur annar
leikurinn ekki farið fram. Njarövík
vann fyrsta leikinn með ótrúlegum
yfirburðum og því er á brattann
aö sækja fyrir Keflvíkinga.
íslandsmótið í
karate á Hlíðarenda
íslandsmótið í karate verður í
Valsheimilinu að Hlíðarenda á
laugardag og hefst klukkan 19.15
um kvöldið. Um klukkan 20 er ráð-
gert að úrslitakeppninni hefiist.
-JKS
Sýningar *
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74
í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd
26 verk. Mörg verkanna, sem bæöi eru
unnin í olíu og með vamslitum, eru frá
árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá
Suðurlandi.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýningu á
verkum sinum á morgun kl. 15. Á sýning-
unni eru myndverk úr ull, gerð með
þæfmgu og vaxi (batik). Þetta er önnur
einkasýning Önnu Þóru, en hún hefur
tekið þátt í mörgum samsýningum heima
og annars staðar á Norðurlöndunum.
Sýningin verður opin daglega kl. 15-18
og lýkur henni 14. apríl.
Galleri List
Skipholti
í Gallerí List er komið nýtt, skemmtilegt
og nýstárlegt úrval af listaverkum: hand-
unnið keramik, rakúkeramik, postulín
og gler í glugga, skartgripir, graiik, ein-
þrykk og vatnslitamyndir eftir íslenska
listamenn. Opið kl. 10.30-18.
Gallerí8
Austurstræti 8
Þar stendur yfir sýning á miklu úrvali
listaverka eftir um 60 listamenn: Mynd-
list, leirlist, gler, graflk, skartgripir og
íleira. Ný listaverk í hverri viku. Einnig
verk eldri málara. Opið frá kl. 10-18 alla
daga nema mánudaga kl. 14-18.
Gallefrí Sævars Karls
Bankastræti 9
Þórunn S. Þorgrímsdóttir sýnir málverk.
Þórunn hefur haldið einkasýningar og
tekiö þátt í samsýningum síðan 1979 og
starfað við leikmyndateiknun hjá Þjóö-
leikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og viö
kvikmyndir. Verkin á sýningunni eru
unnin 1988-91, tempera- og olíulitir á lér-
eft. Sýningin stendur til 12. apríl og er
opin á verslunartíma frá kl. 9-18 og 10-1?
á laugardögum.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Björgvin Sigurgeir Haraldsson sýnir
málverk. Sýningin stendur til 14. april
og er opin alla daga nema fóstudaginn
langa kl. 14-19. í Sverrissal stendur yfir
sýning á verkum í eigu safnsins. Sýning-
arsalimir eru opnir kl. 14-19 daglega.
Lokaö þriðjudaga. Kaffistofan er opin kl.
11-19 virka daga og kl. 14-19 um helgar.
En þar eru til sýnis verk eftir tólf hafn-
firska listamenn.
J. Hinriksson
Maritime Museum
Súðarvogi 4 -
Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er
opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku-
daga, funmtudaga, föstudaga og laugar-
daga.
Keramikhúsið, gallerí
v/Faxafen
Sýning á leikaramyndum eftir Halldór
Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18, nema
laugardaga kl. 13-17.
Listasafn Einars Jónssonar
Opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
List inn, Gallerí - innrömmun,
Síðumúla 32
Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál-
ara. Olía, vatnslitir, pastel og grafik. Opið
virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Katel
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda d?er-
lenda Ustamenn, málverk, grafík og leir-
munir.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Á morgun opnar Listmálarafélagið sýn-
ingu í vestursal Kjarvalsstaða. I vestur-
og austurforsal veröur opnuö sýning á
vattstungnum bandarískum teppum,
„Contemporary Quilts". Sýningin er á
vegum Menningarstofnunar Bandarikj-
anna og Menningarmálanefndar Reykja-
vikur. I austursal stendur yfir sýningin
„Kjarval og náttúran" sýning á verkum
eftir J.S. Kjarval úr eigu Reykjavíkur-
borgar. Sýningamar standa til 21. apríl.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11-18
og er veitingabúðin opin á sama tíma.
