Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 3
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Bflar 29 Af þessari mynd má ráða hve hátt er til lofts í þessum bíl en tiltölulega lágt frá götu. Þetta ásamt því hve vel hurðirnar opnast þýðir að mjög auðvelt er að athafna sig við flutningshúsið. SAF - axlar byröina ®] Stilling ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR AF E33 ÖXLUM í VÖRUBÍLA VAGNA SKEIFUNNI 11 SÍMI 679797 OG 679799 auðveldlega niður á götu við aftur- hjólin. Það auðveldar mjög að bakka. bílnum, sem krefst nokkurrar æfing- ar þegar svona lokaðir bílar eiga í hlut og verður best gert með hjálp góðra spegla. Fiat Fiorino á að bera hálfs tonns hlass í flutningskassanum og gerir það ugglaust með sóma, þó ekki væri prófaður nema með svo sem fimmt- ung þess í þetta sinn. Dýpt flutnings- kassa, frá hurðum fram að húsi, er 143 sm en breidd og hæð er rétt um 130 sm. Að því viðbættu að vængja- hurðirnar aftan i opnast nógu vel til aö nýta þessa breidd og hæð, og hleðsluhæðin (frá jörð upp á gólf) er ekki nema hálfur metri, verður þessi vörukassi ljómandi haganlegur fyrir þann flutning sem hann á annað borð ræður við. Sendiferðabíll og ekkert annað Fiat Fiorino er sendiferðabíll og þykist ekki vera neitt annað. Hann er þægilegur og lipur í umgengni og vandræðalaust að fara á honum lengri leiðir ef með þarf. Hann býður ekki af sér eins góðan þokka og hinir ítölsku bræður hans eins og Uno og Tipo, svo dæmi sé tekið af góðum bílum sem yðar einlægur þekkir. Fi- orino er ódýr í innkaupi, sparneytinn og áreiðanlega hagkvæmur í rekstri en óþarflega sparlega búinn, til að mynda hvað snertir hljóðeinangrum og mælaborð. En ágætur til síns brúks. S.H.H. Nokkrar tæknitölur: Vél: 4 strokkai', 1300 cc, 49/67 kW/ha. Snúningsvægi 103 Nm v/2300 sn. mín. Aætluð meðaleyðsla: frá 6,5 1 á 100 km. Gírkassi: 5 gíra, handskiptur. Drif á framhjólum. Fjöðrun: MacPherson framan, blaðfjaðrir aftan. Burðargeta: 500 kg. Utanmál bíls, 1-b-h i mm: 3949- 1555-1886. Nýtanleg innanmál í farangurs- rými, 1-b-h í mm: 1430-1334-1300. Eigin þyngd: 910 kg. Hleðsludyr opnast út á hlið, tveir hlerar sem lokast saman. Stærð hleðsludyra, b-h i mm: 1200-1300. Hleðsluhæð (frá götu upp i hleðslurými): 50 sm. Hjólastærð: 165R13/70. Verð án vsk. (mars): kr. 595.000. Umboð: Fíat, ítalska verslunar- félagið hf. FAVORIT FRÁ KR. Hvers vegna að kaupa gamlan notaðan bfl, þegar hægt er að fá splunkunýjan Favorit fyrir svo lítið sem 479.900 kr? Það fylgir því óneitanlega mikið öryggi að vera á nýjum bfl, svo ekki sé nú talað um hversu hagkvæmari nýjir bílar eru í rekstri. Favorit gefur ekkert eftir í samkeppni við aðra fjölskyldubfla. Fallega hannaður fimm dyra og fimm gíra bfll, framhjóladrifinn, rúmgóður, léttur í stýri og eyðslugrannur. Favorit hefur hlotið lof bflagagnrýnenda víða um heim, og verið tilnefndur sem hagkvæmasti bíllinn, „bestu kaupin“ o.sv.fr. „Kemd' og prófaí'ann" JÖFUR HF. NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI 42600 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.