Listasafn ASÍ
Grensásvegi 16a
Kristin Jónsdóttir frá Munkaþverá sýnir
verk sin í Listasafni ASÍ. Á sýningunni
eru myndverk úr ull, gerð með þæfingu
og blandaðri tækni. Þetta er fimmta
einkasýning Kristínar, en hún hefur
einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum heima og erlendis. Sýningin er
opin daglega kl. 14-19. Henni lýkur
simnudaginn 14. apríl.
Listasafn Háskóla
íslands í Odda
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega
kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Um þessar mundir stendur yfir sýning á
verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4
em sýnd verk eftir íslenska listamenn
og í sal 3 em sýnd grafíkverk. Listasafn-
ið er opið alla daga nema mánudaga kl.
12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga-
stofa safnsins er opin á sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi er nú
til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur-
jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er
opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofá safns-
ins er opin á sama tima. .
Listhús
Yesturgötu 17
Á morgun opnar Elías B. Halldórsson
sýningu á ohumálverkum og tréristum.
Sýningin verður opin alla daga kl. 14-18.
Mokkakaffi
Skólavörðustíg
Tryggvi Árnason sýnir 22 vatnslitamynd-
ir. Sýningin ber yfirskriftina „Vestfirðir
í vatnslitum" og stendur hún til 24. apríl.
Norræna húsið,
v/Hringbraut
Þar stendur yfir myndhstarsýning Erlu
Þórarinsdóttur. Á sýningunni eru til sýn-
is málverk, unnin á síðasta ári og því sem
liðið er af þessu. Erla kallar þessa sýn-
ingu Viðmiðun. Sýningin er opin daglega
kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 7.
apríl.
Nýlistasafnið,
Yatnsstíg 3b,
Á morgun kl. 15 opnar Eggert Pétursson
sýningu í öllum sölum safnsins. Á sýn-
ingunni verða málverk og fiósmyndir
auk verks á gólfi í stærsta salnum. Sýn-
ingin er opin kl. 14-18 alla daga og stend-
ur til sunnudagsins 21. apríl.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfirði, sími 52502
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu
Þar eru til sýnis og sölu postulinsíág-
iíjjíiiiuiiiíu iuíííi
myndir, málverk og ýmsir htlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safnið er opið allá daga nema mánudaga
kl. 11-16.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið sunnudaga kl. 14-16.
Myndlistarsýning í
menntamálaráðuneytinu
í menntamálaráöuneytinu sýna Krist-
bergur Pétursson, Magnús S. Guðmunds-
son og Tryggvi Þórhahsson ohumálverk,
grafíkmyndir og teikningar. Sýningin er
opin alla virka daga kl. 9-17.
Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis
Álfabakka 14
í Sparisjóði ReyKjavíkur og nágrennis
stendur yfir myndlistarsýning á verkum
eftir Þórð Hah. Sýnir hann 14 verk sem
urrnin eru með blýanti og þurrkrít á
pappír. Þau eru unnin á árunum 1989-
1991. Sýning Þórðar stendur yfir til 19.
aprU og er opin frá mánudegi tU fóstu-
dags kl. 9.15-16, þ.e. á afgreiöslutíma úti-
búsins. Öll verk Þórðar á sýningunni eru
tíl sölu.
Sýning á Hótel Lind
Hótel Lind tók fyrir nokkru upp þá ný-
breytni að sýna verk ungra myndhstar-
manna í veitingasal hótelsins, Lindinni.
Nú hefur verið sett upp sýning á mynd-
verkum Sjafnar Eggertsdóttur sem mun
standa fram fil mánaðamóta mars-apríl.
Daglegur sýningartími er meðan veit-
ingasalur Undarinnar er opinn, frá kl.
7.30-22.
Sýning á Laugavegi 3,
Kristján Fr. Guðmundsson sýnir olíu-
málverk, vatnshtamyndir og neon pastel-
myndir að Laugavegi 3,4. hæð. Sýningin
er opin kl. 13-18 út mánuðinn.
'. . . i . . . : j i llíiilii í í L i